Vísir - 14.03.1915, Blaðsíða 3
VI S l R
ÓLAFUR LÁRUSSON
yfirdómslögm. Pósthússtr, 19.
Sími 215.Venjulega heima kl.l 1 —12
og 4—5
Bogi Brynjolfsson
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi)
Venjul heima kl. 12-1 og 4-6 síðd,
Talsfmi 250.
Bjarni Þ. Johnson
yfirdómslögmaður,
Sími 263. Lækjargötu 4.
Heima 12—1 og 4—5.
GUÐM. ÖLAFSSON
yfirdómslögmaður. Miðstræti 8
Sími 488. Heima kl. 6—8.
Á Laugavegi 24
er best að kaupa:
KÁPUR, KJÓLA, KARLMANNS-
FÖT og PRJÓNAFATNAÐ.
Hafið þetta hugfast.
Saumastofan mælir með sér sjáif.
Det kgl, octr
Brandassurance Comp.
Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur
alskonar o. fl.
Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr.
N. B. Nielsen.
tegsteiua
frá J Schannong.
Umboð fyrir ísland:
Gunhild Thorsteinsson í
Reykjavík.
Bkrautritun
Undirritaður dregur letur á borða
á líkkransa. — þeir sem gefa
kransa, ættu að nota sér það. —
Einnig skrifa eg nöfn á bækur
og afmæliskort o. s. frv. — —
Pétur Pálsson
Grettisgötu 22 B, uppi
Líkkistur
fást með öllum vanalegum litum af
ýmsri gerð, einnig úr eik, sléttar ■
eða skornar ef óskað er.
Helgi Helgason,
Hverfisgötu 40 (áður 6).
Sími 93.
ÞRÁTT FYRIR VERÐHÆKK
UN Á EFNI, SELUR
EYV. ÁRN ASON LANG-
ODÝRASTAR, f £t-
VANDAÐASTAR LBfik-
FEGURSTAR kistur.
LÍTIÐ A BIRGÐIR MINAR OG
sjáið mismuninti
ÁÐUR EN þÉR FESTIÐ KAUP
ANNARSSTAÐAR. TALS. 44.
U«
Undirritaður kaupir hvíta og mis-
lita ull, sem borgast í peningum
nm leið og hún er afhent á af-
greiðslu «ÁIaíoss«, Laugaveg 34.
Prentsmiðja Sveins Oddssonar.
Athugasemd«
Eftir það er ég hefði lesið grein
í Vísi um stympi í Bornholmsvél f
vélbátnum »Leifi«, vil ég undirit-
aður leyfa mér að votta það, að
stympirinn er svo liöugur í þessari
vél, að þar er ekkert að að finna.
— Vatn hefi eg notaö allheitt, eft-
ir því, sem eg hefi haft á öðrum
vélum, sem eg hefi farið með. Eg
skifti um olíu á sívalningnum, sem
eg fékk hjá Júliusi Schou, og enn
fremur skal það tekið fram, að vél
þessi er að mínu áliti bæði kraft-
góð og auðveld í meðferð fyrir þá,
sem hafa nokkra þekkingu á vélum.
G. Þorbergsson.
langmestar byrgðir, alt vönduð
vinna.
Skólavörðustíg 22.
Matthías Maiihíasson.
Sími 497
Ábyrgðin
kvæði eftir M. Gíslason, fæst i
bókaverslunum Sigf. Eymunds-
sonar, Si'gurðar Kristjánssonar og
á afgr. Visis.
Kosiar 10 aura.
Tennur
eru tilbúnar og settar inn, bæði
heilir tanngarðar og einstakar
tennur,
á Laugaveg 31, uppi.
Tennur dregnar út af lækni dag-
lega kl. 11—12með eða ándeyf-
ngar.
Viðtalstími 10—5.
Sophy Bjarnarson.
Vor ogliaust
Frh
— Þau höfðu verið trúlofuð í
rúman mánuð, og notið ástar-
draumanna í heillandi sælu vor-
nóttanna, og fölskvalausri ást æsku-
hjartnanna.
Hann hafði svo lengi þráð þá
stund, að hann mætti kalla hana
unnustu sína, og hann væri þess
fullviss, að hún vildi elska hann.
Hann hafði dreymt um þá sælu
árum saman, en ekki komið sér til
þess, að biðja hennar.
Hún var líka dálítið eldri en hann,
svo hann var hræddur um, að hún
Iiti með öðrum augum á lífið og
framtíðina. Gæti hugsast, að hún
ímyndaði sér heitustu óskir hans,
tóman heilaspuna og barnaskap.
En það gæti hann ekki þolað.
Heldur iifa í kveljandi óvissunni,
þangað til hún sæi, að hann væri
svo vnxinn, að honum hlyti að
vera alvara.
Honum haföi þólt harla gleði-
snautt suður í skólanum á veturna,
Og talið hafði hann dagana, þang-
aö til hann gæti lagt af stað, heim
til bernskustöðvanna á vorin.
En eftir því sem árin liðu, fanst
honum haustið verða kaldara. Þá
varð hann að fara aftur, og engu
nær, heldur en um vorið, þegar
hann kom.
