Vísir - 20.04.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 20.04.1915, Blaðsíða 2
VISIR VISIR kemur fyrst um sinn út kl. 12 á hádegi, Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 12—2. Sími 400.— P. O. Box 367. Bréf frá próf. dr. Heydenreich tii ritstjóra Vísis. Þetta bréf hefir próf. dr. Heiden- reich, ritstjóri íslandsvinafélagsins þýska, nýsent oss. Að vísu er fátt nýtt í því, sem hann og aðrir land- ar hans og stéttarbræður hafi eigi sagt áður og oss sé kunnugt. En hins vegar sýnir það glögglega, hve ant þessum vini vorum er um það, að telja þjóð vora á fylgi við þann málstaðinn, sem honum er svo hjartfólginn, málstað þjóðar hans í heimstríðinu. Um leið og vér þykjumst geta fullvissað prófessorinn uin það, að vér íslendiugar munum aldrei gleyma því, hvað Þjóðverjar hafa verið menningu vorri og alls heims- ins, og hvílíkt afhroð goldið væri, ef menning þeirra væri í háska, Ieyfum vér oss að birta hér bréf hans í íslenskri þýðingu. Eisenach 30.—3.—15. Háttvirti hr. ritstjóri! Af hendingu náði eg í 1293. tölublaðið af blaði yðar, frá 9. jan. 1915, og sé eg að þar er birt bréf mitt frá því í oktbr. f. á., er eg hafði ritað kunningja mínum í R(eykjavík) til skýringar. Birting þessa bréfs og aihuga- semdir þær, sem þar er við hnýtt, koma mér til þess, að bæta nokkru við. — Menn tala um hatur, sem vér Þjóðverjar höfum gegn Englandi og er mér einnig borið það í at- hugasemdinni, að eg sé »hatursmað- ur Englendinga«. Þessi skilningur er ekki réttur nema að nokkru Ieyti. í heild sinni er þýska þjóðin fjarri því, að ala með sér svo lítilmótlega og auðvirðilega kend, sem hatur er. Það, sem vér finnum til gagnvart Englandi, er siðvendnis-gremja yfir allri þeirri svívirðu, undirferli, hræsni, Iygum, er fram koma í starfi Eng- lands, enskra stjórnarvalda. Þessa skoðun hefi eg skýrt lítið eitt í bréfi mínu, og hún er alls ekki einhliða álit, heldur sannan- lega óhagganlega rétt. Að sjálf- sögðu mun líða á löngu, áður hin hlutlausu lönd, og þar á meðal einnig ísland, sem nú eru flækt í bl tt áfram órjúfanda lygavef, kom Til e. s. .Gullfoss', við fyrstu komu hans til Hafnarfjarðar, 18. apríl 915. Lag: Sjá hin ungborna tíð o. s. frv. Ú er hamingjustund fyrir hali og sprund, nú er hugsjónum feðranna komið í verk. Heyrið fossanna söng djúpt í fjallgljúfra þröng; það er fagnaðárlag, heyr hve röddin er sterk! Rofna dáðleysis ský, lifnar land vort á ný, fara lífsstraumar heitir um fjöll þess og strönd. Eftir aldanna fár rætist ósk sú og spár, að hin íslenska þjóð muni sprengja sín bönd. Kom þú heill yfir dröfn; aldrei átti vor höfn svona ástfólgnum vini að heilsa hér fyr. Ljómi G u 11 f o s s, þitt nafn, eins og geislstafa safn, veiti gæfan þér hvervetna hagsæld og byr. Vefur höfnin þig arm, ströndin býður þér barm, þú ert barnið, sem þær hafa’ um aldirnar þráð. Sértu velkominn hér, því að vonin, með þér, um hið vaxandi þrek, hafa fyllingu náð. 9. 3. ast að raun um það, að dómar vorir eru óhagganlega réttir, og ísland ef til vill þá fyrst, þegar það ef of seint orðið fyrir velferðhinn- ar kæru evjar. Það er þýðingar- laust, að skýra þetta nánar, því að sennilega mynduð þér eigi trúa að heldur þegar í stað. Og með því að ísland þekkir of lítt til vor Þjóð- verja og kann ekki að dæma um oss, þá eru ekki heldur skilyrði fyr- ir hendi til þess, að fallist verði á sannanir. Eg legg hér mcð þessu bréfi prentað bréf, sem Englend- ingur einn í Chile hefir skrifað, og er þar sagt nákvæmlega hið sama — að eins á miktu ófeilnari hátt—, sem eg hafði greinf í mínu bréfi; | og það ætti að vera íhugunarvert. 1 Eg gæti sagt yður hvers vegna Mr. C. veitir Morgunblaðinu (og ísafold) einkarétt til birtingar á ensku lygaskeytunum (sbr. Vísi frá 6.