Vísir - 17.08.1915, Blaðsíða 2
V 1 S I R
VISIR
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi.
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrífstofa á sama stað, inng. frá
Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
id. 5-6.
Sími 400.— P. O. Box 367.
Frá Þjóðverjum
>Þótt djöflum væri veröld fyllt*.
Á þessum tímum mun eitt al-
þekt tilsvar Lúters hafa læst sig inn
í minni margra manna. Þróttarorð
hans um djöflana í Worms, er
megnuðu eigi að Iama orku hans
eða framkvæmdir, þótt þeir væru
heil hersveit (legio) að tölu. Lýs-
ing á hugarfari Þjóðverja þessa dag-
ana ætti að hafa þetta svar að ein-
kunnarorðum, ritað með eldletri á
himin þann, sem hvelfist yfir þrauta-
baráttu Þjóðverja fyrir lífi sínu.
Óviðjafnanleg sýn er hún, einstök
aðstaða í sögu allra þjóða. Aldrei
hefir nokkur þjóð ratað í þyngri
raun, aldrei hefir heimurinn séð
shkan Iiðsmun sem hér. Hér má
á ný sjá afreksmanninn umkringd-
an af óvinum þeim, er höfðu lengi
óttast afl hans í Ieyni, en stækkuð
er nú þessi gamla sýn úr hófi. Nú
er kominn sú stund, er þeir vilja
standa yfir höfuðsvörðum hans.
En afreksmaöurinn æðrast eigi
og Iætur sér hvergi bregða, þótt
þeim fjölgi, sem á hann ráða, og
þéttist árásarskarinn. Tök hans á
vopninu verða aðeins fastari og
fastari.
Sú er ætlun mín, að hver sá, ;
sem dvalið hefir í Þýskalandi þessa
stríðsmánuði, hafi fengið svo sterka
trú á lífsþrótti þjóðarinnar, að hún
muni seint raskast. Sú trú mun :
ósjálfrátt festa rætur í hug hans,
að þessi þjóð verði eigi feld, eða
að minsta kosti komi óvinaskarinn
þar í fulla raun.
Því að eg trúi því eigi, að fljótt
vinnist bugur á þýskum þrótti og
anda, Eg nefndi áður, hversu ójafn-
an leik þeir eiga Þjóðverjamir, þar
sem þeir berjast fyrir lífi sínu. En
þar var átt við liðsmun eingöngu.
Sé nú Iitið á málið frá hugarauðs
hliðinni, þá verður styrkleika hlut-
fallið öfugt. í þessum miklu reikn-
ingsskilum munu Þjóðverjar ráða
yfir mestu liði þegar á er litið frá
hlið hugarauðsins, og yfir flestum
hjálparlindum. Þetta mun jafnvel
hver haturblindur Þjóöverjafjandi
játa, þegar af honum bráir.
Andlegur heimssigur Þjóðverja er
þegar framkvæmdur hlutur. Hvar
sem mannsandinn fer og hvert sem
hann leitar, þá rekst hann á ávöxt-
inn af þýskri vinnu. Það mun
tæplega ofmælt, að hvar sem h u g s-
að er nú á tímum, þá er ósjálf-
rátt farið með árangurinn af þýskri
sannindaleit og þekkingarþrá. Of
langt yrði [að Iýsa þessu til hlítar,
enda er það eigi ætlun mín með
þessum línum. Eigi þarf annað en
að nefna eina andans starfsemi Þjóð-
verja, til þess að skilja, hversu víð-
faðma hann er, eg á við trúfræð-
ina. Allir vita að biblíurannsóknir
nútímans byggja á þýsku andans
starfi, bæði hin trúaða og hin rök-
dæma rannsókn. Ef samanburður
er gerður á sannleiksást og hlut-
lausri gleggni í þessu starfi, þá má
nálega svo að orði kveða, að t. d.
nútímans England liggi inni í full-
kominni andlegri dimmu.
Á öðru sviði en á sviöi vísind-
anna er Þýskaland einkum það
súrdeig, sem sýrt hefir heiminn: í
sönglist. Þetta nægir að nefna, og
allir játa það satt vera, jafnvel á
þessum rangeygðu tímunm. Hvar
sem menningarlöndin gefa sig við
sönglist hvílir hún á herðum Þýska-
lands.
Hvað á England til sem jafnast
megi við þetta ?
Eg hygg að öllum munu vera
Ijóst, að slíkt stórveldi verði eigi
unnið með vopnum, hvað þá »mol-
að sundur«.
Og nú á þá að reyna styrkleik-
ann í armi Sigurðar sveins.i
Þótt orð Lúters sé á þessum tím-
um orðin geigvænlegur sannleiki,
þá mun þó nú síðustu vikurnar
önnur sýn verða mönnum engu ó-
hugstæöari. Frægt atriði úrRagna-
| rökkri, viðskifti þeirra Sigurðar og
i Högna hjá Rín.
| Vafalaust er eddukvæða hetjan
Sigurður Fofnisbani hin fremsta og
helsta ímynd þróttar og hugargöfgi
Þjóðverja, einkum svo sem Richard
Wagner hefir me.tlað hann og lýst
honum. Ungur og bjartur afreks-
maðurinn stendur þar andspænis
Högna, lágvöxnum og skuggaleg-
um og er þar ærinn mannamunur.
Högni hafði skömmu áður svarist
í fóstbræðralag við hann, en situr
nú um færi til þess að koma á
hann lagi á þann stað, sem vopn
bitu.
