Vísir - 08.03.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 08.03.1915, Blaðsíða 3
Útsalan mikla á P Hverfisgötu 50! | 10-40 | afsláttur á Skófatnaði - Drengjafötum * Kvendrögtum Manschettskyrtum o. fl o. fl. JíoUB wu wuwa \ &$xtt5\ww\ o$ kom\5 o$ feaup\5. Guðm. Einarssono Bandaríkin mundu standa þar mjög framarlega, sem að annari menn- ingu. Þess vegna ætti að taka á móti tilboði Steingríms fegins hendi. Magnús Helgason sagðist ekki hafa búist við umræðum um þetta mál, svo sjálfsagt hafi sér virst að taka tilboði Steingríms. Af för hans til Bandarikjanna mætti búast við góðum árangri. Bandamenn standa framarlega í allri menningu, eru dugnaðar og fram faramenn miklir, skólalíf þeirra fjöl- breytt, og mundi margt mega læra af því. Legg ekki saman, hve meira gagn geía orðið að þeirri för, eöa að kynnast skólafyrirkomulaginu danska. Kennaralaun þau, er Steingrímur færi fram á að fá, 1200 kr., væru lág, fyrir mann í þeirri stöðu, er verði að lesa mikið, leggja í bóka- kaup o. fl. Það væri að eins fyrir lausamann í þeirri stöðu, en ekki fyrir mann sem ætti fjölskyldu. Það sýndi ósérplægni manna, er þannig vildu fórna sér fyrir störf sin, án þess að hugsa um gull eða gróða. Sama mætti segja um ann- an mann, er nú hefði sótt um fasta kennarastöðu við skólann, fyr- ir lægri árslaun, en honum hafi verið boðið fyrir önnur störf af öðr- um. Hann vildi fórna sér fyrir barna- kenslu-starfið. Þannig kvaðst hann óska, að þjóðin ætti menn á hverri fley tu Jón Þorláksson kvaðst ekki vilja hafa það ómótmadt, er Bríet hefði haldið fram, að bæjar- stjórnin væri nokkuð bundin við það framvegis, að veita kennara- stöður undir sömu kringumstæðum. Aðal-atriðið væri ónefnt enn, það væri, að bæjarstjórnin bæri traust lil þessa manns fyrir dugnað og áhuga , og vilji því veita honum loforð fyrir föstu kenslustarfi við skólann. Vildi Iáta halda þeirri stöðu op- inni fyrir Steingrím, er nú væri laus við skólann, hefði bæjarstjórn frjálsar hendur til þess. B r í e t kvaðst mótfallin því, að sú staða er nú væri laus viö skól- ann, væri veitt karlmanni, því í henni hafi kvenmaður verið, og og undanfarið veitt fleiri karlmönn- um embætti við skólann en kven- fólki, jafnvel þótt þeir hafi ekki starfað nema 2—3 ár við skólan, en þær 10—20 ár. Áleit slíkt rang- læti. Nokkuð fleira var sagt um þetta mál, en síðan samþykt að verða við erindi Sleingríms með öllum greiddum atkv. gegn 2. Líkkistur fást með öllum vanalegum litum af ýmsri gerð, einnig úr eik, sléttar eða skornar ef óskað er. Helgi Helgason, Hverfisgötu 40 (áður 6). Sími 93. |jjj| £ö§meww HjJH ÓLAFUR LÁRUSSON yfirdómslögm. Pósthússtr. 19. Sími 215. Venjulega heimakl.il —12 og 4—5 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi) Venjul heima kl. 12-1 og 4-6 síðd. Talsfml 250. Bjarni Þ Johnson yfirdómslögmaður, Sími 263. Lækjargötu 4. Heima 12—1 og 4—5. GUÐM. ÓLAFSSON yfirdómslögmaður. Miöstræti 8 Sími 488. Heima kl. 6—8. le§sU\wa frá J Schannong. Umboð fyrir ísland: Gunhild Thorsteinsson í Reykjavík. langmestar byrgðir, alt vönduð vinna. Skólavörðustíg 22. Matthfas Matthíasson. Sími 497 Gefið til Samverjans, það styrkir þá sem bágt eiga. Skrautritun Undirritaður dregur letur á borða á líkkransa. — þeir sem gefa kransa, ættu að nota sér það. — Einnig skrifa eg nöfn á bækur og afmæliskort o. s. frv. — — Pétur Pálsson Grettisgötu 22 B, uppi Det