Vísir - 05.07.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 05.07.1915, Blaðsíða 4
V l i 1 w Afmæli á morgun. Magnús Thorberg símmritari Herdís Jónsdóttir húsfrú Magnús Stephensen versl.m. Sig. Eyleifsson sjómaður Magnús Arnbjarnarson lögfr. Pétur Ingimundarson trésm. Björn Jónsson skipstj. Kristín Gur.narsd. ungfrú. Páli Einars cn söðlasm. AfmæHskort fást hjá Helga Árnasyni, Safna- ■ húsinu. Veðrið t dag. Vm. loftv. 755 logn U 9,5 Rv. it 755 logn U 10,5 íf. U 758 logn tt 6,7 Ak. it 757 logn ii 7,0 Or. ti 722 s. gola u 11,5 Sf. tl 757 logn (6 7,0 Þh. U 757 logn tt 10,5 Magnús Péiursson alþm. Strandamanna, kom til bæj- arins í gær kl. 6 og hafði farið landveg. Ingólfur fór upp í Borgarnes í dag kl. 12. j Með honum tóku sér fari meöal annara þe'r sr. Bjarni Jónsson og Árni Einarsson heilbrigðisfulltr. Þeir ætla að dvelja í Borgarfirðinum um vikutíma. Flóra fór héðan til Austfjarða og útl. í dag kl. 8 árd. — Meðal farþega var Sigurður Briem póstmeistari, i kona hans og sonur á Ieið til Seyð- j isfjarðar. Knatispyrnan. Kappleikurinn milli Vals og Fram í gær fór svo, að Fram vann 3 mörk gegn 1. — Það er mál manna, að eiginlega hafi vindurinn skorið úr. Gamli Palli. Forni mun hafa sagt það einu- sinni, að í fornbréfasafninu stæði á bókfelli þessi sannmæli: «Ríkismenn suður í Reykjavík, romm og sjamp- aní drekka«, og rnun það satt hafa verið. Nú er öldin önnur, þó er lífsvon með því, að snúa sér til Páls Bergssonar og fá hjá honum mjólk, skyr og rjóma og alskonar templaradrykkjagutl, kaffi og kökur, o. fi. o. fl. Stationin er rétt fyrir neðan Skólavörðuna, nr. 41áSkóIa- vörðustíg, alveg í Ieiðinni, þegar piltar og stúlkur eru að ganga sér til hressingar og anda að sér hreina fjallakvöldloftinu eftir erfiði og þunga dagsins. Þingmálafundir. Fundurinn, sem haldinn var 'nér í bænum í gær, var einkennilegur að því leyti, að ekkert var rætt um þau mál, sem fyrir þinginu liggja, en vera má, að líkt hafi farið víðar. kaupii’ hæria verði en allir aðrir VERSE. VON Langavegi 55. Um staðfestingarskilyrði stjórnar- skrárinnar var rætt ailmikið. Fyrst- ur talaði Jón Magnússon bæjarfó- geti, þá Sveinn Björnsson lögmað- ur, Sig. Eggerz fyrv. ráðli., Einar Arnórsson ráðherra, Bjarni Jónsson frá Vogi og Gísli Sveinsson lög- maður. Þrjár tillögur komu fram á fund- ; inum. Tiliaga frá Bjarna Jónssyni var fyrst borin undir atkv. og var hún feld með öllum greiddum atkv. gegn 40, mótatkvæði ekki talin vegna þess, hve augljós var meiri hlutinn. Þá var borín upp tillaga frá Gísla lögmanni Sveinssyn svo- hljóðandi: »Fundurinn þakkar ráðherra Ein- ari Arnórssyni og þeim öðrum, sem bjargað hafa stjórnaiskránni og fánanum*. Tillaga þessi var samþ. með yfir- gnæfandi meiri hluta greiddra at- kvæða, Loks hafði komið fram tillaga frá Sig- Eggerz, en hún var aldrei bor- in undir alkvæði — var sjálffallin, er tillaga Gísla var samþykt. Fundurinn var allfjölmennur og !j stóð yfir á þriðja tíma. Fundur í Hafnarfirði. Hann sóttu úr Reykjavík, auk fyrsta þingmanns kjördæmisins, þeir ráðh. Einar Arnórsson, þingmenn- irnir Jón Þorkelsson dr. og Sveinn Björnsson og Gísli Sveinsson lög- maður. Samkvæmt fundarsköpum, sem fram voru Iögð í byrjun fundarins, átti ráðherra einn að