Vísir - 24.02.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 24.02.1915, Blaðsíða 4
VI S I R VERSLUNIN KOLBRÚN y. a S \ <J ti u $ $ a s t\ að sœlgœti, vindla, vindlinga, sigarettur, reyktóbak, munntóbak og neftóbak (handskorið og í bitum) fá menn óvíða ódýrara né betra en í LAUGAVEG5 SIMI 496 og góð 7 sa kemur ki, 2 í dag. Gísli Hjálmarsson. ^.aáóiu atmennxngs Svo skal segja hverja sögu, sem hún gengur. Það var sunnudaginn 7. þ. m., að eg brá mér til Reykjavíkur, til þess að hiusta á söngfélagið »17. júníc. En eins og olt vill brenna við, varð eg nokkuö síðbúinn að heiman, og þótt eg herti á ferðinni sem mest eg mátti, náði eg ekki í gamla Bíó fyr en laust fyrir kl. 4, að samsöngurinn átti að byrja. Og þá gránar nú gamanið, þegar eg, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, fæ ekki inngöngu í söngsalinn, því að hann er orðinn offyitur. Eg mæl- ist til að fá að standa við dyrnar, af því eg sé aðkomumaður og hafi að líkindum ekki tækifæri til að hlusta á sönginn, þótt hann verði endurtekinu síðar, en er rekinn út með liarðri hendi. Nú vill svo vet til, aft eg er sfaddur í Reykjavík næst þegar »17. júní« ætlar aö syngja. Og nú er eg ekki seinn á mér að ná mér í aðgöngumiða. Eg ætla líka að koma nógu snemma í söngsal- inn, en þó er hann næstum alskip- aður þegar eg kem inn, og eg verð að gera mér það að góðu, að fá mér sæti á næsta bekk við söng- flokkinn. Söngurinn byrjar og hljómar ágætlega, því söngkraftarn- ir eru góöir og mjög vel æfðir. En að lokum fer eg samt óánægð- ur út; sáróánægður yfir því, að söngurinn fór næstum allur fram á dönsku. Síðan hefi eg verið að brjóta heilann um það, af hverju söngfélagið »17. júní« syngi 10 lög af 12 á útlendu máli. Er það hugmynd þess, að hylja sönglýli sín undir útlendum textum? Nei, slíkt er margföld fjarstæða. Er það til þess, að lærða fólkið í Reykja- vík og þeir fáu útlendingar, sem þar eru, njófi söngsins umfram al- menning, sem ekki skilur dönsku? Eða hefir það vanið sig á að syngja á útlendum tungum vegna þess, að því þyki það fínna? Eða hefir það ekki getað fengið skáldin okk- ar til þess að þýða vísurnar, þau sem styrkt eru af opinberu fé, til þess að vekja og glæða þjóðernis- hug landsmanna? Eða treystir það þeim ekki til að snúa »klunkum hlunkum* á íslensku? Mér dettur í hug vísan við lagið, sem söng- flokkurinn byrjaði á: »Æðstur drottinn hárra heima«, er hún ekki sönghæf? Nei7 eg finn enga skynsamlega ástæðu fyrir þvi, að söngfélag, sem kennir sig við afmælisdag Jóns Sigurðssonar, með tónskáld- ið Sigfús Einarsson, kennara við alla skóla í Reykjavík, í bioddi fylkingar, skuli misbjóða svo móður- máli sínu, að syngja næstum öll sín lög með útlendum textum. Og þar af leiðir einnig að það syngur jafnvel sína fáu fexta upp á dönsku. Ætli þjóðhátíöarsöngvarnir okkar | hefðu lagt leið sfna inn í hvert ein- asta hjarta landsmanna, og verið sungið svo áratugum skifti, ef þeir hefðu verið ortir á dönsku? Söng- félag, sem hefir unnið sér eita mikið álit og »17. júní« hefir gjöit, ætti að hafa veitt því eftirtekt og hafa það hugfast, þegar það velur sér lög og texta, að sé söngurinn á íslensku, er hann óðara kominn út um alt land, en útlendu textarn- ir fara fyrir ofan garð og neðan, að minsta kosti hjá almenningi. L. L. H. liOftorusta var háð yfir Dunkeique milli flugvjela þýskra og belgiskra, er Þjóðverjar ijeðust á borgina úr lofti f sfðasta manuði. — Segir svo frá í Daily Chronicle að kl. 2 hafi 'jest 7 þýskar flugvjdar yfir Dunkerque er fóru að reyna að kasta sprengikúlum a varnar- virkin. Var strax hafin á þær skothdð sem þó ekki naði að gera þeim mein. Sprengikúlum köstuðu Þjóðverjar mður og kviknaði af þeim eldur mikii). Réðust þa 2 belgiskir flugmenn til uppgöngu og komust upp yfir Þjóðverjana, upp í 7 þús. feta hæð. Hófst skothríð mikil milli flug- vélanna, og skrúfuðu Þjóðverjar sig einlægt hærra og hærra í loft upp Seinast stóð bardaginn í 9000 feta hæð og flúðu þá 5 af flugvjelum Þjóðverja, hafa