kgl, octr Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr. N. B. Nielsen. Lesið auglýsingarnar í Vísi og verslið við þá sem i honum auglýsa. Þar fáið þið bestu kaupin. Bergmál. Frh. Það ter hrollur um mig, þegar eg hugsa til þess, að vera fjarri unnustu minni árum saman, og mér finst eins og kólna meira og meira, eftir því sem nær dregur kaup- staönum. Eins og það gusti af skipinu, sem klýfur ölduhryggina svo kná- iega. »Við verðum að hraða okkur, svo við komum ekki of seint*, seg- ir unnusta mín og slær í Sörla. Skipið beygir inn á höfnina. »Æ, eg kvíði svo fyrir aö fara, elskan mín, má ekki hugsa til þess, að skilja við þig«, segi eg, og get ekkí varist því að tárast, þótt eg vildi langtum heldur brosa, ef eg gæti á þann hátt hughreyst hana. En mér er það ómögulegt — 8et ekki annað en grátið. *Hvaða vitleysa«, segir hún glað- *ega. »Þú, sem ætlar að verða stór sterkur og koma svoaftur. Tvö ár, þaö er ekki langur tíini, þegar við hugsum til þess, að það er okkur eingöngu til góðs. — Og — og svo giftum við okkur, þegar þú kemur«, bætir hún við, ogrödd- in titrar. »En eg veit mér hlýtur að leið- ast, að vera svona fjarri þér, og fá aldrei að sjá þig, allan þennan tíma«. Hún segir ekkert og felur and- lit sitt þannig, að eg sé það ekki. Eg held hún sé að gráta. ----------Það erfariö að dimma. Við kveðjumst með tárin í aug- unum á bryggjunni, og svo er eg fluttur út í skipið. — — Skipið iíður af stað . . . og það dimmir meira og meira. Æska mín, draumórar mínir og unnusta mín . . . alt fýnist það inn í myrkrið . . . hverfur sjónum mínum. Eg staulast niður undir þiljur, og fleygi mér í rúmið í klefa mínum. Eg er aleinn — og dimt um- hverfis mig. Alstaðar kolsvarta, þreifandi myrkur. Mig langar að hugsa um eitt- hvað, en eg get það ekki. Mig langar að sofna, og dreyma um unnustu mína, en eg get ekki sofnað. Sjórinn skellur á skipinu . . . skvampar rétt við höfðalagiö mitt... og skipið hossast á öldunum. Nú rís það svo hátt . . . og nú hrapar það niður . . . eitthvað niður í hafið. Skyldi þaö koma upp aftur? Ef skípið ferst . . . ef hafið opn- ar sig og gleypir skipið? Og mér finst hafið klofna sund- ur, og skipið sökkva niður og hafið hvolfa sér yfir það, en skipið held- ur áfram að sökkva, dýpra og dýpra. Eg kenni sára tilfinning undir bringspölunum, og nú færist hún um allan líkamann, þess tilfinning. Er skipið að farast — eðahvaö? Guð minn góður, hjálpaðu mér! IX. Eg er kominn heill á húfi út yfir hafið og búinn að vera þar lengi — ósköp lengi, finst mér, því eg þrái svo að koma heim. Bréfberinn er að koma, og hjart- að hoppar af fögnuði og eftir- væntingu. f gær kom »Ceres« að heiman, og vonir mínar hafa síð- ustu dagana verið að lesa mörg bréf og löng, sem eiga aö koma með þessari ferð. Bréf, — bréf, — bréf -! Og bréfberinn heilsar mér glað- lega og fær mér eitt brét. — Aö- eins eitt . . .! En undarlegt er það . . . það er svo þykt i miðjunni? — Minnispeningur? Eg ríf bréfið upp. En hvað er þetta . . .? Gullhringur . . .? Og það hringuritin h e n n a r! Hvernig á eg aö skilja þetta? — Hví er verið að senda mér hring- inn hennar? Og hvað stendur á þessum miða, sem var utan um hringinn? Eg titra allur, eins og mér sé að verða ílt. Mér finst alt hring- snúast fyrir augum mínum. Mig svimar og óstyrkur færist upp eftir fótleggjunum. En las eg nú rétt?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.