Vísir - 16.06.1915, Side 2

Vísir - 16.06.1915, Side 2
V 1 S i H VISIR kemur fyrst um sinn út kl. 12 á hádegi, Afgreiðsla blaðsins á Hótel fsland er opin frá kl, 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað. inng frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 12—2. Sími 400.— P. O. Box 367. Skipatjón Breta í Hellusundum. Nú hefir enn orðið híé á sókn- inni í Hellusundum. Sennilega er Bretum tekið að blöskra skipatjón sitt þar. Má og vera að eitthvað eigi að breyta til um hernaðinn eftir mannaskiftin í flotamálaráðu- neytinu. Þannig telja Þjóðverjar skipa- tjón Breta síðan ófriðurinn hófst við Hellusund: Þ. 19. mars var vígskipunum Irresistible og Ocean sökt. — 18. apr. var sökt kafbátnum E. 15. — Þ. 30. apr. var einum tundurspilli sökt og 3. mai einum kafnökkva, A. E. 2. — Þ. 14. s. m. var sökt vígskip- inu Goliath, og síðan í vikunni til 22. maí þrem tundurbátum og tveim fallbyssubátum, Loks var vígskip- inu Triumph sökt þ. 25. maí og vígskipinu Majestic 27. maí. — Auk þessara eru ekki færri en 13 önnur sögð meira og minna sködduð. Þegar nú þess er gætt, hvað Bretar hafa mist af herskipum heima við strendur sínar, og hins þá ekki síður, að Þjóðverjar hafa varla mist nokkra fleytu, nema þessi fáubeiti- skip, sem úti voru í byrjun ófrið- arins, en smíða sjálfsagt sífelt nýja dreka til viðbótar hernum, þá verð- ur manni að spyrja hve lengi Bret- ar geta haldið skipaliðsmuninum, ef þessu heldur áfram. Hve langt verður þangað til að þeir neyðast til þess, aö reyna að komast að þýska flotanum, hvað sem það kostar, áður en hann verður þeim jafnsterkur eða ofjarl. Kaflar úr lýsingu Vesturheims- manns á Þjóðverjum f Belgíu. Þá er höf. haföi setið í boði Þjóðverjanna og hjalað við þá um ófriðinn, víkur sögunni aftur til Thompsons, vinar hans, litla mynda- smiðsins fré Texas. »Áður en vér hófum samræðuna spurði eg generalinn, hvort mynda- smiðurinn minn, Thompson, mætti fá leyfi tii að taka myndir af hin- um mikla her, um leið og hann KVELDSKEMTUN verður haldin í Iðnó sunnudaginn 20. þ, m. kl. 9 síðd. SKEMTISKEÁ: Dans, Furlana: Stefanía Guðmundsdóttir og Óskar Borg- þórsson. — Einsöngur. Einar Indriðason. — Gleðilegt sumar, skra tsýning í 1 þætti, eftir Guðm. Guð- mundsson. — ^5 Aðgöngumiða má panta í bókaverslun ísafoldar, og kosta 75, 65, 50 og 35 aura fyrir börn. ■■ færi framhjá. Fimm mínútum síð- ar var Thompson rokinn af stað í hermanna bifreið, og fylgdi honum liösforinginn er gengið hafði í her- skólann við Fort Riley. Þeir stöns- uðu utan til á veginum, þegar birt- an var góð, og þegar Thompson sá svo riddara-, fótgöngu- eða stór- skotaliðsdeild, sem hann langaði til að »ná«, þá lét hann liðsforingjann vita það. Hann blés þá í hljóðpípu sína, og öll fylkingin nam staðar. »Dokið þið bara dálítið við, þangað til rykið líður frá«, sagði Thompson og kveykti sér í vindli, og þarna stóð svo hinn 9. keisara- legi her, með fylkingar, sem þöktu landið svo langt sem augað eygði, og beið þess, að loftið yrði nógu hreint til þess, að taka mætti mynd- ina. — Þar brunaði ein af fallbyssu- deildum hins keisaralega lífvarðar fram hjá, og lagði þá Thompson eitt eða annað orð í belg um það, hve hæfið stórskotaliðið við Vera Cruz hefði verið. »Við skulum sýna hvað okkar fallbyssur geta«, sagði liösforing- inn, og gaf svo skipun. Fleiri skip- anir komu, heil hryðja af skipun- unum Svo er biásið í lúður. Átta hestar ryktu í aktýgin, ökumennirn- ir smeltu svipunum. Fallbyssulið- | arnir ýtttu á hjólin og ein fallbyss- | an beygði út af veginnm og út á i slétta grund, sem lá þar til hliðar. Gömul vindmyila stóð á hæð einni 6 rastir þar frá, og barði út í loft- ið með heljarstórum vængjum.' Alt í einu hitti sprengikúla vindmyllurta i i og tvístraði henni i smáagnir. I Thompsun gaf það eftir, að þetta hefði verið »mikið laglega skotið! —- Og ef piitar ykkar halda svo fram stefnunni, þá eru þeir vissir með að verða teknir í sjóher Banda- ríkjanna þegar ófriðurinn er úti«. í öllum annálum nútíðarstyrjalda hyggegvarla að finnast muni jafn- oki þessa litla