Vísir - 01.06.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 01.06.1915, Blaðsíða 2
V 161 K VISIR kemur fyrst um sinn út kl. 12 á hádegi, Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 12-2. Sími 400,— P. O. Box 367. Det kgl octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru aiskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr N. B. Nielsen Gullfoss kominn með vörurnar í Liverpool svo sem: Hveiti. margar tegundir- Haframél, afar gott. Riis. Kaffi, stórfínt. Bygg. Maís og Maísmjöi Sjálfs síns vegna kaupa allir í Liverpool. Enska stjórnin. Nú hefir breskum íhaldsmönn- um tekist það, sem þeim tókst ekki í upphafi ófriðarins: Þeir hafa fengið þáttöku í stjórn ríkisins. Þýsk blöð frá 19. og einkum 20. maí segja ýmíslegt um aðdraganda þeirrar tiibreytm', en margt af því eru lausafregnir, sem ekki er víst að reynist sannar. Aðal-tilefnið mun hafa verið á- greiningur milli þeirra Churchills flotamálaráðherra og Fishers lávarð- ar, sem var hátt settur í flotastjórn- inni, (first sea lord). — Er sagt að ráðuneytið hafi ákveðið Hellu- sunds-árásirnar af »pólitískum« á- stæðum, af því að Rússar fóru fast- lega fram á það, og til þess að afla sér aðstoðar Grikkja, en Chur- chill hafi leynt því fyrir ráðuneyt- inu, að Fisher setti sig upp á móti því af herfræðilegum ástæðum. Harðnaði svo deilan, uns Fisher sagði af sér. Þetta notuðu íhalds- menn sér og þröngvuðu kosti ráðu- neytisins, einnig á öörum svæðum, svo að Asquith sá eigi aðra kosti en annhvort að ráðuneytið segði af sér, og myndn þá verða æstar deilur um hríð, eða pá að því væri breytt, og kaus hann þann kostinn. Mörgum sögutn fer um það, hverjum mönnum hið ný-ummynd- aða ráðuneyti muni skipað, en mark- miðið átti að vera það, að allir flokkar nytu sín þar sem best. Haft er eftir Datly Chronicle«, að þessir hafi boðist til að víkja sæti: Haldane, Harcourt, Birrel, Lucas lávarður, Beauchamp lávarður, Pease og Hobhouse, en þessir komi í staðinn: Bonar Law, Chamberlain, Balfour, Derby lávarður, Walter Long og Smith. — Talað var og um lávaröana Curzon og Selborne, og jafnvel íiana Carson og Red- mond, og víst er um verkmanna- fulltrúann Henderson, Um verkaskiftinguna hefir víst verið allmjög breytt. Sagt er að Baifour hafi átt að taka við flota- málastjórninni, en Churchill þá að verða Indiandsráðherra, en Bonar Law eigi að leysa Lloyd George af hólmi í fjármálastjórninni, en þar hverfa undir útvegir aliir á her- gögnum. Austen Chamberlain átti að verða nýlendumálaráðherra. As- quith verður forsætisráðherra og Grey utanríkisráðherra. Hljóðið í stjórnarblöðunum hefir verið fremur dauft út af þessu, sem von var. Er haft eftir þeim að þetta muni lítt bæta starfsafla ráðu- neytisins, með því að enginn af þeim, sem komu, sé maður í fremstu röð nema Balfour. Hins vegar geti þetta orðið til ills að því leyti, að þegar allir flokkar standa að stjórn inni, þá sé þar með tekið fyrir kverkarnar d allri heilbrigöri and- stöðu og aðfinslu gegn henni. Það er tekið fram, að þessi breyt- ing hafi auðvitað engin áhrif a af- stöðu Bretlands til ófriðarins. Úr fröiiskum blöðum. Sannleikur í Thyringen. Lýgi í Elsass. Einn dag í aprílmánuði fékk útsölumaður blaðsins Frankfurter Zeitung í Miilliausen blaðabögg- ul eins og lög gera ráð fyrir, og seldust blöðin öll á einni stundu, því í blaðinu var frásögn um hrakfarir Frakka nálægt Bel- fort, þar sem Þjóðverjar meðal annars áttu að hafa handtekið 80,000 franska hermenn. En rétt þegar seinasta eintak blaðsins var selt, fékk útsölu- maðurinn símskeyti frá ritstjóra blaðsins, sem beiddi hann í guð- anna bænum að senda aftur blaðaböggulinn samstgndis, því að hann hefði alls ekki átt að fara til Míilhausen í Elsass held- ur til Múlhausen í Thyringen!!! Því miður var það um seinan, lygafréttirnar voru komnar um alla borgina. Th. Fr. Stjórnarbylting f Portúgal. Þar varð uppreisri nú um miðj- an mánuðinn, rétt einu sinni. Ekki voru það konungssinnar, sem