Vísir - 01.07.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 01.07.1915, Blaðsíða 1
Utgefaadi: hlutafelag. Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. H Skrifstofa og afgreiðsla í H ó teI I sIan d. SIMI 400, S. á r S> Fimtuudaginn 1. júlí SS15. 201. tbl. GAMLA BSO Andlitið á glugganum. — GYLDENDALS-FILM — Áhrifamikili sjóni. í 3 þáttum. Aðalhlutv. leika: Holger Reenberg og Poul Reumert! Jarðarför Jóns yfirdómara Jenssonar fer fram á laugardag- ý111. 3. júlí, og hefst kl. 12 með núskveðju á heimili hins látna, Þ'ngholtsstræti 27. lT f. k. r. Aukafundur á morgun, föstu- ^ag> kl. 6 á lesstofu félagsins. Konur beðnar að fjöimenna. S t j ó r n i n. Skóiauppsögn. —o— Hinum almenna Menntaskóla var sagt upp f goer. Allmargir gestir voru við þá athöfn, auk kennara og próf- ómenda, en margir nemenda voru farnir úr bænum, þvi að nokkuð er síðan prófi iauk í llr"Um bekkjunum. j ektor, Geir. T. Zoega, ias yrst uPp aðaleinkunnir þeirra, sem fiutst höfðu milli bekkja. Var Pað um 100 manns, en 12 höfðu e'gi staðist próf. Brýndi rektor það fyrir nemendum að sækja ve lesturinn að vetrinum, svo a þeir þyrftu ekkert að eiga undir heppni né óheppni í próf- Um. — par næst voru afhentar allmargar verðlauna bækur, fyrir 'ðni, siðprýði og framfarir. Þá afhenti rektor gagnfræðing- Uuum prófskírteini. Ekki kvaðst jjann vilja eggja þá aila á að nalda áfram námi, sagði það langa leið og torsótta, en ekki mikið í aðra hönd, að því loknu. Benti hins vegar á, að margar aðrar tuautir gæíu legið þeim til gæfu °g gengis, við verslun, sjávarút- veg o. fl. Að lokum afhenti hann stúd- entunum prófskírteini. Sagði ald- re' svo marga stúdenta hafa út- skrifast á einu ári, og vakti eft- irtekt á því, að í þessum hópi væru 8 kven-stúdentar, og væri slíkt nýlunda. Hann lauk einstöku Iofsorði á stúdentana og stúlk- urnar sérstaklega, kvað það ein- huga skoðun kennara, að þær hefðu verið bekknum og skól- anum bæði til prýði og fyrir- myndar í öllu góðu. Árnaði hann þeim heiila og blessunar og sagði skóla slitið. Rektor bauð kennurum, gest- um og stúdentum heiin til sín að lokinni skólauppsögn og var þar setið yfir veitingum góða stund. Þessir útskrlfuðust: Stigatal Meðaleink. Áslaug Zoega 66 5,08 Ásta Jónsdóttir 70 5,38 Björn Þórólfsson 73 5,62 Daníel Fjeldsted 61 4,69 E. Briem Einarss. 67 5,15 Friðg. Bjarnarson 59 4,54 Friðrika Halldórsd. 57 4,38 Guðni Hjörleifss. 66 5,08 Gunnar Halldórss. 57 4,38 Halldór Kolbeins. 68 5,23 Helgi Tómasson 70 5,38 Ingibj.Guðmundsd. 69 5,31 Jón Árnason 60 4,62 Jón Kjartansson 54 4,15 Jón E. Ólafsson 65 5,00 Katrín Thoroddsen 59 4,54 Kjartan Ólafssori 57 4,38 Kristín Bjarnad. 72 5,54 Kristinn Ármannss. 81 6,23 Lárus Árnórsson 70 5,38 Níels Pálson 85 6,54 Ólafía Einarsd. 61 4,69 Óli Ketilsson 72 5,54 Páll Jónsson 65 5,00 Sigurður Leví 58 4,46 Sveinn Ögmundss. 