Vísir - 05.03.1915, Síða 2

Vísir - 05.03.1915, Síða 2
V l S 1 R A Austurstöðvunum varð fljótt furöu rólegt aftur eftir sigur þann, er Hindenburg vann á Austur-Prússlandi, og sýtiir það að Rússar háfa eigi verið uppnæntir, þótt þeir mistu 50 þúsundir, eöa hvað það nú var. Þessa sigra sína eiga Þjóðverjar fremur öllu því að þakka, að þeir eiga hvarvetna járn- brautir fyrir aftan fylkingarnar og með þeim geta þeir á svipstundu þyrlað saman svo mikiun her á einn stað, að Rússum er alls ó- kleift að hafa komið þangað nógu liöi til varnar í tæka tíð. Það er ekki ný bóla, að þeir verði að láta þannig undan síga í svip og missi fjölda iiðs, en eftir nokkra daga hafa þeir svo aftur náð í nóg lið til þess, að stöðva framrás óvin- anna og fylla í skörðin. Austurríkismenn kunngerðu það um 20. febr. að þeir hefðu náð Czernowitz í Bukowina, og hafi þá Rússar nust það land með öllu. Þykjast þeir hafa tekið 12 þús- manna höndum, en Rússar lýsa það lyg'» °g hafi þeir ekki einu sinni att þar svo mikið lið. Sjóhernaðurinn. Á sjónum má nú einnig tala um Austur- og Vesturstöðvar. Aust- urstöðvarnar eru nú í Hellusundi, þar sem Bretar og Frakkar þykjast þegar hafa brotið upp útidyrahurð- imar að Miklagarði. Segist Tyrkj- um nokkuð á annan veg frá fyrsta degi þeirrar viðureignar. Segja þeir, að skipin hafi skotið 600 fallbyssu- skotum og þó ekki drepið nema einn mann, en sært annan, og alls ekki þaggað niður í vígjunum. Aftur á móti hafi þrjú þeirra orðið fyrir allmiklum skemdum. Vestur-stöðvarnar eru kringum alt Bretland. Nákvæmar skýrslur um það, hvernig kafbáta-árásirnar ganga, verða ekki út gefnar fyr en eftir nokkurn tíma, en síðustu dag- ana, er Vísir hefir blaðafregnir frá, hefir verið að smá fréttast um skip, er skotin hafa verið í kaf. — Svar Þjóðverja við orðsendingu Banda- ríkjanna þykir blöðum (Bretavina) þar í landi harðla ósvífið. Segja, að það þýði í fám orðum sagt, að Þýskaland ætli eigi að láta stjórn- ast af meginreglunum fyrir hernaði siðaðra þjóða, og önnur segja, að það sé sama sem að segja öllum heiminum stríð á hendur. — Bret- ar hafa svarað orðsendingu Banda- ríkjanna út af notkun fána hlutlausra þjóða á þá leið, að þeir hvetji ekki skip sín til að nota þá, nema í ítrustu nauðsyn, en með því að herskip séu skyld til að rannsaka það, hverrar þjóðar kaupförin séu, áður þeim sé sökt, þá hvíti öll ábyrgðin á kafbátunum, ef þeir grandi hlutlausra þjóða skipum í misgripum, enda þótt svo reynist, að eigi sé altaf að marka hlutiausu fánana. Aftur á móti hefir heyrst eftir Þjóðverjum, að þeir trúi Bret- um vel til þess, að sökkva nokkr- um skipum hlutlausra þjóða vilj- andi, til þess að geta kent Þjóð- verjum um þaö og spanið svo aðra móti þeim. Má þá búast við, að hvorir kenni öðrum öli slík »slys« framvegis. x Þýsk sprengikúla springur innan urn breska hermenn. Meðan legið er í skotgryfjum, eins og ófriðarþjóðirnar hafa lengst af látið heri sína gera hingað til, eru sprengikúlurnar helstu og skæðustu vopnin, sem notuð eru. það má vera ónotalegt, að minsta kosti svona fyrst í stað, að bíða í þessum óvistlegu jarð- gryfjum og geta átt von á því á hverju augnabliki, að einhver af þessum helvísku sendingum komi og springi rétt hjá manni og tæti mann í sundur. — Á myndinni hér að ofan sést eitt slíkt atvik. þau eru daglegir viðburðir á vígvöllunum. „Líkræðuskjallið” Og Hjalti. Einhver grímuklæddur guðsmað- ur, er nefnir sig Hjalta, hefir skrif- að grein í Vísi (27. f. m.) undir fyrirsögninni: »Líkræðuskjall«. Er þar veitst að Sveinbirni skáldi Björnssyni fyrir kvæði hans »Bakk- us konungur«, — og mér fyrir það, að eg lauk lofsorci á kvæðið. Grein Hjalta er að vísu innihalds- líti’, en þó vel þess verð, að hún sé alhuguð. — Hj. talar um »lík- ræðuskjall« og eftirmæla-oflof, er hann segir, að við Svbj. berum á Bakkus látinn. — Eg vil því fyrst benda Hj. á það, að hvorki í brag Sveinbjarnar né heldur í téðri grein minni felst neitt, er geti skilist sem líkræða eða eftirmæli. Kvæði Svbj. ræðir einungis um komu Bakkusar, eðli hans og áhrif, og atför bann- manna í því, að reka hann í út- legð. Hitt er okkur