Vísir - 05.09.1915, Blaðsíða 3
V t b i H
Satvitas ^úfSfttvaa sUvotv 03 feampavítv. $\m\ \9ö.
O F N A
Og
ELDAVÉLAR
a 11 s konar,
frá hinni alþektu verksmiðju »De forenede Jernstöberier Svendborg«
Miklar birgðir fyrirliggjandi
Útvega ofna af öllum gerðum og eins
miðstöðvar-hitavélar
Laura Melsen,
(Joh. Hansens Enke)
Austurstræti 1.
Drekkið
L S
Carh 3erg
Heimsins bt tu óáfengu
dryi ;ir.
Fást ai taðar
Aðalumboð yrir ísland:
Nahan &■ Olscn.
Ve\xvoUa\
Nokkur hundruð tunnur af
steinolíu, er von á með skipi eftir miðjan þ. m. — Olían er í
stórtim tursnum og seld með óvanaiega lágu verði.
Fyriríram pöntunum tekið á móti
\ £\vevpooL
.'K'rm •z'x-rzturxcjr. ■ r>*«»'aE»sa*x •
Álls konar
1 é i; \ - \(b :■ hHi 1
Nýr verðlisti með mynd-
um, ný-útkominn,
sendist ókeypis.
ReyKið að eins
Chariman •«
Vice-Chair
Cigarettur
Fást hjá öllum betri verslunum
^•»ú'jna'^ieRwmT3™g^aj3»urecCTax»iir»-i^«wii-»i>ri lll■l■ rrraarm
au^sltvgav
Umatv(e^a.
R ú ð u g I e r
Asfalt - Kalkl
Þakpappi og Gips
fæst hjá
^\puoevtism\3)tt
Rvíkur.
Verkuð skata — Heilag-
fiski — Keila — Steinbit-
ur og Þorskhöfuð tii söiu
á Lindargötu 14, eftir kl. 5 síðd.
Prentsm. Gunnars Sigurðssonar.
^Cattpll ö( J\á 6?^evl\tttv\ ^^\U SfctttU^úttissott* S'm'
Urskurður hjartans
Eftir
Charles Garvice.
Frb.
Mér skilst það, að þessi kven-
hetja þín, — það er alíaf kvenhelj-
an, sem færir fórnina, — taki það,
sem kallað er, niður fyrir sig?«
Veronika kinkaði kolii og strauk
hárlokkana frá enni sér.
»Ah!« sagði hann og glotti
kuldalega. »Það er aitaf glappaskot,
°g eg hygg, að það finni menn
ávalt áður en hveitibrauðsdagarnir
ern Iiðnir. Og þá er það siæmt
fyrir bæði — fyrir þann eða þá,
sem slepti sínu góða sæti í niann-
félags:tiganum, og fyrir hitt líka.
Hjónaböndin ^ru hnýtt á himnum,
segja menn, en — eg hefi lengi
verið vantrúaður á það.«
»Er þetta símskeyti til mín?«
spurði Veronika, sem virtist vera
°röin leið á umtalsefninu.
»Nei. Það er frá Talbot. Það
lítur út fyrir, að hann sé alt í einu
orðinn svo félagslyndur. Hann hefir
áunnið sér hrós í þinginu. Nú
ætiar hann að koma eftir fáeina
daga.«
»Eg skal gefa þær nauðsynlegu
fyrirskipanir«, sagði Veronika. Hún
lélti út hendina eítir bjöllunní.
»Gerðu þér ekkert ónæði. Eg
hefi skipað fyrir«, sagði hann.
»Mér þykir vænt um, að Talbot
kemur — mér þykir auðvitað altaf
vænt um það — hann verður þér
til skemtunar. Eg er hræddur um,
að þér hafi þótt þessir síðustu dag-
arr leiðinlegir.«
»Onei, alts ekki, Lynborough
Iávarður«, svaraði hún. Hún kæfði
niðri í sér andvarp, því að henni
hafði virkilega leiðst. Aðhaldið hafði
verið ieiðinlegt. Hún gat ekki losast
úr legubekknum eða hægindastóln-
um. Heldur ekki losast við sínar
eigin hugsanir. Engin bók og eng-
in sönglög gátu Iosað hana við
þær. Henni til mikillar gremju höfðu
þær ávalt hvarflað að því sama —
Ralph Farrington. Og nú var það
þessi bók — hún leit iörunaraug-
um á hana — hún fjallaði um ást
tiginnar meyjar til manns, sem stóð
henni skör lægra og hún fórnaði
sér fyrir ást sína. Bókin hafði end-
að vei, eins og Veronika sagði, en
hún vissi, að niðurstaðan var röng,
og að í hinu raunverulega lífi hefði
bæði konan og maðurinn orðið
ógæfusöm.
En hvað þessir dagar höfðu ver-
ið leiðinlegir! En hvað hana hafði
langað til að hleypa Saily á sprett
eða ganga inn í skóginn, eða slæp-
ast úti á blómofnu breiðunum, sem
drógu hug hennar svo mjög að sér.
Og hví hafði Ralph ekki skilað
vasaklútnum? Húr. hafði skilið hann
eftir í kofanum. Hann hlaut að
hafa fundið hann. Og hvi hafði
hann ekki komið til þess, að vita
hvernig henni iiði? Það mátti þó
ekki minna vera. Það var hreint
og beint skylda hans, að gera það.
Ó, hvílík niðuriæging! Að hún
skyldi ekki geta rýmt honum úr
huga sér, — að hún skyldi sífelt
vera að rifja upp viðburði þá, er
gerðust morguninn, sem hún meiddi
sig — rifja upp aítur og aftur það,
sem hann sagði og gerði.
Já, hún var næstum fegin því,
aö Talbot ætlaði að koma. Hann
myndi koma með fréttir írá Lund-
únaheiminum, heiminum hennar.
Því að hún var Iíka Denby, einn
liðurinn í hinni miklu Lynboroughs-
ætt. Hann myndi segja henni, hvað
var að gerast, myndi tala um frægt
fólk og fá hana til að gleyma þess-
um unga manni, sem altaf hafði
verið að flækjast á vegi hennar síð-
an hann kom til Lynne Court. Hún
hafði næstum því verið ókurteis
við Talbot um daginn. Nú ætlaði
hún að bæta fyrir það stolt og
þann kulda, sem hún hafði auð-
sýnt honum þá.
Hún fór í skrautlegasta kjólinn
sinn þetta kvöld, og lét ekki í ljósi
þá vanalegu óþolinmæöi, þegar
Goodwin var að setja upp á henni
liárið. Þegar hún leit í spegilinn,
fór hún að hugsa um, hvort hún
væri nú í raun og veru eins falleg
og vinkonur hennar sögðu. Ef svo
væri, var ekki að undra þótt Ralph
yrði feiminn og utan við sig — hann,
sem var svo óvanur að umgangast
tignar hefðarmeyjar.