Vísir - 08.09.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 08.09.1915, Blaðsíða 3
V » s i R ÍShfcWÖ Sa^Uas s\hon oc| &ampavui. \M* Alls konar iönaðar-verkíæii ~^x Nýr verðlisti með mynd- um, ný-útkominn, sendist ókeypis Drekkið Carh berg Porter Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrir ísland: Nahan & Olsen. Bogi Bcynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti ó (uppi) Skrifstofu tími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h Talsfmi 2501 Det kgL octr. Brandassurance Comp, Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr. N. B. Níelsen. Reykið að eins Chariman °b Vice-Chair Cigarettur Fást hjá öilum betri verslunum Uuvauk^a, Konungshúsið á Þingvöllum verður opið til 22. september 1915. Tekið á mótl gestumí Vindíar Cígarettur Cigarillos selsi með miklum afslætti í dag og á morgun. LAURA NIELSEN, (Joli. Hansens Enke) Austustræti 1. Námsskeið fyrir stúlkur held eg næstkomandi vetur eins og að undanförnu. Það byrjar 15. október, og verður kent bœði til muns og handa. — Nokkur börn tek eg einnig til kenslu. Mig verður að hitta eftir 15. seft. á Hverflisgötu 50. Hólmfríður Arnadóttir. *JCattp\$ öl Jtfá Öl^cvlititvv 39ö. Urskurður hjartans Eftir Charles Garvlce. Frh Að minsla lcosti hafði Talbot tek- ist að beina huga hennar frá öðru umhugsunarefni — öðrum persón- um — og hún var honum þakk- lát fyrir það. Hann kom til árbíts næsta morg- un og leit mjög snyrtimannlega og uiyndarlega út í gráu sumarfötun- um sínum. Hann spurði með ákefð Og kvíða um það, hvernig henni •'ði í fætinum. Sagðist hann vona, að hún væri svo frísk, að hún gæti eHð út með honum. Þegar Veronika kom út í reiðtöt unum sínum, sá hún Ktinn tvíeykis- Yagn og tvo hesta úti á hlaðinu. »Eg bað um þenna vagn af því, að þér getið svo vel komist upp í hann«, niælti hann. »Viljið þér keyra hestana eða á eg að gera það ?« »Ó, það er best að eg keyri þá, ef yður er sama, mér leiðist svo aö sitja aðgerðalaus. Hann rétti henni taumana og gaf ökumanninum bent ígu um, að hann mætti fara leið sinnar. »Kemur Grimes ekki með?« spurði Veronika. Talbot ypti öxlum. »Onei! Þarf þess? Maður getur talað svo miklu frjálslegar, þegar þjónninn er ekki við bakið á manni.a Hún hafði ekkert á móti því. Svo lögðu þau af stað. Hestarnir voru viljugir. Veronika átti fult í fangi með að halda þeim í skefj- um, fyrst í stað. Talbot, sem sat við hlið hennar, leit aftur og aftur á hið yndislega og sakleysislega andlit hennar. Hann horfói ekki á það með eftirvæntingu og kvíða elskhugans, heldur með kaldri yfir- veguti þess manns, sem vill kaupa hinn hentuga tíma. Þegar hestarnir voru farnir að spekjast, talaði hann við hana um héraðið og ýmislegt viðvíkjatidi bú- inu með sömu bltðu, sent kvöldið áður. Svo setti hann hljóðan. Hugs- anir Veroniku voru farnar að hverfa að hinu vanalega viðfangsefni, þeg- ar hann hóf máls svo skyndilega, aö Veronika kiptist við. »Veronika«, mælti hann lágt og með uppgerðaralvörusvip, »eg hafði ástæðu til að biðja yður að aka með mér í morgun. Mig Iangartil að tala viö yður um nokkuð, sem hefir ákaflega mikla þýðingu i för með sér fyrir mig — og okkur bæði.« Hún hélt að hann ætlaði að gefa henni einhver ráð viðvíkjandi bú- inu og kinkaði kolli lítið eitt og leit á hann. »Muoið þér það, sem eg sagði í gærkvöld?* hélt hann áfram jafn lágt sem fyr. »Munið þér að eg sagði yður, að eg gæti orðið met- orðagjarn ef eg hefði einhvern til að vinna fyrir, lifa fyrir?« »Já, eg man það«, sagði hún og varð dálítið hissa við, því að hún hafði engan grun um, hvað hann fór. »Eg sagði það óvart«, hélt hann áfram. »Það var eitthvað, sem knúði mig til þess — það hefir vafalaust verið það, að þér vilduð hlusta á það, sem eg sagöi um framtíðar- vonir mínar. Og eg sagði yður sannleikann. Veronika, mér finst eg vera einmana, og mér fellur þaö svo þungt. Eg hefi aldrei fundið betur til þess en síðan eg kom hingað síðast. Munið þér ekki, að eg talaði um, hve mikið yður hefði — farið fram. Það er ókurteist, að taka svo til orða, en eg hefi eng- in önnur orð yfir það. Eg hefi ekki séð yður í nokkra mánuði. Veronika, vitið þér, að þér eruð orðin mjög yndisleg kona?« Veronika kafroðnaði og skotraði augunum til hans. í þeim lýsti sér undrun og ótti. Hvað var það eiginlega, sem hann ætlaði að fara að segja? »Enginn gæti séð yður án þess, að verða hrifinn af fegurð yðar, yndisþokka og fagra limaburði. Það er ekki undarlegt, að það hafi áhrif á mig. Það er alveg eðlilegt, og þaö rann upp fyrir mér alt í einu get eg sagt, að eg hefi lengi dást að yður, lengi elskað yður, án þess að það yrði rnér sjálfum fullljóst.«

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.