Vísir


Vísir - 05.09.1915, Qupperneq 2

Vísir - 05.09.1915, Qupperneq 2
V i S 1 R VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtais frá kl. 5-6. i Símí 400.— P. O. Box 367. S a m t ö k og undirróður Þjóðverja í Bandaríkjunum. Sendlherrasveitln við máiið riðin. í sutnum blöðum í Bandaríkjun- um fóru að birtast um miðjan f. m. greinar um ýmislegt athæfi Þjóð- verja og Þjóðverjavina þar í Iandi, sem þau segja að miði til þess, að að koma á stað innanlandsóeirðum í Iandinu og stofna ríkinu í hættu. Fer hér á eftir útdráttur úr nokkr- um blöðum. Providence Journal skýrir frá því 15. f. in. aö stjórnin í Washington hafi fengið gögn í hendur sem sýni það, að vegabréfafalsanirnar í vetur hafi verið framkvæmdar af þýskum for- ingja við sendiherrasveitina þýsku í Washington og að listinn yfir for- ingja þá sem senda átti til Þýska- lands með fölsuðum vegabréfum, hafi komið frá þýsku stjórninni. Efstur á þeim lista var Horn kap- teinn, sem sprengdi í loft upp járn- brautabrú á landamærum Banda- ríkjanna og Kanada, í haust er leið. En Horn játaði síðar að hann hefði gert það eftir skipun frá æðri stöðum. Blaðið lýkur sögu sinni á þessa leið: Bandaríkjastjórnin getur ekkl látið lengur afskiftalausar tilraunir þessara manna (Þjóðverja og þeirra vina) til aö múta verkamönnum til að gera verkföll og kóma á stað uppreisn og tilraunir þeirra til að koma Bandaríkjunum í ófrið við Mexiko, og tilraunir þeirra til að drepa hesta og múlasna í New Orleans á eitri. Sama dag byrjaöi New York blað- iö World að birta bréf og skilríki um samtök Þjóðverja. Flutti það blað þriggja blaðsíðu frásögn um samtökin og fer um þau svofeldum orðum: — I dag byrja að koma út greinar hér í blaðinu, sem sýna í fyrsta sinn undirróður og fyrirætl- anir þýsku stjórnarinnar hér í Iandi. Vér höfum komist yfir bréf sem sýna það, svo ekki verður í móti mælt, að embættismenn þýsku stjórn- arinnar hafa ekki einungis bruggað ráð hér í Iandi gegn óvinum sín- um, heldur einnig oft og einatt gegn friði og heill Bandaríkjanna. Það sem mestum undrúm sætir er Umsóknir um styrk úr eMistyrktarsjóði Reykjavíkur skal senda borgarstjóra fyrir lok septembermánaðar. Rita skal umsóknirnar á eyðublöð, sem til þess eru gerð og fást á skrifstofu borgarstjóra, hjá fátækrafulltrúunum og prestunum. Styrknum verður úthlutað í októbermánuði og koma 6300c krónur til úthlutunar. Borgarstjórinn í Reykjavík, 14. ágúst. 1915. K. Zimsen. það, að Bethmann-Hollweg kansl- ari hefir átt þátt í þessu ráðabruggi. Blaðið skýrir frá því, að helstu frumkvöðlar samtakanna í Banda- ríkjunum séu þeir Bernstoff greifi, sendiherra, von Papen kapteinn og Dr. Albert fjármálaráðunauturþýsku stjórnarinnar í Bandaríkjunum. Menn þessir hafa gnægð fjár og telur blaðið að þeir muni að jafnaði þurfa að eyða 2 milj. dollam á viku til að koma fyrirætlunu sínum í framkvæmd. Eitt af því sem þessir menn höföu á prjónunum, var aö ná tökum á blöðum í Bandaríkjunum, stotna ný blöð og sjá þeim fyrír fréttum, leigja menn til að ferðast um landið til að koma á stað innanlands óeirömn og gefa út bækur í því skyni. Blaðiö segir að menn þessir lán safna áskorunum um að banna vopna og skotfæra útflutning til bandamanna, en í bréfunum sjáist að þeir hafi á laun látið byggja vopnasmiðju, þar sem smíðaðar séu sprengikúlur, sem senda á til Þýslca- lands. Ekki er þess þó getið, hvernig eigi að koma þeirn þangað. Næsta dag birti »World« fleiri bréf og sögur. Sést á þeim að Þjóð verjar höföu komið af stað verkfall- inu í vopnaverksmiðjunum í Bridge- port og reynt að kaupa verksmiðj- urnar. F-itt bréfið er frá umboðsmanni Dr. Alberts í Chicago. Eru þar lögð á ráð um það hvernig hægt sé að kaupa fiugvélaverksmiðjur Wrights í Dayton, Ohio fyrir 50 þús. dollara. Segir bréfritarinn að ef það sé gert verðí loku fyrir það skotið, að bandamenn fái flugvélar í Bandaríkjunum. Mörg fleiri félög eru nefnd, sem Þjóðverjar hafi ætlað að kaupa eða gert samninga við. EF fyrirætlanir þeirra hefðn tekist mundu þeir hafa náð yfirráðum yfir allri gergagna- gerð einstakra manna í