Vísir - 28.09.1915, Blaðsíða 2
V ISIR
VISI R
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi,
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrifstofa á sama stað, inng. frá
Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
ki. 5-6.
Sími 400,— P. O. Box 367.
Síldveiðahöfn
f Hornvík.
Á þinginu í sumar var iöggiltur
verslunarstaður á Höfn við Hornvík,
sérstaklega með það fyrir augum,
að þaðan yrði hægt að reka sild-
veiðar.
Magnús Torfason bæjarfógeti á
ísafirði er eigandi jarðarinnar og
hefflr Vísir áður skýrt frá því, að
hann sé komin hingað til bæjarins
fil þess að undirbúa stofnum hluta-
féiags í þessu skyni. — Vísir var
forvitinn og fór því á fund bæjar-
fógetans til þess að fá frekari upp-
Iýsningar um framtíðarhorfur fyrir-
tækisins.
Fyrst varð það fyrir að spyrja
um hvernig gengi að fá fé.
»Fé er nóg fyrir hendi til þess
að koma upp einni venjulegri síld-
veiðastöð með bráðabirgðatækjum«,
var svarið, »en ekkert verulegt er
hægt að gera fyrir en staðurinn er
rannsakaður, dýpi mæit og áætlun
gerð um kostnað við hafnargerð.
Þangað iii þessum undirbúningi er
lokið koma engir samningar til
mála. Og aðalerindið hingað suður
er að fá mann til þessara rann-
sókna«.
Hvað þarf þá að gera ?
»Eg geri ráð fyrir að byggja
þurfi brimbrjót og dýpka höfnina
allmikiði.
Getur það þá borgað sig ?
»VafaIaust. Þrengslin eru orðin
svo mikil í Siglufirði, að eftirsókn
eftir veiðistöðum á Vestfjörðum
hlýtur að fara að koma fram. Það
er auðvitað, að hafnargerðin kostar
allmikið fé, og að af því leiðir að
grunnleiga yrði hærri í Hornvík en
við Eyjafjörð. En þess ber að gæta,
aö Hornvík liggur miklu betur við
síldveiðum. Fratnan af síldartíman-
um verða allir er hana stunda að
sækja vestur að Horni, um 12 tíma
sigiingu frá Eyjafirði. Veiðin er
þeim mun dýrari frá Eyjafirði sem
meira eyðist af kolum og Iengri
tími fer í hverja ferð. En auk þess
er nær ómögulegt að flytja síldina
svo langan veg, þegar miklir hitar
eru. Og þegar þess er gætt, að
skip sem stunda veiði við Horn
geta fylt sig 3—4 sinnum á meðan
að farin er ein ferð frá Eyjafirði,
VINNA.
4~5 drengi vantar til að bera út Vísi.
Þeir sem vilja sinna þessu gefi sig fram við afgreiðsluna
kl. 5 í dag.
Gróð og ódýr hagaganga.
Nokkrir hestar verða teknir til hagagöngu í haust í Krlsuvík,
og einnig verða á sama stað teknir 4—5 hestar til fóðurs. Hestarnir
verða fluttir fram og til baka eigendunum að kostnaðarlausu.
Semja ber við
Jóh. J. Reykdal, Setbergi.
Hús til sölu
við Vatnsstíg nr. 10 A, 5 herbergi og eldhús.
Stór og góður kálgarður fylgir húsinu.
Húseignin er laus til íbúðar 1. okt. næstk.
Verð 4000 krónur.
^omsetv.
Veggfóður (Betræk)
mikið úrvai kom með e/s Gullfossi á
Laugaveg 1.
Notið tækifærið meðan nógu er úr að velja.
mm
þá liggur það í augum uppi að
allmikill munur má vera á grunn-
leigunni. En hér við bætist, að
síld veidd við Horn og þar um slóðir
og söltuð í Hornvík yrði miklu
betri vara en sú síld sem flytja verður
alla Ieið frá Horni austur á Eyja-
fjörð í kös í skipunum áður en hún
er söltuð. Og oft er hægt að veiða
síld í Hornvík meö ádrætti, eftir
gamla Iaginu. Víkin er svo stutt
að síldin fer oft og einatt í þéttum
I torfum inn í botn, en þar eru sandar
fyrir og ágætt aðstöðu við ádrátt.
En þaö er alkunnugt að síld sem
þannig er veidd er besta og dýr-
; asta varan*.
