Vísir - 08.09.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 08.09.1915, Blaðsíða 4
V 1 S I R Bæjarf réitir . Framh. frá 1. síðu. j Frá alþingi, Við 3. umr. fjárlagann í efri deild í gær var samþykt að veita kr. 2800,oo á ári til kenslu í líf færafræði, sóttkveikíafrœði o. fl. við Háskólann; ílutningsm. till. var Dr. Jón Þorkelsson. Sömu- leiðis var samþykt till. frá Karli Einarssyni um 5000 króna fjár- fjárveitingu til Ragnars Lund- borgs. Dr. Jón Þorkelsson vildi binda 1000 króna sfyrkveitinguna til Templara því skiiyrði, að þeir hefðu engin afskifti af bannlög- unum í framtíðinni og að helm- ingur upphæðarinnar skyldi greiddur Sigurði regluboða Eir- íkssynl. Tiilagan var feld; fyrri klutinn með öllum greiddum at- kvæðum gegn einu, en með síð- ari hlutanum voru greidd fimm atkvæði. Ægir. Vísi hefir nýlega borist ágúst- blað Ægis, mánaðarrits Fiski- félags íslands. í því er all-ítarleg grein um síldveiði Norðmanna við ísland, eftir ritsfjórann, Svb. Egilsson. Er þar meðal annars bent á það, hve Norðmenn hafi lagt undir sig síldveiðina hér við land, svo að jafnvel sé örðugt fyrir (slendinga, sem veiðina viija stunda, að fá verkamenn og stað til að taka við síldinni á í veiði- stöðvunum. Vil' hann láta koma í veg fyrir slíkan átroðning út- lendinga með ströngum hafnar- lögum. Verð á ísl. sjávarafurðum: S a 11 f i s k u r: Þur fiskur af- hentur í Khöfn: Hnakkakýldur stórfiskur 135-140 kr. sk.pd. — Hnakkakýldur millifiskur 105 kr. sk.pd Ýsa 95 kr. Labrador 93 —95 kr. Langa 110—120 kr. Ufsi 85 kr. Keila 85 kr. — Óverk- aður stórfiskur 80 kr. Smá- fiskur 70—72 kr.— Lýsi: Besta ljóst þorskalýsi, hver 105 kilo, alt að 140 kr., brúnt 130 kr. Selskinn 7—8 kr. hvert. Sundmagar. Engin eftirspurn, áœtlað verð kr. 1,25. kílóið. Ægir. Höfuðskepnurnar, Hvergí i nokkurri annari höfuS- borg í heimi munu höfuöskepnurn- ar vera látnar leika eins lausum hala og hér í Reykjavík. Mun þetta part af hirðuleysi. S j ó r i n n (vatnið) hefir haft völdin aö þessu og lítiö veriö gert til aö hindra þaö ofurefli. Skip hefir rekiö upp og bátar stööugt verið í voöa á þessari svonefndu höfn. Eftir hvert norðanveður hafa flestir uppskipunardallar og mót- orbátar veriö sokknir eða marað í miöju kafi — og ekki verið smá- ræðis-fyrirhöfn að koma því í lag og enginn smáræðis-skaði, sem af ]>ví hefir hlotist. Bryggjur hafa brotnað og möl borist upp á göt- urnar, sem orðið hefir að mokn Ódýr Pataefni. Notið tœkifærið! Sýnishorn af fataefnum, er seijast með innkaupsverði eru fyrirliggjandi. Fataefnin þurfa að seljast uú þegar og ættu menn því að nota tækifærið til þess að kaupa ódýr föt nú í dýriíðinni. SparnaSwtuvft ev ajarmút.tU. Reinh, Andersson, Bankasiræti 9, burt aftur með ærnum kostnaði. Alt þetta er nú aö komast í lag með nýju höfninni, og mátti ekki seinna vera. L o f t i ð (storminn) er ekki gott að ráða við í sjálfu sér, en afarilla