Vísir - 14.03.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 14.03.1915, Blaðsíða 2
VISIR Hrútar . . . Kæri Vísir! Fátt slceður auðvitaö á tfu dög- um, þó það sé í sjálfum höfuð- staðnum, en hérna er það helsta: Þú vissir um afmæli ráðherrans, en þú vissir ekki alt. Flaggað var víða, sögðu sumir — en hvergi sást fáni nema á hvíta húsinu. Ætli hann hafi dregið hann upp sjálfur? En hvað um það. Og hver var svo munurinn á fánanum og ráð- herranum sjálfum ? Jú, kæra blað, fáninn var mjög vel uppdreginn, en ráðherrann mjög niðurdreginn (of bráðbökuð !). Á afmæhnu voru margir í »audiens«, eins og viö mátti búast. Allir voru þeir i>punt- aðir«, þegar þeir komu. ÓIi Bjöss í gráu fötunum sínum (Björnsson gekk líka alt af í gráum fötum), Indriði í ljósu buxunum — árgangi 1903 — með svarta hanska, what was the meaning! Þangað kom líka Toggi Gúmm, hann ertransla- tör fyrir tignina. Toggi var með gamla hattinn, sem Mrs. Leitb gaf honum um árið. Ekki er þess getið, að nokkur hafi verið »puntaður«, þegar hann fór . . . Ceibell hélt gildi í vikunni, ekki var mér boðið, voru þar samt margir heiðursmenn aðrir. Það fór alt vel fram — according to the custom — heyrt heíi eg, að vertinn hafi sjálfur sungið nokkra þýska söngva og Herr Blön- dahl von Hamburg spilað undir af sinni alkunnu snild. „Gott mit uns“. Landsstjórnin keypti kol af John- sonogkaaber, Kobbi flúði norður á Akureyri með Flóru — til að forð- ast sparkið, cn Jón Siv. Iagðist í rúmið — sitt eigið auðvitað — hann kve samt heldur vera á bata- vegi, síðan Morgunblaðið losaði hann við kökkinn. Ráðherrann var svo nappaður af Morgunblaðinu, en hann lýsti því klökkur (samanber kökkinn hans Jóns míns), að þetta væri þó í eina skiftið, sem Iandið hafi grætt á honum. Ráðið hefir og ákveðið, að koma lagi á skipa- ferðir landa á milli meðan á ófriðn- um stendur. Það skyldi þó ekki vera, að mikli maðurinn frá Norð- urlöndum væri risinn upp á meðal vor — bravó íslensk' Napóleon! Kóngur hefir kallað, en ekki útval- ið. Þeir hlupu allir: Sveinn, Guð- mundur og Einar, niður á bryggju — Sveinn var fljótastur — en kom- ust ekki lengra að sinni. Sigurður ísfirski var sá eini, sem komst um borð — því Vesta lá á ísafirði. Þeir fara passalausir og allslausir, nema hvað Mundi gleymir náttúr- lega ekki stráhattinum sínum. Og nú fær Sveinn brúk fyrir skrúfuna amerísku — hún hlýtur að vera neutral —, ekki .veitir af að hafa varaskrúfu, ef einhver skyldi losna í ósköpunum — alt af má við öllu búast. Einar hljóp, strax og hann sá að Vesta var ókomin, til Stínu Mæn til að fá hreinsaðar neglur — hann situr þar síðan. Ekkert ná- kvæmt hefi eg enn frétt af þeim ís- firska — en lífstykki hafði hann þó náð í á hlaupunum niður eftir. Vogbjarni rasandi, sem von er, en hann fær þó alt af embættið, og eg er með þér, Bjarni minn, síðan þú kendir mér á dögunum — (on connait 1’ ami au besoin), komdu og fáðu vindil við tækifæri. Björn foringi kve hafa símað til kóngs og spurt, hvort hann mætti ekki koma líka, en þá sagðist Hannes fara, svo ekki verður úr þvi að sinni. Já, veslings Hannes, ætli hann lifi það af ? Mörgu hefir harin kingt um dagana — en ætlí Sigurður standi nú ekki i honum. — Kvenréttindafélagið lék í Gúttó — Bríetu tókst upp — hún er Iíka svo húsvön — (vote for women!). Þrír lyktuðu í Gutenberg — aliir í steininn. (Frið finnur Jón og Varði). Nathan