Vísir


Vísir - 09.03.1915, Qupperneq 3

Vísir - 09.03.1915, Qupperneq 3
VI S 1 R ör umræðum bæjarstj. 4. mars. Niðurl. Byggíngarlóðir í erfðafestu- löndurn. Út af erindi K. Hjörtþórssonar um að fá reit úr erfðafestulandi’ sínu breytt í byggingarlóð, urðu nokkrar uuiræður. K: H. hefir reist hús í erfðafestutandi sínu, en getur ekki fengið lán út á þaö nema hann eignist lóð þá sem undir hús- inu er, og fái samþykki bæjarstjórn- ar fyrir að breyta þeirri lóð í bygg- ingarlóð. Jón Þorláksson hélt því fram, að rétt væri fyrir bæinn að leyfa erföafestulandseigendum að breyta reitum í landi því, er þeir hefðu í byggingarlóð þegar þörf krefði. í stórum erfðafestulöndum væri mönnum oft nauðsyn á að byggja, til þess að hafa betri að- stöðu við ræktun landsins, og ef bankarnir neituðu að Iána út á þær byggingar, sem þar væru gerðar, fylgdi þeim ekki byggingarlóð, væri mönnuni alment gert ókleyft að byggja í erfðafestulöndum. Nema bærinn gengi inn á að breyta þeim reituin landanna í byggingarlóðir, seni húsín kæmu til að standa á, og selja erfðafestulandshöfum þær. Tr. Gunnarsson kvaðst ekki sjá þann skaða, sem bærinn biði við að verða við beiðni K. H. um að breyta þe'm parti lands ii hans í byggingarlóð, sem hann færi fram á. K. H. tapaði við það 1000 kr., ef bæjarstj. yrði ekki við beiðni hans. Sveinn Björnsson vildi T láta bæjarstj. gera samninga við bank- ana þessu viðvíkjandi, svo bærinn þyrfti ekki að láta af her.di part úr erfðafestulöndunum, þar sem það gæti valdið óþægindum síðar meir. Nefndi sem dæmi lóð við Tjarnar- götu, er nefnd væri »Fokkan« ; = iBtrB = 3—4 herbergi með eldhúsi og geymslu óskast frá 14. maí. Upplýsingar gefur Jörgen Hansen hjá Zimsen Þrátt fyrir verðhækk UN Á EFNI, SELUR EYV. ÁRNASON LANG- Lík- kistur. LÍTIÐ Á BIRGÐIR MÍNAR OG sjáíð mismuninn 1 ODYRASTAR, VANDAÐASTAR og FEGURSTAR ÁÐUR EN þÉR FESTIÐ KAUP ANNARSSTAÐAR. TALS. 44. / A Laugavegi 24 er best að kaupa: KÁPUR, KjÓLA, KARLMANNS- FÖT og PRJÓNAFATNAÐ. Hafið þetta hugfast. Saumastofan mælir með sér sjálf. hún væri þar til óprýði, en væri haldið í svo háu verði af eiganda hennar, að eigi hafi þótt fært að kaupa hana. Þannig gæti það orðið til óhagnaðar fyrir bæinn, að hér og þar innan um erfðafestulöndin ættu hinir og aðrir Iöðir, sem bær- inn hefði engin umráð yfir, t. d. við vegalagningar, stækkun bæjar- ins o. s. frv. Máli þessu að svo búnu vísað til fasteignaneíndar. Hrafnkell. Lesið auglýsingarnar í Vísi og verslið við þá sem í honum auglýsa. Þar fáíð þið bestu kaupin. frá J Schannong. Umboð fyrir ísland: Gunhild Thorsteinsson í Reykjavík. Skrautrltun Undirritaður dregur letur á borða á líkkransa. — þeir sem gefa kransa, ættu að nota sér það. — Einnig skrifa eg nöfn á bækur og afmæliskort o. s. frv. — — Pétur Pálsson Grettisgötu 22 B, uppi Tennur i eru tilbúnar og settar inn, bæði ; heilir tanngarðar og einstakar tennur, á Laugaveg 31, uppi. Tennur dregnar út af lækni dag- lega kl. 11 — 12meðeða án deyf- ngar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjarnarson. Ábyrgðin kvæði eftir M. Gíslason, fæst i bókaverslunum Sigf. Eymunds- sonar, Sigurðar Kristjánssonar og á afgr. Vísis. Kostar 10 aura. Líkkistur fást með öllum vanalegum litum af ýmsri gerð, einnig úr eik, slétfar eða skornar ef óskað er. Helgi Heigason, Hverfisgötu 40 (áður 6). Sími 93. ij r.. ÓLAFUR LÁRUSSON yfirdómslögm. Pósthússtr. 