Bandríkjun- um. — Þegar »World« tók að birta þessi skilríki Iét stjórnin Washington hefja rannsókn um framkomu þýskra leyniumboðsmanna, og blöðin fóru ómildum orðum um íramferði þeirra. Segja þau að réttast væri að vísa fulltrúum Þjóðverja úr landi, því að þeir hafi brotið þær reglur sem sendimönnum ríkja á milli sé slcylt að fylgja. Markleysa. Hr. litstjóri! Af því að eg sij, að blað yð- ar rœðir mjög dýrtíðina« og þær bœtur, serr ef til vill væri kieift að ráða á henni — og iy. r það skal blauið hafa heiður og þökk —, vildi eg frá mínu jonarmiði, (og eg býst við margra arinara), láta eftirfarandi í Ijósi: Meðal þess, rnikla eða litla, sem þingið hefir um þetta mál fjallað, eru það 2 *tillögur«, sem öðrum fremur hafa vakið á sér eftirtekt manna fyrir þá sök eina, hversu greinilegt húmbúg þær eru — settar fram að yfirskyni, að eins til þess að þykjast vera að gera eitthvað í málinu, og tillögurnar sjálfar einskisvirði í sjálfu sér. Þessar tvær tiilögur eru: 1. kornkaupatillaga Sig. Egg. o. fl., og 2, »tekjuskatís«-tiliaga B. J. frá Vogi. Kornkaupin komu fram í þings- ályktunartillögu — og komu ein- mitt þá fram, þegar var verið að afgreiða heinrldarlög handa landsstjórninni (ásamt bjargráða nefnd) til allra þesskonar aíhafna, þ. e. a. s. ekki að eins til þess að kaupa kornforða nokkurn, heldur hvað eina, er þurfa þætfi! Það er sem sé fleira en korn, sem um getur verið að rœða. Tilgangurinn var sýniiega hjá fiutningsm. að »slá sér upp« sem einskonar bjargráðamanni — fyrir fólkið. Það er eins og barna skapurinn hafi verið svo mikiil, að gera ráð fyrir almenningi sem svo miklum skynskiftingum, að hann sæi ekki, að tillaga þessi var gersamlega óþörf, þar sem þetta, sem hún fjallaði um, fólst í heimildarlögunum. Enda hefir T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifit. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8Va siðd. Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið ll/s-2V2 síðd. Pósthúsið opið- v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-b. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóömenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 stjórnin, í samráði við bjarg- ráðanefndina, gert gangskör að þessu og miklu meiru samkvæmt þessum lögum. Þar sem sumir í einfeldni eru að blaðra um, að ef »tillagan« hefði fengið framgang, þá hefði lands- sjóðs-útsala orðið þegar á vænt- anlega keyptu korni, ber að slá því föstu, að „tillagan“ fór ekki fram á neítt slíkt. Svo að menn hefðu að því leyti verið engu nær en menn eru nú. »Tekjuskattur« Bjarna J. er í frumv.formi. Hann á að miklu leyti sammerkt við kornlaga till. — er kominn fram eins og út í hött og kemur að engum not- um. Þegar aðrir þinf menn í al- vöru eru að reyna að finna ein- hverja viðunandi aðferð í »dýr- tíðarmálinu«, hygst docentinn ætla að sýna, að hann »sé líka með«, og kveður það bjargráð alls landsins að leggja nú sér- stakan tekjuskatt á alla, er laun hafi yfir 3000 kr. (að nafninu til munu docents-laun hans ná því nú, svo að öllu er óhætt) með hækkandi hundraðsgjaldi upp í 20%! Hann var illu heilli »af- dankaður« sem viðskiftaráðunaut- ur með sín 10,000 kr. (tíu þús- und) á ári. Kunnugir Ieyfa sér þó að efast um, að hann hefði með glöðu geði greitt háar upp- hœðir af þeim launum, þótt flest- um finnist þau hafa verið full- há! - Það einkennilegasta við þetta »dýrtíðar«-ráð er þó það, að það óhjáhvœmilega legst á þá mest- megnis, sem illa verða úti af misærlnu, sem sé fastlaunaða menn, er ekki eru framleiðend- ur! Hvað sem menn annars segja um há laun, þá er það þó víst, að þau eru sist ófyrirsynju ; í þessari tíð. Nei, ef nokkurt vit eða meining væri í þessu hjá docentinum — sem það ekki er —, þá ætti að sjálfsögðu að leggja þenna »dýrtíðar-skatt« á þá eina, er svona há laun hefðu sem framleiðendur að þeim af- urðum, er vegna stríðsins hafa hækkað í verði I En hvernig œtli svo ætti að fara að komast eftir þvi, — og i hvað ætli mikið hefðist inn með því móti I! Húmhúg, húmbúg! i þrándur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.