Vísir - 08.07.1915, Side 2
VISIR
VISIR
kemur fyrst um sinn út kl. 12 á
hádegi,
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi.
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrifstofa á sama stað, inng. frá
Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
kl. 5-6.
Sími 400.— P. O. Box 367.
. StjórnarfrumYörp.
Fjárlagafrumvarps stjórnarinnar
hsfir nú verið getið að nokkru leyti
hér í blaðinu, og verður nú rakið
aðalefni hinna annara lagafrum-
varpa, og verður þá fyrst fyrir:
Frumvarp til laga um ullarmat.
Eftir frumvarpi þessu verður öll
vorull og þvegin haustull, sem flutt
er héðan af landi, metin og flokk-
uð eftir gæðum. — Alla útflutta
ull ber að merkja með sameigin-
legu merki, nafninu »fsland«, auk
þess með skammstöfuðu nafni út-
flytjanda og flokksmerki ullarinnar,
eftir gæðum.
Ráðherra skipar 4 yfirullarmats-
menn, en lögreglustjóri ulllarmats- «•
menn á hverjum ullarútflutnings-
stað eftir tillögum yfirullarmats-
manna.
Umdæmi yfirullarmatsmanna eru
þessi:
1. Frá Vík í Mýrdal til Borgar-
ness, að báðum stöðum með-
töldum, og Vestmannaeyjar.
2. Frá Búðum til Hvammstanga. j
3. Frá Blönduósi til Þórshafnar.
4. Frá Bakkafirði til Hornafjarðar.
Árslaun yfirullarmatsmanna úr
Iandsjóði verða 400 kr., en kaup '
ullarmatsmanna greiða ullarútflytj-
endur.
Yfirullarmatsmenn skulu ferðast
um umdæmi sitt árlega, og líta
eftir ullarmati og ullarmeðferð á
útflutningsstöðunum. — Ferðakostn-
aður greiðist úr landsjóði, alt að
200 kr. hverjum þeirra.
Langt er orðið síðan fyrst var
farið að tala um lögboðið ullar-
mat, og mun það almannarómur,
að frumvarp þetta korni ekki of
snemma fram.
Frumvarp til laga urn sparisjóði.
Frumvarp um sparisjóði hefir
legið fyrir tveim síðustu þingum,
1913 og 1914. — Árið 1913 var
málið fyrst til meðferðar í efri deild
og tók þar nokkrum breytingum,
frá því sem það var, er stjórnin
lagði það fram. í neðri deild komst
það í gegn um allar umræður, en
var svo felt þar með litlum at-
kvæðamun.
Á þingi 1914 var mál þetta lagt
fyrst fyrir neðri deild og hafði
movuU
•7 • O m ú
G\\ sovo
nú þegar er
9
Ölgerðarhtis R.víkur
öll áhöld og tœki, sem til ölgerðarinnar þarf.
Ölgerðarhús þetta er hið fullkomnasta í sinni grein hér á landi.
Lysthafendur snúi sér til
yfirdómslögmanns
Sveins Björnssonar,
Fríkirkjuveg 19.
T I L MINNIS:
Baðhúsiö opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11.
Borgarst.skrifit. í brunastöð opin v. d
11-3
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K, F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8‘/2 siðd,
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1.
Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3
Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og 4-7
Náttúmgripasafnið opið P/2-2V2 síðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1
Samábyrgðin 12-2 og 4-6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d
Vífilsstaðahæíið. Hcimsóknart'mi 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
losa sparisjóðiua við að greiða ár-
gjald til landsjóðs, að skyldan til
þess, að hafa 5% af sparisjóðs-
innstæðufé í tryggum verðbréfum
eða í Landsbankanum*), sé færð
niður í 3%> o. fl.
Auk þess, sem frurnv. þetta fer
fram á, að lögbjóða opinbert eftir-
lit með öllum sparisjóðum lands-
ins, setur það nákvæinar reglur fyrir
allri stjórn sjóðanna og fyrirkon.u-
lagi þeirra í aðalatriðum.
