Vísir - 12.03.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 12.03.1915, Blaðsíða 2
V tsi H «fcrge»anwa«rHMWíim.iTHTn ■—nn>——»—— I —W—W E. H. og jritdómarnir’, Hr. ritstjóri! Eg sé, að þér eruð faiinn að svara skáldinu E. H. í blaði yð ar, en ekki getið þér þess nægi- lega, hvernig á því stendur, að hann undantekur »helstu stjórn- málablöðin tvö« (eins og hann segir sjálfur) í skömmum sínum. Að hann undantekur »Lög- réttu« er nú ekki að furða, með því að hann hefir þar sem stend- ur atvinnu, og það blað flutti (af þeim sökum sjálfsagt) heldur engan ritdóm, heldur rakti að eins efnið í »Syndum« skálds- ins og færði honum órökstutt hrós fyrir þær. — ísafold telur hann »annað« helsta »stjórnmála- blaðið«, en þau álítur hann víst hættulegust, ef þau snerust al- varlega á móti honum (og kann það satt að vera); í ritdómi ísa- foldar var þó að öðrum þræði j getið um þenna höfuðmeingalla, er á leikritinu er að dómi ánn- ara en E. H. sjálfs, en hann þor- ir blátt áfram ekki að hirta ritstj. fyrir það, þar sem blaðið líka að öðru leyti ber á hann (eins og ætíð) látlaust hól. Þessum aðförum skáldsins stýrir ekkert annað en hreinn skriðdýrsháttur, »snobberi«. Hann veit vel, E.H., að »listdómar« ísafoldar eru ekki sérlega merkilegir, og hrein ósvinna, er það, að hann (í samanburði t. d. við ísafoldar- ritstjórann) dirfðist að kalla t. d. Bjarna Jónsson frá Vogi, er ritdóminn skrifaði í Ing- ólf, »vitleysing« í þessum efnum. bæði er það, að B. J. er alkunn- ur listelskandi og hefir vit á því flestum framar, er um það rita erlendis, og í annan stað er það honum síst lagið, að níða íslenska list (jafnvel þótt sumt af því, er því nafni nefnist hér, verðskuld- aði það, að mínum og annara dómi); B. fór og mjög loflegum orðum um »Syndir« skáldsins í þessum ritdómi sínum (þótt hann sæi það er að var), og á þó B. skáldi þessu lítið gott upp að inna, ef á slíkt er litið. Annars virðíst alt oflof ð, sem hingað til heíir átt sér stað um E. H., og það, að hann hefir bókstaflega verið alinn fyrir skrif sín, þrátt fyrir alt og alt, — hafa stigið honutn svo til höfuðsins, að eigi má nú »anda« á það, sem frá honum kemur, hvað sem það er og hvernig sem það er. Hugmynd ætti hann þó að hafa um það sjálfur, að í leikrita- smíð a. m. k. er hann að eins byrjandi, með byrjendagöllum mjög greinifegum. Vel á minst: »Mark Twain! Hvað ætli sá herra hefði sagt um stjórnmálaskrif skáldsins E. H. ? Eða þegar skáldið leyfir sér að skrifa — vitanlega að Gefið til Samverjans, það styrkir þá sem bágt eiga. A dansleik. (Höfn, 24. sept. 1903). Hýru brosin, Amorsörvar ótta kveykja og bál; hrífur alla yndisþrungið ástaguðsins mál, þegar strengir hörpu hljóma hugðnæmt, töfravilt, seiðir mey Qg dreng í dansinn dularaflið trylt. Sjáið, — hér vefst armur armi, ástin knýtir bönd, óhindraðir Lofnar logar ieika um sál og hönd; hér er enginn, enginn giftur, eiðar kredda, hjóm, leyfir öllum frjálst að faðmast Freyja kát í dóm. Stundin líður, þröngin þynnist, þagna gígju hljóð; ganga burtu hrund og halur heit úr dansi og móð; tvenningarnar leiðast, leiðast Ijóss og skugga braut. Áhyggjulaus Óður kýs sér Ástu að förunaut. M. G. eins fyrir borgun — um banka- mál, fjármál og margt þess hátt- ar, sem hann hefir ekkert vit á?! 9/s 1914. Yðar Lesandi. ATHS. Oss hafa borist nokkr- ar greinar um »Skrif hr. E. H. um sjálfan sig«. Vér birtum hér eina og er hún eftir einn af kunn- ustu rithöfundum hér í bæ. a^met\túx\$s »Ný bót (?) á gamali fat«. Eg fór í Dómkirkjuna í gær, til þess fyrst og fremst, að heyra Passíusálmana sungna. Munu fleiri en eg eiga þangað það er- indi nú á föstunni, það er nú orðið eina tækifærið, sem gefst til þess, að heyra þessi foi nhelgu trúarljóð vor. — Eg segi helgu, því að mér og mörgum öðrum, einkum eldra fólkinu, eru þessir sálmar dýrmætsta guðsorðið, sem vér íslendingar eigum.' Svo dýr- mætir, að vér þolum það ekki, að þeim sé raskað eða spilt