Vísir - 26.05.1915, Blaðsíða 2
V 1 1> 1 H
Byggingarefni.
Ofnar, eldavélar alls konar, eldfastur steinn, eldfastur leir.
Pakpappi alls konar, veggjapappi, strigi, pappasaumur.
Þakjárn, þaksaumur.
Málaravörur alls konar frá Forenede Malerm. Farvemölle,
altaf fyrirliggjandi hjá
Carl Höepfner.
pakkhús Hafnarstræti 21. Talsími 21.
Veggfóðrið
------- margeftirspurða kom með Vestu í —
Bankastræti 7.
Þriðjudaginn 25. þ. m. hófst
Ný útsala í Bergstaðastræti 27.
Par verða seld brauð frá bakaríi Björns Símonarsonar.
Ennfremur verður selt: Mjóik (í glösum og samkv. pöntun) egg*
gosdrykkir, öl, niðursoðið kjöt og kæfa o. fl. o. fl.
£r Islensk frímerki [óbrúkuð] verða þar einnig til sölu. 5S
'JRutvvS eJUv ^uoUa^úsxtvu í "\3estuva* ZS.
Sími 407. Sími 407.
VISIR
kemur fyrst um sinn út kl. 12 á
hádegi,
A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl 8—8 á hverj-
um degi.
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrifstofa á sama stað, inng frá
Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
kl. 12-2.
Sími 400.— P. O. Box 367.
,Vonbrigði
Þjóðverja*.
Tímarnir breytast.
Til eru þeir menn, sem að eðl-
isfari eru svo óþolinmóðir, að þeim
fitist alt ganga of seint. Svo er um
ófriðinn mikla. Sumum þykir sem
þar muni seint ætla að verða er.dir
á og kunna því iila, að vera ekki
enn farnir að sjá hylla undir úr-
s'itin — sigurinn auðvitað.
Leyfum oss þá fyrst að vekja
aihygli þessara manna á því, að
Þýskaland hefir nú í 44 ár haft
sífeldan vígbúnað og ætlað sér
hvorki meira né minna, en að kló-
fcsta alla Norðurálfuna einn góðan
veðurdag. Það sem með sanni
kynni að virðast furðanlegt, er því
það, að Bandamenn hafa nú í
nokkura manuði reist rönd við 2
ríkjum, sem tekið hafa upp ægi-
legustu stefnu. Væri ekki ófróð-
legt að sjá dóm Þjóðverja sjálfra
u ti þessa hluti.
Hið merka tímarit L’Opinion 1
hefir fundið það snjallræði, að sýna
mönnum hvað Þjóðverjar sögðu í
upphafi ófriðarins og hvernig nú
syngur í þeim. Eru hér nú tvö
sýnishorn, nákvæmlega þýdd úr
þýska tímaritinu Kriegs Echo, sem
ætlað var að víðfrægja sigra Þjóð-
verja. Þ. 1. sept. 1914 er ntað'
þar á þessa leið:
í orustunum þessum hefir her
vor hvarvetna farið sigrí hrósandi
og mestu orusturnar 1870 mega
þó heita smá«kærur einar á móts
við þessar; frá Norðursjónum til
Mundíufjalla varð alt að hrökkva
er fyrir varð: herflokkar, víygirð-
ingar, Frakkar, Belgar, Englar, Rúss-
ar — ekkert fékk staðist, engar af
margra ára fyrirætlunum óvinanna j
gátu rætst. Ekkert gat hlíft við því
rothöggi, er nú reið að Frakklandi,
þessu ólánssama landi, er lagt hefir
í sölurnar tramtíð sína, Iíf og blóð,
til þess að fá heimsvöldin í hendur
Rússakeisara.
En ófarir Frakklands gera og að
engu þær hagsmunavonir, ér ráku
Breta út í ófriðinn, því að hinar
bestu hersveitir þeirra, Bretanna,
hinir allra dýrustu málaliðsmenn
þeirra hafa nú þegar sogast með
Frökkum niður í hringiðu ófaranna.
Og þýski herinn hlakkar yfir því,
að láta sama ganga yfir alla þá,
er enn kynnu að slæðast vestan um
Sundiö. Ekki hrýs oss heldur hug-
ur við þeim óaldarlýö, er hrúgast
að oss innan úr flákum Rússlands.
Því fleiri sem þaðan koma, þess
öflugri verða viðtökur vorar og
þess meira herfang.
Af sigursæld vorri hefir það nú
þegav leitt, að ekki er lengur vörn,
heldur sókn af vorri hendi, og eftir
hinum síðustu viðburðum að dæma,
virðist oss nú ekkert ókle'ft.
Meðal þess, sem ekki var »ókleift«,
mun það hafa verið, aö bregða
sér tii Parísar og ganga milli bols
og höfuðs á Frökkum, svo og að
hafa endaskifti á hinum »auðvirði-
legu« liðsveitum French herforingja.