En nú hafði hann lokiö stúdents-
prófi, og svo strax látið til skarar
skríða, þegar hann kom heim.
Honum fanst hann ómögulega
geta lifað í þessari óvissu lengur.
Honum fanst líka, að hann vera
orðinn svo þroskaður, að hún hlyti
aö sjá, að framar væri ekki um
neinn barnaskap að ræða.
Að hann hugsaði ekki um ann-
að nætur og daga, eii hana.
Að honum fyndist lífiö sólar-
laust, án hennar.
Og að hann óskaði einskis heit-
ar, en að hún vildi eiska hann.
— Og hún gerði það.
Hún hafði líka sagt honum, að
hún hefði einskis framar óskað,
síðustu árin, en að þau mættu finn-
ast svona, og talast við, eins og þau
gerðu, kvöldið sem þau trúlofuðust.
Hún hafði í mörg ár s.éð, að
þau yrðu að finnast þannig . . .
og hún hafði unnað honum, löngu
áður en að hann fór að hugsa um
hana.
En hennar huggun hafði verið
sú, að hún hafði séð hvað honum
bjó í brjósti . . . Og hún vissi, að
fyrr eða síðar kæmi að því, að
þessar heitustu óskir þeirra rynnu
saman og tengdu bandið, er aldrei
gæti slitnað.
Hún hafði ekki viljað segjahon-
um þetta alt saman að fyrra bragði
. . . þótt það ókvenlegt . . . og
svo þótti henni skemtilegt að sjá
hatm þtoskast og mannast.
Stundin kæmi, er þau yrðu að
talast við öðruvísi en þau áttu að
venjast . . .
— Þetta, og margt fleira, hafði
hún sagt honum kvöldið sem þau
bundust tiygðum.
Og honum hafði þótt svo vænt
um að heyra það, að hann vissi
ógerla, hvernig hann ætti að sýna
henni, hvað honunt þætti innilega
vænt um hana, og hvað ást hans
væri hrein, sterk og djúp . . .
— Og í dag ætlaði hann að
smíðar undirritaður, og gerir við
Sa\m\a»eta*
Grettisg. 22. Sími 362.
Erlingur Filippusson.
Dagbókarblöð
knattborðssYeinsins
eftir Leó Tolstoj.
---- Frh.
Einu sinni komu þeir og tók?i
að leika á la guerre, allir þrír.
Þrjár rúblur höfðu þeir í borri
og þeir skröfuðu ótæft saman,
Nechljudow og furstinn.
»Taktu rétt einu sinni eftir fór-
uriunr hennar. Nei«, sagði hanvi,
»hvaö er að tala um íæturna. Hár-
ið hennar er dásam!egasf«.
Auðvitað litu þeir ekki á leik-
inn, en töluðust altaf við. Tedotl-a
einn hafði gát á sér og skeytti ekki
hót um skvaldur þeirra.
Þeim mistókust höggin hvert af
öðru og þurftu líka um annaö að
tala. Tedotka græddi nú 6 rúblur
af honum. Skaparinn veit hvernig
reikningarnir voru miiii hans og
furstans, aldrei guldu þeirhvoröör-
um spilafé, en nú tók Nechljudow
upp tvo græna seðla og rétti Te-
dotka þá. »Nei«, mælti hann, »eg
tek ekki við peningum af þér í bráð.
Við ættum að leika einn leik enn,
tvöfaldan eða einfaldan, — helst
ætti hann nú að vera tvöfaldur eða
þá enginn.
Eg tilbjó borðið.
Tedotka hlaut að byrja, og hóf
sláttinn. Hinn lést þess ófús í fyrstu
að leika um svona mikið. »Nei«,
mælti hann, »eg vil það ekki, það
er ot fallvalt«. En Tedotka notaöi
á meðan tækifærið og lagaði eitt-
hvað til á borðinu — en þó með
yrkja fyrsta kvæðið, er hún mæíti
sjá og heyra.
Og hvaö myndi hún segja, þeg-
ar hún sæi, að hann fengist viö
Ijóðagerð ?
En um þaö mátti hann ekki vera
að hugsa.
Hann tók bók upp úr vasa sínum
og fór að skrifa í hana með rit~
blýi . . . hægt og með hvíldum
. . . Hann átti bágt með að finna
þau orð, sem hann vildi helst finna
. . . orð, sem Jéki við rímið
og túlkuðu hugsanir hans á því
máli, er unnustunni væri samboðið.
. . . En það var margt sem Iruflaði
. . . Hugurinn ærslafenginn, og á
síteldu flugi fram og aftur . . . Vor-
himininn bjartur og töfrandi . . .
Sunnan-blærinn gáskafullur og ást-
Ieitinn . . . Lindaniður . . . fossa-
hreimur og fuglasöngur ... Alt
greip það huga hans og sveif með
hann yfir láð og Iög . . . yfir í
landið, er hann hafði numið suður
í Sólarhverfum . . . Þar sat Fram-
tíðin, faguílega skrýdd, og glæsileg
sýnum, og beið þess brosandi, aö
hann kæmi þangað með unnustuna...