— 1. I —1915), én þér mynduð ekki trúa 1 mér samt. I Þar sem sá, er þýddi bréf mitt í nr. 1293, gerir þá athugasemd, að reynslan hafi mótmælt skoðun minni um þýska flotann, þá verð eg að svara því til, að hann hefir eigi skilið setninguna hjá mér. Eg sagði: »Þýskaland á flota, sem er fær um að gæta hagsmuna hinnar þýsku þjóðar út um allan heim. Þetta var Englendingum ástæða til ófriðar*. Með þessu átti eg ekki við það, að vér ættum herskipastól, sem að tölunni til jafnaðist við hinn enska, eða að hann þyrfti tt undir öllum kringumstæðum að sjálfsögðu að bera hærra hlut (og þá einnig í stríði við England), heldur voru orðin miðuð við frið- artíma. Floti vor getur stoðað verslun Þýskalands gegn öllum þjóðum, hvar í heimi sem er, þar sem hún þarf aðstoðar við, en það er ekki vant að nota nein herskip til verndar versluninni gegn Norð- urálfuþjóðum. En ef til vill hafið þér tekið eftir því, þrátt fyrir allar enskar lygafregnir, að floti vor Þjóð- verja hefir þegar unnið sér m»kla frægð í stríði þessu, en Englandi hefir farist þvert á móti. Auk þess er floti vor þó allajafna of öflugur til þess, að hinn enski geti eytt honum á svipstundu, eins og áður hefir verið af látið. Eg læt yður ráða þv/, hvernig þér fanð með bréf þetta. Virðingarfylst próf. Fr. Heydenreich, ritstjóri íslandsvinafréttanna. Greinin, sem prófessorinn lætur fylgja bréfi sínu, heitir: »Sannar ástæður Englands til ófriðarins«, og er ágrip af bréfi frá enskum inanni, tekið úr blaði í Santiago de Chile, er »Gaceta militar« heitir. Segir bréfaritarinn hreint og beint að morðið í Serajewo hafi ekki or- sakað stríðið, heldur kepni þjóð- anna um viðskiftahagnað. Hann segir ennfremur að Eng- Iand hafi viljað stríðið og Belgía verið í vitoiöi. England græði á eftir, þegar hinir liggi í sárum. Þe;si grein er eins og svó marg- ar aðrar, sem ungað er út um heim allan á þessum stríðstímum. Það er svo margt, sem að einhverju má til sanns vegar færa, en hvar er sannleikurinn allur? En hafi nokkur enskur maður skrifað þessa grein, þá er hann ekki hræsnari. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11. Borgarst.skrifit. í brunastöð opín v. d 11-3 og 5-7 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d. íslandsbanki opinn 10-2‘/2 og 5l/2-7 K. F. U. M. Alm.samk.sunnd.8V2 s'ðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 11 -2>/, og5V2-6V2. Banka- stjórn 12-2 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið V/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 10-12 og 4-6 Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Harðindi á Spáni. Á Spáni er nú sagt hið mesta eymdar ástand, einkum í hinum suðlægari héruðum, þótt ríkiö eigi því láni að fagna, að vera hlutlaust í Norðurálfu-ófriðinum. Bæði hefir veriö þar vond tíð, er spilti upp- skerunni, og svo hefir stöðvast þar námugröftur, og 30,000 verkamenn orðiö atvinnulausir af þeim sökum. Þá hefir og orðið þar hin megn- asta dýrtíð á öllum lífsnauðsynjum. Svo er sagt, að 4,000 námamenn og 10,000 bændur hafi reynt að brjótast inn í borgina Carthagenu. Lenti þeim saman við lögreglulið- ið, og létu sér eigi segjast fyrr, en borgarstjórinn loíaöi því, að stjórn- in skyldi kaupa þjóðinni mat frá Argentínu. G-jaflr til Samverja'ns, siðasta skilagrein. Peningar: Ónefnd 1,50 kr. Skipstj. á botnv.sk. 30,OO — vfsir, áheit frá ónefnd. 2,00 — N. N. lögm. 10,00 — J. Zimsen 40,00 — Þ. B. 0,50 — Ónefnd l,oo — V ö r u r: Sanítas 60 lítrar saft. Ónefnd mjólkurselja gaf af sín- um sölulaunum helminginn, óvíst hve mikið. Rvík, þ. 8. apr. 1915. Páll Jónsson. Hjálpræðisherinn. Númerið á kaffisettinu er 182 og á ljósdúknum 32. Þeir sem eiga þessi númer geta sótt þau í Herkastalann. Vér sendum þakklæti vort til allra, sem hafa rétt okkur hjálp- arhönd við Basarinn. Det kgL octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr. N. B. Nielsen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.