Vísir - 08.09.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 08.09.1915, Blaðsíða 2
V i S i R VISIR Afgreiðsia biaðsins á Hótel Island er opin frá kl, 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 5—6. Sími 400,— P. O. Box 367. Bæjarstjórnin og umsjónarmaður hafnarinnar. Oft hefir verið um það talað hér í höfnðstaðnum, hve illa sé vandað tii bæjarstjórnarinnar sem að hálfu eða öllu er skipuð þeim mönnum sem sýsla við innistörf einungis, hafa lítt eða als ekki vit á því, er að verklegum framkvæmdum lýtur eða framleiðslu í nokkurri mynd, og mega því heita þekkingarlausir á flest það, sem nauðsynlegast er talið bæjarfélaginu, enda mun það og máfa sannast, að þetta megna þekk- ingarleysi sé undirrót hins frámuna- lega stefnuleysis og ósjálfstæðis, ei helst til oft þykir lýsa sér í gerðum bæjarstjórnarinnar hér, og ekki virð- ist það síður augljóst, að sömu rök liggi til hinna geigvænlegu mistaka, er svo oft verður vart hjá henni. Enda virðist framferði bæjar- stjórnarinnar oft og tíðum gersam- samlega óskiljanlegt og óafsakan- legt nema ef virða skyldi henni til vorkunar, að hún ber eigi skyn á þau mál, sem hún á að fást við. Það er orðin venja hér, er menn þurfa að eiga um eitthvað við bæjarstjórnina, að segja sem svo: Það þarf að »agitera« duglega í bæjarstjórninni tii þess að koma þessu máli fram, og óneitanlega virðist oft svo sem sá hafi sitt mál fram sem duglegastur er að tala sínu máli, og ófeimnaslur og ófyr- irleitnastur um atkvæðasmölunina, veröur þá og oftar en skyldi minna Iitið á málefnið en manninn, sem »agiterar«, og þeir bæjarfulltrúar ofurliði bornir sem best og vitur- legast kunna til málanna að leggja, | og helst bera heill bæjarfélagsins fyrir brjósti. Fáum mun dyljast hve illa það bæjarfélag sé komið, er meirihluti fulltrúanna iætur stjórnast af fagur- gala og skrumi síngjarnra »agita- tora« og hefir svo litla þekkingu og enn minni áhuga á þeim málum er miklu skifta bæjarfélagið og heilJ þess. — Þá mun og fiestum ljóst hvert traust og virðing sú bæjarstjórn á skylda, er almenningur álítur svo skipaða — og það er ekki að á- stæðulausu — að eina ráðið til i þess hafa sitt fram, sé að »agitera«, hræra og hræra í hinum þekkingar- vana meiri hluta í bæjarstjórninni sem með góðri »agitation« fæst til að samþykkja hvað sem vera skal, auðvitað íhugunarlaust og út í blá inn. — Þetta ástand er því ískyggilegra sem bæjarfél. er stærra og störf fulltrúanna verða fleiri og umfangs- meiri, enda er það ekki viðkomandi bæjarfélag eitt, sern tjón bíður af illri og fávíslegri stjórn mála sinna, heldur og alt landið í heild sinni. — Þetta er því svo iila farið, að eigi má lengur óátalið vera. Eitt með öðru sem kemur mér til að rita þessa Iínur er afrek síð- asta bæjarstjórnarfundar, er hafnar- eftirlitsmaðurinn var kosinn. Eins og kunnugt er, sóltu fjórir menn um þann starfa, skipstjórarnir Þor- steinn J. Sveinsson, Jóhann P. Jóns- son og Friðrik Brörnsson. Hínn fjórði var Guðmundur trésmiður Jakobsson. — Engum skynbærum mönnum hefði átt að geta bland- ast hugur um það, milli hverra væri hér að velja. Bæði Þorsteinn og Jóhann kunnir að þekkingu og dugnaði í öllu er að sjómensku lýt- ur, hafa stýrt skipum í innan og utanlandssiglingum og munu því kunnugir mörgu um tilhögun í út- lendum höfnum, Friðrik er og sagður greindur maður en hér ó- þektur og óreyndur, og gat því tæplega komið til mála að velja hann, er í móti honum sóttu áð- urgreindir skipstjórar. Það var og einróma álit hafnarnefndarinnar og allra þeirra, er skyn bera á þau störf, er hafnarumsjónarmaður þarf að inna af hendi, að velja bæri annan hvom þeirra Þorsteins eða Jóhanns, hinir umsækjendurnirgætu ekki komið til greina. Meiri hluti hafnarnefndar lagði til að Þorsteini yrði veitt staðan, af því hann er hér enn kunnari en Jóhann. Var talið víst að bæjarstjórnin mundi fallast á tiliögu hafnarnefndar, eða að minsta kosti kjósa Jóhann, sem þó þótti eigi líktegt, er hann hafði eigi meðmæli hafnarnefndar. En þetta brást algerlega, því að á bæj- arstjórnarfundi 2. þ. m. var Guðm. trésmiður Jakobsson kjörinn hafnar umsjónarmaður með miklum at- kvæða mun. Þetta atferli bæjarstjórnar er í fyrsta lagi hið mesta gjörræði við hafnarnefndina. Hún haföi ágrein- ingslaust lagt það til, að Þorsteini yrði veittur starfinn, enda var henni og best til þess trúandi að velja þann manninn er hún treysti best, þar sem