Vísir - 21.07.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 21.07.1915, Blaðsíða 2
V I S I K VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 5-6. Sími 400,— P. O. Box 367. Hvor sigrar? —o— í gær var hér í blaðinu vikið að j því, að Rússar væru í skotfæra- þröng. Það er langt síðan það vitnaðist, að Bandamenn vantaði skotfæri. Þjóðverjar hafa staðið þeim framar í skotfæragerð og þeir hafa Iagt miklu meira kapp á hana, síðan ófriðurinn hófst, en hinir. Englendingar héldu fyrst, að pen- ingarnir mundu ráða úrslitum ófrið- arins. Þeir héldu að Þjóðverjar mundu brátt verða blankir, en svo varð ekki. — Þá hugðust þeir að svelta þá inni, bann?. þeim alla að- flutninga, en það ætlar e'kki að stoða þá neitt. — Nú eru þeir loks komn- ir að þeirri niðurstöðu, að skotfæra- gerðin muni ráða úrslitum, Það er orðið nokkuð síðan, að Bandamenn urðu að fara að spara skotfæri. — Sparnaður þessi bitnar aðallega á Rússum. — Englar og Frakkar hafa lagt Rússum til öll skotfæri, en nú er svo komið, að þeir eru varla aflögu færir. Englar og Frakkar mega ekki hopa að vestan. — Þeír verða að halda stöövum sínum, hvað sem það kostar. — Þeir verða því aðallega að spara skotfærin við Rússa. — Rússar geta hörfað undan; því lengra sem þeir hörfa undan inn í Rúss- land — því erfiðara verður Þjóð- verjum að sækja þá. — Vegurinn að heiman lengist, samgönguskil- yrðin versna, erfiðleikarnir á að- dráttum tífaldast, þegar leiðin tvö- faldast. Þjóðverjar eyða feiknum öllum af skotfærum, bæði á vestur- og austurstöðvunum. — Rússar eyða nær engu og Frakkar og Englar spara sem mest og láta Þjóðverja hafa fyrir að gera áhlaupin. — En á meðan auka þeir skotfæragerð- ina í báðum löndum, sem mest þeir geta. Hvað lengi geta Þjóðverjar aua- ið skotfæragerðina hjá sér. Lloyd Oeorg fer sem hamhleypa um þvert og endilangt England. Hann stjórnar skotfæragerðinni og safnar liði til hennar. Á einni viku safnaði hann 67650 mönnum í við- bót við það sem fyrir var. Um framkvæmdir L. O. í þessum efn- um, segir ítalska blaðið »Messag- Njkomið í Vöruhúsið með s/s Botníu Ijómandi falfeg fataefni, m. a. hin eftirspurðu regnkápuefni. Þeír, sem vilja íaka að sér að skipa upp, flytja inn f hús og aðgreina ca. 125 standard af timbri, sendi hutajét. ,'06£'vx}t5)'yjiy skrifegt tilboð t dag. \b s\uWi\xt \ sudarvvtvtvw. Vikukaup, aufo \)eti\uleavav J\^m aB satta 09 ffí ferð. Hallgr. Tómasson, £a\x$a\)e§ gero«, að með sinni afburða snilli hafi honum tekist, að yfirbuga erfða- kreddur og aidagömul sérréttindi, að kúga þráláta skriffinsku-mót- stöðu og á fáum vikum koma skot- fæiagerðinni í það horf, að undir venjulegum kringumstæðum hefði þurh til þess mánaðavinnu. — Og Frakkar og ítalir láta ekki sitt eftir h'ggja- Þjóðverjar sækja nú á af mikilli ' grimd, bæði að vestan og austan og hella sprengikúlum yf.r féndur sína. — En hvað verður langt þang- að til, að þeir gjalda þeim rauðan belg fyrir gráan? Þjóðverjar f Ameríku Skatiur til Þýskalands. Það er nú komið upp að sendi- herra Þjóðverja og konsúlar í Banad- ríkjunum hafa haldið skrá yf'r alla Þjóðverja í Bandaríkjunum, allar eigur þeirra og allar inntektir þeirra og svo hefir þýska stjórnin heima á Þýskalandi lagt herskatt á þá, 10 prósent af launum þeirra, og 10 pr. af tekjum. Þessir skattaj námu í ágúst og september 300 milj. franka og síðan hafa þeir aldrei farið nið- ur úr þremur milj. á mánuði. Svo myndaði Dr.Dernburg banka- félag til að vinna aftur á aðra banka Þjóðverjum hliðhoila. Þá var það eftir skipunum fjá þýsku stjórninni að Dernburg, 10 döguiri áður en stríðið byrjaði, skrifað öllum helstu Þjóðv. Canada að senda alla sína peninga á banka suður fyrir línuna. Þetta gerðist 14. júlí, svo að þá hafa Þjóðv. vitað af stríðinu. Þá var það í desember að Dr. Dernburg skrifaði þýskum kaupm í Kína, en þeir eru talsins 150 þús. og bauð þeim að senda sér undir eins alla þá peninga, sem þeir hefðu. Þeir sendu þá strax og voru það 75 milj. doll. Sendingin kom lil Californíu nokkum vikum seinua og var leynt í verkfærakössum. H k r, T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. lil 11 Borgarst.skrifst. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alni. samk, sunnd. 8V9 siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími 1.1. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/a-^Va síðd. Póstliúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, tmd. 12-2 a'ímexwwwc^ Hvers vegna? Það er ekki ykja langt síðan að svo kallað borgaralegt hjónaband þótti óviðkunnanlegt eða óviðeig- andi — minsta kosti miklu ófínna heldur en kirkjubrúðkaup, því að það er þó skemtun fyrir fóikið, en inn til fógetans fá ekki aðrir að koma en svaramennirnir með hjóna- efnunum. Því verður ekki neitað, að borg- aralega hjónabandið var ekki sem viðfeldnast meðan allir agnúarnir voru á því, sem löggjöfin og gaml- ar venjur settu á það. Ekki var laust við að það væri hjákátlegt, að sjá fólk auglýst á staurum og »stakkitum« eins og þegar hrossa- mangarar eru að auglýsa markað. Þessu breytti löggjafinn fyrir nokkru. En svo fór með þá laga- smíði eins og margar aðrar á voru þingi. Það er eins og það sé »princip« löggjafanna að smá káka við lög iandsins, en aldrei stíga hreint eða heilt spor í neina átt. Hvers vegna er slíkt þoiað í lög- um, að fólki, sem ætlar að gera með sér borgaralegan hjúskaparsamning, er gert að skilyrðí að fara úr þióð- kirkjunni — að minsta kosti öðrum aðila? Hvað kemur kirkjan siíku máli við. Það er mikil guðs mildi, að menn þurfa ekki að fara að rekast í því, hverrar trúar eða í hvaða kirkjufélagi þeir eru, ef þeir þurfa að gera samninga, sem fyrir geta komið í lífinu. Hvað er hjónabandið annað en borgaralegur samningur, sem þjóðféiagið heimtar af praktiskum ástæðum, ekki síst vegna erfingja og afkomenda? Hvað kemur slíkt kirkju eða kristindómi við ? Eða hver er meining laganna, er þau banna þjóðkirkjumönnum að ganga í borgaralegt hjónaband ? Er það kænlegt bragð til að gera menn sem leiðasta á þjóðkirkjunni? Hvers vegna er svona vitlausum lögum ekki breytt. Civis. í&est al a\x§t\^sa \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.