Vísir - 20.06.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 20.06.1915, Blaðsíða 3
V ISIK Ske&fúl $a?ntas t\ú$$e\\$a s\i«<m oo, feam^awtu S\m\ \$ö. Tft6Woato*. 1Z—15 tonn minst, óskast til leigu 2—3 mánað* artfma. 4 menn auk mótorista geta fengið atvinnu á bátnum. Tilboð merkt „Mótorbátur", leggist á skrif- stofu Vísis, fyrir 20. þ. m. BJELLANDS Sardínur, BJELLANDS Appetií síid og BJELLANDS Ansjósur fæst ávalt í N Ý H Ö F N ýkomið í Vöruhúsið stórt úrval af nýtísku fataefnum. nM Fjölbreytt gerð og litir. Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og unt er. » Abyrgst að fötin fari vel, Vöruhúsið. Yfirsetukonuumdæmi Hérmeð auglýsist, að yfirsetukonuumdæmi Efra-Holts í Rangárvallasýslu er laust. Mkstala í umdæminu við síðasta manntal vai 290 mannSi Umsækendur snúi sér til undirritaðs fyrir júlímán&ðarlok næstkomandi. Skrifstofu Rangárvallasýslu, Efra-Holti le/6-í5. 3\ót^\tv "\3\ojttsson, Þrjá beykira vantar íil Siglufjarðar. Jes Zimsen. Ferðalög og sumardvalir í sveit, takast best ef menn nesta sig í N ý h öf ns t\manle$a. 5UulÆ aS e\us C¥\a'wman <>g *\3\ce-Cfiaw Fást hjá öllum betri verslunum Prentsmiðja Gunnars Sigurðssonar, ¦yawpvS öl Jtá ötget&tMÚ fcgxtt Sfeattafltúttssoti. j$\«w S9Ö. (Jr dagbók (Lauslega þýtt.) Frh. »Nei«, sagði hann, »sjúkdómur- inn er augljósari, en að svo sé. Eg hefi reynt manninn á allar lundir. Eg hefi notað rafmagn og jafnvel stungið hann með nálum. Nei, eg er sannfærður um, að hér er ekki um neina uppgerð að ræða. Nú sem stendur er hann að sjá, sem dauður væri. En komið niður með, þá getið þér sjálfur séð.« Um leið gekk Bruce á undan til dyranna. Standish kapteinn og eg fylgdum á eftir. Við gengum fyrst eftir löngum gangi, sem var lagð- ur steintíglum, og komum því næst inn í stóra vinnustofu með glugg- um uppi undir Iofti, og voru fyrir þeim járngrindur. Þaðan fórum við inn í lítiö herbergi. Sá eini gluggi, sem þar var, var hátt uppi og fyrir honum járngrindur eins og írauimi í vinnustofunni. Sjúklingurinn lá í rúmi, semstóð í miðju herberginu. Eg gat naumast þekt manninn fyrst í stað. Fyrst þegar eg sá Bayard, hafði hann verið klæddur eíns og tiginn maður, en nú var hann í hinum ömurlega fangabún- ingi. Hann var snoðkliptur, og and- litið var orðió magurt og eililegt, það virtist mörgum árum eldra en andlitið, sem eg hafði séð í réttar- salnum. Djúpar dældir voru undir augunum, varirnar voru nú orðnar þynnri. Þeím var bitið fast saman og mynduðu eins og mjóa línu. Hakan, sem mér virtist í réttarsaln- um benda á svo tnikla einbeitni, var nú ennþá skarpari en áður. »Ef nokkur maður er í færum til þess, að gera sér upp veiki, þá er þessi maður það«, tautaði eg. »Hann á bæði nægilegt hugtekki og þrákélkni til þess. En hvergæti verið tilgangur hans með því?« Eg beygði mig yfir sjúklinginn og rannsakaði hann nákvæmlega. Hann iá endilangur upp í Ioft. Húð in var köld og ekki var minsti vott- ur um roða í andlitinu, ekki einu sinni á vörunum. Eg tók utan um úlfliðinn á hon- um. Siagæðin sló hægt og var naumast unt aö finna til hennar. Allur líkaminn var eins og hálf- stirðnaður. »Þetta er mjög undarlegur kvilii«, sagði eg upphátt. »Svo er víst«, sagði Bruce. »Mað- urinn er gersamlega meðvitundar- Iaus.« Eg lyfti öðru augnaloki sjúk- lingsins og leit inn í auga hans — sjáaldrið var samandregið, — augað var eins og það væri brostið og virtist með ðilu lífvana. Eg horfði hvast inn í það nokkrar sekúndur, en ekki sást hinn minsti vottur um tilfinningu. Eg þrýsti fingrinum á hornhimnuna. En ekki varð eg var við snefil af tilfinningu. Svo lét eg augnalokið falla niður aftur, og eftir ennþá nánari rann- sókn sagði eg við Bruce: »Þetta virðist að vera reglulegur stjarfi, og eftir öllu að dæma, er maðurinn gersamlega meðvitundar- laus. Mér þykir annars mjög fyrir því. Eg hafði vonað, að þér, Stan- dish kapteinn, mynduð leyfa mér að tala við hann. Eg kom hingað til Hartmoor í dag einungis til þess. Persóna, sem þessum manní var mjög nákomin, fól mér mikil- vægt erindi, og eg vildi feginn að eg hefði getað flutt honum það. — En eins og nú er ástatt um hann, er það ekki unt.« »Hvaða meðferð viljið þér ráð- leggja?« spurði Bruce, sem lét í ljós hálfgerða óþolinmæði yfir töf minni og tali. »Eg skal tala um það við yður, þegar við erum komnir héðan*, svaraöi eg — og altaf, meðan eg talaði, athugaði eg sjúklinginn með mestu nákvæmni. Standish og Bruce snéru sér nú við til þess, að fara burt úr her- berginu, og eg fylgdi á eftir þeim. En þegar eg var kominn að dyr- unum, varð mér alt í einu litið aftur á sjúklinginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.