Vísir hefur getið um grein Svein-
bjarnar Egilssonar í »Ægi«, þar
sem hann varar íslendinga viö því
að hleypa Norömönnum að höfnum
á Vestfjörðum til að stunda síld-
veiðar. Það virðast vera orð í tíma
töluð, og ættu síldarútgerðarmenn aö
athuga mál þetta vandlega, áöur en
þeir hafna tilboði um að taka þátt
í stofnun félags tíl að gera höfn í
Hornvík.
»Eg legg áherslu á að fyrirtækið
verði alíslenskt«, segir Magnús Torfa-
son; vonandi er að íslenskir út- |
gerðarmenn leggi líka áherslu á
það, ef rannsóknir leiða það í ljós,
að höfnin geti komið að tilætluðum
notum.
Verkfall í Wales.
Menn muna eftir verkfallinu mikla,
sem námamenn garðu í Wales í
sumar. Þaö stóð í viku og höföu
þá um 300 þús. manns gengið
iðjulausir.
Þegar námumenn voru byrjaðir
að vinna aftur, þótti þeim eigi
haldin þau loforð, sem þeim höfðu
verið gefin, til þess að [þeir hættu
við verkfallið. Fóru þeir þá enn á
ný að gera verkfall, svona 5—10000
manns í einu. Um- tíma gengu
25000 manns iöjulausir. Stjórnin
reyndi að miðla málum og gekk
það treglega. Loks komust þó sætt-
ir á um síðustu mánaðamót og létu
þá kolanámueigendur undan vel-
flestum kröfum verkamanna.
T I L M I N N I S:
Baðhúsið opið'v, d. 8-8, ld.kv. til 11
Borgarst.skrifit. í brunastöð opín v. d
11-3
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8'/2 siðd
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1.
Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3
Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og4-7
Náttúrugripasafnið opið IVj-2* 1/, síðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1
Samábyrgðin 12-2 og 4-6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d
Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
Rouget de Lisle
(1760-1836).
Svo hét höfundur þjóðsöngs
Frakka; sem mjög er frægurorðinn
um öll lönd. Árið 1792 varR.de
Lisle fyrirliði í her Frakka, sem
hafði aðsetur sitt í Strassborg. Þá
orti hann þenna hersöng, bæði kvæöi
og lagið og kallaði hann »Chant
deguerredel’ arméedu Rhin«. Síðar
hlaut hann nafnið »La Marseilaise«
og varð þjóðsöngur í Frakklandi.
Höfundurinn hefir kveðið táp og
fjör í þjöð sína með honum. Er
það líklega sá besti þjóðsöngur,
sem búinn hefir verið til, fyrir
margra hluta sakir, Hafa líka marg-
ir öfundað Frakka af honum. Það
verður líklega ekki metið til fulls
hvað franska þjóðin á honum að
þakka. En franska stjórnin hefir
sýnt það, að hún ber viröingu fyrir
minningu R. d. Lisle.
Á þjóðhátíðardegi Frakka — 14.
júlí, »Bastilludeginum« — í sumar lét
stjórnin flytja líkamlegar leyfar höf-
undarins með mikilli viðhöfn frá
kirkjugarðinum, sem hann var graf-
inn í, til »Hotel des Invalides« í
Paris. Kistan var flutt á fallbyssu-
vögnum frá tímum stjórnarbylting-
arinnar miklu og fylgdu henni fjöldi
hermanna, með brugðnum sverðum
og æðstu menn ríkisins.
Nú hvílir lík R. d. Lisle við hliö
Napoleons mikla í hinni undur-
fögru kapellu, en andi hans svífur
yfir hinum þrautseigu og herskáu
sonum Frakklands, sem leggja alt
sitt fram til þess að verja lýðveldið
á reynsIutítTium þess. L. I.
Vatnavextir íRnsslandi
Haustið og veturinn ætlar að
koma óvanalega snemma í Rúss-
landi núna. í síðustu útlendum
blöðum er sagt frá því, að ár hafi
vaxið mjög mikið síðustu dagana
(fyrri hluta septbr.) og flæði yfir
bakkana svo að allar hernaðarfram-
kvæmdir séu nú orðnar mjög erfiðar.
Hafi þetta komið Þjóðverjum mjög
illa og sé ekki sjáanlegt annað en
að allar fyrirætlanir þeirra rouni
stranda.