Vísir - 21.05.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 21.05.1915, Blaðsíða 3
V * S 1 K Satútas’ o^ feampavúw S'«ú VÖO- Kartöflur eru nýkomnar til Jóns Hjartarsonar 81 Co. Blóðappelsínur og laukur fæst í verslumnni BreiðabHk Lækjargötu 10. BRENT OG MALAÐ KAFFI BEST í VERSLUN Ísgríms Eyþórssonar Sími 316. Austurstr. 18 íHveiti, gerduft, eggjaduft, sítronolía, kardemomme, er best að kaUpa í Nýhöfn. Hressandi og svalandi er <M\S ut }í\^\ö$w. —o:—:o— 8 tegundir hver annari betri. Atsúkkuladi, Cuchard, Toblers, ennfremur Consum, »Ciríum*, Konfect, Lakkrítz, og m. m. fl. fæst hjá Jóni Hjartarsyni & Co. IsL smjör til hátíðarinnar, fæst hjá Jðni Hjartarsyni & Co. Sév W ^veUsuöótav drekka menn C6NTRAL- OG REFORM- iraM sem fæst í Jí % f\ ó S n. Magnús Guðmundsson Skipasmiður. Hverfisg. 68 A. Venjul. heima 2—3. Sími nr. 76 Öi Gosdrykkir, Saft, f Edik, | fæst hjá Jóni Hjartarsyni & Co. Súkkulaði margar tegundir, hvergi betra en í Nýhöfn. Ullar- prjónatuskur keyptar hæstá verði mót pening- ingum eða vörum í Vöruhúsinu. Hvergi í bænum eru sVuööas\vts\u jafn góð og ódýr eins og I versluninni á Frakkastíg 7. Sími 286. Stúlka, heist æfð, getur fengið vinnu frá 1. júní í stórri »manufactur*.verslun hér. — Tilboð, merkt: »Dömubúðc, sendist afgr. Vísis fyrir 25. þ. m. y v\Vasunn\)\v\dtav, Cigarettur, Cigariilos, hvergi betri en hjá Jóni Hjartarsyni & Co. Smjörlíkið besta fæst nú stöðugt hjá Jes Zimsen. Alt sem með þarf, til að búa til svo þær verði reglulega góðar, er best að kaupa hjá jes Zimsen. Perur 3 teg., Apricosur, Ananas, Jarðarber. Fruit Saiad, fæst hjá Jóni Hjartarsyni & Co. Seuö\5 a\x$l\^s\x\$ar ttmawtega. yau\\\? ól Jvá 6ÍQev5\v\u\ SfeaWa^v\mssot\. Súx\\ (Jr dagbók læknisins. (Lauslega þýtt.) Frh. * II. Á elleftu stundu. Dag nokkurn, seint í október, fór eg með járnbrautarlest frá Waterloo^ stöðinni til Salisbury, Eg ætlaði að dvelja vikutíma hjá gömlum vini mínum, Romney hershöfðingja. Eftir að hershöfðinginn hafði dregið sig í hlé frá hernaðarstörfunum, keypti hann herragarð einn í Wildshire, og hann hafði margoft beðið mig að koma þangað, að fmna sig. Ait til þessa hafði eg ekki getað, sökum annríkis. 'heimsótt High Court, svo hét hö)! hershöfðingjans, en nú var það af sérstökum ástæðum, að eg ákvað að breyta nú til og hverfa nokkra daga burt frá binum mörgu störfum, sem á mér hvíldu, bæði til að geðjast vini mínum gamla, og unna mér um leið hvildar og skemtunar. Eg átti að koma til High Court seinni hluta þriðjudags, og næsta fimtudag ætlaði Iris Romney, hin fagra einkadóttir hershöfðingjans, að halda brúðkaup sitt með ung- um manni, að nafni Vane, sem var kapteinn í nítjándu herdeildinni. Eg hafði þekt Iris frá því hún var barn, og fór nú til að óska henni til hamingju. Eftir þeim bréf- um að dæma, sem eg hafði fengið frá Romney hershöfðingja, var Vane kapteinn svo fullkominn tengda- sonur, sem framast varð á kosið: heiðarlegur, góður og hugsandi maður. Þar að auki hafði hann, sem kapteinn, álitlega stöðu í þjóð- félaginu, og hann átti allmiklar eignir. »En það er nú ekki af þeirri ástæðu einni, að Vane er í öllu til- iiti maður, sem eg og móðir Irisar vilja eignast fyrir tengdason«, skrif- aði hershöfðinginn í síðasta bréf- inu til mín, »heldur eru iíka aðrar kringumstæður, sem gera það að verkum, að þetta hjónaband léttir steini af hjarta mér. Veslings Iris okkar, sem að fríðleik skarar fram úr því, sem alment gerist, eins og þú veist, hefir nú í hálft ár sætt mjög ókærkominni, og eg get bætt við, mjög nærgöngulli eftirsókn frá nágranna okkar, sem á næstu land- eigriina við okkur. Þaö cr mjög ógeðfeldur og ómentaður maður, að nafni Ransome. Hann hefir ekki látið sér segjast, enda þótt bæði Iris og við, foreldrar hennar, höf- um neitað bónorði hans, og nú upp á síðkastið er svo langt kom- ið, að Iris þorir naumast að ganga einsöntul út. Ransome situr nefni- lega stöðugt um hana og eitir hana á röndum, til þess að endurnýja við hann sínar sífeldu umleiíanir. Já, hefði ekki svo vel viljað til, að þau Iris og Vane trúfofuðust, þá hefðum við neyðst til, barnsins okkar vegna, að fara frá High Court.« Eg veitti þessum kafla úr bréfi vinar míns enga sérlega eftirtekt, þegar eg las hann. En forlögín höguðu því þannig, að eg hugsaði um hann síðarmeir. Klukkan var nálega þrjú eftir miðdag, þegar eg kom til High Court og hitti Iris í stóra forsaln- um. Hún var umkringd af fjölda- mörgum hundum og var að setja upp hjartarskinnsglófa, þegar eg kom. Hún hafði hatt á höfðinu og ætlaöi augsýnilega að fara að fara að heiman. Þegar hún heyrði að eg kom, snéri hún sérsnögg lega við og gekk hratt á móti mér. »Ó, ert það þú«, kallaði hún og rétti mér báðar hendurnar. »Ó, hvað það var fallega gert af þér! Er eg mikið breytt, læknir, — er auðvelt að þekkja mig aftur?« »Já, það er auðvelt að þekkja þig aftur«, svaraði eg, og horfði með aðdáun á hina ungu stúlku. »En náttúrlega hefirðu breyst mikið. En hvað þú ert oröin há! Þú varst líka barn, þegar eg sá þig seinast.* »Nú, eg var samt fimtán ára«, svaraði íris, »og hin óþekkasta og skoplegasta skepna, sem hægt er að hugsa sér. Nú er eg átján ára, og fullvaxin. Mér þykir fjarska vænt um, að sjá þig aftur. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.