Vísir - 01.07.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 01.07.1915, Blaðsíða 2
VISIR VISIR kemur fyrst um sinn út kl. 12 á hádegi, A f g r e i ð s I a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 12-2. Sími 400.— P. O. Box 367. Ur bréfi Vandervelde til Schei- demanns, jafnaðar- mannsins þýska. —o— — — Þér segið, að ef eg hefði talað í París, frammi fyrir verka- mönnum úr jafnaðarstéttinni, hefði þar að öllum líkindum komið fram svæsnustu mótbárur. Eg trúi naum- ast mínum eigin augum, er eg les slík ummæli, því að þau bera þess ljósan vott, að þér hafið ekki nokkra hugmynd um þá ægilegu eindrægni, er ríkir bæði í frakkneska og belgiska öre'galýðnum gegn frum- kvöðlum þessa hryllilega stríðs, Þar næst furðið þér yður á því, að annar eins jafnaðarmaður, frið- arvinur og alþjóða-postuli og eg er, skuli þó »halda fram ófriði til síðustu stundar.« Ekki hefi eg nú haft þessi orð, en ef á að skilja orðin »stríð til síðustu stundar* á þann veg, að það sé stríð þangað j til Vilhjálmur II. sé unninn, líkt og , Napoleon III., þá felst hugsun mín I fyllilega í þeim. Reyndar hefi eg með þessum orðum ekki gert annað en láta í ljós hið sama og gert hafameð Lundúnasamþyktinni a 11 i r ' jafnaðarmenn Bandamanna, þar á meðal einnig MacDonald, Keir Hardie og aðrir fulltrúar frá 1 n d e- pendent Labour Party. Afstaða mín virðist þó hneyxla yður mjög, »af því að Vandervelde er ekki einungis einn úr belgisku stjórninni, heldur einnig forseti al- þjóðafélags jafnaðarmanna.* Finst yður þá, hr. Scheidemann, að þessi nafnbót meini mér að hafa ákveðna skoðun ? Siðferðislega eigið þér nokkra sök á því, að her keisarans hefir gegn öllum rétti misboðið hlutleysi Belgíu og farið með báli og brandi og grimdarverkum um mitt auma land, því að þér hafið talað máli ófriðarins (verið meðmæltur fjár- veitingum til hans). Lýðhýsi vor hafa verið brend, fulltrúar vorir og embættismenn hafa verið teknir í gisling eins og hverjir aðrir. Verka- menn hafa svo þúsundum skiftir verið flæmdir heiman að og orðið að fara í útlegð. Hermenn vorir hafa sýkst af kæfandi gasi, svo að blóöið hefir gengið upp úr þeim, og dáið að lokum, eftír óumræði- legar kvalir, í sjúkrahúsunum í Flandern. Ef konan mín hefði farið 15 dögum seinna úr Bandaríkjun- um, hefði hún farist með Lúsitaníu, ásamt öðrum, er þar voru níðang- urslega myrtir. Alt það, sem eg elska, á við böl að búa. Alt það, sem eg hefi andstygð á, leitast við að yfirþyrma oss — og þegar eg "V.. fcaupw e\us o§ a5\u \jon\U T I L M I N N I S: Baðhúsið opið «■ d. 8-8, Id.kv. til 11. Borgarst.skrifjt. í fcrunastöð opín v. d 11-3 og 5-7 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-2V2 og 5l/2-7 K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8‘/2 siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 11 -21/, og 5'V-öVa. Banka- stjórn 12-2 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið lV2-2l/2 síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 : Samábyrgðin 10-12 og 4-6 Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Stúlka óskast. Holger Wiehe háskólakennari, sem flytur hingað í sumar, óskar eftir þjónustustúlku til 'nniverka. Hátt kaup í boði. Talið við Guðmund Magnússon rithöfund, Grundarstíg 15. 