er ekki týndur núna, Ell Bje er ekki trúlofaður enn, Finsen fór ekki um borð í Flóru, en Gunn- ar sat í kjaliaranum uppi á Skaga í nokkra daga (99 upptekið). Well, \/ísir, mahlzeit. Þinn sami. P. S. Der Kaiser hefir aðlað mig íyrir að lesa ekki lengur ensku skeytin í Morgunblaðinu, eg heiti því framvegis. Von Derselbe. Margur fær af litlu lof og last fyrir ekM parið Sárreið er »kona« sú, er ritar í »Vísi« um meðferð Passíusálm- anna við síðustu miðvikudags- messuna í Dómkirkjunni. Og vorkun er henni sjálfsagt, úr því að sú meðferð kom henni til að »syndga í kirkjunni*, eins og henni segist sjálfri frá. En gæti hún nú að því, að bæta ekki gráu ofan á svart, með því að bera rakalausar sakir á aðra. Reiði konunnar bitnar á mér. Pað er óheppilegt fyrir þá sök, að eg hefi verið veikur þessa vikuna og komst ekki til kirkju þenna dag, sem um er að ræða — héraðslæknir bannaði mér að fara út fyr en um næstk. helgi. Eg hafði því fengið mann í minn stað. Sá maður hefir margsinnis gegnt organista-störfum bæði fyrir mig og aðra (þ. á m. fyrv. Dómkirkju-organista) og aldrei verið að fundið, svo að eg viti. Mér þykir því býsna ólíklegt, að hann hafi farið að »bylta» um lögunum* eða »yrkja upp aftur ljóð Hallgríms Péturssonar*. Eg vil reyna að trúa því, að konu þessari gangi gott til, en ekki mundi það draga úr dygðum hennar, þó að hún gerði sér far um að átta sig betur á hlutunum, áður en hún fer að vanda um við aðra næst. Og óþarfi er að gera það með slík- umjþjósti, sem nú gerði hún. »Hógvært geð« — er ekki ein- hversstaðar minst á það í Pass- íusálmunum, kona góð? Sigfús Einarsson. Gefið til Samverjans, það styrkir þá sem bágt eiga. 'Ný bót (?) á gamalt fat’. í greinarkorni með þessari fyrir- sögn, sem birtist í gær í »Vísi«, ræöst »Kona« nokkur all hranalega á dómkirkjuorganistann fyrir »hrak- lega« meðferð hans á Passíusálm- unum við föstuguðsþjónustu síðast- liðinn miðvikudag. Út af þessu tel eg mér skylt að geta þess, að dómkirkjuorganistinn (hr. Sigfús Einarsson) kom pessari guðsþjónustu hvergi nærri. Flann lá veikur heima, svo hnúta þessi fer fram hjá markinu, sem hún var ætluð, og lendir á mér, því að í þetta skifti lék eg á orgelið, eins og jafnan áður í forföllum organ- istans. Eg tek með ánægju við hnút- unni og læt mér ekki ílt við veröa. Þó eg telji þaö með öllu óþarft og ástæðulaust, að vera aö afsaka mig gagnvart konu þessari fyrir meðferð mína á sálmalögunum, get eg ekki stilt mig um, að minnast lítiö eitt á aðfinslur hennar. Hún segir: »Þetta voru ekxi lögin, sem höfð hafa verið við þessa sálma á voru landi hingað til, að minsta kosti voru það ekki þau óbrjáluð.« — Þetta voru nú einmitt þau lög, sem notuð hafaj verið og nota á við þessa sálma. Við fyrri sálminn má reyndar (vegna bragarháttarins) hafa ein 7—8 lög, en eg valdi það lagið, sem samkvæmt lagboðanum (Krists er koma fyrir höndum) er ætlast til að haft sé við þann sálm. Við bragarhátt seinna sálmsins er alls ekki til annað Iag í kirkjusöngs- bókum vorum en það, sem sungið var (Mitt hjarta, hvar til hryggist þú). Seinni lið þessarar aðfinslu (að lög- in hafi verið brjáluð í meðferðinni) neita eg algerlega, en á hinu verð- ur mér ekki gefin sök, þó »Kona« kunni ekki öll lög við Passíusálm- ana. — Ennfremur segir »Kona«: »Til þess að geta látið textann koma heim og saman við þessi lög eða ólög, varð að vera að bæta inn í eða fella úr orð og orð.