Vísir - 08.03.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 08.03.1915, Blaðsíða 2
VISIR ^addu alttietvtuttas Niður með hann! ! Otrúleg leiðbeining af vélfræðingi. Eg hefi heyrt þess getið, að Born- nólmsvél (mótor) í nýjum vélbáti í Hafnarfirði, keyptum í vetur af hr. Schou steinsmið hér í bæ, gengi eígi vel. Og kendi maður sá, er athugaði vélina, hr. Magnús Þór- armsson mótoristi, því um, að stympirinn*) (Stemplet) væri ófstíf- ur ístympihylfinu (Cylinderen), áleit ao hann þrútnaði við erfiðið, þar I hann stæði fastur og vélin þar a leiðandi stöðvaðist, og mun þetta rétt athugað. Var það álit hans, að renna þyrfti lítið eitt utan af i stympinum, svo hann léki liðugur j í stympihylfinu, þótt hann hitnaði ! eðlilega við gang vélarinnar. En áður en þetta væri gert, var leitað álits hr. vélfræðings Jessens, kenn- ara við Sjómannaskólann, og réð hann algerlega frá þvf, að slípa neitt af stympinum, heldur skyldi laia vélina hafa svo lítinn kælisjó, :iO nun gengi sjóðheit. Og er það ! pessi einkennilega leiðbeining, sem ! Kemur mér til að rita þessar línur. En það, sem athugavert er við þessa leiðbeiningu, er, að allar vandaðar mótorverksmiðjur taka það fram, að vélarnar séu eigi heitari undir ganginum en svo, að kælisjórinn (eða kælivatnið) sé ekki heitara en ca. 65 stig á C., er það kemur út frá vélinni; gangi véíin heitari en það, hefir það áhrif á smurninguna (hún flýtur fyr í burtu og þarf þvf meira af henni). Einnig getur það haft áhrif á kveykiþensluna (Ex- plosionen), þannig, að hún verði of fljót, svo að truflun verði á gangi vélarinnar, hún hlunki í ganginum og gangi þungt. En svo getur stympirinn einnig haldið áfram að þrútna, þar til ekki dugir til, að vélin gangi sjóðheif. Og þegar þess er gætt, að á sjónum getur líf fleiri manna verið undir því komið, að vélin sé ábyggileg og trygg, þá er ótrúlegt, að helsti vélfræðingur og kennari skuli leggja mönnum slík ráð, þótt vera kunni, að vélina megi Iáta ganga með þessari aðferð. Orsökin til þessa tilfellis, (sem kemur sjaldan fyrir hjá vönduðum verksmiðjum), er sú, að vélin hefir eigi verið reynd nógu vel áður en hún var send frá verksmiðjunni; máske ekki látin ganga með fullu erfiði, minsta kosti eigi nófeu lengi. En í slíkum tilfellum á að slípa með fínni þjöl af stympinum (ekki renna utan af honum í bekk) á þeim stöðum, sem maður sér, að hann hefir gnúist við á. Sést það á því, að þar eru gljáandi blettir, og svo slípa það vel yfir með fínu »smergil«-lérefti. En það segir sig sjálft, að ná- kvæmni þarf að hafa við að slípa jafnt og vel, og gæta þess, að gera eigi ofmikið aö; skal slípa eftir hringmáli stympisins og velta þjöl- *) Nýyrði, sem höf. segist hafa myndað af sögninni: að stympast Á þessari mynd sést sveit þýskra hermanna í Galizíu. þeir hafa heyrt og séð til rússneskrar flugvélar, og þeir vita að þessi ránfugl er ekki eingöngu þarna kominn til þess, að njósna um þá, heldur og til þess, að leiðbeina öðrum fjandmannanna með merkj- um, hvert þeir eigi að beina skotunum. þeir geta því búist við því, að þá og þegar dynji á þeim sprengikúlurnar, og þess vegna hafa þeir brugðið við og stokkið upp og miða nú allir á fjanda þann, ef verða mætti að einhver kúlan kynni að hitta hann á þann stað, að það riði honum að fullu. m w 3—4 herbergi með eldhúsi og geymslu óskast frá 14. ^ maí, Upplýsingar gefur jf Jörgfin Hansen hjá Zimsen m .2$ m m inni frá sér, og þarf hún að vera breið og fínhöggin, Best er, ef hægt er, að fá smið til þessa, en sé það ekki hægt, ætti laghentur maður og vandvirkur að geta leyst það af hendi. Eru þessar línur ritaðar í þeim tilgang', að þær gætu orðið mönn- um að liöi, ef lík tilfelli bera að höndum, en eigi til að hnjáta í hr. Jessen, sem hefir með lipurð sinni og kennarakostum áunnið sér álit og velvild meðal okkar; en svo getur yfirsést svinnum sem ósvinn- um. Og þess skyldi hann jafnan gæta, að ábyrgð fylgir leiðbeiningum hans — máske ábyrgð á lífi fleiri manna. Eg bið önnur blöð að flytja einnig þessa grein. Steindór Hjörleifsson. (Jr umræðnm bæjarstj. 