Vísir - 21.05.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 21.05.1915, Blaðsíða 1
Utgefandi: HLUTAFELAG- Ritstj. ANDRES BJÖRNSSON Sl'MI 400. IE Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel Island. SÍMI 400. 5. árg easi Föstudaginn 21. Maí 1SI5. 161. tbl.* I 0. F. 975219. GAMLA BIO <3f\^mm\)íw&\w (Modellen). Amerískur sjónleikur í 2 þáttum JDcJewsor Oamanleikur. Vindlar Cigarettur Tébak, allskonar, best í Landsstjörminni. Fyrir niðursett verð endurtekur .Hringurinn’ í allra síðasta sinn leikinn Erfðaskrá Bínn frænku, föstudaginn 29. maí Id. 8J|2. Aðgöngumiðar eru seldir i Iðnó á kr. 0,75, 0,50 og 0,40. Flutninga-bifreiðin flytur allan vöruflutning utan bæjar og innan, Finnið Harald Jónsson, Hverfisgötu 73, eða Jóh. Ögfn. Oddsson, Laugaveg 63. Sími 339. Fiskveiðar Frakka hér við land hafa verið stcpular það sem af er þessu ári, svo sem við er að búast. Ófriðurinn mikl gfeypir alt, menn og skip. 4 botn. vörpungar frakkneskir og 4 skonn- ortur hafa verið að veiðum hér á vetrarvertíðinni. Botnvörpungarnir heita: »Pro- vence«, »Nordmandie« og »Flisa- beth«, allir frá Boulogne, og »Marie Elisabeth« frá Arcacion. Er hinn síðastnefndi nýfarinn héðan til Ný- fundnalands til að stunda þar fisk^ veiðar í vor og sumar. »Provence« lét í haf í janúar- byrjun og hefir verið hér alt til þessa, en hinir komu síðar. Fisk- tökuskip hefir sólt hingað aflann, eins og tíðkast hefir áður. Skonnortur þær, sem hér stunda veiðar, heita: »St. Anne«, »La AIisane«, »Fromontanne« og »Yvon- ne«, allar frá Paimpol. Er hin fyrst talda nýkomin hér á höfnina og dvelur nokkra daga ; lét hún í haf 1. mars og kom upp undir landið 16. s. m., hefir verið að veiðuin undan Dyrhólaey og nú síðast hér í flóanum. Skipstjóiinn heilir Alexis Anes; lætur hann hið besta af tíð- arfarinu hér síðan hann kom. Kveð- ur hafa verið gott veður, nenia frá 7.—20. f. m. Hefir hann aflað 35,000 af vænum þorski, og fengið tiltölulega mest síðustu dagana. Fisk- urinn er fyrirfram seldur háu verði. — Alls eru 27 skipverjar, eins og gerist, vaskleika menn flestir, eða svo virtist mér. Tekur þá sárt, sem vonlegt er, hörmungaástand það, sem af styrjöldinni miklu leiðir heima fyrir, og óska þess af heil- um hug, að því létti af hið bráðasta. Hörður. i 'Miaw aj Uwdv, Símfréttir. Akureyri í gær: »Norður- land« heimtar nýjar kosningar, áður en stjórnarskrármálinu sé ráöiö til lykta. — Hafís er hér inn um all- an fjörð, en selveiðarar norskir segja íslaust við Sléttu og Langa- nes. H ó 1 m a v í k í g æ r : ís er mikill á Húnaílóa. Samfeld hella sögð úti fyrir og landföst við Horn. BÆJARFRETTIR Organistastarfið við Fríkirkjuna hér, hefir Pétur Lárusson nótnasetjari fengið. »Vesta« kom í gærkvöld. — Meðal far- þega: Nathan umboðssali, Lárus Tómasson bóksali frá Seyöisfirði, Siggeir kaupm. Torfason frá Vestm.