Vísir - 04.11.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 04.11.1915, Blaðsíða 2
V i S 1 R Mikið úrval af Skinn- hönskum, af ýmsum litum, bæði svörtum og hvítum, komu með síðasta skipi. Kr. 2,oo parið VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstraeti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 1—3. Sími 400,— P. O. Box 367. Hið víðfræga bleikaða iéreft á °/2ð pr. m., er komið aftur til Egill Jacobsen Bandamenn og Balkanrfkin. Sir E. Grey gefur skýrslu. Þegar Búlgaría snerist í lið með j miðríkjunum urðu mörg blöð á j Englandi til þess að ámæla stjórn- ' málamönnum bandamanna fyrir slælega framgöngu í liðsbóninni austur frá. Varð það til þess að Sir Edward Grey utanríkisráðherra Englendinga gaf þinginu skýrslu um hvernig sakir stæðu á Balkan, og hvað þar hefði borið til tíðinda síðan styrjöldin hófst. Er skýrsla þess birt hér bæði af því að það mun mega telja mála sannast, sem Sir Edward Grey segir, jafn vandur maður og hann er að virðingu sinni, og eins af því að hún gefur gott heildaryfirlit yfir afstöðu Balkan- ríkjanna hvers til annars og ófriðar þjóðanna. Má hún því verða til skýringar þeirra atburða, sem nú eru að gerast þar eystra. Sir Edward Grey mælti á þessa leið: — Eg ætla mér ekki að minnast á hvernig sakir standa á Balkan frá hernaðarlegu sjónarmiði, heldur ein- I Skoðið óbleikjaða g Léreftið ■ kjá ungis hvernig þar horfir við frá sjónarmiði stjórnmálamanna. Eg hefi orðið var við, að misjafnir dómar hafa verið lagðir á það hvernig farið hafi verið meö utan- ríkismálin sföan styrjöldin hófst, einkum þó í sambandi við Balkan- málin. En eg ætla mér ekki að fjölyrða um þá dóma; þó ekki fyrir þá sök, að ekkert gagn geti verið að því aðræða um aðfinningarnareða að eg kunni engin svör við þeim, heldur af því, að á þessum tímum eru vandkvæði á að ræða þau mál. Eg mun því að eins gefa stutt yfirlit yfir hver hefir verið aðalstefna vor bandamanna í Balkanmálunum síðan ófriðurinn hófst. Reynt að takmarka ófriðinn. í ófriðarbyrjun var Serbía eina ríkið á Balkanskaganum, sem þátt tók í ófriðnum, og vildum við þá ekki að ófriðurinn breiddist út til fleiri landa. Við reyndum ekki til að fá fleiri þjóðir þar eystra í ó- fiiðinn. Ef við hefðum fengið eitt ríkið í lið með okkur, þá gat það orðið til þess að koma ófriði af stað við annað ríki og hefði þá ófriðarsvæðið færst út að nauðsynja- lausu og engum til gagns. Við lofuðum þess vegna Tyrkjum því strax í ófriðarbyrjun að lönd þeirra skyldu ekki skert, þegar friður væri samin ef þeir sætu hjá. Tyrkir ganga f ófriðinn. Þegar Tyrkir komu til sögunnar, gjörbreyttist ástandið. Satt er það að vísu, að Tyrkir stóðust fortölu Þjóðverja um stund, en þegar þýskir foringjar neyddu tyrknesk herskip til að skjóta á rússneskar hafnir og skip tilefnislaust og án þess að gera aðvart um það, þá gat ekki hjá því farið að til ófriðar drægi og þá voru bandamenn lausir allra mála við Tyrki. Þetta var fyrsta breytingin. Við og bandamenn okkar tókum þá að vinna af alefli að því að koma á sátt og samlyndi milli hinna Balkan- ríkjanna. En því varð ekki til leiöar komið nema með því að hægt væri að uppfylla sanngjarnar vonir og óskir allra Balkanríkjanna, þar á meðal Búlgaríu. Til þess að koma á góðu samkomulagi þurftu þjóð- irnar, hver um sig, að láta nokkuð af hendi rakna og við beittum öil- um áhrifum okkar til þess að fá samþykki þeirra. Því fór miður, aö sökum forns fjandskapar var Iangt frá því gott samkomulag milli Balkanríkjanna, og það var því ólíku léltara að auka fjandskap milli þeirra og deilur, heldur en að