Vísir - 13.02.1915, Blaðsíða 3
VvtóJlS
Eftir
Caroline Elizabet Sarah Norton.
Við höfum átt hvort annað
í allri gleði’ og þraut.
Við lékum börn hjá blómgu tré.
er brosti vorsins skraut.
En kulda hýsir hjarta þítt,
þú hefir ský á brá.
Við höfum átt hvert annað,
skal ósætt skilið fá?
Við áttum glöð hvort annað,
er ómæld gleði hló;
af æskuvonum himinhreint
þá hjarta’ í brjósti sló.
En bros er þrotið þér á vör
eg því er döpur brá,
Við áttum glöð hvort annað,
skal ósætt skilið fá?
Við áttum hrygg hvort annað,
við áttum saman tár
við kalda gröf, sem geymdi von,
er grófu liðin ár.
En þögul rödd frá hugar heim
sló helgi’ á þína brá.
Við áttum hrygg hvort annað,
skal ósætt skilið fá?
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.
Lesið auglýsingarnar í Vísi og
verslið við þá sem í honum auglýsa.
Þar fáið pið bestu kaupin.
Prentsmiðja Sveins Oddssonar.
Nýkomið
kver.-dansskór, skínandi
fallegt úrval:
• Lavalic*, *Furiana< og
»Tango«.
Kvenskóhlítar,fyrir lága hæla
Drengja vatnsleðurstígvél
með fastri tungu.
Barnaskófatnaður margs-
konar o. m. fl.
Gúmmíplötur undir hæla.
Lárus (j.Lúðvígssou.
Skóverslun.
y U
M
í Belgíu
eru settir varðmenn fyrir fram-
an hverja brauðsölubúð, til þess
að gæta þess, að múgurinn, sem
ekkert getur keypt og ekkert
hefir að borða, ekki ryðjist inn
inn í búðirnar og ræni, sömu-
leiðis eiga verðirnir að gæta þess,
að fólk safnist ekki saman fyrir
utan búðirnar, ef þeim er ekki
hlýtt, er lögreglan látin tvístra
lýðnum. Atvinnulausir menn, eru
nú teknir í þessa vinnu.
CARSBERGS
ÖLTEG.
LYS,
MÖRK og
PORTER
eru nú afiur
komr.ar f versl.
n BREIÐABLIK
LÆKJARGÖTU 10 B. .
SIMI 168.
SáttamáL
frá J, Schannong.
Umboð fyrir ísland :
Gunhild Thorsieinsson,
Reykjavík.
SAMIN ENSK VERSLUNAR-
BRÉF, AFRiTAÐIR SAMNING-
AR O. FL. — FÆST HVORT j
* HELDUR VILL SKRIFAÐ EÐA
VÉLRITAÐ.
LEIFUR SIGURÐSSON.
LAUGAVEG 1.
Líkkistur
fást meö öllum vanalegum liium af
ýmsri gerð, einnig úr eik, sléttsr
eða skornar ef óskað er.
Helgi Helgason,
Hverfisgötu 40 (áður 6).
Sími 93.
Líkki íur
líkkistuskraut og líkklæði
mest úrval hjá
Eyv. Arnasyni,
Laufásveg 2.
Pet kgl octr.
Brandassurance Comp.
Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur
alskonar o. fl.
Skrifstofutfmi S-12 og 2-8 Austurstr.
IM. 3. Nielsen.
Skrifstofa
Mmskipafél. Islands
í Reykjavík er í
Hafnarstr. 10,
(uppi). — Talsími 409.
í Kaupmannahöfn
Strandgade nr. 21.
Massage-iæknír
(ruðm. Pétursson
Garðastræti 4.
Heima kl.6—7e. h. Sími 394
Tennur
eru tilbúnar og settar inn, bæði
heilir tanngarðar og einstakar
tennur,
á Laugaveg 31, uppi.
Tennur dregnar út af lækni dag-
lega kl. 11 — 12með eða án deyf-
ingar.
Viðtalstími 10—5.
Sophy Bjarnarson.
Abyrgðin
kvæði eftir M. Gíslason, fæst t
bókaversiunum Sigf. Eymunds-
sonar, Sigurðar Kristjánssonar og
á afgr. Vísis.
Kostar 10 aura.
£ö§menti
GUÐM. ÓLAFSSON
yfirdómslögmaður. Miðstræti 8
Sími 488. Heima kt. 6—8.
ÓLAFUR LÁRUSSON
yfirdómslögm. Pósthús«tr. 19.
Sími 215. Venjulega heimaki.il— 12
og 4—5
Bogi B.ynjólfsson
yfirrjettarmalaflutmngsmaður.
Skrifstofa Aðalsfiæti 6 (uppi)
Venjul heima ki. 12-1 og 4 6 ■ öd.
