Vísir - 21.07.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 21.07.1915, Blaðsíða 1
Utgefaadi: H L|U T A F E L A G. Bitstj. JAKOB MÖLLEB SÍMI 400. Skrifstofa og afgreiösla í Hótel Isiaid. SIMI 400. 5. árg ^iðvikudaginn 21. júlí BS15. 121. tbl. Versl Hafnarstræti 14. Nýkomið: Prjónagarn, margir litir, Silki, margar tegundir, Brysselteppi Linolenm » QAMLA bio Bjargað frá glötunarvegi. Kvikmyndasjónleikur í 3 þáttum. Frá alþingi. Ncðri deild í gœr. B. Kr. talaði fyrsiur eftir mið- dagsverð, þá B. J. aftur, en ráðh. og Sveinn Bj. svöruðu. Svo mikið teygðist úr þessum ræöum, að þá varð að gefa stutt matarhlé til kl. 9, með því meira blóð varí kúnni. — Eftir hléð talaði S. E.j fyrst. Kvaðst margspurður um, hverja af- stöðu hann tæki til birtingarinnar í Ingólfi. Hann hefði nú fyrst lýst yfir því í ísafold, að hann ætti ekki þátt í henni, en eftir það hefði sama blað fyrst sakað sig um birtinguna, svo tekið það aftur og loks borið það á sig aftur, svo að gaman væri að geta skygnst inn í sálir stj.manna, er þeir væru að bregða öðrum um heitrof. — Annars hefði hann gefið þessa yfirlýsingu til þess, að síður mætti ausa sig auri fytir þnð og draga þannig athygli frá aðalmál- inu. — Þá (alaði Sig. Gunn. út af því, að einhverjir þm. höfðu vítt mjög dagskrá hans. Tók hann það mjög óstint npp og þótti ráðist á sig persónuiega. Veittist hann fyrst að Sk. Th. fyrir þetta, en Skúli kvað hann dreyma, því hann hefði ekki niinst á hann einu orði. Þá talaði G. H. nokkur orð. — B. J. var dauður, en þóttist verða að mótmæla áburði frá ráðh. um það, að hann hefði komið of nærri hans hátign konunginum. Kvaðst hanu ekki vanur að haga orðum sínum svo, að víta þyrfii, og skyldi ráðherra gæta sinnar eigin tungu, en ekki hans. — J. M. tók nú og að gera upp reikninga, einkum við S. E., en lítt kom mönnum saman um, hvað S. E. hafði sagt um Heiinastj.flokkinn, og féll það mál niður. — Ráðherra svaraði S. E. — Sk. Th. talaði þá stutt. — Flutnm. og ráðh., en seinast rak P. J. lestina með nokkrum oröum um Heimastjórnarflokkinn. Svo kom logn. Var þá komið það hátíðlega augnablik, að greiða skyldi atkvæði eftir þenna tveggja daga slag. Dag- skrá Sig. Gunnarssonar var borin Ennfremur upp með nafnakalli, og mun þykja vert að geyma nöfnin. Já sögðu: Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson, Björn Kristjánsson, Guðm. Eggerz, Hjörtur Snorrason, Jón Jónsson, Sígurður Eggerz, Skúli Thoroddsen, Þorleifur Jónsson, Þór. Benediktss. Nei sögðu: Björn Hallsson, Eggert Pálsson, Einar Jónsson, Guðm. Hannesson, Hannes Hafstein, Jóh. Eyjólfsson, Jón Magnússon, Magnús Kristjánss., Matthías Ólafsson, Pétur Jónsson, Sig. Gunnarsson, Síg. Sigurðssoti, Steíán Stefánsson, Sveinn Björnsson. Ráðherra greiddi eigi atkv., með þvf að hann taldi málið sér svo skylt. — Dagskráin var samþykt með 14 : 10 atkv. og þingsálykt- unartillagan þar með fallin. Kl. var um 11 þegar þelta gerð- ist, og var öðrum málum, sem á dagskrá voru, kipt út, og flýttu menn sér heim. Efrí deild í dag. 1 . m á 1: Frv. um mat á ióð- um og löndum í Rvík. 3. umr. Frv. sarnþ. og afgr. til N.d. 2 . m á 1 : Ullarmat, 3. umr. Framsm. Jósef, var ekki við, en Hákon hafði komið með br.till. og vildi því helst taka málið út af dagskrá. Það varð þó ekki. Br,- till. var samþ. og frv. líka og sent til N d. 3 . m á 1 : Ógilding viðskifta- bréfa, 2 umr. Framsm., K. E., kvað nefndina ekkert finna að efni frumvarpsins. Þó ein lítil efnis- breyting og nokkrar orðabr. — og margt fleira Frv. sþ. með br.till. nefndarinnar og gekk til 3. umr. 4 . m á 1 : Þingsái.tili. um stj.