Vísir - 01.09.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 01.09.1915, Blaðsíða 2
V t S 1 R VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kf. 5—6. Sími 400.— P. O. Box 367. Dýrtíðaruppbót starfsmanna landsins. Þá er framkornið frá bjargráða- nefndinni frumvarpið um dýrtíðar- uppbót handa embættis- og sýslun- armönnum landssjóðs, og er þaö á þessa Ieið: 1. gr. Meðan verðhækkun sú, sem nú er á lífsnauðsynjum, stendur eða breytist eigi að verulegum mun, veitir landssjóður embættis- og sýsl- unarmönnum sínum dýrtíðaruppbót eftir þeim reglum, er í lögum þess- um greinir. 2. gr. Þeir, er fyrir fleirum hafa að sjá en sjálfum sér, skulu fá upp- bót sem nú skal greint: 1. Þeir, er hafa í árslaun undir 500 kr., 30% af launahæðinni. 2. Þeir, er hafa í árslaun frá 500 —1000, 20% af launahæðinni. . 3. Þeir, er hafa í árslaun 1000— 1500, 15% af launahæðinni. 4. Þeir, er hafa í árslaun 1500— 2000, skulu fá 10% af launa- hæðinni. 5. Þeir, er hafa í árslaun 2000— 2500, skuiu fá 8% af launa- hæðinni. 6. Þeir, er hafa 2500—2800 kr. í árslaun skulu fá 5% af launa- hæðinni. Auk þess skulu greiddar á ári 15 kr. fyrir hvert barn undir 16 ára aldri, er embættis- eða sýslun- armaður á að framfæra; þó aldrei meira en 75 kr. til hvers. 3. gr. Þeir, sem eigi hafa fyrir öðrum en sjálfum sér að sjá, skulu fá dýrtíðaruppbót eftir þeim reglum, er hér segir: 1. Þeir, er hafa árslaun undir 500 kr., 20 prc. af launahæðinni. 2. Þeri, er hafa 500—1000 kr., skulu fá 15 prc. af launahæð- inni. 3. Þeir, er hafa 1000—1500 kr., 10 prc. af launaupphæöinni. 4. Þeir, er hafa 1500—1800 kr., skuiu fá 7 prc. af launahæðinni. 4. gr. Dýrtíðaruppbót veitist eigi þeim, er jafnframt lífa af fram- leiðslu, hvort sem hún er af Iand- búnaði, sjávarútvegi, iðnaði, verslun eða annari atvinnu. Nú hefir maður á hendi embætti eða sýslan í sambandi við önnur störf, er tekjur gefa, svo sem bók- mentastarfsemi, málflutningar, Iækn- ingar, kensla, búðastörf o. s. frv., eða hann nýtur styrks úr opinberuni eða einkasjóðum eða öðru sííku, og fær hann þá eigi dýrlíðarupp- bót, nema tekjur hans samanlagðar verði eigi hærri en svo, að dýrtíð- aruppbót fylgi þeim samkvæmt lögum þessum. hmbættismenn þeir eða sýslunar, er aukjatekjur hafa af embætti sínu eða sýslun, eða því fylgir ókeypis húsnæði, eldsneyti, ijósmeti eða önnur slík hlunnindi, fá því að eins dýrtíðaruppbót, ef launin samanlögð við hlunnindi þessi, metin til pen- inga, ná eigi þeirri upphæð, er úti loki dýrtíðaruppbót samkvæmt 2. og 3. gr. Nú gegnir maður fleirum em- bætturn eða sýslan í senn, og skal þá leggja saman laun og hlunnindi, er báðum eða öllum fylgja, enda verður þá engin dýrtíðaruppbót veitt, nema sainanlagðar tekjur af stöðunum nái eigi þeirri upphæð, er dýrtíðaruppbót útiloki samkvæmt 2. og 3. gr. Nú hefir kona embættis- eða sýslunarmanns tekjur, af hverju sem er, og skulu þær lagðar við tekjur bónda, og dýrtíðaruppbót til þess heimilis reiknast eftir samanlagðri tekjuupphæðinni. Nú gegnir kona embætti eða sýslan, og koma þá tekjur bónda hennar á sama hátt til greina, er reikna skal dýrtíðaruppbót handa henni. 5. gr. Dýrtíðaruppbót samkvæmt lögum þessum kemur eigi til álita, er reikna skal biðlaun eða eftirlaun embættismanna. 6. gr. Stórnarráðinu veitist heim- ild til að verja alt að 1000 kr. á ári til dýrtíðaruppbótar handa starfs mönnum þess. Til presta he'milast btjórnarráðinu að veita í dýrtíðaruppbót, alt að 3000 kr. á ári, eftir tillögum bisk- ups. Til héraðslækna má Stjórnarráðið enn fremur veila alt að 3000 kr. á ári, eftir tillögum landlæknis. Meðal starfsmanna landsímans og talsíma þeirra, er landssjóður rekur, skal Stjórnarráðið, eftir tillögum landssímastjóra, skifta upphæð, er nemi 16 prc. af samanlögðum laun- um þeirra, er hafa alt að 1800 kr. í árslaun. Aðrir símamenn lands- ins fá uppbót eftir 2. og 3. gr. laga þessara. 7. gr, Stjórnarráðið úrskurðar öll mál, er í lögum þessum greinir, og verða þau eigi borin undir dómstólana. 