Vísir - 10.07.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 10.07.1915, Blaðsíða 4
VISIR BÆJARFRETTIR Afmæli f dag. Sigurður Hjálmarsson. Afmœli á morgun. Steinunn Bjarnad. ungfrú. Þorl. Þorleifsson Ijósm. Metta Olsen húsfrú. Guðleif Erlendsd. ekkja. Torfi Ólafsson Hverfisgötu 85. Jakob Möller ritstj. Anna S. Guðjónsd. Einar Markússon spítalaráðsm. Veðrið í dag. Vm. loftv. 751 v.andv. " 8,6 Rv. " 756 sv.gola " 10,2 íf. " 756 a. kaldi " 10,0 Ak. " 756 nnv.andv." 7,0 Gr. « 720 n.kul. " 10,0 Sf. " 755 logn " 7,5 Þh. " 755 v. kaldi " 11,5 Messur. Á morgun í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði kl. 12 á hád. sr. ÓI. Ó. og í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 5. síðd. sr. Ól. ÓI. Á morgun í Dómkirkjunni kl. 12 á hád. sr. Jóhann Þorkelsson. Eng- in síðdegismessa. Alþingishúsgarðurinn er opinn sunnudag 11. frá kl 1-2V2 Hjúskapur. Ungfrú Emilía Lárusdóttir (Lúð- vígssonar) og Magnús Kjærnested H. skipherra á »Ýmir«, voru gefin saman í gær af bæjarfógeta. Veisla í »Iðnó« og á heimili biúðurinnar. Prentvilla hefir slæðst inn í neðanma'lssög- una á fimtudaginn: — Hinar beinu augnabrúnir hennar, Denbybrýnnar, — átti að vera: Hinar beinu augna- brýn hennar, Denbybrýnnar. Síra Eirfkur Gíslason prófastur hefir legið hér rúmfast- ur um hríð. Nú er hann orðinn heill heilsu aftur. Síra Magnús Andrésson prófastur hefir lengi legið hér veikur í kvefsótt og afleiðingum hennar. Hann er nú" mikið í aftur- bata og farin að hafa fótavist. Síra Magnús Bjarnarson prófastur á prestsbakka hefir ver- ið hér í bænum nokkra daga Heldur hann heimleiðis á morgun. Gerir ráð fyrir að verða 5 daga á eiðinni. ? Póstvagnarnir að austan komu í gær. Fáir komu með þeim að austan, en austur komust færri með þeim, en vildu. Voru t. d. 13 í einum vagn- inum — og gekk þó slysalaust. Laxveiði í Elliðaánum er heldur treg. Svo er og í Borgarfjarðaránum. Þó mur. lax- inn nú síðustu daga heldur að auk- ast. »St. Helenss kolaskip, fer til Glasgow á morg- un. Tekur póst. Bifreiðarfélap: Evíkur 1915 Vonarsiræti, Iiefir biíieiðai í gangi alla daga til Hafnarfjarðar og upp um sveitir Skrifstofan er opin frá kl. 9 árd. til kl. 10 síðdegis Sími 405. — — Sfmi 405. Þvegna Vorull, hvíta og mislitg, kaupa G. Gíslason & Hay Ltd. Reykjavík. Minni háttar járnbraut- arslys. Þar sem verið er að fylla upp við hafnargerðina fram undan Thomsens-húsunum var æði mikill halli á járnbrautinni. í fyira- dag, er eimreiðin var þar á ferð með lest í eftirdragi, varð lestin henni of þung, er í hallann kom. Varð við ekkert ráðið og rann lest- in á slá, er lá yfir þvera brautina og braut hana; tveir vagnar fóru út af sporinu og einn brotnaði. Enginn maður meiddist. Hefir síðan verið fylt upp undir teinana, svo hallin er nú hverfandi. >Maí«, botnvörpungur, fer til ísafjarðar og Siglufjarðar í fyrramáiið. Sjálfstæðisflokkurinn er sagöur að hafa klofnað í gær. Sagt er að beinir andstæðingar ráðherra muni aðeins 7, þeir Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson, Björn Kristjánsson, síra Kristinn Daníelsson, Sigurður Eggerz og Skúli Thoroddsen og auk þeirra Guðm. Eggerz, sem ekki hefir ver- ið í Sjálfstæðisflokknum. hefi eg heyrt að neinn