10—20 stúlkur vantar h.f. »Eggert Oiafsson«. Semjið við Guðm. Guðmunclsson, í húsum G. Zoega. Hittist frá 10—2 og 4—7. svo tala máli þeirra, sem berjast og eiga í vök að verjast, þeirra, sem verða að láta lífið í þessum ófriði, sem jafnvel eftir yðar játningu er oss Belgum óhjákvæmilegur sjálfs- varnar-ófriður, þá eruð þér agndofa á afstöðu minni ? Hvað á eg þá að hugsa um yð- ar afstöðu ? Framh. Skilnaðarótti —o — .Knútur Berlín hefir ritað grein í danska blaðið »Köbenhavn«, þann 12. þ. m. Talar hann þar um stað- festing stjórnarskrárinnar og afstöðu íslenskra stjórnmálamanna til sam- komulags-tilboðs Dana, er þre- menningarnir komu með frá Kaup- mannahöfn. Aðallega talar prófessorinn um það, hverjir þeir séu, er Einar Arn- órsson muni styðja í máli þessu. Nefnir hann þar Sambandsflokkinn og brot úr Sjálfstæðisflokknum. Ber- lín segir, að ekki sé hægt að byggja á því með neinni vissu, að Einar Arnórsson muni hafa meiri hluta þingmanna með sér, en þótt ráð- herra voni, að svo muni fara, »þá megi þessi von Einars Arnórssonar ekki hafa nein áhrif á afstöðu Dana i til málsins.« Danmörk megi exki ganga inn á nýjar tilslakanir, er á nokkurn hátt hreyfi við eða geri breytingu á stöðu íslands í hinu danska ríki, þó að það geti orðið til þess, að hjálpa íslenskum stjórn- málamanni til að afla sér meiri hluta á þingi.« Og manna síst megi Danir »sýna slíkt traust manni sem j Einari Arnórssyni, er hafi verið fremstur í flokki þeirra manna, er j haldi því fram, að íslendingar séu ' frá ríkisréttarlegu sjónarmiði alger- lega óháðir Dönum.« Enn fremur bendir Berlín á það, að jafnvel þótt ráðherra hafi meiri hluta á kom- andi alþíngi, þá sé engin vissa fengin um það, að svo verði fram- vegis, sérstaklega þegar þess sé gætt, að við staðfestingu stjórnar- skrárinnar aukist kjósendafjöldinn um meira en helming. í sambandt við þetta bendir hann á, að stjórnarandsfæðingar hafi sigr- að við kosningarnar 1908 og 1914. Þess bæri líka að gæta, að hinir konungkjörnu, sem nú styðji Einar Arnórsson, verði afnumdir með stjórnarskrárbreytingunni. En jafn- vel þótt Einar Arnórsson sigri við næstu kosningar, þá telur Berlín það talsverðum vafa bundið, að flokkur hans verði svo »rigsvenlig«, eins og hann kemst að orði, að það borgi sig fyrir Dani að ganga inn á nokkrar ívilnanir. Fer pró- fessorinn síðan að athuga þá menn, er helstir séu stuðningsmenn ráð- herra. Telur hann þar upp: Guðm. Björnsson landlækni, er hann segir að sé einn af ötulustu forvígis- mönnum þess, að íslendingar fái siglingafána, geti sjálfir farið með utanríkismál sín og hafi rétt til þess, að segja sig úr sambandinu við Dani. Enn fremur nefnir hann þá, Guðm. Hannesson, Jón Þor- kelsson og Gísla Sveinsson, er hann telur alla skilnaðarmenn. Fer hann síðan nokkrum orðum um skilnað- arbækling Gísla og greinar hans í ísafold. Þykir honum alt þetta benda í þá átt, að Danir megi með engu móti slaka til við íslendinga og endar loks með þeim orðum, að frá dönsku sjónarmiði séð, sé það ekki iétt, að styðja að því, að af- nema Dannebrog á ísiandi og ganga inn á ívilnanir, er geri skilnaðar- mönnum hægara fyrir, er þeir álíti tíma til þess kominn að slita sam- bandinu. Þ ý ð i n g a r eftir G. Ó. Guðleysinginn (eftir Sofokles). Ef maður einn dauðlegur.metur, með munni’ eða höndum, smátt þau tákn, sem að guðimir gefa, og goðsvara hæðir mátt, þá bölvun er lögð á hann brátt; hans dramb fer illa, án efa! Með vélum þó geri’ hann sig vald- hafa ríkan og við því hreyfi’, er ei má, og guðlaus hann ætli sig guðunum likan, hann gripinn skal spillingu þá. Og kyrlát ró aldrei hjá karli þeim tefur, en kveljast hann skal, uns hjartað sig gefur! Réttlátt! Þvi geugi’ honum betur í gáleysi þvísa, hví guðina skyldi eg prísa?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.