Talsfml 250.
Biarni P. Johnson
yfirdómslögmaður,
Sími 263. Lækjargötu 6A.
Heima 12—1 og 4 - 5.
Gefið til Samverjans. Pað
gleður þá sem bágt eiga.
Fallegi hviti
púkinn.
Eftir
Guy Boothby.
Frh.
Þar má enginn munur vera á
neinn hátt, hvorki á málningu, á-
letruninni eða á sjálfri smíðinni.*
»Þetta verður yður töluvert dýrt,
herra Stragaus«, sagði smiðurinn.
»Dað varðar mig ekkert um«,
svaraði herra Stragaus höfðinglega.
»Eg vil hafa hlutinn fullkominn,
eða dá ekkert. Og dað sem meira
er, eg verð degar í stað hann að fá.«
»Eg vetð að benda yöur á það,
Mr. Ebridge«, hélt eg áfram, »að
herra Stragaus liggur mjög mikið
á þessu. Sýningunni hefir verið
flýtt um nokkra daga frá því sem
ætlað var, og til þess að vera viss
uni að alt gangi vel, er hann reiðu-
búinn til að borga yöur vel, ef
þér getið Iokið verkinu á skömm-
um tíma.«
»Og hvað langan tíma fæ eg til
þess, herra minn?«
»Rétta viku. Ekki einn dag þar
fram yfir.«
»Þá er ekki nokkur vegnr til
þess.«
»Dá verðum við annað að fara,
mín vinut**, sagði herra Stragaus,
»Dað er ait og sumt. En ef dér
viljið taka detta verk að yður og
henda mér vagninn af fullgerðan á
næsta driðjudag uni tólf klukka, dá
skal eg borg? yður tvöfalt dað sem
dér heimtið núna,«
Maðurinn leit upp, alveg forviða
af þessu óvanalega tilboöi og bað
okkur að afsaka sig snöggvast með-
an hann væri að tala við verkstjóra
sinn. Þegar hann var farinn, hvísl-
aði Walworth að mér:
»Eg held að hann geri það, og
ef við getum komið því svona fyr-
ir, þá ætti að vera hægt að koma
honum upp að hússgarðinum heilu
og höldnu, án þess að eftir því
veröi fekið.«
Nú kom vagnsmiðurinn aftur.
»Verkstjórinn minn heldur að
þetta megi takast, herra minn. En
þér hljótið að sjá það, að það kost-
ar okkur alla að vinna dag og nótt,
og þi verður borgunin að vera að
sama skapi.«
»Dað gerir mér ekkert. Dérvinn-
ið verkið og eg borga peninginn.
Gangið dér að dví? Dá er dað
gert af og eg skal serida mína menn
eftir vagninum tólf klukkan á driðju-
dagskvöld og dá ætlið dér að liafa
hann til! Dá getum við zent hann
áfram með járnbrautinn strax um
morguninn, En munið eftir dví, að
ef dér hafið hann ekki til dá, dá
borga eg yður ekki grænan tú-
skilding. Gangið dér að dví?«
»Eg geng að því. Eg hefi Iofað
þessu, herra Stragaus, og hvernig
sem alt fer, þá skal smíðinni verða
lokið á þessum tíma.«
»Dað er gott. Dér ættuð líka að
hafa strigadúk að dekja hann með,
svo að dað fólk hann ekki sjá skuli,
degar við tökum hann. Jæja, Zir,
verið dér nú sælir. Yður skal verða
borgað fyrir vagninn degar mínir
mer.n taka við honum.«
»Þakka yður fyrir, og verið þið
sælir, herrar góðir!*
Þegar við vorum komnir aftur
út í vagninn og á leið til borgar-
innar aftur, hætti Walworth við
þýskublendinginn og tók upp aftur
sitt eðlilega málfæri.
»A!t gengur nú vel ennþá. Þessi
kaup fóru viöunanlega úr hendi.«
»Þér nefnduð ekkert við hann
að þegja yfir þessu.«
»Þess þurfti ekki. Auglýsingin,
sem þér sáuð að eg skildi eftir á
borðinu hans, ský ir alt.«
»En setjum nú svo, að iögrugl-
an skyldi komast að þessu og fá
grun.«
»Gott og vel, látum hana bara
komast að því. Ef hana grunar
nokkuð, þá kallar hún Ebridgefyr-
sig og spyr hanu spjörunum úr.
Hann mun þá lýsa okkur og sýna
auglýsinguna. Þá getur hugsast að
lögreglan sími til Ólympíu leik-
hússins í Manchester, og þá fær
hún að vita það, að hr. Síragaus
h e f i r samið um að fá að leika
þar þenna nýja leik sinn, og það
mun alveg villa fyrir henni.«
»Og hvað eigum við nú að gera
næst ?«