- eyjum o. fl. o. fl. Ný verslun er knrnin á laggirnar í Austúrstr. 3, og heitir »Gullfoss«. Þar versla þær Guðr. Benediktsd. og Krist- jana Blöndal. »Ingólfitr« komst ekki til Borgarness fyrr en í morgun. — fjöidi fólk's fór með bátnum. Afmæli á morgun: Jóhanna Lárusdóttir ungfrú. Jónína Jónatansdóttir húsfrú. Thora Friðriksson kenslukona. Þuríður Egilsdóttir húsfrú. Gunnar Gunnarsson trésmiður. Afmæliskort fást húsinu. hjá Helga Árnasy ni, Safna- Veðrið í dag. Vm. loftv. 761 a. gola “ 6,5 Rv. ií 762 logn “ 7,7 íf. ii 764 s. andv. “ 7,0 Ak. ii 764 logn “ 6,1 , Gr. ii 729 logn “ 1,0 Sf. ii 765 na. kaldi “ 2,5 Þh. » 762 logn “ 7,5 Nýdáinn er Þorlákur Jónsson bóndi á Hrauni í Ölfusi. Dó eftir 7 daga þunga legu í lungnabólgu. Hann var um fertugsaldur, hraustmenni hið mesta. Erjur í Canada. Fjármálahneyksli ? Ef einhverjum þykir heitt í »póli- tíkinni« hq;na, þá ætti sá hinn sami að .koma vestur. »Þar hafa þeir hitann úr«. Síðasta rimman varð út úr þing- hússbyggingu, sem Roblinsstjórnin stóð fyrir. Höfðu fylgismenn henn- ar verið í meiri hluta í fjárlaga- nefnd á þinginu, og lagt til, að samþykkja gerðir stjórnarinnar. En minni hlutinn var ekki alveg á því; sakaði stjórnina um gífurleg brot á ákvæðum um verkalaun og önn- ur fjármálabrögð í þessu sambandi. Stjórnarformaðurinn, Roblin, ætl- aði fyrst að humma þetta fram af WYJA BIO Vinkonurnar. Raunverulegur sjónleikur leik- inn af ágætum leikurum frá Paihe Fréres, í París. Efni leiksins er það, að lýsa gletni lífsins, og mun mönnum geðjast vel að myndinni. í Bröitugötu 3 er farið að selja mjólk frá Brautarhölti, sömuleiðis alls konar brauðe í#Sssss@sssá®ssss Fjalla- Eyvindur verður leikinn í Iðnó á annan í Hvítasunnu ki. 8 síðd. v svSasta svww\ Aðgöngumiða má panta í Bókaversiun ísafoldar. sér, og kvað ekki ástæðu til rann- sókna, úr því að ekki hefði verið borin þjófnaðarsök á neinn ráðherr- ann. Þá stóð upp íslendingurinn Thomas H. Johnson, sem er fulltrúi fjölmennasta kjördæmisins í fylkinu, og talaði afar snarplega um hríð. Var þá langt hðið yfir miðnætti, og skyldi þá fundi frestað til morguns og Thomas þá nalda áfram. Um niorguninn voru hermenn látnir halda vörð á pöllunum, en þegar Thomas ætlaði að byrja, bað Roblin um fundarhlé til nóns. Meðan þessu fór fram, höfðu þingmenn »liberal« (frjálslynda) flokksins snúið sér til fylkisstjórans með kvörtun um það, að minni hl. nefndarinnar hetði verið bægt frá upplýsingum um málið, og heimtað setta konunglega rannsóknarnefnd. Voru kærurnar svo alvarlegar, að fylkisstjórinn, sir Douglas Cameron, þóttist annað hvort verða að taka þær til greina, eða rjúfa þing elia. Undir því hefir 'Roblin karl ekki viljað eiga, og Iét hann undan um nónbilið. Líkaði þá öllum vel í bili, og Thomas féll fi*á orðinu, og var svo þingi slitið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.