Nú liðu 7 mánuðir, sjö aðgerða-
leysis manuðir að dómi þeirra hinna
óþolinmóðu manna, er vér mint-
umst á áðan. Þeim finst »ekkert
hafa gerst«. Eitthvað hefir þó gerst,
því að nú heyrast ekki lengur
»þungir sigursöngvar« úr Kriegs
Echo. Þar segir svo þ. 5. febrúar
1915:
Enn sjáum vér framundan oss
erf.ði og áhyggjur, fjöllum lílcar.
Þó verðum vér að játa það, er vér
lítum yfir farinn veg, að þjóð vor
og málefni hafa reynst ágætlega.
Það eru erfiðleikar þessara löngu,
kvalafullu vikna, sem nú hafa fært
oss heim sanninn um allar þær
hættur, er fjandmenn vorir hafa
hrúgað á veg vorn. Og þótt þjóð
vor gengi með hugprýði og fegin-
leik gegn ofviörinu í upphafi ófrið-
arins, er hætt við að mörgum marm-
inum hefði fallist hugur, ef vitað
hefði fyrir fram, hversu öilugum
óvinum var að mæta. En ef til vill
va>- það ekki nema gott, að vér
gerðum oss tálvonir á ýmsurn svið-
um, er vér væntum uppreisnar í
Rússlandi, að ýmsir myndu kunna
því illa með Bretum, að vera í
bandalagi við Rússa, eða að kurr
yrði í jafnaðarmönnunum frakk-
nesku, uppþot í Finnlandi og gerð-
um oss vonir um fylgi blutlausra
ríkja og að viðsjár yrðu með
Rússum og Jöpunum.
Engin þessara vona Iiefir rætst Sg
auk hinna austurrísk-ungversku
bandamanna vorra, höfum vér ekki
notið slyrks hjá neinum, nema
Tyrkjum, er veitt hafa oss eindreg-
ið og öflugt atfylgi.
Ef Þýskaland og Austurríki Ung-
verjaland hefði ekki haft nema ein-
um andstæðing að mæta, Rússum,
hefði það orðið oss hægðarleikur.
En það var nú ekki því að heilsa.
Austurríki var ekki nema önnur
höndin Iaus, þar sem það með
hinni varð að bægja frá sér her
Serba og Montenegra, er bæði var
ötlugur og ótrauður. Og það er
tæpast hægt að segja, að Þýskaland
hafi haft svo mikið sem aðra hönd-
ina lausa, þar sent að vestan voru
fyrir Frakkarnir með óvígan her,
uppörvaðir af hefndarhug og fullir
haturs gegn oss. Höfðu þeir búið
• sig undir aö ráðast á oss með til-
T I L M I N N I S:
Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id kv. ti) 11
Borgarst skrifst. í trunastöð opín v. d
11-3 og 5-7
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
íslandsbanki opinn 10-2V2 og 5‘/2-7
K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8’/2 siðd.
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1.
Landsbankinn 11 -2l/, og 5'1,-t1/,. Banka-
stjórn 12-2
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3
Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og4-7
Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, siðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1
Samábyrgðin 10-12 og 4-6
Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v.
Vífilsslaðahælið. Hcimsóknart'ini 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
styrk Belga og sendisveitanna bresku,
er svo voru vígfimar, að kalla mátti
alla hermenn þeirra undirforingja.
Ekki viljum vér stæra oss af fram-
gangi vorum ; vér vitum það, að
enn verðum vér að leggja í söl-
urnar mörg mannslíf og fyrirhöfn,
áður en úrslitasigrinum verði náð.
En það má þó segja, ef litið er á
liðna viðburði, að þótt vér getum
verið lítillátir, þá þurfum vér þó
engan veginn að vera kvíðafullir,
huglausir eða örvæntingarfullir. Hið
erfiðasta er unnið — og hitt mun
koma af sjálfu sér. Frh.
Til
Guðm. Péturssonar
gigtarlæknis,
á afmælisdegi hans 24. maí 1915,
cum maxima gratulatione.
Hokið bak og bogið kné
burði lýtir, sýkir, —
• græðarans hönd á Gvendi Pé.
gigtarskrokka mýkir.
Lamaðar taugar líkamans
lætur hann stælast aftur,
eins og búi’ í höndum hans
hulinn dularkraftur.
Þétt og létt er læknis-mund
limu þjáða strýkur,
léttist gangur, glaðnar lund,
gigt á flótta víkur.
Sá hefir margan karl úr kör
krepptan reist á fætur,
gefið aftur æskufjör,
allra meina bætur.
Fljóðin eldri’ og yngri við
ekki’ er hann síður laginn,
enda hefir ’ann aldrei frið
allan heila daginn.
Vetur, sumar, vor og haust,
varla endast dægur:
að honum streymir endalaust
eymdarskrokka sægur.
Ovendur jafn við alla er
auma’ og hjálparvana,
en hann nuddar aldrei sér
upp við höfðingjana.
Mín var loppa’ og löppin sjúk,
ljóð úr stuðlum fokið, —
heila sál og heilan búk
hefir þú, vinur, strokið!
Aldaföður vín eg vil
vini góðum bjóða:
bannað er ekki’ að búa til,
bjórinn Óðins góða.
Guðm. Guðmundsson.