4. mars. Frh. Nú hefði bærinn 350 kr. tekjur af Eiðsgranda. Það er 550 kr., eða nær 9°/# af eigninni, óg myndi hún þá ekki arðminni, en suoiar aðrar eignir hans. Þetta mál ætti að afgreiðast sem fyrst, þar B. hafi dregið sig eftir því, svo hann vissi, að hverju væri að ganga, ef bæjarsljórn féllist á tillögur nefndarinnar, og gæti þá farið að undirbúa bygginguna, áður en vinnulaun hækkuðu í vor. Hitt væri hart, að Baldvin yrði að hrekjast burtu og gamli maður- inn að fara á sveitina, sem þó lægi við, ef húsakynni ekki verða Iöguð á jörðinni. Samþ. að veita fé til byggingar hússins, með öllum atkv. gegn 1, Tr. Gunnarssonar. Barnaskólakensla. Útaf erindi Steingr. Arasonar, um fasta kennarastöðu við barnaskól- ann, að aflokinni för til Bandaríkj- annna. B r í e t B. áleit, að Steingr. afl- aði sér engra forréttinda til þess, að honum væri lofað föstu kenslu- starfi við barnaskólann, þótt hann færi til Bandaríkjanna, því margir af kennurum skólans hafi siglt til að kynna sér kenslumál erlendis, þótt ekki hafi þeir farið þær ferðir til Bandarikjanna, þá hafi þær kost- að þá mikið fé, sem þeir hefðu eingöngu varið til þess, að auka þekkingu sína á kenslumálum. Nú, ef Steingr. væri lofuð fastastaða við skólann, fyrir þessa för, myndu fleiri leika slíkt hið sama, á eftir honum. Þó sagöist hún ekki á móti því, að honum yrði lofað stööunni, hann myndi vel fær kennari, en hinu kvaöst hún á móti, að ein- ungis karlmenn væru látnir sitja fyrir föstum kennarastööum, er skól- inn veitti, kenslukouur væru látnar sitja á hakanum, þótt þær væru búnar að kenna við skólann 10— *Z\{ a fófea-utgejetv&a \ ^e^a»\fo. Sökum þess, hve oft líður langt, jafnvel mánuðir og árs- fjórðungur frá því, er menn út um land sjá í sunnan-blöðum getið ýmsra merkra bóka, ný-útkom- inna og þar til þær verða fáan- legar hér, (ef þær þá nokkurn- tíma verða það), — vildi eg hér með leyfa mér, að leiða athygli heiðraðra útgefenda í Rvík, að því, hvort ekki sýndist hagkvæmt að senda mér, (eða öðrum bók- sölum hér nærri) tilkynningu um hverja nýútgefna bók, svo fljótt sem kostur er á, t. d. með bréfi, bréfspjaldi eða þá sýnis-eintak, svo hægt væri að nota fyrsta tækifæri til að panta bókina hing- að (til útsölu) og tiltaka um leið eintakafjölda þann, er eftir innih. hverrar bókar að dæma mundi seljanlegur á sem stystum tíma, eftir atvikum. Með mikilli virðingu. Pétur Jóliaimsson — bóksali — Seyðisfirðl. 15 ár. Hitt væri nauðsynlegt, að kennarar skólans fylgdust með nýj- um straumum við kenslu barna erlendis. Þess vegna ætti lands- sjóður að kosta þær ferðir manna, en ekki þeir sjálfir. S i g. J ó n s s o n spurði, hvort Steingr. væri ætluð sú staða, er laus væri við skólann. Hann sagöi það eigi rétt, aö líkja hinni fyrir- huguðu ferö Steingr. til Banda- ríkjanna við það, þótt menn heföu brugðið sér um tíma til Noregs eða Danmerkur, því hún yrði miklu kostnaðarmeiri, og mætti iikabúast viö meiri árangri af henni. Borgarstj. svaraði fyrirspurn S. J., um hina lausu kennarastööu, neitandi. Sighv. Bjarnason kvaðst álíta, eftir svari b«rgarstj., að bæj- arstjórninni væri bundinn baggi með því, að lofa að veita Steingrími fasta kenslustöðu við skólann, þar eigi ætti að geyma honum stöðu þá, er nú væri laus, og með því væri lagt inn á nýja varasama braut, því þannig lagaðar ráðstafanir ætti að eins að gera í sambandi við fjárhagsáætlun, þegar hún væri samin. S v . Björnsson áleit hægt að samþ. tillögu skólanefndar, þótt fjárhagsáætlun lægi ekki fyrir, venju- lega hefðu verið teknar ákvarðanir um aö veita kensluembætti viö skól- ann án tillits til áætlunar. Áleit lofsvert, að Steingrímur vildi leggja í þann kostnað að kynna sér fræðslumál barna í Banda- ríkjunum, gegn ekki hærri launum, en hann færi fram á að fá að því loknu. Bæjarstjórnin ætti ekki aö benda hendi á móti því tilboði. Uppfræðsla ungdómsins væri eitt af mikilverðustu málum þjóðfélagsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.