57 4,38 Þórunn Hafstein 67 5,15 Þorvaldur Árnason 56 4,31 Utanskólanemendur: Bened. Árnason 52 4,00 Freyst. Gunnarss. 65 5,00 Trausti Ólafsson 71 5,46 aj latvdv. Símfregnir. Akureyri í gær. Norðanstormur og kuldi, svo að lagt er í ofna. ísinn að reka inn fjörðin. ísafirði í morgun. Prestkosningunni hér lauk svo, að síra Magnús Jónsson var kosinn með 468 atkv. — Síra Páll Sig- urðsson hlaut 198 og síra S. Á. Gíslason 104. Alls kusu 867 manns. Ófriðarmyndir0 Nýjar afbragðs myndir frá herjum allra ófriðarþjóðanna. — Þar á meðal hin fræga kvikmynd: Orrusta í VogesafjöIIum. í opinberum skeytum frá bresku utanríkisstjórnirini sem birtust í Morgunblaðinu, stóð þessi klausa 18. febrúar: »Franskir fjallahermenn unnu miklð hreystiverk, er þelr tóku 937. hæðina hjá Hartmannsweilerkof«. Myndin er af þeirri orrustu og hún er sönn. Það er hin eina kvikmynd, sem til þessa hefir náðst aí virki- legri orrustu og hefir hún hlotið fádæma lof í breskum blöðum. Nýja Bíó tókst það að ná í myndina, þótt eigi vœri hlaup- að því, og sýnir hana í kveld og næstu kveld ©- Aðalfundur vélstjórafélagsins ,Eimur’ verður haldiun í Goop-Templarahúsinu fimtud, 1. júlí kl. 4 e. h. Ó. SVEINSSON. 2 kyndara vantar á gufuskipið »F. Firda,« sem liggur hér á höfninni. Menn snúi sér til skipstjórans. BÆJARFRETTIR Afmæli í dág: Elías Kr. Dagfinnsson. Afniæli á morgun. Jónína S. Jósefsdóttir húsfrú. Jón Sigurðsson járnsm. Leifur Th. Þorleifsson bóksali. Afmæílskort fást hjá Helga Árnasyni, Safna- húsinu. Jakob Möller hefír nú tekið við ritstjórn blaðs þessa, og sér hann, með aðstoð ýmsra góðra manna, að öllu leyti um útgáfu þess. — Hlutlaust verð- ur blaðið í stjórnmálum hér eftir sem hingað til. Stórstúkuþinginu var slitið í fyrri nótt kl. 4. Stór- templar var kosinn Guðmundur skáld Guðmundsson. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands hefir stað- ið undanfarna daga. Sóttu hann fulltrúar víðsvegar að. Hagur fél- agsins er hinn besti og útlit fyrir enn betra í íramtíðinni. — Tilboð hafa félaginu borist í kjöt, bæði kælt og saltað, undir 50 aura í pundið hér á staðnum. — Útflutn- ingur á kældu kjöti hefir ekki verið reyndur fyrr, en nú mun í ráði að gera tilraun. í dag og héðan af verður Landsbank- inn ekki opinn nema til kl. 3 og íslandsbanki ekki nema til kl. 4. Arsfundur bankaráðs íslandsbanka var hald- inn í gær. Gróði bankans á síð- astliðnu ári hafði verið meiri en nokkru sinni áður. Ari Jónsson sýslumaður Húnvetninga er hér staddur. Kom landveg að norðan og fer sömu leið aftur innan fárra daga. — Hann sat hér á bankaráðs- fundi íslandsbanka. Vel veitt. Andrés Fjeldsted augnlæknir var að veiðum í Elliðaánum í fyrradag og fékk 19 laxa. Björgunarskipið Geir náði út enska botnvörpungnum, sem strandaði við Garðsskaga og liggur nú hér á höfninni með hann. Framh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.