Vísir - 10.07.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 10.07.1915, Blaðsíða 1
Utgef aadi: HL|UTAFELAG. Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. V Skrífstofa og afgreiðsla í Hótel Island. SIMl 400. 5. árg &=^> Laugardaginn íO. júlí SS15. c*=^ 2IO. tbl. í^VJA BIO Systurnar Sjónleikur í tveim þáttum, eftir Jules Maray, Ieikinn af leikurum Pathé Fréres félagsins í París. Aöalhlutverkið leikur hin þekta Ieikkona ungfrú Napierkowska. Myndin er rneð eðlilegum litum. Frá aiþingi Neðri deild. 1. m á I: fjárlög; 1. umr.: Ráðh. kvað fjárl. að mestu verk fyrirrenn- ara síns, en þó bæri hann að sjálf- sögöu ábyrgö á þe«m. — Erfitt að semja þau ætíð, en verst nú, í stríöinu, er gjaldþol sumra stétta minkar tilfinnanlega. Tekjuhalli, eins eins og vant er, nokkur, en ekki gífurlegur. Vanalega fara bæði tekj- ur og gjöld fram úr áætlun, gjöld- in • meðfram vegna nýrra laga og svo koma fjáraukalög. Viðlagasjóð- ur er orðinn allstór, en allmjög festur í lánum og þaö með þeim kjörum, að landinu er lítill búhnykk- ur, þótt réttmætt kunni að vera. - Æskilegt væri að þingið sýndi sem mesta gætni nú, því að enginn veit hve lengi stríðið kann að standa. Þegar eg tók við embætti, gerði eg það til þess að binda viðunan- legan enda á tvö stórmál, og það tel eg nú gert, þótt allir geri það ekki, því miður. Hvað sem uin það má segja, hvernig sambands- málið horfir nú við, þá hygg eg að lítt gagni að eiga mikið við það í bráð. Enda er nóg annað að gera. Ekki verður alt gert í einu. Búnaðarskýrslur sýna að allmikið hefir verið gert, bæði af einstökum mönnum og þinginu. Nú er að duga og fyrst og fremst er að fjár- laganefnd gangi vel að þessu máli. Undir því eru atörf þingsins mikið komin. Nú voru kosnir 7 menn í fjár- laganefnd með hlutfallskosningu: Skúli Thoroddsen, Björn Kristjánsson, Pétur Jönsson, Sveinn Björnsson, Eggert Pálsson, Þór. Benediktsson, Sigurður Sigurðsson. Listar voru þrír, en ekki sást at- kvæðamagn hvers um sig, því að ekki voru nema þessi 7 nöfn á öll- Tilboð óskast. sem fyrst, í ca. 9000 kubm. upp- fjfllingu — Teikningar og aðrar upplýsingar á skrifstofu Bookiess Bro's, Hafnarfirði. Síldarvinna. Stúlkur þœr, sem ráðnar eru til Eyjafjarðar af mér undirrit- uðum, séu ferðbúnar með e/s »Rán«. Burtfarardagur er ákveðinn næstkomandi þriðjudag að morgni. Sigfís Blöndahl. Sími 520. Síldarvínna. Stúlkur þœr sem ráðnar eru til Eyjafjarðar af Bergi Sigurðssyni séu ferðbúnar með e/s '» N j ö r ð u r«, er fer héðan nœstkomandi þriðjudag að morgni. um listunum til samans og menn- irnir því sjálfkjörnir. • 2. mál. Fj.aukal. 1913 og 14. — Vísað til fjár.l.nefndar. 3. mái. Samþ. á landsr. 1912 — 13. — Nefnd: Hj. Snorrason með 7 atkv. Magn. Kristj.s. 10 atkv. St. Stel. Eyf. 7 atkv. Var hér með sýnt, að Bænda- flokkurinn heidur enn saman og á 7 menn í deildinni. Andstæðingar ráðherra eru og 7, en fylgismenn ráðh. og Heimastj m. ganga saman til kosninga og eru 10 saman. 4. m á 1. Frv. til íj.aukal. fyrir 1912-13. — Vísað til reikn.Iagan. 5. m á 1. Fr'v. um framlenging i á gildi laga 3. ág. 1914 um ráðst. á gullforða ísl.banka o. s. frv. Rá ð h. kvað þessi lög hafa verið framlengd frá því í oktbr. síðastl, með bráöab.l., og væri nú farið fram á, að þingið féllist á þær gerðir fyrir sitt leyti. J. M a g n . stakk upp á 7. m. n„ með því að þar myndu fleiri mál undir hverfa- Nefnd : Hj. Snorrason. Bj. Kristj.s., H. Hafstein, Sig. Gunn., J. Magn,, Þorl. Jónsson, Jón Jóns- | son. ! 6 m á I. Frv. til heimildarl. til scðlaaukningar fsl.banka. R á ð h . rakti sögu málsins á síð- asta þingi, er það var felt, en samþ. í staðinn þingsál.till. í sömu átt. GAMLA BIO Kra-spœjarimi. Afar spennandi njósn- arsaga leikin af ítölskum leikurum. Kaupakona óskast á g o 11 heimili í Húna- vatnssýslu. Hátt kaup Hittið Pál V. Guðmundsson, stud. med., Bókhtöðustíg 10. — Heima kl. 6-8. Búkollu- smjörlíkið góða og DM-C rjóminn frægi, tvœr teg- undir, einníg Skipskex ávalt fyrirliggjandi. Að eins fyrir kaupmenn. ?• S^Hnsson' Þess vegna þessi uppvakningur. — Vísað til sömu nefndar og 5. máli. Efri deild. Frumvörpunum um breytingu á lögum um Stýrimannaskólan, um stofnunn vélstjóraskóla, um atvinnu við siglingar og um atvinuu við vclgæslu á íslenskum gufuskipum, var öllum vísað til nefndar sem í voru kosnir: Karl Einarsson, Eiríkur Briem, Karl Finnbogason, Hákon Kristofersson og Kristinn Daníelsson. Frumv. um ógilding viðskifta- bréfa og annara skjala með dómi vísaö til 3 manna mefndar og í hana kosnir: Karl Einarsson, Björn Þorláksson, Guðm. Ólafsson. Frumv. um útflutningsbann á innfluttum vörum frá Bretlandi var samkvæmt tillögu G. Björnssonar, víseð til þriggja manna nefndar og í hana kosnir: Jósef, Steingrímur, Magnús Pétursson. Kosið var um tvo lista, en flokka- skifting óglögg. Næstu fundir á mánudag, og verða á dagskrá þau stjórnarfrum- vörp sem ekki voru í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.