Vísir - 10.07.1915, Blaðsíða 3
V l S I K
JSkeWl S&tv\Us síUötv ©g liampatímo S'«v\ V9Ö.
ur hefir boriö fram lagafrumvarp
þess efnis, að öllum vopnfærum
mönnum á herþjónustu aldri (18—
45 ára) skuli skylt að fara til víg-
vallarins, og að aðrir megi ekki
vinna í vopnasmiðjum en þeir, sem
eru óhaefir til herþjónustu. Þetta
vill Millerand hermálaráðherra ekki
fallast á. Hann krefst þess, að
herstjórnin sé látin sjálfráð um það,
hverjir séu látnir vinna að vopna-
smíði og skotfæragerð. Úrslit ó-
friðarins séu undir því komin, hverjir
hafi mest og best skotfæri. Er talið
víst að hann fái þessu ráðið.
Edinborgar
heimsfræga - ljúflenga
ágæta
Margarine
er nýkomið í verslunina
EDINBOM
(IngólfsliYoli)i
Bogi Brynjólfsson
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.)
Skrifstofutími frá kl. 5—6V2 e. m.
Talsfml 250 I
5- 5)\x\x$
evns o§ iliu
(^oÖa, ootull
Ivæsta vevívl
CAILLE PERFECTION
eru bestu, léttustu, einföldustu og ódýrustu báta- og verksmiðju-
mótorar sem hingað flytjast. Vanalegar slœrðir frá 2—30 hk.
Verksmiðjan smíðar einnig utanborðsmótora, 2 og 3V2 h.k.
Mótorarnir eru knúðir með steinolíu,
settir á stað með benzíni, kveikt með
öruggri rafmagnskveikju sem þolir vatn.
Verksmiðjan smíðar einnig ljósgasmótora.
Aðalumboðsniaður á íslandi
O. Ellingsen.
Nýja Ijósmyndastofan í Þingholtsstr. 3
(beint á móti »Gutenberg«) er opin alla virka daga frá kl. 9 f. h
til kl. 7 e. h. — Á sunnudögum frá kl. 11 —3.
Ol. Oddsson. Jón «J. Dahlmann.
Prentsm. Gunnars Sigurðssonar.
Nýmjólk
— frá Engey —
fæst allan daginn
í brauð-
og mjólkur-útsölunni
f Bergstaðastræti 24
Eldeyjarför.
Eins og að undanförnu verður
reynt að ná súlu unga úr Eld-
eyjum í ágúst og septemberi
haust.— Hver ungi er 3—5 kíló
og er ágætur matur og verður
seldur svo ódýrt sem hægt er.
Þeir sem vilja kaupa ungann
ættu að panta hann í júlí, helst
næstu daga, hjá undirrituðum.
'Th. Kjarval.
Hótel ísland nr. 28.
Jökiara-
harðfiskur
í versl.
VON
Laugavegi 55.
j Sen&MÍ au^svtv^ar
Umaule^a.
^aupvS öt ]xí Öt^eÆvutvv ^ftvtt S^aUa^úmssow. S'«\\ 39$.
f
Urskurður hjartans
Eftir
Charles Garvlce.
Frh.
»Það er ágætt«, sagði Veronika.
»Eg var orðin hrædd um, að eg
heföi riðið ofan á hvolpinn. Eg
hefði líka áreiðanlega gert það, ef
þér hefðuð ekki, með snarræði,
náð í hann í tæka tið. Viljið þér
nú ekki rétta mér hann?«
Hann rétti henni litla, mjúkhærða
hvolpinn. Hún tók við honum,
þrýsti honum að sér og strauk hon-
um. Lét svo manninn taka við hon-
um aftur.
»Það var mér að kenna«, sagði
hann, um leið og hann lét vel að
hvolpinum. »Eg lá sofandi þarna í
lynginu, og hrossið yðar fældist
mig. Mér þykir það leiðinlegt, en
vona, aö þér afsakið það.«
Veronika kinkaði kolli. Húnreyndi
að dylja undrun sína, því að þessi
ókunni maður var nijög fyrirmann-
legur í málróm, tali og hreyfing-
um, en klæddur sem daglaunamað-
ur. Henni datt fyrst í hug, að hann
væri skógarvörður. Hann var mjög
fríður sýnum og fagurlimaður, með
brúnt, hrokkið hár, yfirbragðið
djarflegt, og vöxturinn allur bar
vott um karlmensku og snarræði.
»Já, það er ekkert að«, sagði
hún. »Eg ímynda mér, að hvolp-
urinn og móðirin séu frá býlinu
þessu, þarna.«
»Það er sennilegt«, sagði hann.
»Eg ætla að fara með þau þang-
að og vita um það.«
Hann tók ofan og bjóst (il brott-
ferðar, en hikaði við og sagði:
»Fyrirgefið ! Getið þér ekki sagt
mér til vegar að Lynne Court?«
»Jú«, svaraði Veronika. »Ef þér
farið eftir veginum, þessa leið —
hún benti með keyrinu sínu — »þá
komið þéi að suðurhliðinu. Eg
kem einmitt frá Lynne Court.«
»Þér getið þá ef til vill spurtað
því fyrir niig, hvort — Nei, auð-
vitað gerið þér það ekki, — það
er heimskulegt af mér.« Hann hætti
í miðju kafi og bros kom fram á
andlit hans, sem Veroniku hafði
virst freniur dapurlegt til þessa.
»Hvað er það, sem eg á að
spyrja um?« sagði hún og brosti
óafvitandi, því að það var eitthvað
svo heillandi við glampann, sem
sem hafði skinið í augum hans, og
hvítu tennurnar, sem sáust undir
brúna granarskegginu.
»Eg talaði í hugsunarleysi. Það
var heiniskulegt, eins og eg sagði.
Eg var í þann veginn að spyrja
yður, hvort það vantaði skógar-
vörð á Lynne Court. En þér vitið
það auðvitað ekki.«
»Nei, það veit eg ekki«, sagði
Veronika, dálítið upp meö sér yfir
því, að hafa getið sér rétt til um
starfa hans, en ráðsmaðurinn gæti
sagt yður það. Farið ekki í þá átt,
sem eg benti yður áður, en gang-
ið þvert yfir heiðina, þangað til
þér kornið að tréhliði. Hús ráðs-
mannsins er í rjóðri rétt hjá því.«
. Hann leit út yfir heiðina, auð-
sjáanlega íjvafa og þá sagði hún enn
fremur:
»Ef þér viljið koma með mér
lítinn spöl, þá skal eg sýna yður
það.«
»Þakka yður fyrir«, sagði hann
með virðingu, en þó án þess að
snerta hattinn, eins og þjónarnir
gerðu. Og þegar hann gekk fram
með hliðinni á hryssunni, horfði
hann á hana með rannsakandi aug-
um og aðdáun.
»Þér eruð útlendingur*, sagði
Veronika.
»Já«, svaraði hann. »Eg hefi
aldrei komið hingað, fyrr en í
morgun. Eg gekk hingað frá Hal-
sery, því að að eg he.yrði þar, að
eg gæti ef til vill fengið stöðu á
Lynne Court.«
Þau virtust ekki hafa meira að
segja. Héldu því þegjandi áfram
yfir heiðina, út á veginn.
Alt í einu verður honum litiö á
hægri hönd sína. Sér hann þá, að
hún er blóðug.
Hann hélt henni fyrir aftan bakið,
þuikaði af henni blóðið, svo lítið
bar á. Lét Veroniku ekki hafa pata
af því, að hann hefði meitt sig.