« í sambandi við þetta hreytir hún svo úr sér afskaplega aulalegum og ili- girnislegum ónotum í garð organ- istans. — Eg hefi ekki orðið þess var hingað til, að bæta þurfi við orðum til þess að láta texta Passíu- sálmanna »koma heim« við lögin. Sú aöfinsla er helber þvættingur. Hitt er annað mál, að sálmarnir eru víða svo kveðnir, að atkvæði eru of mörg, svo að annaðhvort verð- ur að hlaupa á orðunum (skifta sund- ur nótum) eða fella burtu einsat- kvæðisorð, ef það fer betur í söngn- um. Því til skýringar skal eg benda »Konu« á, að bera saman t. d. 11. og 12. erindið í 15. sálminum. Þess eru mörg dæmi í Passíusálm- unum, en eg tek þetta, af því að það var einmitt meðferð þessa sálms, sem hneyxlaði »Konu«, þessi að- finslan er því ekki á skynsamleg- um rökum bygð, fremur en hinar. Þá kvartar »Kona« um, að þessi »hraklega« meðferð á sálmunum hafi komið sér til að syndga í kirkj- unni. Það er hennar eigin flónska og fáfræði, sem hefir leitt hana út í þessa synd, að ryðja úr sér þessu gjálfri og gífuryrðum, sem hún getur engan stað fundið. Þessar eru þá aðfmslur »Konu«, og út af þessum hraklega misskiln- ingi sínum á meðferð sálmalaganna finnur hún svo ástæðu lil að klykkja grein sína út með hótun til org- anistans um stööumissi! Fyr má nú vera frekjan og fruntaskapurinn. Annars væri það æskilegt, þegar veitst er að einstökum mönnum með öðrum eins digurmælum og »Kona« gerir í grein sinni, að höf. léti síns rétta nafns getið. Vænti eg þess fastlega, ef »Kona« finnur hjá sér hvöt til að semja aðra blaða- grein um þeita efni, að hún skrifi nafn sitt undir greinina, svo að al- menningi gefist kostur á að sjá, hvaða »músíkalskt autoritet* er hér á ferðinni. Verði »Kona« ekki við þeim tilmælum^ mínum, get eg »presenterað« hana sjálfur fyrirles- endunum, því að mér er fullkunn- ugt um heiti hennar. 13. mars ’15. Pétur Lárusson. Óstjórn. Einn merkur kaupsýslumaður þessa bæjar, sem Vísir héfir átt tal við, lét ekki vel af uppboð- inu, sem haldið var í gær á vör- um úr bátnum, sem fara átti til Víkur, en komst aldrei nema út fyrir landi;teinana og strandaði við Völundarbryggju. — Þarna var seld matvaran, sagði hann, bleytt í sjó og olíu, og fólkið bauð í þetta í vitleysu, jafnvel hærra verð, en vörurnar kostuðu áður, óskemdar. Eiginlega ætti bæjarfógeti og umsjónarmenn heilbrigðismála að hafa vit fyrir | mönnum, úr því að þeir hafa ■ það ekki sjálfir, og láta þá ekki ■ glæpast á því, sem ekki er skepnu- ; fóður, hvað þá mannamatur. ! Hveiti og kaffi verður þó t. d. ekki gefið skepnum, : Seinna átti Vísir tal um þetta við annan mann, sem staddur var á uppboðinu. Sá hafði það eftir mönnum þeim, er bjargað höfðu vörunum, að meiri eða minni olía myndi hafa farið í þær flestallar, og áður en upp- boðið hófst, tók uppboðshald- arinn það fram, að engjn ábyrgð yrði tekin á því, hvernig vörurn- ar kynnu að reynast og að þær væru að minsta kosti allar sjó- blautar. Þó fór þegar fyrsti hveiti- sekkurinn á kr. 16,50 (-)- 4 % í innheimtulaun). Þá eru komn- ar kr. 17,26, en besta hveitið kostaði í haust kr. 18,80. — Er svo að sjá eftir þessum upplýs- ingum, sem menn hafi boðið með nokkurri óstjórn, eins og nú er farið ástæðum manna al- mennt. Massage-læknir (iuðm. Pótursson Garðastrætl 4. Heima kl. 6—7 e. h. Sími 394.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.