Vísir - 09.03.1915, Page 1
1352
VISIR
Stærsta, besta og ódýra ita
blað á islenska tungu.
Um 500 tðlublöð um árið.
Verð inriánlánds: Einstök
blöð 3 au. Mánuður 60 au.
Arsfj. kr. 1,75. Arg.kr.7,00.
Erl. kr. 9 00 eða 2l/s doll.
/ __
VISIR
Þriðjudaginn 9. mars 1915;
v i s l R
kemur út kl. 12 á hádegi
hvem dag.
Skrifslofa og afgreiðsla cr i
Austurstræti 14. Qpin kl. 7
árd. tíl kl. 8 síðd, Sími 400.
Ritstjóri. Gunnar Signrðsson
(frá Selalæk). Tilviðt.2—3.
œ-
-a
,Satv\Us sxttotv o$ feattvpaotti. S'«\\
-o--o- Gamla Bfó. -o--o-
Skraut lífsins.
Stórfalleg'mynd í 4 þáttum
leikin af frægum þýskum leik
urum. — Aðalhlutverkið leik-
ur hin fallega þýska leikkona
Toni Sylva.
Petta er óefað mynd, sem öll-
um mun geðjast að.
Leikhusið.
Hr. E. H. og ritdómarar —
kvikmyndir og leiklist —
»Syndir.annara«.
(Eftir Q. S.)
Skortur á velsœmistilfinningu.
»Hver sem ekki kaupir bókina
hans bróður míns og hrósar henni
er skilmálalaust ólæknandi vitfyrr-
ingur, skíthæll og asni.« l|
Þannig fórust ritstjóra nokkrum
í Vesturheimi orð um bók eina er
bróöir hans hgði gefið út. Þetta
mun mönnum nú þykja ailiangt
gengið, en það var þó ekk» hann
sjálfur heidiir bróðir hans sem 'í
hlut átti. Hr. Einar Hjörleifsson
stígur feti framar, þar sem alveg
samskonar skoðun lýsir sér hjá
honum í ritdómsgreinum hans um
sjálfan sig í tveim síðustu (9. og
10.) tölubi. Lögréttu.
Það mun nú engan hafa undrað,
þótt hr. E. H. barmaði sér út af
hörðum dómum og iiiri og ómann-
úðlegri meðferð á sér, slíkum harma-
tölum og raunakveini eru menn
orðnir svo vanir úr þeirri átt, að
enginn kippir sér við það. En hitt
kemur mönnum meira á cvart, að
hann færi að rita hólritdóm um
ritsmíð sína og sjálfan sig yfir höf-
uð sem skáld. Skýringar er ekki
nema eölilegt og sjálfsagt að rit-
höfundar geri, ef þeir telja að þeir
hafi verið misskildir, en þegar þeir
fara sjálfir að rita væmna hólrit-
dóma um sjálfa sig, þá er lengra
gengið en alment velsæmi leyfir,
enda mun slíkt vera eins dæmi.
Allir ritdómarar sammáia um
aðalatriðið.
E. H. er nú aö vísu kunnur að
því, aö Iáta sig það minstu skifta,
hvað hann ver, og því síst að
bndra, þótt hann sé ekki ófús-
ari en ella á að verja málefni, er
Stúfasirs
á kr. 1,30 V, kgr. fæst hjá TB®
Jóh. Ögm. Oddssyni.
Laugaveg 63.
stríðir á móti almennri skynsemi og
rökréttri hugsun, þegar hann á sjálf-
ur hlut að máli. En eitt er að verja,
annað að sannfæra. Skyldi honum
ekki veitast allerfitt að sannfæra
menn um það, að það sé frekar
kostur en ókostur á leikriti, að það
vanti máttarviðinn.að engin »dramat-
isk« heild sé í því? Hr. E. H.
telur þetta atriði, sem sé, að efni
leikritsins sé samsett úr tveim við-
fangscfnum, sem dragi hvort úr
öðru, réttilega aðalatriðið í aðfinsl-
um blaðanna á leikritinu, og um
þetta atriði hafa öll blöðin verið
samdóma, þótt þau taki þaö á nokkuð
mismunandi vegu, enda er þetta
svo í augum uppi, að ekki geta
orðið skiftar skoðanir um það. Eg
, tel ekki þörf á, að taka upp um-
mæli blaðanna til sönnunar þessu,
fyr en ef reynt verður að hrekja
það.
Þrátt fyrir það, þótt öll blöðin
séu sammála um þenna aðalgalla
leikritsins, finst hr. E. H. þó viss-
ara, að taka tvo ritstjóra undan, er
hann kveður upp þann sannfær-
andi(!) dóm, »að ritstjórar blaðanna
hafi bersýnilega ekkert vit á skáid-
skap né leiklist*. Sennilega hefir
það einkum vakað fyrir honum, er
hann gerði undantekning þessa, að
fá ekki öll blöðin á mótí sér, að
minsta kosti ekki sitt blað, en ó-
neitanlega er það dálítið kynlegt, að
honum skyldi einmitt hugkvæmast
að taka þá ritstjórana undan, sem
mest lof báru á leikritið.
Mér stendur nær að svara grein-
um hr. E. H. en öðrum ritstjórum,
er hann ræðst á, því að hann snýr
aðallega máli sínu að mér, sérstak-
lega að því er fyrnefnt aðalatriði
snertir, sökum þess, að eg, að því
er hann sjálfur segir, »gerir þess
glöggvasta grein«. Þa3 er sýnilegt,
að aðfinslurnar hafa snert hr. E. H.
i!la, því í þessum langa reiðilestri
um einfeldni þeirra manna, sem
ekki vilja fyrirvaralaust hrósa öllum
rilsmíöum hans,værióþarfi að bregöa
honumum »hógværtblygðunarleysi«.