hafnarnefndin á fyrir hönd- um mikla samvinnu við þenna mann, og er það eitt ærin trygging fyrir því, að hún mundi viija vanda valið svo sem föng voru á. Mun og mörgum virðast svo sem hún sé engu miður þeim vanda vaxinn, aö velja umsjónai nanninn, en t. d. kvenfulltrúar þess bæjar, er kring- ari ættu að vera ósaverk að heim- ili sínu, en að v sast í slíkuni mál um sem þessu. Vlt hiö sama má segja um suma fr Itrúa þessa bæjar, þótt á báðum buxunum séu. En hér kemur fleira til greina. Með þessu athæfi bæjarstjórnar er Iítilsvirt ein stétt manna hér: skip- stjóra- og sjómannastéttin, og bland- ast þó víst eingum óbrjáluðum manni hugur um það, að einmitt þessi stétt er ein aðalmáttarstoð bæjarins. Hér voru í boði tveir dugandi menn úr flokki skipstjóra, en fram hjá þeim er gengið og tekinn tré- smiður, sem aldrei hefir við sjó- mensku fengist, og rnun því senni- lega ógreitt um slcípanir er hreyfa skal skip eða leggja því innan hafnar. Hann mun og eðlilega bresta þekkingu í þeim útlendu tungum, er hafnarumsjónarmaður þarf að kunna, og vafalaust þekkir hann engin þau orðatiltæki, er helst þarf á að halda í nefndum tilfell- um. En vitanlega getur bæjarstjórn- in bætt úr þessu með því að skaffa smiðnum nógu marga undirmenn, svo hann þurfi ekki annað að gera en sitja á ráðstefnu með hinu háa bæjarráöi og svo að kveldi hlusta á hjá sínum undirmönnum hvað gerst hafi við höfnina daginn þann. Þetta mundi vera mest í samræmi við hagsýni og sparnaðarviðleitni bæjarstjórnar. Þess er gætandi, að annað eins tíltæki og þetta, að velja hinn ólærða trésmið að hafnarumsjónar- manni er algerlega óþekt í öllum nálægum löndum. Það er álitið sjálfsagt að veita súkan starfa ein- ungis reyndum og dugandi skip- stjórum. En hér virðist eigi mega fylgja neinu góðu fordæmi, heldur ráði aðrar hvatir. Eigi má heldur gleyma því hér, að bæjarstjórnin notaði við þetta tækifæri leynilegar kosningar, og er því eigi að svo stöddu hægt að birta nöfn þeirra bæjarfulltrúa, er af einskærri fákænsku og skeytingarleysi stuðluðu að því, að þeim mönnum var synjað um starfið, sem .hæfastir voru. Eg skal svo ekki fara fleiri orð- um um þetta að sinni, en vísast er að eg fái tækifæri til þess áður en langir tímar líða. Reykjavík 6. sept. 1915. ]ón Ólafsson, (skipstj.) I TIL MINNIS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. ti) 11 ; Borgarst.skrifst. í brunastöð opín v. d l 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn S 0-4 K. F. U. M. Alm. samk. srnnd. 81/, siðd. Landakotsspít. Sjúkravilj.tínii kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssínnnn opinn v d. daglangt (8-0) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnió opið Ú/,,-21/, síöd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d, Vífilsstaðahæiið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 T y r k I a n d í dauðaieygjunum. Frh. Lögreglueftirlit. Miklu strangara eftirlit er nú haft með útlendingum en nokkru sinni fyrr. Ef útlendur maður ætlar að fara úr landi, verður hann að fá leyfi lögreglunnar til þess, Verður hann fyrsta að segja til þess með 48 stunda fyrirvaraað hann ætli burtu. Þessa 48 klukkutíma notar lögreglan til þess að njósna um hagi manns- ins. Þegar fresturinn er liðinn verð- ur maðurinn að koma sjálfur til þess að fá vegabrefið og er þá spurður spjörunum úr. Ef hann getur sannfært lögreglustjóra um að hann eigi brýnt og lögmætt erindi úr landi, þá fær hann vegabréfið, annars ekki, og án þess er ekki hægt að komast yfir landamærin. Og eftir því sem kreppir meir að Tyrkjum að því skapi eykur lög- reglan eftirlitið. Og þó sleifaralag sé á ýmsu hjá Tyrkjum þá mega þeir þó eiga það, að þeir hafa komið góðu skipulagi á lögreglu- liöið. — Bandaríkjamenn kvörtuðu eitt sinn yfir því, að lögreglan hefði of strangt eftirlit með herskipi frá Bandaríkj- unum sem lá þar á höfninni. »Það er skylda lögreglunnar að gæta alls og allra«, svaraði Enver pasha. »Nótt og dag fer varðbát- ur fram hjá húsinu minu á 20 mínútna fresti. Það eru hafðar gæt- ur á mér eins og öðrum*. Útlendingar í Miklagarði vita að lögreglan hefir altaf gát á þeim og því verða þeir ákaflega varir um sig. Það er ekki gott að vita hvort sá sem þeir tala við er ekki leyni- lögreglumaður. Frh. ♦♦ KAFFI ♦♦ brent og malað, einnig óbrent, ódýrast í verslun Ásgríms Ey|)órssonar. S'mi 316. Austurstræti 18.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.