Vísir - 29.06.1915, Page 3
V t S í K
JDvef&Æ svtton o$ fiampaovtv. \M.
jrevBameuxv
kaupa ódýrast
alsk. Vefnaðarvöru og
Fatnaði
íiýkomið í Vöruhúsið
stórt úr?al af
enskum fataeinum!
í Austurstræti 1.
r
S- Sutvtvtau^ssotv & Co.
fiaupu evtvs o§ a&vxt
ÍSlensfcir Fánar!
Misnrnnandi stærðir Koma með s/s SterJing.
og sumardvalir í sveit, takast best
ef rnenn nesta sig í
Nýh öf n,
Prentsmiðja Gunnars Sigurðssonar. í
Kartöílurnar
eftirspurðu
eru komnar aftur í vcrslun
Einars Arnasonar.
*}Caupv3 öf Jvá ©f^etlitvtvv ^^vfl SfoaW&$t\mssot\.
ffr dagbók
læknisins.
(Lauslega þýtt.)
Frh.
Bayard var um þessar mundir
trúlofaöur ungfrú Kathleen Church,
sem var skjólstæöingur Levesens.
Eg svaraði og sagöist ekki vita, aö
Bayard væri í peningavandræðum.
»Jú, þaö er hann«, sagði Leve'
sen. »Hann var nógu vitlaus til að
ganga í ábyrgð fyrir vin sinn, og
fyrir bragöiö á hann nú að borga
3000 pund irman tíu daga hér frá.
Hann bað mig í gær, f viðurvist
ungfrú Kathleen, að hjálpa sér út
úr vandræöunum. Eg neitaöi að
hjálpa honum, og svo virtist, sem
honum félli það mjög þungt.«
»Og þó ætlið þér nú að gefa
honum 5000 pund«, sagði eg. »Það
finst mér undarlegt, þar sem hann
þarf þó ekki nema 3000 pund.«
»Fáist þér ekki um það. En það
er ekki verra fyrir hann, að hafa
ofurlítið afgangs, nndir slíkum kring-
umstæðum. Fáið hann nú einungis
til þess, að taka við ávísuninni.
Sannleikurinn er sá, að hér býr
meira undir, en útlit er fyrir á fyrsta
augnabliki. Eg vil fá yður til að
hjálpa mér í dálitlu samsæri, og
þér skuluð fá það vel borgað. Þér
skuluð nú fá Bayard ávfsunina, þeg-
ar enginn sér til. Sjáið svo um,
að hann leggi hana fram í bank-
anum, sem eg hefi peninga mína
í, til þess, að fá hana þar útborg-
aða. Ef þér beitið í þessu máli þeirri
kænsku og þagmælsku, sem við
þarf, þá skal eg gefa yður þau
þúsund pund, sem eg veit að yður
vanhagar svo mjög um.«
»Hvað eigið þér við?« spurði
eg og leit á hann, bæði hræddur
og hissa.
»Þér vitið, að yður vanhagar sárt
um peningana«, svaraði hann.
»Já, það veit guð«, sagði eg.
»Til þess að varna því, að fó-
getinn komi og selji húsgögnin
yðar«, hélt Levesen áfram. »Þér
eigið von á einu barninu í viöbót,
og verði gert fjárnám í búi yðar,
eins og nú stendur á, þá gæti farið
svo, að það kostaði konuna yðar
Iífið. Er það ekki rétt, sem eg segi?
J'j, eg veit vel um hagi yðar, og
eitt þúsund pund geta algerlega rétt
yður við aftur, —eða er ekki svo?«
»Jú, jú, en þetta er svívirðilegt
verk, sem þér heimtið af mér«,
svaraði eg. »Hvað er það annars,
sem þér hafið í huga með þessu,
Levesen ?«
Andlit Levesens var nú orðið
öskugrátt.
»Tilgangur minn er sá«, hvæsti
hann inn í eyra mér, »að losna
*ið þenna svívirðilega, smjaðurtungu-
snák, hann Bayard.«
»Eg hélt, að hann væri vinur
yðar«, svaraöi eg.
»Vinur minn!« sagði Levesen,
»ef nokkur maður er til, sem eg
hata, þá er það hann. Hann hefir
komist upp á milli mín og konu
þeirrar, sem eg vil giftast. Eg hefi
fast ákveðið, að gera út af við hann
á einhvern hátt. Honum skal ekki
takast, að fá ungfrú Kathleen. Eg
skal sjá um, að hann verði lokaður
inni. Ef; þér viljið nú hjálpa mér,
þá skal málið útkljáð, og þér skul-
uð fá þessi þúsund pund.«
Eg var eins og vax í höndunum
á honum, því hagir mínir voru
hörmulegir. Eg spurði hann því
nánar um, hvað eg ætti að gera.
»Það er áform mitt, að láta taka
Bayard fastan«, sagði Levesen. »Eg
mun sjá um, að hann verði ákærð-
ur fyrir fölsun og tekinn fastur. Þeg-
ar að því kemur, þá eigið þér að
hjálpa mér. Eg hefi í huga, að út-
vega sannanir fyrir því, að Bayard
hafi falsað undirskriftina á ávísun-
inni, sem þér haldið þarna á. Hann
mun náttúrlega halda því fram, að
þér hafið fengið sér hana, en þér
verðið að neita því. í stuttu máli, —
við verðum báðir, — bæði þér og
eg, — að vera undir það búnir, að
vinna eið að því, að fleiri eða færri
ósannindi séu sannleikur. En ef
við berum ráð okxar saman og styðj-
um vitnisburð hvors annars, þá er
eg sannfærður um, að alt fer eins
og við ætlumst til.