Vísir - 08.03.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 08.03.1915, Blaðsíða 1
1351 .Satútas’ t\ú5jeí\$a s\Uon 03 feampaoút. S'«t' W® -o--o- Gamla Bíó. -0--0- Ast og hefnd. Fyrirtaks skopmynd í 2 þáttum. Aðalh'utverkið leikur besti skop- leikari Ameríku FORD StERLING. Meðfram sfröndum Noregs. Framúrskarandi fallegar landlags- myndir. Fé til höfuðs lag’t. Svo er sagt, að flotastjórnin breska hafi kunngert það opinberlega, að skipstjórum. og skipshöfnum á fiski- skipum sé heitið verðlaunum fyrir það, ef þau verði kafnökkvum Þjóð- verja að grandi. Á skipstjórinn að fá ekki minna en 1000 pd. sterl., og sömu upphæð á hver sá skip- stjóri að fá, sem gefur þær upp- lýsingar, er verða til þess, að óvina- herskipi verður sökt, eða það tekið. En 500 pd. fá menn fyrir áreið- anlegar fregnir um ferðir þýskra herskipa. — Auk þessa hafa ein- stök félög, einkum útgerðarmanna, lofað að bæta við þessi verðlaun handa því kaupskipi, sem fyrst verði til þess, að granda þýskum kaf- bát, og einn bætti 500 pd. við handa því, sem yrði 2. í rööinni. Aftur á móti hefir yfir-borgmeist- arinn í Leipzig afhent flotastjórn- ; inni þýsku 3000 mörk, sem á að skifta með skipshöfninni á þeim kafnökkva, sem fyrstur verður til þess, að sökkva liðsflutningaskipi fyrir Bretum, eða vinna eitthvert annað þvílíkt afreksverk. Kossar. íslendingar hafa fengið orð fyrir að vera fremur kossakærir. Að visu munu kossar tíðkast annarstaðar líka, en óvíða jafnt og -hér, að sögn fróðra manna. Og hvergi munu menn reka aðra eins rembingskossa hver að öðrum, sem sumstaðar á sér stað enn í þessu landi. í öðrum löndum er sagt, að það sé siður, að kunningjar og einkum ættingjar kyssi hverir aðra á hönd, kinn eða enni. Hér þykir fóiki lítið bragð að kossinum, nema honum sé smelt beint á munninn. í kaup- stöðum eru kossar nú víst farnir að menna og nánustu kunningja. En einkum fá börnin að kenna á þess- um vinaatlotum enn þann dag í dag. Víða hefir það verið siður hérá landi, að gestir, sem að garði ber, heilsi húsbændum og heimasætum meö smjúkum* kossi, og enn sem komið er eru kossarnir æðí hvers- dagslegir upp til sveita. Siður þessi er nú að vísu hvorki ljótur né fagur, en hann er áreið- anlega ekki með öllu meinlaus og alveg er hann þarflaus. Menn eru að minsta kosti alt of kærulausir um það, hverja þeir kyssa, því ekki virðist mikið um það hugsað, hvort fólk er sjúkt eða heilbrigt, eða hvort það hirðir hið minsta um munn sinn eða ekki. En nú vita það allir eða ættu að vita það að minsta kosti, að sjúk- dómsorsakir — sóttkveykjur — eða bakteríur leynast mjög oft í muun- um manna, þrífast þar afbragðs vel og aukast þar og margfaldast, ekki síst í munnum þeirra, sem skeyta lítt um það, þótt tennur þeirra sýk- ist og brenni eða rotni úr þeim. Það er í raun og sannleika óskilj- anleg nautn, að kyssa manneskju með sóðalegan, vanhirtan munn; þar sem t. d. tennurnar eru ann- aöhvort spanskgrænar eða þaktar þykku lagi af rotnuðum matarleyf- um, því að oft bætist hér við, að svokölluð andremma leggur frá vit- um fólks, sem hefir svo litla til- finningu fyrir fegurð munnsins, að j það skeytir ekkert um hann, í hversu miklu ólagi sem hann er. Þeir menn, sem geta borið varir sínar að slíku, eru ekki sérlega vandfýsn- ir, en það má nærri geta hvílík plága það er fyrir þá, sem hafa opin augun fyrir því sem má bet- ur tara í þessu efni. Sennilega