viðbún- aður væri til að taka á móti hon- um hér. Allir muna að talsvert var um að vera hér, er Gullfoss kom og að myndarlega var tek- ið á móti skipinu. Mér finst al- veg eins ástæða til að fagna komu hins skipsins, Goðafoss, og vænti þess fastlega, að stjórn Eimskipafélagsins, gangist fyrir því, að svo verði gert. Goðafoss hefir þegar sýnt, að hann er happafleyta, er hann slapp kring um land, einmitt þá dagana sem islaust var. Við verðum að fagna honum eins og við fögnuðum bróður . hans, Gullfossi. S. T. Mtaxv aj landx. Sfmfrétt. Borðeyri í gær. Goðafoss kom hingað í gær og fer héðan kl. 6 í kveld. Flutti hingað 150 smál. af vör- um og tafðist nokkuð vegna of- veðurs sem hér var í gær. — Tíðarfar er hið besta og hér er enginn ís sjáanlegur. Húsavík í gær. ísinn er enn þá einu sinni kominn hingað. Er landfastur og mikill ís á Skjálfanda. fsafirði í gær. Hér hefir enginn heyrt talað' um stofnun fríkirkjusafnaðar á ísafirði. Goðafoss. Nú er von á Goðafossi um helgina, líklega á sunnudag. Ekki Högl eru komin til Jes Zimsen, Reykti Laxinn afbragðs góði frá Hvanneyri er nýkominn í MatardeM Sláturfél. Hafnarstræti. Simi 211. [ TAPAÐ FUNDIÐ J T a p a s t hefir hvitur barnanátt- kjóll, sniðinn. Skilist á Kárastíg 13. Bróderuð barnataska, merkt: I. I. tapaðist 7. júlí. Skilist á afgr. Þ v o 11 u r og bretti hirt í laug- unum. Vitjist á Laugaveg 49 B. (uppi). M i 11 i s k y r t a, se<n hirt var í laugunum á fimtuduginn. Skilist strax á Kárastíg 2. H USNÆÐI 1 —2 h e r b. íbúð fæst strax með hálfvirði til 1. okt., á besta stað. Afgr. v. á. 1 h e r b e r g i með eða án hús- gagna til leigu frá 1. júlí til l.okt. Afgr. v. á. Herbergi, bjart og rúmgott, til leigu í steinhúsi í miðbænum; er »Altan« út frá því og ágæt út- sýn yfir höfnina. Afgr. v. á, Rúmgóð stofa, með aðgangi að eldhúsi og geymslu, óskast til leigu frá 1. okt. KAUPSKAPU R M j ó 1 k fæst allan daginn á Laugaveg 79. Barnavagn til sölu í Þing- holtsstræti 3. Morgunkjólar fást altaf ódýrastir í Grjótagötu 14, niðri. H æ s t verð á ull og prjónatusk- um er í »Hlíf«. Hringið upp síma 503. Bókabúðin á Laugavegi 22 verslar meö brúkaðar bækur inn- lendar og útlendar. H v e r g i betri né ódýrari brauð en á Vesturgötu 54. Nymjólk kvöld og morgna. R e i ð f ö t til sölu á Grettisgötu 20 A (uppi). Grammófón óskast. A. v. á. Stórir ánamaökar til sölu á Laugaveg 63 uppi. (Kl. 8—9 síðd.) VI N N A 2 s t ú I k u r, vaiiar línubeitingu geta strax fengið atvinnu í Sand- gerði. Gott kaup. Semjið fljótt við Gísla Hjálmarsson, Laugav. 17. Kaupamann vantar á gott heimili nálægt Borgarnesi, nú þeg- ar. Menn snúi sér til Sig. Péturs- sonar Skólavöröustíg 9. Kaupakonu vantar, Uppl. á Laugaveg 27 B, uppi. Kaupakonu vantar á gott * heimili í sveit, hátt kaup í boði. Upplýsingar á Laugaveg 70. Kaupakona óskast á heimili nálægt Reykjavík. Uppl. í Kirkju- stræti 4, (annað loft). E fnileg uuglingsstúlka, barngóð óskast. A. v. á. FÆÐI F æ ð i og g i s t i n g fæst í Lækjargötu 12 B. F æ ð i fæst í Bankastræti 14. Helga Jónsdóttir. £T Vátrygglngar. 3 Vátryggið tafalaust gegn eldi, v'örur og húsmuni hjá The BriU hish Dominion General Insur- ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.