hafa málfrelsi á fundinum af utanhéraðsmönnum, en því ákvæði var breytt á fundin- um og öllum viðstöddum þing- mönnum »veitt orðið«. Var fyrst talað um ýms þingmál í rúma klukkustund, en þá tekin til umræðu staðfestingarskilyrði stjórn- arskrárinnar. — Umræður um það mál stóðu til miðnættis og var þá engin tillaga komin fram í málinu. En vegna þess, að enn voru órædd mál á dagskrá fundarins, vatð það úr, að frekari umræðum um þetta mál var frestað og framhalds-fund- ur ákveðinn kl. 8 í kvöld. Auk þingmanna kjördæmisins, og gegn þeim, fluttu þeir ráðherra og Sveinn Björnsson ræður í stjórnar- skrármálinu. Á fundinum voru um lOOmanns. Fundur á Akranesi verður haldinn í kvöld og sækja hann héðan að sögn fyrv. ráðh. Sig. Eggerz, Eínar ráðh. Arnórsson og dr. Jón Þorkelsson. Agæíar og ódýrar Kartöflur fást hjá Jes Zimsen, I versiunina á Frakkastíg 7 komu með e/s Gullfoss margar góðar tegundir af reyktóbaki og cigarettum. Enn fremur vindlar, rjól og skraa o. fl. o. fl. Alt sérlega gott og ódýrt. — Sími 286. — Verkmannaföíin og hvítu léreftin er best að kaupa í versl. á Frakkastíg 7, Sími 286. U FÆÐI n F æ ð i og g i s t i n g Lækjargötu 12 B. fæst í Fæði fæst í Bankastræti 14. Helga Jónsdóttir. TAPAÐ — FUNDIÐ | H u n d t í k svart-hvít á bringu, kolótt á löppum, er í óskilum hjá Iögreglunni. Eigandi vitji hennar innan þriggja daga. KAUPSKAPU R Morgunkjólar fást altaf ódýrastir í Grjótagötu 14, niðri. H æ s t verð á ull og prjónatusk- um er í »Hiíf«. Hringið upp síma 503. Bókabúðin á Laugavegi 22 verslar með brúkaðar bækur inn- lendar og útlendar. Þ r í r tófu-yrlingar, stórir og litgóðir, eru til sölu. Afgr. v. á. Barnavagga er til sölu á' Grettisgötu 32 B, H USNÆÐI 1—2 h e r b. íbúð fæst strax með hálfvirði til 1. okt., á besta stað. Afgr. v. á. S k e m t i 1 e g h e r b e r g i á á- gætum stað í bænum, til leigu frá 1. júlí til 1. okt. Aigr. v. á. S t o f a til leigu með húsgögnum og sérinngangi. Uppl. Hverfisgötu 83 (aðrar dyr). T v ö skemtileg herbergi með húsgögnum, á ágætum stað í bæn- um, eru til leigu nú þegar yfir sumarið eða skemri tíma, hentug fyrir þingmann. Afgr. v. á. H e r b e r g i með forstofuinn- gangi er til leigu nú þegar á Norð- urstíg 5. 2 —3 h e r b e r g i, eldhús og geymsla óskast 1. okt. Áreiðanleg borgun. Afgr. v. á. 1 h e r b e r g i með eða án hús- gagna til leigu frá 1. júlí till.okt. Afgr. v. á. U n g u r og reglusanmr náms maður, óskar eftir snyrtimenni, að leigja með sér stofu með húsgögn- um, ásamt svefnherbergi. Fagurt útsýni. Afgr. v. á VINNA Sendisveinar fást ávalt í Sölnturninum. Opinn frá 8—11 Sími 444. 2 s t ú I k u r, vanar Iínubeitingu geta strax fengið atvinnu í Sand- gerði. Gott kaup. Semjið fljótt við Gísla Hjálmarsson, Laugav. 17. Morgunstúlka óskast á fá- mennl heimili í Austurbænum um miðjan þennan mánuð. Afgr. v á. Kaupakona óskast á gott heimili. Semjið við Halldór Kjart- ansson Lgv. 27 B. Kaupakona óskast. Hátt kaup. Uppl. Laugaveg 50. ^ Vátryggingar. Vátryggið tafalaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Britr hish Domimon General Insur- ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gfsiason. Prentsm. Gunnars Sigurössonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.