Kansas-myndasmiðs, sem stóð þarna og lét sér hvergi bregða, og stöðvaði heila heri með því að banda við þeim hendinni, tók myndir af hverju því, er hon- um sýndist, og lét skjóta úr fall- byssum hins keisaralega lífvarðar, rétt til þess að seðja forvitni sína. Einstaklega voru þeir alúðlegir og gestrisnir við mig, þessir þýsku herforingjar, og mjög mikið fanst mér til um alt, sem eg sá. En — engu að síður verð eg að játa það, að þeir komu mér ekk' fyrir sjónir, sem þeir væru lifandi, mannlegar verur, sem hafa sína kosti og lesti, sem sjálfir hafa ást á einu, en ó- beit á hinu, heldur miklu fre * ur svo, sem væru þeir hlutar meir eða minna nauðsynlegir htutar af stórri og öfiugrl vél, sem stjórnað er og gætt af kaldrifjaðri og nákvæmri skynsemi, um óravegu, heiman úr Berlínarborg. Sú vél hefir ekki öllu meira mannlegt í fari sínu, en grjótmulningsvélar hafa. Hernað- arstarf er það, að mylja, sópa, og gereyða, og ekkert tillit til menn- ingar, riddaraskapar, eða mannúðar mundi hafa nokkur áhrif á hana. Eg held að eg hljóti að hafa orðið eitthvaö bilaður í taugunum af þess- um ógeðfeldu, stirðu og svipbrigða- lausu andlitum Þjóðverjanna, þess- um tilbreytingarlausu og Ieiðinlegu einkennisbúningum þeirra og þessu eilífa, hjakkandi skóhljóöi. Því að það var eins og mér létti fyrir brjósti, er eg sneri vagninum mín- um viö og stefndi til Antwerpen og vina minna Belga. Bestu jBRAUIOT eru seld á Hverfisgötu 72. Sími 380. I D. Ólafsson. T I L M I N N I 8: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst skrif jt. í i'runastöð opín v. d 11-3 og 5-7 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-21/, og 57,-7 K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8‘/, siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 11-2*/, og 5‘7-b1/,. Banka- stjórn 12-2 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið Þ/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 10-12 og 4-b Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vífilsstaðahælið. Hcimsóknarb'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Nýtt Gósenland. Stöðugt koma nýjar fregnir frá Rússlandi um hin undraverðu á- hrif áfengisbannsins. Vegna þess, hve mjög glæpum hafi fækkað síð- an bannið kom á, hefir dómsmála- ráðherrann skipað svo fyrir, að hætt skuli byggingu nýrra fangelsa. í mörgum héruðum hafa yfirvöldin fækkað lögreglumönnum um helm- ing og »jafnvel sá helmingurinn, sem eftir er hefir ekkert að gera og fangelsið okkar er tómt«, segir í einni skýrslunni. Skýrsla frá læknum þeim, er stundað hafa verkamenn við hinar miklu vélaverksmiðjur í Kótonna í nánd við Moskva, eru svohjóðandi: Árlega fáumst vér við 140,000 siúkdómstilfelli, og af þeim koma 70% á verkalýðinn. Ókunnugum er alls ómögulegt að gera sér grein fyrir þeirri breytingu, sem áfengis- bannið hefir valdið á meðal þessa fólks. Áður var fjöldi óverkfærra manna eftir hvern helgidag, vegna drykkjuslarks. Þetta er nú horfið. Nú koma engar grátandi konur til þess að biðja oss verr.dar gegn ó- svífnum eiginmönnum. Alstaðar á friðsemi og regla heima; og hin áður óþekta veimegun, sem stafar af því, að nú er engu eytl í áfenga drykki, hefir komið því til leiðar, að verkamennirnir hafa samþykt í einu hljóðí, að gefa konum og börnum hermannanna 1% af laun- um sínum. Sveitaprestur skrifar: »Það er eins og fólkið sé orðið skynsamara; það er eins og allir séu í vetfangi orðnir heilsubetri. Fólkið gengur almennilega til fara. Nú heyrist ekkert dónatal eða ósæmilegir söngv- I ar og engin áflog sjást, alstaðar ríkir friður og eindrægni*. í bréfi frá bónda stendur svo: »Þorpið okkar sparar þúsundir rúbla og bændurnir hérna verja nú stór- fé í búnaðarbætur«. Og bónda- kona ein skrifar: »Okkur líður nú svo vel, að við óttumst það nú mest, að ófriðnum verði of fljótt lokið*. í sumum héruðum hefir íkveikj- um fækkað um 40%. Af öllu þessu leiðir, að mörg héruð hafa sent stjórninni eindregna áskorun um það, aö áfengisbannið verði látið haldast framvegis. Vel væri, ef satt væri.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.