Það mætti óhikaö sieppa lýsingar-
orðinu.
Hafi það verið tiigangur hr. E.
H., að særa þá, sem fundið hafa að
leikritinu, með því að bera þeim
einfeldni og annað þvílíkt á brýn,
skal eg fullvissa hann um, að það
hefir gersamlega mistekist að því
er mig snertir. Eg fyrirverð mig
ails ekki að teljast í flokki þeirra
manna, sem hr. E. H. hefir kallað
vitleysinga í ritdeilum sínum, svo
sem t. d. Ben. Gröndal skáld (sbr.
fyirsögnina á blaðagrein um B.
Gr. eftir E. H., sem hljóðar svo :
»Ekki vitlausari en vant er«). Þess
skal og getið, að einn af ritdóm-
urum þeim, sem lentu í >vitleys-
ingja«-tali hr. E. H., er ekki ókunn-
ari rithöfundur en hann sjálfur.
Annars get eg ekki stilt mig um
það í þessu sambandi, að beina
þeirri spurningu tii hr. E. H., hvort
honum finnist ekki sjáifum, að hann
fata nokkuð óvarlega, er hann reynir
að nota Mark Twain eða hans líka
sem grýiu á okkur, sem finnum að
ritsmíðum hans. Skilst honum virki-
lega ekki, að væri okkur hætt við
að fá einhvern Mark Twain yfir
okkur, þá mundi hann þó standa
hálfu berskjaldaðri gegn slíkum
manni eftir að hafa skrifað væmna
hólgrein um sig og ritverk sín ?
Mundi nokkur maður geta legiö
öliu flatari fyrir slíkum manni ?
Tökum t. d. efni, eins og þegar
höfundurinn er í sveita síns andlit-
is að tína saman hrósyrða-náðar-
moia þá, sem fallið hafa af borð-
um erlendra blaðamanna, koma þeim
síðan á framfæri og dreifa þeim ut
meðal landa sinna, en bera sig um
leið autnlega yfir því, að enginn
annar skyldi hafa fengist til þessa
verks, eða þegar hann notar andlit
áhorfendanna, sem eitt af aðalástæö-
um, fyrir skruminu um ritsmíð sína
o. s. frv. o. s. frv.
íslenskir ritdómarar.
Hr. E. H. gerir mjög mikið úr
því, hve íslenskir biaðamenn og
aðrir ritdómarar séu harðir og ó-
sanngjarnir í dómum síiium um inn-
lendan skáldskap og listir. Getui
hann nú í raun og veru verið þess-
NYJA BIO
Kaja og Maja
eða
Loftfarinn.
Danskur sjónleikur í 2 þátt-
um og 30 atriðum. —.. Aðal-
hlutverkið leikur hinn góð-
kunni leikari Adam Poulsen.
Nafn hans eitt, er sönriun
fyrir því, að hér er um góðan
sjónleik að ræða. Auk hans
leika margir góðir leikarar.
arar skoðunar? Eg hélt, að flestir
mundu fremur hneykslast á þvrgagu-
stæða, því flest blöð og tímarit hafa
nú upp á síðkastið borið lof á
þækur þær, sem út hafa komið, og
meira að segja þrásinnis fjarstæðu-
skjall og oflof. Það er öldungis
óþarfi fyrir hr. E. H., að vera að
barma sér yfir því, að hann hafi
farið varhluta af þessu, honum hefir
oft verið hælt fyrir rit sín og það
stundum um of, en hér sannast sem
oftar, að sjaldan launar kálfur of-
eldi.
Það skal tekið fram, að það er
alls ekki meining mín, að gera lítið
úr ritsmíðum hr. E. H. yfirleitt. Eg
álít þvert á móti, að hann eigi ein-
dregið hrós skilið fyrir margar
þeirra, einkum þó smásögurnar.
Annars er eg þess fullviss að
það er ekki skoðun hr. E. H., að
öruggústa leiðin til að hlúa að skáld-
um og listamönnum, sé að ausa
yfir þá taumlausu lofi og skjalli,
þóít nærri lægi, að skilja það á
grein hans.
H*-. E. H. og kvikmyndirnar.
Hr. E. H. eyðir nærfelt heilum
dálki í það, að fjargviðrast út úr
því, hve dagblööin hrósi kvikmynd-
um, og að þau dragi eindregið
taum kvikmyndahúsanna í samkepn-
inni milli þeirra og leikhússins. Það
er augljóst af því, hve óráðvandlega
hann fer hér með, að honum geng-
ur óvild til, að því er mig snertir.
Síðan eg tók við Vísi hafa oftar en
einu sinni verið birtar aöfinslugrein-
ar um kvikmyndahúsin. í greininni
»Leikhúsiö« (I. kafla), sem deifan
hófst um, dró eg eindregið taum
leikhússins og skoraði á menn, að
styðja leikhúsið í samkepninni við
kvikmyndahúsin. Eg hefi ávalt am-
ast við hólgreinum um kvikmyndir,
enda aldrei getið nema allra bestu
myndanna í blaðinu, en það tel eg
ósaknæmt, því sumar af myndunum
hafa rétt á sér, einnig trá sjónar-
miði hstarinnar.
Þá kem eg að aðalefninu, ágrein-
ing hr. E. H. við blööin út af leik-
ritinu. Frh.