Um heim allan mun opinbert
eftirlit með sparisjóðum Iíkt því,
sem frumv. þetta fer fram á, talið
sjálfsagt; þykir Vísi ólíklegt, að það
sé ekki orðið tímabært hér á landi.
Sími 202.
Bifrei ðarfélag- Evíkur 1915
—= Vonarstræti, ie== -
hefir bifreiðar í gangi alla daga til Hafnarfjarðar og upp um sveitir
Skrifstofan er opin frá kl. 9 árd. til kl. 10 síðdegis
Sími 405. — — Sími 405
stjórnin tekið til greina þær breyt-
ingar þingsins, setn henni þóttu að-
gengilegar. — Umræður um málið
í neðri deild snérust nú eins og
fyrr, aðallega um það, hvernig um-
sjóninni með sparisjóðunum skyldi
hagað, og þá einkum um það,
hvort skipa skyldi sérstakan um-
sjónarmann með öllum sparisjóðum
landsins. Gelck deildin svo frá mál-
inu, að hún feldi sérstakan umsjón-
armann, en samþykti þá tilhögun,
að Stjórnarráðið skyldi hafa eftirlit
með sparisjóðunum.
Eftirliti þessu vildi deildin haga
svo, að Stjórnaráðið léti bankavan-
an mann athuga allan hag, starf-
semi og fyrirkomulag allra spari-
sjóða á landinu, svo fljótt sem unt
væri, og hefði síðan slíkt eftirlit ár-
lega með nokkrum hinum stærstu
sparisjóðum landsins.
En er málið kom til efri deildar,
var orðið svo áliðið þingtímann,
að deildin taldi enga von til þess,
að málið yrði útkljáð á því þingi
. og skoraði hún á stjórnina, að
leggja frv. til laga um sparisjóði
fyrir næsta þing.
Nú kemur frumv. fyrir þingið í
þriðja sinn, í öllum aðalatriðum
óbreytt frá því, seni það var upp-
haflega. — Stjórnin hefir enn ekki
getað fallið frá skipun sérstaks um-
sjónarmanns með öllum sparisjóð-
um landsins og leggur hún mikla
áherslu á, að einmitt það fyrir-
komulag verði samþykt. — Af öðr-
um ákvæðum, sem ágreiningur hefir
orðið uni, heldur stjórnin enn fast
við að krefjast tryggingar af gjald-
kerum sjóðanna fyrir fé því, sem
þeim er trúað fyrir, þó ekki af
þeim, sem hafa undir 600 króna
þóknun fyrir starf sitt.
Aftur hefir stjórnin fallist á, að
BómullarimiflutDÍiigur
til
ÍJýskalands.
Enska blaðið »Daily Mail« hefir
ráðist á bresku stjórnina fyrir það,
að hún hafi ekki gert ráðstafanir
til að hindra allan bómullarinhflutn-
ing til Þýskalands. Segir blaðið,
að eftir skotfæraeyðslu Þýskalands
og Austurríkis muni Iáía nærri, að
þeir þurfi 5000 balla af bómull á
dag. Og þessa bómull fái Þjóð-
verjar frá hlutlausum þjóðum, með
því að breska stjórnin hafi enn
ekki lýst yfir því, að bómull væri
bannvara. Blaðið bendir á, að
bómullarútflutningur frá Bretiandi til
Norðurlanda hafi þrítugfaldast í
vetur, og að mestur hluti þeirrar
bómullar muni fara til Þýskalands.
Snemma í október í haust var
talsvert rætt um það, hvort setja
ætti bómull á bannvörulistana, en
Bandarfkjamönnum mundi hafa
orðið það mjög á móti skapi, enda
var það ekki gert; og í febrúar
mánuði í vetur sagði Sir Edward
Grey, að Þjóöverjar mundu hafa
haft nægar birgöir af bómull til
skotfærgerðar, og því sæi stjórm'n
eigi ástæðu til að setja hana á bann-
vörulistann. í marsmánuði varð
bómull skilorðsbundin bannvara,
með því að Englandskonungur gaf
út auglýsingu um, að vöruflutningar
*) Þetta ákv. nær aðeins til þeirra
sjóöa, sem geyma 50 000 ki.spari-
sjóðs-innstæðufé eða meira.