8. gr. Lög þessi öölast gildi 1. dag þess mánaðar, er næstur kemitr eltir að þau hafa fengið staðfestingu konungs. axsHusnvca Dýrtíðin og alþmgi. Það er ekki ofsagt, að íbúar höf- uðstaðar lands vors standi á önd- inni út af því, hverjar ráðstafanir alþingi muni gera til að firra þá og aðra landsmenn hungursneyð á komandi vetri. Hvar sem maður mætir manni, er umræðuefnið þetta sama: Hvað ætlar þingið að gera? Og flestir vona, að það geri eitt- hvað. Margir spá, að það verði eitthvert kák, og enn aðrir, að það muni ekki gera neitt. Það hefði nú ekki verið úr vegi, að bæjarstjórnin okkar hefði haft einhverjar tillögur eða áskoranir til þingsins tilbúnar í tagka tíð, svo al- menningur hefði getað verið búinn að mynda sér einhverja stefnu í þessu dýrtíðarmáli, því svo mikil ást og umhyggja fyrir hinum »hátt- virtu kjósendum® skín út úr þeim í hvert sinn, er kosningar fara fram hér í borginni; þetta vitum við allir. En hingað til hefir exki heyrst, að bæjarstjórn eða borgarstjóri hafi gert nokkuð í þessu efni svo opin- bert sé, en vera má það þó, því oft er það svo um stórmál þessa bæjar, að um þau veit enginn maður utan fáeinir »útvaldir« fyr en þau eru á enda kljáð, Nú liggja fyrir þinginu þrjú frumvörp, sem öll miða að því að létta dýrtíðarbyrði alþýðunnar, það eru frumvörp Sveins Björnssonar, dýrtíðarnefndarinnar og Guðm. Björnssonar. Hvað lagi nú nær en að bæjar- stjórnin segði opinberlega álit sitt um þessi frumvörp og að hverju leyti ætti að breyta þeim, ef breyta þarf, og legði fast að þinginu að koma þeim í framkvæmd? Ekkert. — Og félög bæjarins. Hvað væri sjálfsagðara en að þau héldu fundi tii að ræða þessi mál, og sendu þinginu álit sitt um þau? Ekkert. — Það er skylda bæði bæjarstjórnar og félaganna í bænum að láta í ljós eindreginn vilja sinn á því, að þingið sinni þessum málum fremur öðrum málum; krefjast þess, að þingmenn þjóðarinnar hugsi ekki eingöngu um hagsmuni bænda á kostnað kaupstaðabúa, og að þeir sýni það í verkinu, að þeir eru menn til að standa í öðrum stór- ræðum en flokkarifrildi. Þingið verður að sjá landsmönn- um fyrir nægum og ódýrum forða meðan þessi óöld geysar, og láta það mál ganga fyrir öðrum málum. Ekki með því, að skipa gagns- lausa velferðanefnd, heldur með því að birgja iandið upp með úllendri vöru og teppa að einhverju leyti út- flutning innlendrar vöru. Þingið verður að banna útflutn- ing á 3. flokks fiski og lifandi sauðfé, og gera ráðstafanir gegn hinu gegndarlausa verðlagi, sem nú er á íslenskum vörum. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifit. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargialdk. L ufásv. Ul. 1 J-3 og 5-7 v d Islandsbanki opinn 10-4 K. F. U. M. A)m. sinik. smind 8'/, siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.t mi kl. 11-1 Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssínunn opinn v. d. daglangt (8-y) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Satnábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskriístofurnar opn. 10-4 v. d Vífilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. tmd. 12-2 Almenningur veit, hvað aðrar þjóðir gera, bæði landstjórnir og bæjarstjórnir og þingmönnum er það ekki síður kunnugt. Hér eru engar afsakat.ir fyrir hendi; dæmi annara þjóða eru deginum Ijósari. Við verkamenn viljum hafa kjöt og fisk og aðrar afurðir fyrir skap- legt verð, og engar vífilengur né útúrdúra. Og krefjumst skjótra og góðra afskifta þingsins af þessu dýrtíðar- máli. Reykjavík 30. ágúst 1915. Ágúst Jósefsson. Fyrirspurn. Getur Vísir frætt m>g á, hvort bifreiðarnar hér í bænum hafa á- kveðna t a x t a fyrir ferðir til staða hér í nánd, og hvort eftirfarandi gjald sé honum samkvæmt? Eg fór í gær — sunnudag — ásamt 3 persónum öðrum (viö vor- um 4) í bifreið (frá Gunnari Gunn- arssyni, að eg held) u p p a ð Baldurshaga. 4 manns er fullfermi í bifreið. Mikið er um ferðalag upp í þelta svæði á sunnu- dögum, svo að bifreiöar eru á þeys- ingi fram og aftur. Við spurðum ekki fyrirfrym um það, hvað farið kostaði (upp að Baldurshaga og til baka) og þóttumst því tilknúðir að borga það, sem bifreiðarstj. krafði er við komum aftur til en það var: 2 0 — — k r ó n u r (5. kr f. okkur um, bæjarins - t u 11 u g u manninn)! Reykjavík 30. ágúst 1915. Búi. Svar. Bifr.fél. Rvíkur tekur 9 krónur fyrir bifreið upp að Baldurshaga, fram og aítur, viðdvalarlaust, en 4 kr! um klukkutímanri meðan staðið er við. — Ef menn vilja dvelja um Iengri tíma á staðnum, geta menn lálið bifr. fara til Rvíkur og sækja sig seinna og kostar ferðin þá 14 kr. — (9+5 kr.). Þetta er taxti Bifr.félagsins, en hvort nokkur almennur taxti er til, er oss ókunnugt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.