sætta þau og koma þeim í bandalag. Að óvilja þjóðanna. Eg hefi þá skoð'm, að ekkert hafi getað orðið til þess að Balk- anríkin hefðu gert bandalag með sér í stað þess að berast á bana- spjótum, annað en það, að banda- menn hefðu fullkomlega haft tögl og hagldir á vígvöllunum í Evrópu síðastliöna mánuði. Það eru þjóð- höfðingjarnir stjórnirnar í Þýskalandi Austurríki og Ungverjalandi og Búlgaríu — þjóðhöfðingjarnir og stjórnirnar — sem hafa fengið því áorkað að Balkan er kominn í bál. Okkur var gefið í skyn, að til þess að koma á bandalagi milli Balkanríkanna þyrfti Búlgaría aö fá ! tilslakanir einkum í Þrakíu og Makedoníu. Bandamenn voru fús- ir á að gera alt sem í þeirra valdi stæði til þess að uppfylla óskir Búlgarfu. En til þess að fá sam- þykki serbíu og Grikklands til þess- ara tilslakana var nauösynlegt aö Búlgaría gengi í ófriðinn gegn Tyrkjum. Með öðrum oröum, ef Búlgaría átti að fá óskir sínar og vonir uppfyltar, þá þurfti hún að leggja fram sinn skerf til þess að að óskir og vonir nágrannaríkja hennar rættust, nágrannaríkjanna, sem slaka áttu til við hana. Eg þarf ekki að skýra gjör frá í hverju þessar óskir og vonir þjóðanna voru innifaldar. Það er nóg að geta þess, að það sem við töldum sanngjarnar vonir og óskir, voru í aðalatriðunum bygðar á því, að menn af sama þjóðflokki og sömu trúarskoðunar, gætu samein- ast því ríki og komist undir þá stjórn, sem þeim væri geðfeldust. Meðan á þessum samningurn stóð, komumst vér á snoðir um að mið- ríkin buðu Búlgaríu meiri hlunnindi fyrir að sitja hjá, heldur en banda- menn gátu með nokkurri sanngirni boðið henni, jafnvel fyrir það að ganga í líð með þeim. Eg hefi séð því haldið fram ný- lega, að enginn leynisamningur sé milli Búlgaríu og miðveldanna. Eg veit ekki hvort þetta á að skiijast svo að ekkert samkomulag, ekkert loforð og engin skilyrði séu sett milli miðveldanna og Búlgaríu. Það er til of mikils mælst að ætla Kaupið ekki Bróderingar fyr en þér hafið skoðað þær hjá ^aco^setv. að fá mann til aö trúa því, að Búlgarar, sem miðveldin höfðu lofað öllu fögru fyrir að sitja hjá, hafi fengist til að grípa til vopna án þess að hafa fengið loforð um eitthvað. Hver svo sem þessi loforð miðveldanna eru, þá hljóta þau að koma niöur á nágrönnum Búlgaríu án þess að þeir fái nokkuð í aðra hönd. Milli Rúmeníu og okkar hefir verið fullkomin vinátta meðan á þessum samningum hefir staðið. Rúmenía hefir haft einlægan vilja á að samkomulag gæti komist á milli nágrannaríkjanna á Balkan; og hefir hún ætíð verið fús til þess, eftir því sem okkur hefir verið skýrt frá, að styðja að því viö ná- grannaríkin, að sátt og samlyndi kæmist á. Frh. Danir banna sölu á skipum úr landinu. —o— f októbermánuði var bannað að selja dönsk skip úr landinu. Ekki staf- ar bann þetta af því, að skipastóll Dana haf minkað nú síðan ófriöur- inn hófst, þrátt fyrir tundurdufl og kafbátahernað. — En stjórnarvöld- in þóttust sjá einhverja ískyggilega fyrirboða þess, að skipastóllinn myndi minkaað mun í náinni framtíð. Eftirspurn er mikil eftir skipum og verðiö hækkað um meira en 100 prct. T. d. var gufuskipafélag- ið Scandia búið aö semja um sölu á tveim skipum til Noregs og áttu þau að osta 800 þúsundir og 750 þús., en þegar þau voru bygð, j árin 1908 og 1909, kostuöu þau samtals 710 þús. kr. En í reikning- um félagsins eru þau riú talin 421570 króna virði. Hagurinn við sölu þessara skipa hefði því orðið nær 1 miljón 130 þús. króna. Mikið úrval af alskonar Mynda- römmum Og myndir í römmum, nýkomið. 3ae°^5etv*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.