Vísir - 20.06.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 20.06.1915, Blaðsíða 1
Utgefaadi: H L|U T A F E L A G. Ritstj. ANDRES BJÖRNSSON SÍMI 400. M —_ — Skrifstofa og afgreiðsla í Hióitíel l,sland. SÍMI 400- 5. ár g es=»a Sunnudaginn 20. júní IS15. <&==& 190. tbl. GAMLA BIO Fanginn § 113. ítalskur sjónleikur í 2 þáttum. Skrykkjótt Mðkaup. Amerískur gamanleikur. Stjórnarskráin staðfest Fáninn fenginn. Samkvæmi símskeyti, sem landritara barstí gser frá Kaupmannahöfn, var stjárnarskrá Islands und- irskrifuð í gær og konungsúrskurður gefinn um ís- lenskan fána (þrílita fánann). Ráðherra fer frá Berge i 21. þ. m. H é r m e ð tilkynnist vinum og vandamönnum að dóttir okkar elskuleg, Þóranna Guðrún, and- aðist á Landakotsspítala 15. þ.m, eftirlangaogstrangasjúkdómslegu Jarðarförin er ákveðin þriðju- daginn 22. þ. m. frá heimili okk- ar, Laugavegi 65, og hefst með húskveðju kl. íiy, f. h. Guðrún þorvaldsdóttir. Einar Einarsson. Laugav. 65. Brunabótagjöld. Viðtal við Hannes Thor- steinsson. Vér höfum orðið þess varir, að sá orðrómur gengur um bæinn, að brunabótagjöld hafi stigiö mjög nú í vbr eða sumar, og halda margir, að það sé brunanum mikla að kenna. Vér höfum átt tal um þetta og annað við umboðsmann »Vátrygg- ingarfélags dönsku kaupstaðanna*, hr. cand. jur. Hannes Thorsteins- son, og búumst við því innan skamms, að flytja lesendum blaðs- ins nokkuð nánari upplýsingar um það félag, meö því að oss Reyk- víkinga varðar svo mjög um starf- semi þess, þar sem öll hús í bæn- um eru vátrygð í því. En að »inni munum vér Játa oss næsja, að gera nokkra grein fyrir því, af hverju sprottnar eru þessar sögusagnir um hækkun brunabótagjaldanna. Alt fram að 6. apríl þ. á. fóru vátryggingargjöldin eftir lögum frá 1895 og voru þá 8 au. af hverjum 100 krónum í almennum íbúðar- húsum, þá er virðingarverð fer ekki fram úr 10 þús. kr. En þá gekk NYJA BIO Almennur trésmiðaf und jr verður haldinn í Iðnó í dag 20. þ. m. klo 3 síðdegis. Kveldskemtun verður haidin í Iðnó í kveld, í gildi ný gjaldskrá, er þá auðvitað hafði verið samin löngu áður en bruninn mikli varð, og samkvæmt henni var gjaldið í sjálfu sér lækk- að, en við það lækkaða gjald er svo aftut bætt nokkru, vegna þess, að félagið hefir ekki fengist til þess, að viðurkenna vatnsveitu bæjarins sem fulltryggja. Aðalbreytingarnar frá hinu eldra fyrirkomulagi eru þær, að steinhús verður ódýraraað vátryggja en áður var, en ójárn- varin timburhús aftur á móti dýr- ara. Þess má geta, að þar til telj- ast timburhús, þótt járnvarin séu á einum vegg eða fleirum, ef þau eru ekki öll járnvarin. Þetta eru nú almennu ibúðarhús- in, sem ekki eru yfir 10 þús. kr. af virðingarverði. En aðrar regl- ur gilda um þau hús, sem eru frá 10—100 þús. kr. af virðingar- verði. Og enn aðrar reglur gilda um önnur hús, þar sem í eru t. d. bakarí, trésmíðaverkstæði, mótorar o. s. frv. Verður gjaldskráin öll þannig nokkuð margbrotin, svo að vér sjáum oss eigi færl, að birta allar þær tölur sundurliðaðar, enda er hægur hjá fyrir þá, sem þykjast þurfa að afla sér nánari upplýsinga um það, að snúa sér til umboðs- manns vátryggingarfélagsins. Ef af þessu, sem hér er sagt, er það auðsælt, að ráöstafanir þessar standa ekki í neinu sambandi við :\ brunann mikla. » BÆdARFRETTiR Atmæli á morgun. Þorleifur Jónsson, verslunarm. Maria Jensen, húsfrú. Ouðrún Einarsdóttir húsfrú. Jón Helgason, próf. Thv. Krabbe, verkfr. Niels Petersen, ökum. Levy v i n u r m i n n. Danskur gamanl. í 2 þáthim Aðalhlutverkið leikur: Fred. Buch og þarf þá eigi að sökum að j spyrja. Afmæliskort fást hjá Helga Árnasyni, Safna- húsinu. Flæði í dag. ; Árdegis háflæöi kl. 1017 Síðdegis háflæði kl. II9 ' Gæslustjóri við Söfnunarsjóð fslands, er skipaður fyrv. bankastj. Tryggvi Ounnarsson, í stað Júlíusar sál. Havsteen amtmanns. K. F. U. M. og K. fór skemtiför upp á Akranes í morgun með gufubátnum Ingólfi. | Sagt er, að um 200 manns hafi I tekið þátt í förinni. Sá þríliti á íslensku skipi í tyrsta sinn. þegar „Ingólfur" skreið út af höfninni í morgun á níunda tím- anum, troðfullur af fólki, var hann allur fánum skrýddur, þar á meðal hafði skipstjórinn dregið upp nýja ísl. fánann á veglegasta staönum á skipinu, en Dannebrog var horfið. Guðfræðisprófinu við Háskólann var Iokið í fyrra- dag. Kandidatar þeir, sem útskrif- uðust, fengu þessar einkunnir: Ásg. Ásgeirsson 1. eink. 1272/S stig. Friðrik Jónasson 2.betri eink.86Vs st. Herm.Hjartarson 2. betri eink. 982/sst. Jón Guðnas. 2. betri eink. 841/* st« Jósef Jónsson 2. lak. eink. 563/B st. Magnús Bjarnason, sá er féll úr bifreiðinni í fyrra- dag, var heldur betri í morgun. Vafasamt mun það þó vera enn, hvernig sjúklingnum reiCir af. lngólfur fer til Borgarness á morgun með norðan- og vestaupóst. Gullfoss er nú í Leith. Skipið er sagt fullfermt af vörum hingað. ! Um vitavarðarstarfiö [ á Reykjanesi sækja 15 menn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.