Vísir - 01.06.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 01.06.1915, Blaðsíða 1
 ^. 4*. i>.. \ V^ÖSiVV tóii-’S. v:h‘ Utgetandi; H L|U TAFELAG. Ritstj. ANDRES BJÖRNSSON SÍMI 400. Skrifstofa og afgreiösla í H ó t e I I s I a n d . SÍMI 400. S. árg. es=íö Þriðjuudaginn 1. júnf 1515. 171. tbl. GAMLA 510 Hinfagra mynd Palads-leikhú sins Gyðingurinn frá Kraká. Þýskur sjónl. í 4 þáttum. Aðalhl.v. leikur hinn heimsfrægi leikari Rudolf Schildkraut. Myndin er lengri en vant er. Aðgm. kosta 50, 35 og 15 au. Hafnarfjörður, ---- Nl. Eiíistakan dugnað hafa Hafnfirð- ingar sýnt í kirkju-smíðum. Eiga tvær kjrkjur nýjar, hverja annari reisulegri. Fríkirkjan er eldri, en þjóðkirkjan ekki fullgerð, þó að messað hafi verið í henni síðan um nýár. Hún er mikið hús úr steinsteypu og mun kosta um 26 þúsund kr. þegar öll kurl koma til grafar. Fleira hafa Hafnfirðingar fyrir stafni. þar er öflugt og framtaks- samt Verkmannafélag, sem mörgu góðu hefir til vegar komið. það á hlut í útgerð og hefir stofnað kaupfélag, og hefir á vetrum látið gera mjög stóra físk-reiti, — stakkstæði — utanvert við bæinn (Reykjavíkurmegin), sem það selur síðan. Á þann hátt hefir það séð mörgum mönnum fyrir atvinnu. Nýjan veg er nú veiið aö leggja frá bæjarbryggjuveginum, skáhalt upp á Reykjavíkurveg, um fisk- reitina, sem áður voru nefndir; (suma þeirra hefir versl. Ediu- borg látið búa til). þegar ■ þess- ari vegagerð er lokið, fara verka- mennirnir suður í hraun til að leggja veg af Vogastapa ril Grinda- víkur, sem byrjað var áður á. íbúar í Hafnarfirði voru liðug 1600 um síðastl. nýár, og má svo að orði kveða, að enginn sé þar atvinnulaus, hvorki kari né kona, því að margt kvenfóik vinnur þar að fiskvinnu. Unglingar og stálp- uð börn hafa og atvinnu við fiskþurk. í mörgu má sjá, að Hafnfirð- ingar eru stórhuga og framtaks- samir menn. Bærinn er allur snotur og þrji'alegur, og mörg húsin mjög faileg. Lítið sem ekk- Eiíiðaárnar fási leigðar iil stangaveiða fyrir 3 siangir, í júní, júlí og ágúsi þ. á. * Borgun greiðist fyrirfram fyrir allan tímann og væntanlegur leigjandi skal skyldur að sleppa veiðirétti, ef Englendingur sá, sem j geri hafði samning um hann, krefst þess af bæjarstjórn, en þá endurgreiðist tiltölulegur hluti hinnar greiddu leigu- TILBOÐ KOMI TIL BORGARSTJÓRA FYRIR KL. 6 SÍÐDEOIS, MIÐVIKUDAGINN 2. JÚNÍ. ert er þar um húsagerð sem | stendur. Mörg eru þau áhugamál, sem Hafnfirðingar hafa ekki enn Kom- ið í framkvæmd, en munu bráð- lega ráðast í. þá skortir t. d. mjög ti'finnanlega sjúkrahús, en það er spá vor, að þess verði ekki langt að bíða, að þeir komi því á fót. þeir hafa oft ráðist' í það sem meira er [og ævinlega tekist vel. Wanderer. á vélbáta. — Varð fyrst vart fyr- ir eitthvað viku síðan. BÆJARFRETTiR m Utidv. Símfréttir. Ægissíðu í gær. Vér áttum tal