er þessi bær stööugt und- ir storma búinn. Rykið á götunum er afskaplegt, svo að óvíöa mun annað eins. Hvílík banvæn óholl- usta stafar af því vita allir, og öll- um mun korna saman um, hversu sóðalegt þaö er og óviðfeldið. Úr þessu mætti bæta mikið, ef þyngri efni væru notuð i ofaniburð í göt- ur, en gert er. Mér sýnist ekki bet- ur en aska sé nú borin á Aðal- stræti, ofan á grjótið. Eg er aö visu leikmaöur i götulagningum, en eg þekki til í ýmsum smákaup- stöðum hérlendis, þar sem götur eru ágætar, þurrar og ryklausar. Þar er borinn sandur á göturnar, en ekki mold eða aska. En hvað sem ,því veldur, þá eru göturnar hér hreinasta forsmán og rykið ó- þolandi siðuöum mönnum, og því veröur aö koma í lag, þótt það kosti kanske mikið. Kvef þaö og ýmsir aörir kvillar, sem stöðugt ganga hér, mundu eflaust mikið til hverfa, ef rykinu og óþverranum væri útrýmt úr bænum. E 1 d u r i n n hefir löngum feng- ið að leika hér lausum hala og gaf mönnum góöa ráðningu og þarf- iega í vor. Auðvitað var þá margt í ólagi, en það kom engum á óvart, t. d. brunahanar stíflaðir, varalið ekki vakið og engir ákveðnir menn til að vekja fólk í húsum, sem voru í hættu, o. s. frv. Lögreglan var ónýt, sem vonlegt var, hér þarf að hafa fast lögreglulið, varalið, þegar bruna ber að höndum, til að halda ónýtum almenningi frá brunasvæðinu, þar sem fólk hefir ekkert annað að gera en tefja fyr- j ir og stofna sjálfu sér í voða. — ■ Við eigum auðvitað von á fleiri stórbrunum, meðan bærinn er eins og nú. Hér í miðbænum er t. d. eitt hús, sem hræðilegur háski staf- ar af. Það er Hótel ísland. Þessi háreisti timburhjallur, sem vofir yfir örlögum fjölda húsa í kring. Og í þessu húsi er ekki miðstöðv- arhitun, heldur ofnar i hverjum krók, upp á gamla móðinn. Eg kom þangað einu sinni inn, til j manns er bjó j>ar, þegar verið var ' að enda við að slökkva eld við hans herbergi. Hafði kviknað í milli joils Og veggjar, frá ofnpípu. Og mér er sagt að kviknað hafi í húsi þessu oftar en einu sinni í vetur. Eg held að það borgaði sig fyrir vátryggingai iélögin aö kaupa þetta hús eftir hæfilegu mati, rifa það og byggja upp á ný úr steini. Eitt vildi eg drepa á enn, sem ekki kemur beint höfuðskepnunum við. Það er hávaðinn á göturn bæj- arins á nóttunni, eftir háttatíma. Söngur, óp og köll, sem lögregl- an lætur alveg sem vind um eyrun ])jóta. Menn ganga oft í hópum á 12. og i. tímanum, syngjandi, og þótt þeir kunni að syngja laglega, þessir ungu menn, þá vil eg helst vera laus við þeirra söng, þegar eg þarf að sofna. Eg hefi sjálfur horft á lögreglumenn ganga fram lijá þessum söngvurum um hánótt, án þess að þagga niður í þeim. Fólk hefir alveg óhæfilega hátt á götunni á nóttunni. Þótt það megi kanske sjálft „sofa ut“, þá verður það að hafa það hugfast, að trufla ekki svefn náungans, sem þarf að vakna snemma. Og það er hrein og bein skylda lögreglunnar að þagga