Vísir - 05.07.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 05.07.1915, Blaðsíða 2
V I S I R ■v. C\> S)uu5 e\t\s ö§ áluv ootul ^\æst& oevívl "V.æ oe á hvítri og mislitri M££ \ »e\sL "Oou, £au^a\? Drekkið Mörk Carlsberg Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar. Aðalumboð fyrir ísland: Nathan & Olscn. VISIR kemur fyrst um sinn út kl. 12 á hádegi, A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Valiarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng frá ftöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. ‘Jvá ÖJnBxwum. Mannfall í liði Breta. Asquith stjórnarforseti skýrði frá því á þingi fyrir skömmu, aó manntjón Breta síðan í ófriðarbyrj- un væri orðið liðlega y4 miljón. Þar með var ekki talið mannfail í sjóliðinu. En 17. f. m. skýrði hann þinginu frá því, að af sjóliðsmönn- um hefðu fallið 12,743 menn og 804 foringjar í þessum tölum er innifaiið inanntjón þeirra sjóliðs- sveita, sem á landi berjast. io aura burðargjald. í ýmsu kemur fram samúð banda- manna hvors til annars. Nýlega hefir verið stungið upp á því, og það fengið góðan byr, á Engiandi, að koma á 10 aura burðargjalci á almennum bréfum milli Bretlands, Frakkiands, Rússiands og annara landa, sem eru í bandalagi við þau. j Loftskip ferst. Frá Sviss er símað 19. f. m. til enskra blaða, að austurríkst loftskip hafi nýlega farist, suður og austur í Alpafjöllum. Hafði síormur tekið það og kastað því á fjallstind. Hollendingar auka flota sinn. Stjórnin í Hollandi hefir lagt fyrir þingið frumvarp til laga um að veita 40 miljónir króna til aukn ingar fiotans. Ætiasí hún til, að tvö beitiskip og fjórir kafbátar verði bygðir fyrir fé þetta. Utlendingar í varðhaldi. Enska sfjórnin gengur nú kapp- samlega fram í því, að setja alla útlendinga af óvinaþjóðum, sem á Bretlandseyjum dvelja, í gæsluvarð- hald. En það gengur þó ekki eins greiðlega og margir vildu, mest fyrir þá sök, að stjórnin er í vand- ræðum með húsnæði handa öllum þeim mikla fjölda. Þýskt kvenfólk flytja þeir úr landi, og varsagt, að 20. f. m. hefðu verið sendar burtu •1500 konur. Skipshafnir í haldi. Verslunarráðuneytið breska hefir skýrt frá því, að lagt hafi verið hald á 108 ensk kaupför og fiski- skip í Þýskalandi, Austurríki og Tyrklandi. Skipshafnir þessara skipa voru samtals 875 manns og eru þær hafðar í haldi í þessum löpdum. Arras f rústum. Svo sem kunnugt er hafa ógur- legir bardagar staðið hjá borginni Arras í Norður-Fraaklandi. Frakkar hafa haft borgina á sínu valdi í vetur, en Þjóðverjar hafa margoft skotið á hana sprengikúlum. Frönsk blöð hafa nýlega lýst ástandmu í borginni. Segja þau, að 70 af hverjum 100 húsum í borginni séu hrunin, öll minnismerki brotin og dómkirkjan, forn og fræg, því nær hrunin. Áður en ófriðurinn liófst bjuggu í borginni 25 þús. manna, en nú er ekki eftir nema 2 þús. manna, og þeir hafast við í kjöll- urum, hafa hiaðið sandpokum kring- um kjallaradyrnar til varnar sprengi- kúlubrotunum og koma sjaldan undir bert loft. Skipabyggingalag Og tundurskeyti. Menn hafa veitt því eftirtekt, að nokkur skip, sem hafa orðið fyrir tundurskeytum frá kafbátum Þjóð- verja, en komist þó til hafnar, liafa verið smíðuð eftir nýju fyrirkomu- lagi, sem kent er við Isherwood, mann þann sem fann það upp. Fyrsta skip sem smíðað var með því lagi, var bygt 1908. Skip með því lagi eru miklu sterkari, en þó léttari en alment gerist. Menn muna eftir því, að þegar Empress of Ire- land og Storstad rákust á í St. Lawrence-fljóti fyrir 2 árum, þá sökk Empress of Ireland, sem var fimm T I U M I N N I S: Baðhúsið opið >' d. 8-8, ld.kv. til 11. Borgarst.skrifii. í 1 runastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk.sunnd.8Vj siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn tii við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið IVj-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurn'ar opn. 10-4 v. d Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 sinnum stærra, en Storstad sakaði lítið og komst hjálparlaust til hafnar. Breska stjórnin hefir ekki hingað til látið byggja herskip með þessu nýja fyrirkomulagi, en nú er sagt, að hún muni taka það upp. Kost- irnir við þetta nýja skipabyggíngar- lag eru eins og áður er sagt, að skipin eru sterkari en þó léttari á vatni en önnur skip af sömustærð, og þau geta þar af leiðandi fiutt meiri farm. Ennfremur kvað þau vera loftbetri og hristingur minni en á öðrum skipum. Viðhald er kostn- aðarminna og ódýrara og auðveld- ara að gera við þau. Xoparfarmur tekinn. í marsmánuði síðastliðnum gaf Englandskonungur út auglýsing um það, að hann mundi láta hepta all- an vöruflutning til og frá Þýska- iandi, og að hlutlaus skip mættu eiga von á því, að farmur þeirra yrði tekinn, ef grunur léki á, að hann ætíi að fara til Þýskalands. í auglýsingunni var stjórninni einnig gefin heimild til þess, að hún mætti taka og nofa vörur, sem þannig lagað ha!d væri lagt á. í vor tóku Englendingar sænskt skip, Zamarara, sem fiutti 400 smál. af kopar. Létu beir skipa koparn-. um í land hjá sér. Stjórnin bað um dómsúrskurð um það, að hún rnætti hagnýta sér farminn samkvæmt þeim reglum, sem settar voru í aug- lýsingunni. Eigendur farmsins mót- mæltu því. Sögðu, að auglýsing konungs væri brot á móti gildandi ' lögum og væri því ógild. En rétt- urínn dæmdi stjórninni koparinn. Canada-liðið. Það fékk að hvíla sig að mestu leyti í hálfan mánuð eftir ósköpin, sem yfir það dundu fyrst er það I kom á vígvöllinn. Var þá fylt í ' skörðin fyrir þá, sem fallið höfðu, og síðan tekið að beita því nokkuð aftur í tiltölulega léttu starfi. En þ. 20. maí var því aftur skipað fram í »eldlínuna«, og sagt að ráðast á Þjóðverja í návígi, og kom það þá í Ijós, að það var síður en svo, að liðið hefði látið bugast við fyrsta skellinn við Ypres.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.