hana gjörðu í þetta sinn, heldur flokkur lýðveldismanna, er vildi reka for- setann, Arriaga, ogCastro forsætisráð- herra frá völdum. Nokkuð af sjó- hernum var á þeirra bandi, og hófst uppþotið svo, að tekið var að skjóta á Lissabon utan af skip- um. Stjórnin velúst úr völdum, en Chagas nokkur tók við, og átti að gera það byltingarmönnum til geðs, en ekki virðist það hafa hrifið bet- ur en vel, því að skömmu síðar veitti þingmaður einn Chagas bana tílræði, og mögnuðust þá óeirðirn- ar að nýju. Sagt er að forsetinn hafi gjört alt hvað hann gat til þess, að firra landið þeirri skömm, að önnur ríki þyrftu að skerast í leikinn, en óvist hvort það tækist. Höfðu Spán- verjar og Bretar þegar sent herskip til þess, að gæta hagsmuna sinna þegna þar í landi, enda eigi trútt um, að á þá væri ráðist, sem nærri má geta, en flest var drepið, sem fyrir var, og fjöldi manna dauðir 4á og sárir. Þýsk blöð segja að Bretum muni óleitt að fá átyllu til þess, að skifta sér frekar af þessu ríki ánauðugra þræla sinna. Þeir hafi ekki getað sigað þeim í ófriðinn eins og þeim hafi likað, og muni nú ætla að reyna að nota tækifærið til þess. T I L MINNIS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld kv. ti) lt Borgarst skrifit. í brunastöð opín v. d 11-3 og 5-7 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d. íslandsbanki opinn 10-2'/, og 5V2-7 K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8* l/i. siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 1I-21/, og S’V-ó1/,. Banka- stjórn 12-2 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið 1 í/l-21/a síðd. Pósthúsið opið v. d. 9 snnnd. 9-1 Samábyrgðín 10-12 og 4-5 Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Viíilsstaðahæbð. Hcimsóknarbmt 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Með Grullfoss beint frá Ameríku hefir verslunin Liverpool fengið feiknin öll af Avöxtum í dósum, Syltutaui, Sardír.um, Grænum baunum o. fl. Þessar vörur eru sérlega góðar og eftir því ódýrar. Munið að það er að eins Liverpooi sem hefir þetta að bjóða. Hlutleysi. Frá Islendingum 1 Vesturheimi. —:o:— Kafii úr bréfi frá -5 Serg. J. V. Austmann. Það er öðru nær, en að sum blöðin hérna gæti þess hófs, sem æskilegt væri í orðalagi sínu, er þau dæma um stríðið af sínu brjóst viti. Mætti nefna þessa nokkur á- þreifanleg dæmi frá ailra síðustu dögum. í sambandi við þetta mætti benda á það, að oss er ekkert vel víð að Danir séu að tala um það, að þeir verði að passa, oss og bera ábyrgð á oss út í frá. En það mega Danir eiga að þeir eru grand- varir um slíkt nú. Þ. 17. maí var öllum aðalriistjór- um Kaupm.hafnar-blaðanna stefnt fyrir utanríkisráðaneylið og þeir þar ámintir í viðurvist forsætisráðherr- ans um það, að gæta strangasta hlutleysís gagnvart öllum. Tilefnið til þessa var grein um Lusitaníu- slysið, sem birst hafði í blaðinu *Vort Land«, og eigi hafði þótt svo gætilega orðuð, sem skyldi. Varr. Belgíu, 19. apríl 1915. \ Kæri faöir minn! j Bestu þakkir fyrir þitt góða bréf, l nýlega meðlekið, og sendinguna, sem því fylgdi. | Við í þeirri 90. komum úr skot- skurðunum í gær, og mistum í slag við óvinina 3 menn til dauðs og | 8 særða, og var einn af þeim Kol- skeggur Þorsteinsson. Hannn særð- ist 11 sárum af sprengikúlu, sem ; sprakk skamt frá, þar sem hann og I fleiri voru. Það varð að bera ; hann þangað, sem honum var hjálp- i að. — Þó að sárin séu svona mörg, þá er ekkert þeirra irættulegt, og i kemst hann til fullrar heilsu aftur I og það ætla eg að biðja þig að segja fólki hans. Flest sárin eru í andlitinu. General Smith Dorrien var hér .um-daginn og yfirleit herinn frá Canada, og sagði, að hann áliti okkur þess verða, að vera í brjósti I fylkinga. Svo það lítur út fyrir aö ; við fáum bráðum að reyna okkur. Þegars við erum ekki í vígskurð- I unum, höfum við hafst við á hey- j loftunr og tómum verkstæðum. en höfurn nóg af hálrni til aðliggjaá-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.