niður hávaða á götunum á nóttunni. Þ. ó. H ÚSNÆBI E i n h 1 e y p stúlka óskar eftir litlu herbergi 1. okt. Afgr. v. á. S t o f a án hús; agna til leigu í miðbænum 1. okt. Afgr. v. á. 2 herbergi g eldhús ósk- i 1. okt. Uppl. á L ugaveg 66. E i t t stórt heri ergi í miðbæn- um til leigu fyrri bluta dags. Hent- ugt til kenslu eða ritstarfa. A. v. á. 1 herbergi með húsgögn- um og miðstöðvarhita fæst til leigu nú þegar eöa 1. okt. Uppl. gefur ! Haraldur Sigurðsson, hjá Zimsen. S t o f a, án húsgagna, í vestur- bænum óskast til leigu frá 1. okt. íyrir einhleypan mann. Upplýsing- ar í íngólfstræti 6. ‘ 8 8 : | T A P AjjjÐ — F U N D I Ð | Tapast hefirsitfurbrjóslnál merkt K. á leið milli innri Kirkjusands og Lindargötu 8 B. Finnandi er vinsamlega beðinn að skila henni á skrifstofu þessa biað. Hálfur 5 króua seðill fund- inn. Vitjist í Silk uúðina Banka- stræti 14. KAUPSKAPUR Hæst verð á ull og prjónatusk- um er í »Hlíf«. Hringið upp síma 503. Bókabúðin á Laugaveg 22 selur brúkaðar bækur með niður- settur veröi. Morgunkjólar, smekkleg- astir, vænstir og ódýrastir, sömul. 1 a n g s j ö 1 og þ r í h y r n u r eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti). Húsaleigusamningar fást í Prentsm. Gunnars Sigurðssonar. Carl T.: Dansk Tingsret, Jul. L.: Haandbog i Obliga- t i o n s r e 11 e n o. fl. lögfræðis- bækur fást með niðursettu veröi í Bókabúðinni á Laugaveg 22. 1 0—-1 5 h æ n u r ársgamlar og eldri til sölu í Ási næstu daga. Sími 236. L í t i 11 ofn með tilheyrandí rör- um, fæst nú þegar með tækifæris- verði á Rauðarárstíg 1. Auk þess 5—6 ál. af nýjum ofnrörum. Fálkaegg til sölu. Tilboð sendist Rangnhildi Finnsdóttur, Stýri- mannaskólanum. Hanakjúklingar til sölu á L ndargötu 9 B. T i I s ö 1 u eru 3 kýr og 1 vagnhestur. Afgr. v. á. S t ó r ofn til sölu á Nýlendu- götu 12. A n d v a r i 36. árgangar, frá 1. til 36 árg. innbuudinn, er til sölu með tækifærisverði í Ingólfsstræti 8 (uppi). F a 11 e g og ódýr slifsi fást á Bergstaðastr. 11 A. K r a n s a r úr pálmum og Blod- bög, einnig liíandi blómum. G. Clausen, Tjarnargötu 8. V I N N A D u g 1 e g i r menn, vanir jarða- bóíum, geta fengið atvinnu. Sig. Þ. Johuson, Seltjarnarnesskóla. S t ú 1 k a óskast fyrri hluta dags um lengri eðaskemri tíma. Afgr. v.áx 1 8 á r a unglingur æskir atvinnu t.l 1. okt. Afgr. v. á. S t ú 1 k a óskast til sængurkonu. Upul. á Laugaveg 75. S t ú 1 k a óskast í vist til Vesf- mannaeyja. Upplýsingar gefurKrist- íu Brynjólfsdóttir Bergstaðastr. 11. Vátryggingar. Vátryggið tafalaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Britr hish Dominion General Insur- ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gfslason. Sæ- og síríðsvátrygging. Det kgl. oktr. Söassurance Komp. M ðstræti 6. Tals. 254. A. V. TULIMIUS. Aðalumboðsmaöur fyrir ísland. Prentsrn. Gunnars Sigurðssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.