19. Sími 215. Venjulega heima kl.ll—12 og 4—5 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi ) Venjul heima kl. 12-1 og 4-6 síðd. Talsfml 250. Bjarni Þ. Johnson yfirdómslögmaður, Simi 263. Lækjargötu 4. Heima 12—1 og 4—5. GUÐM. ÓLAFSSON yfirdómslögmaður. Miðstræti 8 Sími 488. Heima kl. 6—8. langmestar byrgðir, alt vönduð vinna. Skólavörðustíg 22. Matthías Matthíasson. Sími 497 Det kgL octr Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr. N. B. Nielsen. Bergmál. Frh. Og eg reyni að heröa mig upp á meðan eg Ies hann aftur, þenna litla bréfmiða. Stafirnir dansa fyrir augunuiti. En þeir eru svo fáir, að þar er ekki um að villast . . . Jú, eg las alveg rétt: — »Hérna er hringurinn. Alt á milli okkar er búið. Eg hefi bund- ist öðrum manni, og verð vonandi gift honum þegar þú kemur!« — Ekkert meira . . . hvorki upp- haf né endir . . . Jú, — endir er það — en er það mögulegt? Og aftur ætla eg að detta, hnjá- liðirnir bogna, og böfuðið hnígur niður á bringu. En þráin að skilja þelta, heldur mér uppi. Eg vil ekki trúa því, að þessu sé svona varið . . . En það er höndin hennar á þess- um bréfmiða, og nafnið mitt innan í hringnum. Jú, eg verð að trúa því . . . Sann- anirnar eru svo órækar. Mér flnst alt í kringum mig verða svo autt og tómlegt og eg aleinn að reika um auðnina. Óg svo finst mér, eins og eg sjálfur sé að hverfa, að auðnin sé að gleypa mig. Og eg heyri eitthvað vera að hvísla, en heyri þó ekki hvað það er . . . En eg veit það: Eiðrof... brigðmælgi. . . svik ... — Hún hefir brugðist niér! En hvers vegna hefir hún gert það? Bara að einhver vildi svara mér ... En það er enginn . . . Eg er'al- einn! Eg sé vonir mínar fölna upp og verða að engu, Landið endalausa er horfið, kastalarnir ramgerðu falln- ir og — kongur og drottning stokk- in úr landi. Og draummyndirnar Ijúfu verða að stórum drekum, sem æpa að mér og spúa eldi og eimyrju. Sælustundirnar og tilhugalífið blandast beiskju og galli. Og þó vildi eg lifa þær allar saman upp aftur — -með henni og deyja svo . . . Hverfa úr ljósinu og yfir í myrkrið, en verða svo ekki til, þegar yfirum kæmi. — — En — nú er eg að veltast í myrkrinu ... kolsvarta-niða-myrkri . . . aleinn á auðninni. — Svafa! Unnustan mín hjart- kæra, sem eg trúði og tilbað — hví hefirðu gert þetta? Hví hef- irðu borið lífi mínu þyrna og þistla og brasað yfir blómlendur vona minna jökulstorku ótrygðar þinnar? Þú, sem hefir unnað mér, elsk- að mig sem fullkomna ímyndun hugsjóna þinna, ímynd karlmensku og drengskapar — annars hefðirðu ekki látið mig draga hringinn á fingur þér — hví hættirðu við alt saman? — Hættir að elska mig? Hvað hefi eg gert? — Hvað hefi eg unnið til saka, að þú viljir annan til þess, að vera ímynd hug- sjóna þinna? Hvað hefir getað felt mig svo í augum þínum og opn- að þau, að þú sæir, aö eg væri ekki lengur sá, er ást þín leitaði og þráði? Þetta vil eg fá að vita . . . þessu vil eg fá svarað! En það er enginn, sem vill svara mér. Vissi hún, hvað hún varaðgera fyrir hálfu öðru ári, þegar hún var að trúlofast mér, og fann hún á hvaða grundvelli hún stóð, þegar við settum upp hringana? Fann hún þá, að hún var að leika með okkur, að hún var að tæla sjálfa sig, til þess, að svíkja mig? Eða hví gerði hún þetta . . .? Hví lék hún mig svo grimmilega? Efaðist hún um ást mína? Hélt hún, að eg myndi gleyma sér í glaumnum erlenda? Ef svo er, þá skjátlast henni. Aldrei hefi eg gleymt henni eitt einasta augnablik. Altaf hefi eg hugsað um hana, og þráð að sjá hana aftur. Og mér finst ennþá, eg þrái að sjá hana, þrátt fyrir það, þótt hún hafi »ástarbönd okkar í sundur skorið.« Aldrei hætti eg að hugsa um hana, þótt það veröi á annan veg sem eg geri það. Og mér finst bæði eg þrái að sjá hana aftur, og kvíði fyrir því.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.