Vísir - 08.07.1915, Side 1

Vísir - 08.07.1915, Side 1
Utgefaadi; H L;U T A F E L A G. Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel Island. SIMI 40C'„ 5. á r g 5«« Fimtudaginn 8. júlí ISl5. es=sa 208. tbl. GAMLA BIO Svartkíædda hef ndarkonarr. Fádæma áhrifamikill og fall- egur sjónleikur í 6 þáttum og 120 atriðum. Aðalhlutv. leikur hin heims- fræga leikkona ítala Mde Maria Carmi.. Pessi dýra mynd, er útbúin hjá Cines-félaginu í Rórn, hinu sama, sem bjó til hina heims- frægu mynd: »Quo Vadis«. Aðgöngumiðar að þessari mynd kosta 60 og 35 aura. Frá aiþingi. Þingsetning í gær. Hún hófst, svo sem venja er til, með því, að þingmenn gengu úr alþingishúsinu til kirkju kl. 12 á hád., og steig þar síra Eggert Páls- son í stól, og lagði út af bréfi Páls til Kolossaborgarmanna 3. kap. 23. —25. v. Undir kl. 1 komu þingmenn úr kirkju aftur, og var þá fyrst fund- ur í Sameinuðu þingi. Ókomnir voru tii þings Karl Ein- arsson, Magnús Kristjánsson og Pét- ur Jónsson. Fyrst las ráðherra E. A. upp um- boð konungs sér til handa til þess, að setja þingið, dags. 15. júní, og lýsti svo yfir því, að það væri sett. — Þvi næst las hann boðskap kon- ungs til fslendinga út af staðfest- ingu stjórnarskipunarlaganna, og hljóðaði hann svo: »Christian hinn tíundi o. s. frv. Vora konunglegu kveðju! Samkvæmt þegnlegum lillögum ráðherra íslands höfum Vér í dag staðfest stjórnarskipunarlög fslands. Með tveim konungsúrskurðum höf- um Vér jafnframt ákveðið, að ís- lensk lög og mikilvægar stjórnar- ráðstafanir skuli framvegis eins og hingað til bera upp fyrir Oss í rík- isráðinu, og auk þess ákveðið gerð hins sérstaka íslenska fána, sem með konungsúrskurði 22. nóbr. 1913 var löggiltur hvarvetna á íslandi og á íslenskum skipum í landhelgi ís- lands, þó að því viðbættu, að það væri vilji Vor, að réttur mátina til að draga upp dannebrogsfánann eins og að undanförnu sé óskertur og að á húsi eða lóð stjórnarráðs fs- Iands sé jafnframt dreginn upp hinn klofni dannebrogsfáni á ekki óveg- legri stað né rírari að stærð. Það er von Vor, að þér, Vorir kæru og trúu þegnar á íslandi, sjáið á þessu, að það er vilji Vor, að verða við óskum yðar um Iram- gang þeirra mála, er þér hafið lagt svo ríka áherslu á og hafa í því efni ráðið hjá Oss heitustu óskir Vorar urii að tryggja góða sambúð milli íslands og Danmerkur. Um leið og Vér þá sendum öll- um íslendingum Vora konunglegu kveðju og þar með heitustu óskir Vorar um heillaríka framtíð íslands, viljum Vér láta þá voti Vora í ljósi, að staðfesting hinna nýju stjórnar- skipunarlaga verði grundvöllurinn undir friðsamlegu og heillaríku starfi til eflingar hinum andlegu og efna- legu kröftum í landinu. Ritað á Amah'uborg, 19. júní 1915. Undir Vorri konunglegu hendi og innsigii. Christian R.«. Þá bað síra Sigurður Stefánsson þingmenn að æpa fyrir konungi ní- falt búrraóp, og var það gert, en oft hefir það betur tekist en nú. Aldursforseti, Eiríkur Briem, stýrði fyrst fundi. Mintist hann látins þingmanns, Júl. sál. Havsteens, og tóku þingmenn undir það með því að standa upp. Var svo skift í kjördeildir, til þess að rannsaka kjörbréf Jóns Þorkelssonar, er í stað hans var kominn, og var það víst létt verk. Sveinn Björnsson kvað bréfið vegið og fullgilt fundið, og var svo kosningin samþ, í e. hlj., og þurfti dr. Jón ekki einu sinni að vinna eið að stjórnarskránni, því að það hafði hann gert fyrir löngu. Nú var kosinn forseti sameinaðs þings, og hlaut síra Kristinn Dauí- elsson kosningu með 19 atkv., H. Hafstein hlaut 14. — Varaforseti var kusinn síra Sigurður Gunnars- son með 20 atkv. Sk. Th. fékk 3 atkv., en 12 seðlar voru auðir. — Skrifarar voru þeir kosnir, er þeg- ar höfðu verið til þess kvaddir til bráðabirgða, síra Sig. Stef. með 33 atkv. og Magnús læknir Pétursson með 27 atkv. Nú átti að kjósa 5 m. nefnd