Vísir - 15.07.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 15.07.1915, Blaðsíða 2
V ISI R VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. I lestrarsal þingsins hefir þetta bætst viö: Er indi frá Júlíönu Sveinsdóttur um 800 kr. hvert árið til málaranáms í Khöfn. — Áskorun frá stjórn Kaupf. Húnv. um bættar strandferðir. — Beiðni frá Guðr. Jónsd. prestsekkju um hækkuð eftirl. — Beiðni frá Eggert Brandss., Rvk, um 2—300 kr. árl. styrk. — Umsókn frá Birni Jakobssyni um 500 kr. hvert árið til íþróttakenstu. — Umsókn frá Theód. Árnasyni um 1200 kr. hvert árið til hljómlistarnáms. Erindi frá Páli Erlingssyni um 1400 kr. til uppihalds sundkenslu allt árið. — Umsókn frá Jóni Þorb.syni um 2000 kr. styrk til að fara utan og rannsaka hrossasölumálið. — Erindi frá Magn. Guðlaugsc. smáskamtal. um fjárstyrk fyrir lækningar. — Er- indi frá ábúendum Skaftafells í Ör- æfum um fjárstyrk til að girða Bæjarskóg. — Erindi frá 236 alþ. kjósendum í Eyrarbakkahéraði um að Ásg. Blöndal læknir fái að halda fullum embættislaunum sem eftirl ] — Áskorun frá sýslun. Árness. um fjárv. til brúargerðar á Stóru-Laxá. — Beiðni frá Sig. Erl. bóksala um 150 kr. árl. ellistyrk. — Erindi frá Árna Gíslas. fyrv. pósti um eftirl. j — Bréf stj.ráðsins um tóbaksnautn j barna og unglinga, ásamt eftirriti af i skýrslu fræðslum.stj. um sama mál j með 12 fylgiskj. — Erindi frá Ág. Helgas. í Birtingah. um að Guðm. syni hans verði veittar 600 kr. hv. árið til að nema verkvélasmíði. — Erindi frá rektor Hásk. ísl. um fé til bóka handa klassisku kenslunni. — Bréf frá sama um að stofna dócentsemb. í alm. sjúkd.fr., blóð- vatnsfr. og sóttkveykjufr. — Erindi frá forst.m. Hjálpr.hersins um heim- ild til 25 þús. kr. láns úr viðl.sj. til sjöm.hælis í Rvík. — Erindi frá Davíð Stef.s. í Fornahvammi um 2 þús. kr. lán úr viðhsj. til húsab. á jörðinni. — Bréf frá E. Pálss. alþm., ásamt skýrslu um jarðabætur, sem hann hefir látið gera s.k.v. aths. í 1. lið 5. gr. í gildandi fjárl. — Erindi frá Jakob Jóhs. magister um 600 kr. árl. styrk til að rita ísl. setningafræði (syntaxis). — 5 þmf.- gerðir úr Skagafj.s. — Þmf.gerð úr Mýrasýslu. Misþyrmið ekki málinu. Þó eg sé ekki einn á meðal hinna lærðu og málfróðu manna þcssa lands, þá hefi eg ávalt haft hug á því, að tala og skrifa sæmi- legt mál, og uni þess vegna illa Ivaupu e\ns o§ áðwr ootvxU að heyra og sjá blessuðu móður- málinu okkar, íslenskunni, misboð- ið af okkur sjálfum; en pað er þó gert hér í Reykjavík og víðar á hverjum einasta degi. Blöðin koma hér út daglega, og daglega flytja þau líka málvillur (sjálfsagt oft af athugaleysi). Nú fáum við áriega einhver réttindi, og hið síðasta er stjórnarskrá og almenn kvenréttindi að ógleymdum fánanum o k k a r, en jafnframt þessum blessuðum réttindum öllum virðist þjóðin ekki skeyta neytt um það dýrmætasta, sem er hennar eigin tunga. Nú er þjóðin öll í sameiningu að setja á stofn skipastól, er benda skal öllum heimi á það, að vér séum líka að verða sjálfstæðir á sjónum, það eru líka réltindi. Nöfn skipanna eru að margra áliti góð, jafnvel af mörgum talin ágæt, en hvernig förum við með þau, sem eru einn gimsteinninn úr tungu vorri, málinu okkar? Við mis- brúkum nöfnin svo, að kalla má, að við klæmustum á þeim, Almennt segja menn: »Eg kom með Gullfoss*. »Eg ætla að fara með Gu!lfoss«. Hvað hugsa menn, er þeir láta slíkar og þvílíkar setningar út úr sér? Er þeim alvara að flytja fossínn fram og aftur með sér? í vasa sínum?, eða hvað? — Af hverju kemur sú ósamræmi í daglegu máli og riti, að almennt er bæjarnafnið Seifoss bevgt eftir reglum o. s. frv. en skipanöfnin Gullfoss og Goða- foss verða að ve.a óbeygjanleg? Það mun þó ekki vera hugmynd in, að sýna Dönum að við séum | ekki búnir að gleyma því, hvað | fagur var hljómurinn af bæjarnöfn- unum íslensku, sem þeir settu hérna um árið á dönsku strandferðabát- ana, og sem við f greiða skyni fyr- ir virðinguna, er okkur var sýnd með því, brugðum okkur til og létum bæjarnöfnin vera óbeygjanleg; já meira að segja höfum við lært svo rnikið af þessari fáu ára reynslu, að nú höldum við áfram upptekn- um hætti, þegar