Vísir - 02.10.1915, Blaðsíða 3
V i 5 1 R
$atútas sútan &av\ti. S'«ú \§ö.
f!AT,T;TTi PEEPECTION
eru bestu, léttustu, einföldustu og ódýrustu báta- og verksmiðju-
mótorar sem hingað flytjast. Vanalegar stœrðir frá 2—30 hk.
Verksmiðjan smíðar einnig utanborðsmótora, 2 og 3% h.k.
Mótorarnir eru knúðir með steinolíu
settir á stað með benzíni, kveikt með
öruggri rafmagnskveikju sem þolir vatn.
Verksmiðjan smíðar einnig ljósgasmótora.
Aðalumboðsmaður á íslandi
O. Eilingsen.
Kensla
í kvenlegum hannyrðumí
Undirrituð tekur að sér að kenna stúlkum kjólasaum, peysufata-
saum, léreftasaum, baldéringu, hvítan og mislitan útsaum, knipl o. fl.
Kenslan stendur yfir frá 15. oktober til 14. maí, og verður þeim
tíma skift í tvö námskeið (3V2 mánuð hvort).
Eiísabet Vaidimarsdóttir
Stýrimannastíg 9. — Til viðtals kl. 1—2 og 4—5.
TaSsími 353!
Talsími 353!
oteinolía! Steinolía!
Festið e k k i kaup á steinolíu án þess að hafa kynt
ykkur tilboð mín. —
Kaupið steinolfu að eins eftir vikt, því etnungis á
þanu hátt fáið þið það sem ykkur ber fyrir peninga ykkar.
Eg sel steinolíu hvort heldur óskað er frá þeim stað sem
oiían er geymd á (»ab Lager«) eða flutta heim að kostnaðarlausu
fyrir kaupanda.
A fh II ff í Tómar steinolíutunnur undan olíu sem
r%ill BJ 1 er j,já mér, kaupi eg. aftur með
pr, pr. versl, >VON>, Laugavegi 55
Hallgr. Tómasson.
Taísími 353!
Talsími 353!
Síurla fónsson.
Vq) ---fr—■—x •^)farT-------------gífHfti—— t»)w ■ -éte >g--—------
Frá því í dag seljum vér afila
olíu eftir vigto
Tunnurnar reiknum vér sérstaklega á 6 krónur.
Allar þær tunnur, er vér afhendum eftirleiðis, kaupum vér aft-
ur á 6 krónur, hingað komnar oss að kostnaðarlausu.
Reykjavík 15. sept. 1915.
Oddur Gíslason
yfirréttarmálaflutningsmaður,
Laufásvegi 22.
Venjulega heima ki. 11-12 og 4-5.
Sími 26.
E NSKU
kennir Stefán Stefánsson,
Hverfisgötu 32 B.
Heima til viðtals kl. 41/,—5 síðd.
^CaupÆ ]xí u\ fe$\U S^aU&^úttvssotv. $Ut\\
*
Ursficurður hjartans
Eftir
Charlos Garvice.
Frh.
»Mér líður befur, þegar eg er
farinn — þó að guö viti, að eg
hefi verið sælli og hamingjusamari
hér, en eg hefi nokkru sinni áður
verið í !ífi mínu!«
Burchett lagaði te, bar það á
borð og dálítið af mat með því.
RalphJ settist niður. Hann drakk
einn bolla af tei, en kom ekki
nokkrum matarbita niður. Hann sat
lengi og studdi hönd undir kinn,
starði í eldinn eins og hann væri
í þungum hugsutium. Burchett rauf
ekki þögnina lengi vel, en að lok-
um sagði hann í Iágum róm:
»Eg býst við, að eg megi spyrja
hvert þér ætlið aö fara?«
Ralph hrökk við eins og af dvala,
s‘óð upp og varp öndinni. »Aftur
til Ástralíu, að eg held. Raunar
hefi ég ekki ákveðið neitt um það
enn. Mér liefir ekki unnist tími til
þess. Nú ætla eg að fara. Hann
setti staf sinn í gegnum lykkjuna á
baggabandinu og rétti út her.dina.
»Verið þér sælir«, mælti hann í
hásum rómi.
Burchett greip hönd hans, —
húu var brennheit og titrandi —
og leit sorgbitnum augum á Ralph.
»Mig tekur sárt, að sjá af yður.
Þér hafið fallið mér í geð. En ef
þér verðið að fara, þá verður svo
að vera. Eg hefi engan rétt til að
halda yður. Lífsins saga er að
heilsast og kveðjast.« Hann slundí,
slepti hendinni á Ralph og snéri sér
að eldinum.
Um leiö og Ralph gekk út, snéri
hann sér við og horfði á þetta
þægilega herbergi og þenna hnugna,
beygða mann. Síðan gekk hann
leiðar sinnar, en sporin virtust hon-
um erfið og þung. Hundarnir eltu
hann, ýlfrandi. Hann nam staðar
örstutta stund til að ' jassa þá, svo
sendi hann þá til baka.
Tungiið var ekki komið upp, en
nóttin var þó heið og björt. Hann
fór þrönga stígjnn gegnum skóg-
inn er lá að pjóöveginum. Á einum
stað á veginum, þaðan sem hann
gat séð heim að Court, nam hann
staðar, hallaði sér upp að tré og
horfði lengi nieð brennandi þrá í
augum á þetta mikla hús — þetta
skrautgripaskrín, er geymdi dýrgrip
l ans. Hans eina dýrgrip. Hæfur
gimsteinn í kórónur konunganna,
en ekki tii þess að vera borirm í
baðmullardúks-treyju skógarvarðar-
ins. Meðan hann stóð þarna bar
svo við, að kvenmaður kom að
bugðunni á veginum. Það var
Fanny Mason. Henni varð litið í
áttina til hans og kom auga á hann.
Hún nam staðar og horfði eins
löngunarfult cins og hann horfði
til Court — svo gekk hún í áttina
íil hans, en hún nam staðar af því
að hún heyrði til einhvers antiars.
Það kom maður skjögrandi eftir
veginum, úr gagnstæöri áttt. Það
var umrenningurinn. Hún sá hann
nema staðar er hann kom auga á
háa manninn, er hailaðist upp að
trénu. Hún heyrði, að hann yrti á
Ralph með þeirri ósvtfni, sem ölv-
uðum mönnum er títt.
»Á hvað starið þér, eins ogtröll
á heiðríkju, ungi spjálrungur?*
Ralph, er var þannig vakinn af
hugsunum sínum, leit á hann en
hélt svo áfram. En Datway lagði
hendina á handlegg honum.
»Hvað liggur yöur á?« spurði
hann með skipunarróm og vagg-
aði kollinum. »Þaö er eins og þér
séuð að fara í Iangferð!*
»Hugsið um yður sjálfan, mað-
ur mínn! og takið hönd yðar af
handlegg mínum«, sagði Ralph
stiimega og hristi hendina af sér.
»En hvað við erum glensfullir,
er ekki svo?« mælti Datway. »Viö
höldum að við séum mestu bur-
geisar, er ekki svo? Að fara í lang-
ferð, eða hvaö? Berið þér bagann
á bakinu eins og aimennilegur um-
renningur! En« — bæti hann við
og hló sigurhlátri alt í einu —
»hengið mig, ef sannleikurinn er
ekki sá, að þér hafið veriö rekinn
úr vistinni!* Hann glápti framan í
Raiph með ákafri, dýrslegri hnýsni.