Vísir - 28.08.1915, Page 2

Vísir - 28.08.1915, Page 2
V i S I R VISI R Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng, frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá ld. 5-6. Sími 400.— P. O. Box 367. reykja allir vandlátir tóbaksmenn Frá Balkan. Kröfur Búlgara. í síðuslu blöðum frá útlöndum er ekki hægt að sjá, hverju fram víndur á Balkan. Þó er auðsætt, að bandamenn reyna af fremsta megni að fá Balkanríkin í lið með sér, en Þjóðverjar að fá þau til að sitja hjá meðan á ófriðnum stend- ur. Báðir aðiljar lofa öllu fögru, °g leggja einkum fast að Búlgaríu. Virðist alt undir því komið, hvernig hún snýst í málinu. Radoslavoff forsætisráðherra í Búlgaríu hefir átt tal við blaðamann frá Bandaríkjunum og skýrt frá samningaumleitunum, sem nú standa yfir, og hvers Búlgaría krefjist. Hon- um farast orð á þessa ieið: Búlgaría er við því búin og bíð- ur færis að taka þátt í þessari styrj- öld. Hún mun gera það jafnskjótt, sem hún fær tryggingu fyrir því, að þjóðin nái því takmarki, sem hún stefnir að, því sem sé, að öll lönd, sem Búlgarar byggja, verði eitt ríki. Búlgaría sælist mest eftir því, að fá Makedoníuhéruðin frá Serbum. Þar búa l]/2 milj. Búlg- ara, og þau lönd áttum vér að fá í okkar hlut eftir ófriðinn við Tyrki. Og vér eigum enn þá tilkall til þessara héraða sakir þess, að meiri hluti íbúanna eru Búlgarar. Þegar bandamenn (Rússar, Frakkar og Eng- Iendingar) geta fært oss heim sann- inn u<n, að Búlgaría fái þessi héruð aftur og sömuleiðis þær sveitir, sem vér eigum tilkall til hjá Grikkjum og á öðrum stöðum, þá munum vér fúsir á að ganga í lið með þeim og erum við því búnir. En loforðin um það verða að vera ský- Iaus og tvímælalaus. Vér látum oss ekki nægja nein pappírsloforð. Búlg- arar fást ekki til að úthella blóði sínu enn á ný nema þeir hafi fulla vissu fyrir því, að þjóðin nái því takmarki, sem hún stefnir að. Nýkömið til B. K.: ‘Jlauel soöd m\sUt. 6x$oxös- ÍSv’\sVta\x. ^ exfcxx\ax\x\asfcuxt\xU\x. Því miður getum vér ekki fengið kröfum vorum fullnægt með því að taka herskildi þau lönd, sem oss finst vér eiga að réttu. Aðrir verða í þess stað að láta þau af hendi við oss fyrir liðveislu vora í styrjöldinni. Það er ekkert launungamál, að vér höfum tekið á móti tilboðum frá báðum hliðum og átt í samn- ingum við báða málsparta. Með því móti finst oss vér helst mun- um fá kröfum vorum framgengt. Bandamenn vilja fá oss til að taka þátt í ófriðnum með sér. Þeir vilja fá alian her vorn á vígvöllinn. Heimurinn þekkir hreysti og hug- prýði hermanna vorra. Þjóðverjar, Austurríkismenn og Tyrkir biðja oss að eins um að sitja hjá þangað til ófriðnum sé lokið. En oss er satt að segja óljúft að lofa því. Vér vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sínu oss til handa. Vérget- um lofað að sitja hjá nokkurn tíma enn þá, en þaö væri óviturlegí, að binda sig til styrjaldarloka. Hvort vér sitjum hjá eða grípum til vopna er undir því komið, hvor leiðin færir oss að takmarkinu. Sum stórveldanna eru hrædd um það, að ef vér göugum í lið með bandamönnum og björgum þeim hjá Hellusundi, þá munum vér ekki láta oss nægja minna en að fá Miklagarð. Sá ótti er ástæðulaus. Búlgarar eru smáþjóð og hugsar ekki svo hátt. Samlandar vorirbúa heldur ekki þar. En fáið oss aft- ur Makedoníu, þá munum vér berj- ast sem best vér kunnum. Hvað Serbar segja. Blöð Sebra taka ekki óliðlega í kröfur Búlgara. Sum þeirra segja að ef samkomulag eigi að komast á á Balkan, verði það að ná lengra en til leiðréttingar á landamærum á á einum stað. Þau segja einnig að Búlgarar eigi ekki eins skýlaus- an rétt til Makedoníu og þeir haldi, því að Serbar séu fjölmennir í þess- um héruðum. Fréttaritari »Times« símar frá Nish 14. þ. m. að stjórnin í Serbíu muni ekki daufheyrast við kröfum Búlg- ara. Segir hann að mikils metinn stjórnmálamaður þar syðra bafi tal- ið Iíklegt að hægt væri að ráða j mál þetta til skjótra lykta. j Eitt af blöðum stjórnarinnar, seg- ir að Serbar megi treysta því að bandamenn muni ekki hafa komið fram með aðrar uppástungur við Búlgaríu en Serbar megi vel við una. Ekki vissu menn hvernig Grikkir mundu taka kröfum Búlgara, því þar stóðu til stjórnarskiíti þá daga. Lík- lega munu þeir ófúsir á að láta lönd af hendi. Þýskur kaíbátur í írlandshafi. Snemma morguns, 17. þ. m., vöknuðu íbúarnir í Whitehaven við Solway-fjörðinn við vondan draum. Var verið að skjóta á borgina og þótti mönnum það undarlegt, þar sem þeir áttu ekki von óvinaskipa við vesturströnd Bretlands. Þarna var þá komínn þýskur kafbátur. Skaut hann á Whitehaven og næstu þorp í klukkutíma, og hvarf síðan brott. Eldur kom upp í nokkrum húsum, en var slöktur von bráðar | Enginn maður beið bana við skot- { hríð þessa. Pósihúss-uppbótin. Eg gekk mér til skemtunar niður í Alþingishús fimtudaginn 19. ágúst, T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifit. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/ji-21/,, síöd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-b. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vifilsstaðahælið. Hcimsóknarthni 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. jrd. fmd. 12-2 því eg var lasinn og gat ekki sint mínum venjulegu störfum. Af tilviljun einni barst eg inn á áheyrendapalla efri deildar. Þar gafst mér vel á að líta og ekki síð- ur að heyra, en þó ætla eg sér- staklega að minnast á það, sem mér þótti miður fara, heldur en hitt, sem mér féll þar vel í geð. Þar voru til umræðu ýmsar fjár- veitingar, þar á meðal beiðni frá smiðum þeirn, sem tóku að sér pósthúsbygginguna, um að þeir fengju auk hinnar umsömdu fjár- upphæðar fyrir mannvirki þetta upp- bót, sem svaraði því, hvað flutn- ingskostnaður á byggingarefnununi varð meiri sökum ófriðarins, sem skall á áður en þeir voru búnir að koma þeim til staðarins. Að því er mér virtist, þótti þingmönnunum þetta mjög sanngjörn krafa. En eg lít töluvert öðruvísi á málið, og vonandi gera það fleiri, sem skoða málið frá skynsamlegu sjónarmiði. Eftir því sem eg komst næst, var þetta tilfinningamál þingmannanna. Einn þeirra t. d. komst að orði eitt hvað á þessa leið : Þar eð póst- hússmiðirnir heföu leyst þetta verk svo prýðisvel af hendi, sem raun varð á, þá væri hreinasta skömm að því fyrir þingið, að taka ekki kröfu þeirra til greina. Þessu er því að svara: Það var ekkert nema bein skylda þeirra að gera húsið svo, að það væri með öllu óaðfinn- anlegt, með því líka að þeim var ekki annað hæct, þar sem þar til hæfur eftirlitsmaður frá stjórninni var stöðugt við bygginguna meðan á henni stóð, til þess að engin svik gætu átt sér stað. Mér finst því engin ástæða til að verðlauna þá fyrir það, að hafa engin svik í frammi undir jafn sterku eftirliti. Það hefði getað orðið álitamál, hefði þeim verið trúað fyrir byggingunni án þess sérstaklega að kosta eftirlitsmann. Það má vel vera að sumt bygg- ingu þessari viðvíkjandi hafi orðiö dýrara en byggingarmennirnir gerðu ráð fyrir. En mér er spurn: Hvaða skynsemi eða fyrirhyggja er í því fólgin, að taka að sér aö byggja svona stórt hús eftir samningi upp á það að þurfa að fá uppbót þó það verði 1—2 þús. kr. dýrari, en gert var ráð fyrir í byrjun. Því hver einasti maður, sem einhverntíma hefir fengist við eitthvað því líkt, veit það, að ófyrirsjáanleg óhöpp geta jafnan valdið töluverðum kostnaðar-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.