Vísir - 02.10.1915, Blaðsíða 2
V I $ I R
VISIR
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi.
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrifstofa á sama stað, inng frá
Aðalstr. — Ritstjórinn ti! viðtals frá
2d. 5-6.
Sími 400.— P. O. Box 367.
Kolakaup.
Það er nú sýnilegt á öllu, að
bæjarfélagið hér verður að bjarga
sér sjálft eins og best gengur —
eftir því sem föng eru á. Lítið mun
treystandi á hjálpina frá stjórninni,
því að þingið segir henni fyrir
verkum. Enda er það viðkunnan-
legast að hver bjargist upp á eigin
spýtur á meðan þess er nokkur
kostur.
Bæjarstjórnin hefir þegar farið vel
af stað, gert þarfa strik með því að
sjá bænum fyrir nægum fiski. —
En hún má ekki láta hér staðar
numið. Hún verður að vera vel
vakandi í vetur og horfa í öll horn.
Það hjáipar lítið þó fátæka fólkið
geti fengiö matinn, ef það ekki hef-
ir neinn eldivið til að sjóða hann
við.
Það er lítil huggun að börnin
geti horft á hráan fisk, ef þau verða
aö krókna úr kulda.
Hvernig halda menn að heilsu-
farið og Iíðan fátæka fólksins verði
ef það hefir engin tök á að kaupa
sér nægileg kol, bæði til matreiðslu
og til þess að ylja upp húsakynn-
in, svo lífvænt verði í þeim ?
Margt má spara og jafnvel neita
sér um þegar þröngt er í búi, eða
vörurnar verða óviðráðanlega dýr-
ar, en kola geta menn ekki án ver-
ið hér á vetrum og tæplega er hægt
að búast vlð, að almenningur geti
sparað þau svo nokkru nemi, fram
yfir það sem venjulegt er.
Kol þurfa menn fyrst og fremst
að viða aö sér fyrir veturinn. —
En nú eru þau seld hér svo af-
skaplega háu verði — 100% dýr-
ari en á venjulegum tímum — aö
miklar líkur eru til að fátækt fólk
geti ekki undir risið.
Sú vísa bæjarstjórn á því að koma
hér til skjalanna áður en þaðverð-
ur um seinan. Hún á að finna ráð
til þess, að almenningur hér í bæ
geti fengið kol í vetur fyrir viðráð-
anlegt verð.
Ef fólkið á aö sitja í kuldanum
í vetur og svelta vegna þess, að ekki
er hægt að elda matinn. — Já, þá
er von á veikindum og aliskonar
kvilium — ekki síst meðal barn-
anna — og sennilega yrði það ekki
bænum ódýrara heldur en ef bæj-
arstjórnin kostaði einhverju til að
gera tilraunir til þess, að fá kol
handa bænum við vægara verði en
nú er á þeim.
Margur fjölskyldumaðurinn mundi
víst verða bæjarstjórninni þakklátur,
ef hún gæti útvegað einn eða fleiri
skipsfarma af kolum og selt þau
efnaminna fólkinu við því lægsta
verði sem hægt væri, án þess þó
i
II w f§|
Regnkápur. -m
Stórt úrval!
Sturla Jónsson. -w
il » ' II
Veggfóður (Betræk)
mikiö úrval kom með e/s Gullfossi á
Laugaveg 1.
Notið tækifærið meðan nógu er úr að velja.
í
SS i
i
Laudsvns
^ Sturla Jónsson. ^
Kvenkápur
svartar, nýkomnar f verslun
Guðm. Egilssonar.
Laugavegi 42.
Góðar vörur. Sanngjarnt verð.
Verslunin GULLFOSS
hefir nú með síðustu skipum fengið afar mikið úrval af alls konar
silkjum, borðdúkum, handklæðum, vasaklútum, barnahúum, ullartreflum,
svuntum á börn og fullorðna og ennfremur feiknin öll afsmekklegu stúfasirsi.
Sérhver, er skoðar mnii sannfærast
að bæjarsjóður beint tapaði á þvf.
Hvaða ráð eða hvaða aðferð bæj-
arstjórnin annnars vill hafa til þess
að stuöla að því, að fólk fái ódýrari
kol í vetur en nú eru líkur á, fram
í það skal eg ekki sletta mér. En
eg vil að eins minna hana á, að
þetta er alvarlegt mál, mjög þýð-
ingarmikið atriði fyrir bæjarfélagið,
og eg vonast fastlega eftir að borg-
arstjóri og bæjarstjórn hefjist handa
og geri það sem í þeirra valdi
stendur í þessu máli. L. I.
Húsnæðisleysið.
Nú er komið að því, sem allir
vissu að að mundi reka, að fólk
stendur uppi ráðalaust á götum
bæjarins og fœr hvergi inni und-
ir veturinn. Allir vissu þetta
og allir töluðu um það, nema
bæjarstjórnin, hún hefir vandlega
þagað. — En nú rekur að því,
að hún verður að reyna að gera
eitthvað. Því að ekki er sýnilegt
að annað verði að gera fyrir þá
húsnœðislausu en að snúa sér
til bæjarstjórnarinnar. En hætt er
við því að nú sé það um seinan
og bœjarstjórnin sé í tölu þeirra
sem ei eru vitrir fyr en eftir á.
Nú sem stendur er fjöldi fólks
svo statt að það hefir að eins
getað fengið húsaskjól til nætur-
innar. Og það eru einmitt fjöl-
skyldur sem þannig er ástatt fyr-
ir. Herbergi fyrir einhleypa virð-
ast vera nœgileg.
Aðgerðaleysi forráðamanna
bœjarins í þessu efni er alveg
óverjandi. Það átti í tíma að
rannsaka hvernig ástatt væri
um húsnœði til vetrarins og reyna
að tryggja þeim bæjarmönnum
húsnæði sem húsnæðislausir voru
og koma í veg fyrir of mikið
aðstreymi að bænum að haust-
inu. — Full ílt er það þegar ein-
staklingarnir láta reka á reiðan-
um en að heil bæjarfélög geri
það er óþolandi.
Franski herinn.
Alexandre Powell, hinn frægi
ameriski blaðamaður sem dvelur á
»vesturvígsstöðvunum«, hefir ísum-
ar sent blaði sínu, New York World,
mörg bréf, þar sem hann skýrir
frá því, sem fyrir hann hefir borið
er hann hefir heimsótt vígstöövar
Frakka Um frönsku hermenn-
ina ritar hann í fyrsta bréfi sínu á
þessa Ieið:
»Eg er sannfærður um að franski
herinn er nú á þessari stundu mun
styrkari en þýski herinn var í sept
ember mánuði í fyrra. Þrátt
fyrir það hefir honum tekist að
halda mannúðar verðleikum sínum.
Frönsku hermennirnir eru ekki ein-
göngu vélar, sem í blindni hlýða
skipunum ofan frá; þeir eru sífelt
örvaðir til að skerpa skilning sinn, og
það mun sannast að þeir sem mestan
viturleik sýna, munu að lyktum
bera sigur úr býtum«.
Bogi Brynjólfsson
yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi )
Skrifstofu tími frá kl.12-1 og 4-6 e. h.
Talsfml 250.