Má vera að þessi sýn hvarfli nú
hinum betur mentu og drenglynd-
ari mönnum í fyrverandi sambands-
ríki Þjóöverja, Ítalíu fyrir augum,
því vel þekkja þeir Wagner og
meta hann mikils.
vel muna menn að níðingsverk
Högna hins skapdimma manns,
leiddi eigi til þess, sem til var ætl-
ast, að hann kæmist til valda. Það
atriði mundi og eiga viö viðburði
stríðsins, þá er þeir koma fram.
Ragna Jacobi.
* *
Þessi grein hefir nýlega staðið í
norsku blaði og er sett hér til þess
að menn sjái einnig eitthvað af því,
sem vel er ritað um Þjóðverja.
^xí úUóxxdum.
Frá Warschau.
Ensk blöð segja svo frá, að Rúss-
ar hafi yfirgefið Warschau bardaga-
laust og sprengt upp brýrnar yfir
Weichsel að bakisér; þeir hafi flutt
burtu öll hergögn og allar skotfæra-
birgðir. —
Það er játað, að taka Warschau
sé mikils verð fyrir Þjóðverja;
einkum þó til hughreystingar þjóð
inni og sömrleiðis geti hún haft
áhrif á afstöðu hlutlausra þjóða.
En litla þýðingu telja þau fall
bor^arinnar hafa fyrir úrslit ófrið-
arins. — í því efni sé það aðal-
atriðið, að rússneski herinn sé
óbugaður, og óhætt sé að treysta
fullyrðingum Rússa um að Þjóð-
verjum muni ekki takast að yfir-
buga þá. — Þjóðverjar geti ekki
sent Iið af austurstöðunum, þótt
Warschau sé tekin, þeir verði að
halda áfram að elta Rússa inn í
landið, og sá tíma sem vinst við
þetta, til undirbúnings fyrir banda-
menn Rússa, er meira virði en
Varschau.
Rússar á Svartahafinu.
Rússar hava sett sér að hreinsa
Svarta-hafið og eyðileggja öll tyrk-
nesk skip, sem þar fyrirfinnast. —
Með því ætla þeir aö sjá fyrir því,
að engir aöflutningar eigi sér stað
sjóveg til Konstantinopel, frá öðrum
hlutum Tyrkjaveldis. — Þeir hafa
því látið tundurspilla sína rekja
tyrknesku ströndina og eyðileggja
livert skipi og hvern bát, sem orðið
hefir á vegi þeirra og brenna allar
skipasmíðastððvar. AIs hafa teir
ónýtt um 900 fleytur fyrir Tyrkjum.
Bissing kallaðar heim.
Belgiska blaðið »Echo Belge«,
slcýrir frá því, að Þýskalandskeisari
hafi kallað Bissing hershöfðingja
heim og að því sé fagnað um alla
Belgíu. Bissing hefir verið lands-
stjóri í Belgíu síöan í fyrra haust.
Enskp skipi sökt-
Þýskur kafbátur sökti nýskeð
enska gufuskipinu »Iberian«, um 4
þús. smálestir að stærð. Skaut hann
fyrst á það með sprengikúlum og
urðu þær sex mönnum að bana, en
átta særðust, þar á meðal 2 Banda-
ríkjamenn.
T I L MINNIS:
Baðhúsið opið v, d. 8-8, ld.kv. lil 11
Borgarst.skrifjt. í brunastöð opin v. d
11-3
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. SV9 siðd,
Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl. 11-1.
Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3
Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og4-7
Náttúrugripasafnið opið lVj-21/., siðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd 9-1
Samábyrgðin 12-2 og 4-b.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. IO-4v. d
Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartimi 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. hnd. 12-2
1,695,000 herteknir
menn.
Þjóðverjar skýra frá því, að um
síðastliðin mánaðamót hafi tala
hertekinna manna í Þýskalandi og
Austurríki og Ungverjalandi verið
um 1,695,000 manns. Þá höfðu
Þjóðverjar og tekiö að herfangi 7
—8000 fallbyssur og 2—3000 vél-
byssur.
Nýtt ríkislán í Danmörku.
Danska stjórnin ætlaði að taka
60 milj. kr. ríkislán innanlands. En
þegar frestur sá var útrunninn, sem
menn höfðu til að skrifa sig fýrir
lánum, kom í ljós að ekki hafði
boðist nema 35 milj. kr. Þaö sem
á vantar Ieggja bankarnir í K.höfn
fram.
Samskotasjóður prinsins
af Wales
var orðiun 5,431,671 sterlingspd.
6. þ. m., þá ársgamall. Úr honum
hafa verið veitt 2,395,000 steri.pd.
til líknar bágstöddum.
Ráðuneytið í Japan biður
um lausn.
Ráðuneyti Japanskeisara bað um
lausn 1. þ. m. Höfðu stjórnarand-
stæðingar borið á innanríkisráöherr-
ann að hann hefði beitt mútum við
síðustu kosningar.
Talið var að Oyama prins yrði
falið að mynda nýtt ráðuneyti.
Harden í útfegð.
Nýkomin ensk blöð hafa það
eftir fréttariturum í Kaupmar.nahöfn
að Maxinulian Harden, ritstj. »Die
Zukunft«, sé kominn til Norður-
landa og hafi orðið að flýja land.
Harden er einhver frægasti blaða-
maður Þýskalands. Hefir hann oft
gengið í berhögg viö þýska höfö-
ingja og sagt þeim tii syridanna.
Hann hafði nýlega ritað grein um
ftali í blað sitt og hælt þeim fyrir
að ráðast á sinn forna fjanda, Aust-
urrfki, og er það talin ástæðan til
þess, að hann varö að flýja
úr landi.