á nokkurn hátt, hvorki orðum né lögum. Eg hlakkaði til og var kominn í það hátíðaskap, sem átti við tækifæriö. — En hvernig fór? þegar farið var að syngja sálm- ana, kannaðist eg ekki við neitt, hvorki orð né tóna. þetta voru ekki ekki lögin, sem höfö hafa verið við þessa sálma á voru landi hingað til, að minsta kosti voru það ekki þau óbrjáluð. Mér virtist ekki betur heldur, en að sumt af söngfólkinu væri eitt- hvað utan við sig í þeim. Og það var ekki nóg með þetta. Til þess að geta látíð textann koma heim og saman við þessi lög eða ólög, varð að vera að bæta inn í eða fella úr orð og orð. þetta þykir mér taka út yflr alt. Mér þykir það ganga guðlasti næst. það er naumast, að þessi nýi organisti veit af sér í þessari stöðu, ef hann ætlar sér eicki einungis að bylta um lögunum við Passíusálmana, heldur og að yrkja upp aftur ljóð Hallgríms Péturssonar! það hafa menn þó ekki lagt út í hingað til, jafnvel ekki í sálmabókinni, og væri þó synd að segja að útgefendur hennar hafi verið feimnir við að afbaka gamla og góða sálma. Eg vil ekki hafa það, að þessi hraklega meðferð á Passíusálm- unum komi mér til að syndga í kirkjunni. Eg vil mælast til þess, að Dómkirkjuorganistinn sjái Passíusálmana í friði. Ef hann getur það ekki, þá vil eg að við fáum okkur annan organista. Rvík. 11. mars 1915. Ko na. y aup\S le^sUvna frá J Schannong. Umboð fyrir ísland : Gunhild Thorsteinsson í Reykjavík. Aðalfundur Sjúkrasam- lags Reykjavíkur var haldinn í Iðnó 8. þ. m. Formaður samlagsins, Jón Páls son bankagjaldkeri, setti fundinn og stakk upp á Eggert Claessen fyrir fundarstjóra, og stýrði hann fund- inum og kaus sér Steindór Björns- son fyrir skrifara. 1. Lagður fram reikningur sam- lagsins ásamt athugasemdum end- urskoðenda, svo og skýrslur um samlagið og störf þess. Fundarstjóri benti fundarmönnum sérstaklega á tekjuhalla samlagsins á árinu, og hvernig hann hefði orðið lækkaður í þetta sinn, fyrir dugnað nokkurra samlagsmanna, er stóðu fyrir tombólu í haust. Hæstu liðirnir á reikningnum voru Iyfja- og læknakostnaður. Var nokkuð rætt um þetta og möguleika til að takmarka þessa liöi í fram- tíðinni. Töluðu um þetta: formaö- ur, fundarstjóri, Hafliði Hafliðason umsjónarmaður, Georg Ólafsson, prófessor Sæm. Bjarnhéðinsson o. fl. Þá var reikningurinn bortnn und- ir atkvæði og samþ. með öllum atkvæðum. 2. Þá var gen&iíf til að kjósa stjórn. Úr gengu nú, Jón Pálsson, Þuríður Sigurðardóttir, Guðm. Björnsson og Einar Árnason, en þau voru öll endurkosin. 3. Til vara kosinn í stað P. G. Guðmundssonar, Sigurbjörn Þor- kelsson. 4. Endurskoöandi kosinn Þor- steinn Sigurðsson í stað Hjálmtýs Sigurðssonar, og vara-endurskoð- andi Bjarni Pétursson í stað Þ. Sigurðssonar. 5. Þuríður Sigurðardóttir skýrði frá því, að hún hafi tekið sér það Bessaleyfi, að binda Iðnarmanna- húsið handa félaginu á næsta hausti, til að halda tombólu eða skemtun til ágóða fyrir félagið. Lagði hún til, að kosin yrði nefnd til að athuga þetta. Lagt til að kjósa 5 manna nefnd og heimila henni að bæta við sig eftir þörfum. Samþ. og kosin: Þuríður Sigurðardóttir, Felix G. Guömundsson, Sigurbjörn Þorkels- son, Amalía Sigurðardóttir og Þor- steinn Sigurðsson. ■ 6. Þuriður Sigurðardóttir vakti máls á því. að félagsmenn ættu að leggja saman, setn svaraði 50 aur- um á ári hverju í sjóð, til að mynda varasjóð handa samlaginu. Bar hún fram svohljóðandi tillögu, þessu viövíkjandi: »Fundurinn mælist til þess, að i hver samlagsmaður gefi samlaginu j árlega um nýár, minst 50 aura, sem leggist í varasjóð handa samlaginu«. Tillagan samþykt með öllum atkv. 7. Formaður lagði fram svo- hljóðandi tillögu: »Fundurinn tjáir hlutveltunefnd þeirri, er stóð fyrir hlutaveltunni síöastliðið haust, og samlagsmönn- um þeim, er á einn eða annan hátt studdu að því, að gera hana sem best úr garði og arösama fyrir samlagið — besta þakklæti og iýsir í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.