Sveinbirni full- íjóst, að bannmenn munu aldrei megna að murka lífið úr Bakkusi gamla, þótt þeir hreyki sér hátt og Iáti nú alldigurmannlega. Að tala um »Bakkus heiiinn« er því ekki annað en venjulegur templaramis- skilningur. Ekki munum við Svbj. firtastvið það, þótt Hj. kalli okkur Bakkusar- vini. Við erum ánægðir með að vera í tölu þeirra manna, sem fund- ið hafa til þeirrar svölunar, sem Bakkus veitir, og kunna að njóta heilbrigðra áhrifa hans, — án þess að spilla velferð sinni eða annara. Hj. finst sern það »stappi nærri nöpru háði«, er eg segi, að Bakkus búi yfir »kærleiksuppsprettu« og »guðdómseðli«. — Hér kemur það í Ijós, að honum er líkt farið og fleiri bannmönnum, að hann á ekki augu til að Iíta á Bakkus nema frá einni hliö, þeirri hliðinni, sem of- stækisfullir vínféndur aldrei hafa þreyst að núa svertu á. Til dæmis skal eg geta þess, að mér er það í minni, þegar aðal- málgagn bannmanna, »Templar«, var fyrir nokkrum árum að tína til nöfn ýmsra látinna ágætismanna þjóðarinnar, og benda á, hvað miklir drykkjumenn þeir heföu verið. Þar á meðal voru nefr.dir þeir Bjarni Thorarensen, Jón Sigurðsson, Jón- as Hallgrímsson o. fl. — Enginn neitar því, að þessir menn hafi neytt áfengra drykkja, en þó svo hóflega, að þeir með því hafi glætt og ylj- að andlega krafta sína, og ef íil vill kveðið vögguljóð sorgum sínum o; áhyggjum. — Ekki hygg eg, að það orki tvímæla, að þessir menn hafi elskað ættjörð sína, og haft eins glögt skyn á velferð hennar og bannmenn hafa nú. — Og allir unnu þeir þjóð sinni hina mestu sæmd, hver á sinn hátt — Eg þyk- ist ekki sýna leiðtogum bannmanna neina óvirðingu — hvorki þeim sem lífs eru eða liönir — þótt eg segi, aö enginn þeirra þoli mann- jöfnuð við hin fyrnefndu mikil- nienni, sem lýstu eins og eldstólp- ar inn á eyðimörk þjóðlífs vors. Eg veit gerla, að bannmenn eiga bágt rneð að komast í skilning um, að hófleg vínnautn veiti styrk eða gleði, og eg efast jafnvel um, að þeir vilji viöurkenna þann sannleika. Það er lönguin viökvæði hjá bannmönnum, að það sé álit vís- indamanna, að öll vínnautn sé heilsuspillandi. En eg leyfi mér að staðhæfa, að þetta er alls ekki ein- róma álit allra merkra lækna eða lífeölisfræðinga. — Að neyta eigi of mikils víns er allur vandinn. ' Eg skal fúslega viðurkenna, að j æskilegt væri, að ofdrykkja ætti sér ■ ekki staö; En ofdrykkjan er eigi j víninu sjálfu að kenna, heldur van- I brúkun manna á þvi, Og hversu I margt er það ekki i ríki náttúrunn- í ar, sem getur orðið oss að skaða við vanbrúkunina, eða ef illa tekst til. — Ef menn því ætluðu að fyrirbyggja eða útrýma allri slíkri hættu, yrðu menn að eiga ráð á | »að kyrra vindinn og sjóinn*. Hvaða gagn veita bannlögin þjóð- inni ? Fyrst og fremst skeröa þau stórum fjármunalega hagsmuni henn- ar og auk þess leggja þau óhæfi- Iega fjölra á frelsi hvers einstaklings. Þau leiða til fullkominnar þrælk- unar á því sviði, sem þau grípa yfir. Ófrelsið og þrælkunin sýkir aftur hugsunarháttinn og drepur sið- ferðistilfinninguna. — Þá er það eitt meðal annars, að lög þessi hafa grafið ræturnar undan hinni forn- helgu samkvæmisgleði. — Nú á það ekki við hér og er ekki lengur þjóölegt, að syngja veislukvæði Jón- asar Hallgrímssonar: »Hvað ersvo glatt*. — Nú er þaö orðiðaðháði eða guðlasti, að hafa yfir vísuorðin: «Á meðan drúfna gullnu tárin glóa, og guðaveigar lífga sálaryl, þá er það víst, að bestu blómin gróa, í brjóstum, sem aö geta fundið til«. Skáldið tekur það fram hér, að drúfnatárin (vínið), geti ekki vak- ið yl í öðrum brjóstum en þeim, sem geta fundið til. — Ylurinn nær eigi til stálvarðra sálna. Eg býst nú við, að Hjalta láti þetta miður vel í eyrum. — En það væri ekki ófróölegt aö heyra, hvernig hann lítursá guðspjallssög- una um brúökaupið í Kana, þegar Kristur sjálfur breytti vatni í vín. Mér dettur í hug að setja hér tvær vísur, sem birtust í gamla Kirkju- blaðinu fyrir mörgum árum, og hljóða upp á þetta efni. — Þær eru svona: »Kristur breytni vatni í vín, vildi gleðja sig og aíla. Hver er meining þar um þín, þetta ráö eða óráð kalla.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.