við mann af Rangárvöllum í gær í síma. Vissi hann ekki neitt tii þess, að menn hefðu orðið varir við eld eða reyk í kring um Heklu. Kvað hann nú veður ílt þar eystra, norðangarður og moldrok hið versta, og allhart frost á nótt- um. Taldi hann þetta mikinn hnekki fyrir grassprettur, sem hefði verið kominn vel á veg fyr- ir „kastið*. Sagði hann lítinn haga á vall- lendi handa hestum, en væru þeir þó hafðir altaf án gjafar. Kúm beitt á daginn, en gefið innl á nóttunni. Fénaður almennt í góðu standi. Hey höfðu verið nægileg hjá flestum eða öllum, sumir hefðu allgóðar fyrningar. Á útigangs- jörðum á Rangárvöllum efri hafa menn gefið sauðfé lítið eða ekki neitt í allan vetur. Seyðisfirði í gær: Hér er farið að fiskast allvel Afmæli í dag. Frú Guðrún Sveinbjörnsdóttir Kothúsum í Garði, 50 ára. Afmælt á morgún.' F. Friðriksson stórkaupmaður. Frú Vigdís Bjarnadóttir. Jónas jónsson. Frú Margrét Magnúsdóttir. Afmæliskort fást hjá Helga Árnasyni, Safna- húsinu. Sildarveiði. E.s. »Nora« — eign h/f »ís- björnsins« hér í bæ — hefir stund- aö síldarveiði í vor, eins og und- anfarin ár. Hefir skipið fengið á- gætan afla veslur í Jökuidjúpi — um hundrað tunnur í maí. Skipstjóri á skipinu er Geir Sig- urðsson bæjarfulltrúi. Annað skip hefir einnig verið að síldveiöum vestur í Djúpi. Heitir það »Resolut«, er eign H. P. Duus- verslunar og er kútter. Hefir það einnig aflað vel — um 500 tunnur. Síldin er sögð væn — ágætis beita. Maður súnnan úr Garði var hér á ferð í gær. Sagði hann ágætan afla þar, bæði á línu og færi. Vænan þorsk og stútung. Stutt sólt. Hatldór Guðmundsson rafmagnsfræðingur fer nú með Gullfossi til Vestmannaeyja til þess að leggja síðustu hönd á rafveituna þar. Jarðarför 1 Bjarna Jónssonar snikkara fór fram í gær. Fjöldi fytgdi til grat- ar. Flögg dregin í hátfa stöng aíl- víða í bænum. Framh. á 4. síöu. NYJA BiO Skotþjófar. Kvikmynd í 60 atriðum eftir Camilie Limonier. Leikin af Pathé-Fréres-félaginu í París. Áreiðanlegur maður, sem er vanur við að bera út reikninga og kunnugur í bæn- um, óskast til þess starfa strax j| í nokkra daga í þessum mánuði, 2 og ef til vill í sumar um hver mánaðamót. Arni Eiríksson, Austurstræti 6. Jarðarför Guðlaugs Smith sál. Vigfússonar frá Hjaltastað, er andaðist 23. þ. m., fer fram mið- vikudaginn 2. júní nœstkomandi og byrjar athöfnin á Landakots- spítala kl. 121/, e. h. Reykjavík, 31. maí 1915. Fyrir hönd fjarverandi foreldra JóhannJÞorsteinsson. - Arinbjörn Sveinbjarnarson. t IN N I L E G T þakklæti færi eg hér með, vegna mín og son- ar míns, öllum þeim, sem réttu okkur hjálparhönd í hinni löngu og þungu legu mannsins míns sálaða, Bjarna snikkara Jónsson- ar, og sýndu okkur hluttekning við andlát hans og jarðarför. p. t. Reykjavík, 31. maí 1915 Guðný Guðnadóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.