um okkar eigin skip er að ræða, sem koma öðrum þjóðum við, og alt gerum við þetta þvert ofan f viðurkenda ís lenska málvenju. Látum útlend- ingana eiga sig, en hugsum aðeins um að venja okkar sjálfa á að tala svo gott mál, sem mentun okkar leyfir, og látum ekki eins og okk- ur skifti það eugu, hvort við heyr- um málinu okkar misþyrmt. Það er ekki fínna fyrir það, þó Iærðu mennirnir geri það líka, því ef satt er sagt heyrist vitleysan eins oft hjá þeim; takið bara eftir! — Þið málfróðu menn : Finst ykk- ur ekki skylda ykkar vera sú, að útrýma málleysunum ? Til þess hefir þjóðin kostað nám ykkar, að þið vinnið ykkur sjálfum og þjóð- inni gagn með lærdómnum. Að sitja auðum höndum hjá og hlusta á hugsunarleysis-villurnar er sama og að vinna að framþróun þeirra; því sá, sem ekki er með, hann er er á móti, annaðhvorí beinlínis eða óbeinlínis. Hvort eg nú skrifa þessar iínur á slæmu eða góðu máli skiftir mínna, því eg er ekki einn úr lærða flokknutn; en sannleikurinn er hinn sami, þó hann komi frá ólærðum manni og hefir sama rétt á sér. Eg skal fúslega taka leið- beiningum, eins og við ættum allir að gera. Eg læt hér með lokið máli mínu. rinni eg ástæðu síðar mun eg bæta við grein þessa eftir þörfum. Ó.J. Stirt bankafyrirkomulag þar eð alþingi það, er nú situr, hefir til meðferðar nýtt frumvarp um aukin réttindi til handa fs- landsbanka, virðist það ekki úr vegi, að jafnframt yrði lítilsháttar athuguð viðskiftakjör þau, er landsmenn verða að sæta af hendi banka vorra, því þau veröa naumast lengur talin viðunandi, þegar tekið er hæfilegt tillit til hinna margvíslegu réttinda, sem bankastofnanir vorar njóta hér hjá oss, samanborið við flesta banka annara þjóða. Bæri stjórn og þing á líkan hátt umhyggju fyrir hagsmunum þeirra, sem við bankana verða að skifta, eins og þau virðast gera fyrir sjálfum stofnununum, þá myndu þau tæplega taka það í mál, að reka erindi þeirra svo að segja árlega um ný aukin réttindi, án þess jafnframt að rannsaka hver ókjör það eru, T I L M I N N IS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifit. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8*/s siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vífilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 sem þeir bjóða í viðskiftum sínum við almenning. Afskiftaleysi þetta er þeim mun eftirtekar- verðara, þar sem ókjörin virðast einsog fara hríðversandi eftir því sem stofnanir þessar njóta meiri og fleiri réttinda af stjórn og þingi, og það auðvitað allt á kostnað þjóðarinnar. Sem dæmi uppá vort afleita bankafyrirkomu- lag ætla eg að láta nægja, að bera söluverð banka vorra á út- lendri mynt saman við það, sem það var í Kaupmannahöfn 8% Þ- á. Kaupmannahöfn 3%* Hamborg pr 100 m. kr. 77,10, London pd. sterl. 18,12, París pr 100 fr. 70,00, Amsterd. pr 100 fl. 152,00, New York pr. 100 dollara 384,00, Ómakslaun engin. Reykjavík 3%. kr. 79,00, framfærsla um 2V2 % - 18,35, - - 18/j o - - 72,00, — - 3 - 156,00, — - 2% - - 405,00, — - 5% - Ómakslaun % - Auk þess hagnaðar hafa bankar vorir að jafnaði vaxtalausa alla þá peninga, sem greiddir eru til þeirra fyrir ávísanir á útlönd, minst 10 til 15 daga, þeim peningum geta bankarnir komið þá þegar á vexti til innlendra lánþega og ætla eg þann hagnað ekki ofhátt áætl- aðan að telja hann Gróði bankanna á seldum ávísunum til landa þeirra sem að ofan eru nefnd, að New York undanskildri, verð- ur þannig frá rúml. 2 til 4% en 6% fyrir ávísanir á New York, og sjá þá væntanl. allir heilskign- ir menn, að annað eins er óhæfi- lega hár skattur á viðskifti íslend- inga við útlönd. Hvernig geta menn t. d. gert ráð fyrir beinum viðskiftum við Vesturheim, með- an bankafyrir komulag vort er slíkt, að skattgjald þeirra áþeirri verslun, að meðtöldum ómaks- launum (Provision) nemur um 23V* eyrir fyrir hvern dollar? Skattur, sem ekki myndi verða álitinn verðlaunaverður með marg- auknum hlunnindum og margvís- legum réttindum á kostnað þjóð- arinnar, annarstaðar en hér á íslandi, þar sem alt virðist geta gengið án þess við því sé amast. B. H. B.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.