verður það æði erfitt, að venja fólk með öllu af kossun- um, þótt sumir teldu það máske heppilegt, og á víst langt í land. Fólk, sem er í tilhugahfinu, mun að líkindum lengst af vilja hafa leyfi til að kyssast eftir vild og án þess að aðrir setji því reglur um þá hluti. Skáldin róma kossana mjög, og þeir munu því lengi verða taldir helgisiðir ástar og vináttu. En eftir því sem fegurðartilfinn- ingin, velsæmið og snyrtimenskan vex hjá fólki, því meiri gaum hlýt- ur almenningur að gefa þessu máli, og ef unga fólkið notar munninn áfram til þess að innsigla ást sína með, þá hlýtur það að fara að hafa munninn meira í heiðri, en hingað til hefir tíðkast, þegar augu þess opnast fyrir samræminu í þessum Áslákur. Afmæli í dag Bjarni Snæbjörnsson læknir. Áfmæli á morgun. Sigurjón Pétursson glímum. Sigurður Sigurðsson járnsm. Bergþór Eyjólfsson stýrim. Pétur þorvaldsson trésm. Afmæliskort fást hjá Helga Arnasyni í Safnahúsinu. Veðrið í dag: Vm. loftv. 769 a. kul h. 4,8 Rv. U 767 a. gola “ 3,7 íf. u 764 s. kaldi “ 6,7 Ak. (( 765 s. andv.“ 3,0 Gr. « 730 s. andv. “ 0,5 Sf. « 768 logn “ 1,9 Þh. « 774 logn “ 1,7 Þílskipin „Sigríður' ‘ „Keflavíkin" „Sæ- borgin“ og „Skarphéðinn“ komu inn í morgun, hafa fiskað fremur vel. „Bragi“ kom inn í gær, með brotiö spil. Misprentast hafði í gær í þinglýsingum, nr. á húsi Ámunda Ámundason- ar 26B., en átti að vera 26A. Jörgen Hansen kaupm. í Hafnarfirði, hefir selt húseignir sínar þar, A. & D. Birrel Limited í Liverpool. Ætla nýju eigendurnir að reka þar fiskversl- un í stórum stíl framvegis. Kvef allþungt geisar hér um bæinn, og liggur fjöldi fólks í því. Hafa margir 40 stiga hita. 4 Þorleifur Jónsson póstafgreiðslum. hefir legið rúmfastur nokkra daga. Er nú á góðum batavegi. Bifreiðafélag Reykjavíkur hefir selt herra Páli Stefáns- syni umboðssala eignir sínar fyrir 8880,30 kr. Fundur í „Sjúkrasamlagi Reykjavíkur* verður haldinn í Iðnó í kvöld. G-jaflr til Samverjans. Peningar. Ludvig Bruun kr. 10.00 Lilly Bruun — 5.00 Kaffi — 2.00 NÝJA BIO Opinbert Ieyndarmál. Franskur sjónleikur í 2 þáttum 50 atriðum, sniðinn etiir hinum frœga gamanleik Pierre Wolffs. Myndin er leikin af þektum frönskum leikurum. Sveinn Jónsson & Co. — 20.00 N. N. fröken — 2.00 Vísir frá N. N. .— 10.00 Vísir áheit — 2.00 Hjörtur Hansson — 2.00 S. H. — 10.00 Þ. Möller — 10.00 Frk. Dóra Þórhallsd. — 5.00 S. G. s. — 5.00 Ónefndur — 2.00 Ónefndur — 2.60 N. N. — 1.00 Kaffi — 0.50 Einar Einarsson og kona Hverfisgötu 78 2.00 M. B. — 5.00 Júl. Schou — 5.00 Bjarni Péturss. — 5.00 N. N. í bréfi — 5.00 L. F. — 10.00 S & L & M. — 9.00 J- Þ- — 10.00 S. S. & J. H. — 4.58 M. H. — 15.00 J. H. — 10.00 E. J. — 2.00 Jón Laxdal — 10.00 Á;ni Nikuláss. — 5.00 E. E. — 2.C0 J; P- — 2.00 Ónefndur — 0.50 Ónefnd — 3.00 Ónefndur — 2.00 Kaffi — 0.95 Morgunblaðið safnað — 29.00 Vörur: N. N. umboðsversl. 25 pd. hafragrj. Ónefndur í K. F. U. M. 8/2 brauð. Eyjólfur & Kristinn 8/t brauö. Sigurður Gunnlaugsson lOOboIlur. P. Lövold V* tn- kartöflur. Þorst. Þorsteinss. Bakkabúð 200 pd. frosinn fisk. Emil Rokstad 1 sekk haframjöl. Ónefndur 14 hveitibrauð. J. Þ. 5 pd. kæfu og 4 pd. rullupylsu. Meðt. af Morgunbl. 40 brauðseðlar. Þakka gjafirnar. Rvík þ. 7. tnars 1915. Páll Jónsson. Gefið til Samverjans, það styrkir þá sem bágt eiga. verða sjaldgæfari, nema meðal skyld- hlutum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.