maske verið skotfæralausar. — Önnur vélin af þeim sem eftir var, varð nú fyrir skoti og steyptist til jarðar og fór mjöli smærra. Hin vjelin hafði sig vestur á bóginn og hvarf, • en kom aftur sfðar um daginn og kastaði 3 kúlum og hvarf sfðan út í myrkrið. liOftsklpaárás gerðu Þjóðverjar á Austur Eng- land um líkt leyti og þeir rjeðust á ströndina með flotadeildum sfn- um. Voru Zeppelinsloftför notuð í þessari för og var Wastað sprengi- kúlum á ýmsa bæi, og allmikið tjón unnið, sem þó litla hernaðar- þýðingu kvað hafa. — Englend- ingar eru æfir mjög út af þessari heimsókn og segja það óhæfu og hgabrot að ráðast þannig á varn- arlaust fólk, og virðast Bandarfkin halda með þeim í þessu efni. En Þjóðverjar segjast ekki hafa undirgengist nein milliþjóða laga ákvæði í þessu efni, og kveðast heldur ekki hafa ráðist á varnar- lausa staði, sem sjáist best á því að þaðan hafi verið hnfin skot- hríð á sig Sjer þyki leitt að fonur og óherskylt fólk hafi liðið tjón, en við því sje ilt að gera. — En þetta segja þeir að hafi aðeins verið reynslu^erð, næst ætli | þeir sjer að heitnsœkja Lundúna j borg. \ Áfengisbann | grípur nú mjög um sig í Banda ' ríkjum Norðuramenku Nú segja j útlend blöð að ekki sje lengur leyfilegt að flytja áfengi hvorki í böglapósti nje a ríkisjárnbrautun- um. Börinuð kvað vera sala á afengi tii hermanna og sömuleiðis til Indiána og innfæddra rnanna f Alaska. — Og nú í haust hefur verið lögleitt algert áfengisbann í 5 rfkjum: Arizona, Colorado, l Oregon, Virginu og Washington, j en það er þó ekki gengið í gildi enn. Áður var búið að lögleiða bann í 9 ríkjum í rfkjunum Idaho og Alaska hafa kosningar farið sv o að þar búast menn við bannlögum. — Bannlagarfkin eru sögð að ná yfir hjer um bil þrjá fjórðu hlutana af landrými Banda- ríkjanna, og um 49 iniljónir af fbúunum sjcu nú undir bannlög- um. íbúar eru alls uni 85 milj- ónir f Bnndaríkjunum. Þrátt fyrir verðhækk- UN Á EFNI, SELUR EYV. ÁRN ASON LANG- Lík- kistur. LÍTIÐ Á BIRGÐIR MÍNAR OG sjáið mismuninn ÁÐUR EN þÉR FESTIÐ KAUP ANNARSSTAÐAR. TALS. 44. ODÝRASTAR, VANDAÐASTAR og FEGURSTAR ^Skrifstofa fcfi \ imskipafél. Islands *------■ í Reykjavík er í Hafnarstr. IO (uppi). — Talsími 400. í Kaupmannahöfn Strandgade nr. 21. Prentsmiðja Sveins Oddssonar. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur, á Laugaveg 31, uppi. Tennur dregnar út af lækni dag- ega kl. 11—T2meðeða án deyf- ingar. Viðtalstfmi 10—5. Sophy Bjarnarson. V I N N A Sendisveinar fást ávalt í Söluturninum. Opinn kl. 8—11. Sími 444. Skósmíðavinnustöfan Bröttugötu 5. Allar skóviðgerð- ir fljótt og vel af hendi leystar! V ö n d u ð stúlka, ekki mjög ónýt, óskast strax til 14. liaí á Vesturg. 48. Stúlka, vön öllum húsverk- um, óskar eftir góðri vist, helst sem ráðskona. Afgr. v. á. Unglingsstúlka óskast f vist nú þegar að Vesturgötu 11. Vor- og sumarstúlka óskast á gott sveitaheimili. Hátt kaup. Afgr. v. á. Vinnukona óskast frá 14. maf á gott heimili austanfjails. Upph í prentsmiðju Sveins Oddssonar. HÚ5NÆÐI i m i Einstök herbergitil leigu. Afgr. v. á. 2 herbergiog eldhús óskast til leigu frá 14. maf, helst nálægt miðbænum, Sími 389. TAPAÐ —FUNDIÐ O u 1 u r hundur og gul tík eru í óskilum hjá lögreglunni í Reykja- vík, og ber eigendum þeirra að vitja þeirra innan þriggja daga og borga áfallinn kostnað. KAUPSKAPUR V æ n n dráttarsleði til að beita 1 hesti fyrir, er til sölu fyrir lágt verð. Afgr. v. á. T i 1 s ö 1 u með tækifærisverði að Laugaveg 22 (steinh.): Sögur Herlæknisins, Ilions-kvæði, Þ. G. kvæði, J. Th. Piltur og stúlka, M, J. Bindindisfræði, Frækorn frá upps hafi, Sögusafn Þjóðólfs XII—XIII, Ofan úr sveitum, Dýravinurinn 11. og 12. ár, Ný Félagsrit 22 ár, Mynsters hugleiðingar, og ýmsar fleiri bækur T i 1 s ö I u , borð með skúff- um, rúm og fjaðramadressa, ser- vantur o. m. fl. að Laugaveg 72. FÆÐI Fæði fæ9t á Laugveg 17. Geflð til Samverjans. Pað gleður þá sem bágt eiga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.