- skrárm. (traustsyfirlýsingin til ráðh.); ein umr. — Karl Einarss. bað um að taka málið út af dagskrá, með því að einn þm. (Jóset) væri las- inn og vegna þess að nú væri tími til að vinna í fjárl.n. með N.d. — B. Þ. var á móti því. Best að láta það ekki eyða meiri tíma, en orðið væri. Forseti kvaðst ekki sjá ástæðu til að taka málið út, j Jósef væri ekki framsm. Karl bað | um atkv.greiðslu, og leyfði fors. það. Urðu þá 6 með því að kippa málinu út, en 4 á móti. Vildu sumir hafa nafnak., en fors. hafði þá þegar ákveðið að kippa málinu j út og taka það inn aftur á morg- | un, ásamt rafveitufrumvarpinu og I frv. um br. á 1. um bæjarstj. á ísaf. Sá fundur hefst kl. 12. Neðri deild í dag. 1 . m á 1: Vörutolisframlenging, 2. umr. — Frmsm. B. Kr. lýsti yfir því, að nefndin féllist á frv. óbr., og sama gerði P. J. fyiir sitt leyti, þótt verðtoilsmaður sé. Hafði ekki trú á því, að tími ynnist til að afgreiða verðtollsfrv. frá þinginu nú. Sama sagði M. ÓI., enda kvað 1 Iiann verst nú að leggja verðtoll á í dýrtiðinni. Einnig kostnaður að breyta iii. — B. J. þótti verð- tollsmennirnir bregðast illa. Tím- inn sé nógur, enginn segi: »FIýttu þér«, en ailir: Vandaðu þig«. Megi framlengja vörutollinn, .en semja verðtollslögin og láta þau taka við á eftir. Sv. B. tók enn í MYJA BSQ Bróður- kærleiki. Sjónleikur í 2 þáttum eftir Alphonse Daudet hinn heimsfræga franska rit- höfund og skáld. Aðalhutverkin lelka hin fagra leikkona frú Róbinne (frá Comedie Francaise) og Andre Simon. Frá Landsímanum. Landsímastöðin á Ospaks* eyri er lögð niður frá deginum í gær að telja. Reykjavík 21. júlí 1915 O. Forberg. streng með P. J. — M. Kr. kvaðst ekki fá það sem hann vildi, verð- tollinn, en eiíthvað yrði að fá, og gæti hann þó ekki verið með vöru- tollinum, og því ekki greiða atkv. — Frmsm. talaði aftur með vöru- tollinum og E. P. með óbeinum sköttum yfirleitt. Kvað leitt að þurfa að vera með þessar eilífu framlengingar; betra að koma sér niður á eitthvað fast, fylgdi M. Kr. í því, að greiða ekki atkv. Enn talaði B. H., og var svo frv. samþ. með 14 gegn 2 og vísað til 3. umr. með 18 samhlj. atkv. 2 . m á 1 : um dómþinghá í Öxnadals- og Árskógshreppum, vísað til 2. umr. í einu hijóði. 3 . m á I. Um landhelgisvarnir. Frmsm. Sk. Th. áleit landhelgis- varnir ófuilnægjandi. Danir gætu iátið »Fálkann« ganga yfir í flot- ann og smíðað fallbyssubáta 4—5 í staðinn. Áleit reyndar að okkur sjálfum myndi ekki ofvaxið að kosta þetta. En efaðist um að Danir vildu leyfa oss sjálfum að hafa á hendi landvarnir, en geti ráðherra ábyrgst að Danir leyfi slikt, þá tnunum við hæglega geta tekið lán með tilstyrk iandhelgissjóðs, svo að við jafnvel gætum fengið bátana bygða á næsta ári. Ráðh. kvaðst því miður ekki geta svarað fyrirsp. um það, hvortDan- ir myndu leyfa slíkt, en kvaðst fús á að gera fyrirspurn um það ef þingm. æsktu. Kvaðst annars ekki álíta tillögu frms.m. um dönsku fallbyssubátana heppilega, ekki vel samrýmanlega við sjálfstæðistal vort hið mikla. B. Jónsson. Kvað Dani ekkert varða um landhelgisvarnir vorar. ! Vildi helst sjá »Fálkann« sendan Framh. á 4. síðu. Glervara margskonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.