til þess, að rannsaka kjörbréf þau, er sfðar kynnu fram að koma, en þá var eins og þingmenn væru farnir að sljóvgast og varð ekki laust við handaskol. Fyrst fékk enginn nógu mörg atkv., með því líka að ekki færri en 20 seðlar voru auðir. Svo var reynt aftur, og komust þá þessir í nefndina: H. Hafstein, Karl Finnb., P. Jóns- sou, Sig. Eggerz og Sv. Björnsson. — En merkilegt mátti það heita á því herrans ári 1915, að heyra þarna verið að kjósa menn eins og Guðm. Finnbogason, Pétur Finnbogason og Hannes Hannesson, og var því lík- ast, sem einhverjir væru annars hugar. Áður fundi væri slitið las forseti upp bakkarávörp, er þinginu höfðu borist frá ýinsum kvenfélögum fyrir veitt réttindi kvenþjóðinni til handa og biessunaróskir út af því, einnig tilmæli Reykjavíkurkvenna um það, að þingmenn yrðu viðstaddir kl. 6, til þess að hlýða ávarpi þeirra. Síðan skiftu deildirnar sér. Neðri deild. Þar var aldursfors. Sig. Gunn- arss. og stýrði forsetakosningu. Var ÓI. Briem endurkosinn með 20 atkv. 3 seðlar voru auðir. — 1. varafors. varð P. Jónsson, en 2. varafors. G. Hannesson. — Fékk hann fyrst 11 atkv, en Ben. Sv. 10, en í annað sinn fékk G. H. 12 atkv., en B. Sv. 11. — Skrifarar voru kosnir Eggert Pálsson með 14 atkv. og Bj. Hallsson með 8 atkv. I i Efri deild. Aldursfors. E. Briem slýrði for- j setakosningu. St. Stef. endurkosinn | forseti með 12 atkv. — 1. varafors, Jósef Björnsson meö 7 atkv. og 2. varafors. Karl Einarss. með 7 atkv. — Skrifarar Stgr. Jónss. og B. Þorl. endurkosnir með öllum atkv. Þíngfundir í dag. Neðri deild. Fundur kl. 12. Þessi 12 stj.frv. voru lögð fram: ; Frv. til fjárl., tvenn fjáraukal.frv., frv. | um samþ. á landsreikningnum, frv. » um framlenging á gildi vörutollsl., frv. um breyting á Landsbankal, frv. til heimildarl. til að ákveða verð- lag á vörum, frv. um aðra skipun. á æðstu umb.stj. landsins, frv. um af’nending á landi til stækkunar kirkjug. í Rvik, frv. um sparisjóði, frv. um framlenging á gildi 1. 3. ág. 1914 um ráðst. á gullforða fsl.b. m. m. og frv. til heimildarl. . til seðlaauknlngar fyrir fsl.b. Efri deild. Fundur kl. 1. Þessi 10 stj.frv. voru lögð fram: Frv. utn breyt. á lögum um stýri- mannaskóla í Rvík, frv. um stofn- un vélstjóraskóla, frv. um ógilding viðskiftabréfa, frv. um atvinnu við siglingar, frv. um atvinnu við vél- gæslu, frv. um mat á lóðum og löndum í Rvík, frv. um rafveitur, frv. um ullarmat, frv. um br. á 1. um bæjarsti. á ísaf. og frv. um út- flutningsbann á vöium frá Bretlandi. Næstu fuudir á laugard. Dag skrár verða birtar síðar. NYJA BIO Systurnar Sjónleikur í tveim þáttum, eftir Jules Maray, leikinn af leikurum Pathé Fréres félagsins í París. Aðalhlutverkið leikur hin þekta leikkona ungfrú Napierkowska. Myndin er með eðlilegum litum. Blaðaplöntur alls konar, eru komnar til Marfu Hansen, Bankastr. 14. Jarðræktarvinna í kveld kl. 873. Fjölmennið í góða veðrinu. m m BÆJARFRETTIR Afmæli á morgun. Gunnar Egilsson skipamiðill. Þorsteinn Jónsson járnsm. Helga Bjarnason húsfrú. Guðrún Wathne ekkjufrú. Páll Þorkelsson gúllsmiður. Guðbj. Guðbrandsson bókb. Ingólfur Lárusson skipstj. Árni Jónsson prestur Búðereyri. Afmæliskort fást hjá Helga Árnasyni, Safna- húsinu. Veðrið í dag. Vm. loftv. 766 n. andv. “ 10,1 Rv. " 766 v. kul “ 10,0 íf. “ 7 60 v. st.gola “ 13,5 Ak. “ 762 s. kul “ 12,0 Gr. “ 728 ssv.andv.“ 22,0 Sf. “ 763 logn “ 8,3 Þh. “ 763 n. gola “ 9,0 »Gullfoss« fer til Kaupmannahafnar í dag. Meðal farþega höfum vérheyrtget- ið: Sigtr. Eiríkssonar stúd., Júl. Schou steinhöggvara, Jensen-Bjerg kaupm., kapt. Trolle, Nieisen hesta- kaupm., Jóhönnu Jósafatsdóttur, Rögnu Stephensen, Þórunnar Thor- steinsson, Þuríðar Jóhannsdóttur, Arnfr. Einarsdóttur, Nicolíuu Ein arsdóttur, Elínar Jónsdóttur. Framh. á 4. síðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.