Vísir - 17.11.1915, Page 2
v i sl R
VISIR
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
| Island er opin frá kl, 8—8 á hverj-
; um degi,
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrífstofa á sama stað, inng. frá
Aöalstr. — Ritstjórinn tii viðtals frá
Id. 1-3,
Sími 400,— P. O. Box 367.
Svar
til «Gamals háseta,»
frá B. J. Blöndal.
Niðurlag.
Að þilskipaútgerðin beri með
sér árlegt tap, get eg ekki séð, því
þótt sá floti rýrni, þá bara breytist
hann í annan öflugri og betri flota
nefnilega togara og bifvélaskip. Um
kaup annara sjómanna er alt öðru
máli að gegna.
Kaup togarahásetanna er fastá-
kveðið mánaðarkaup, sem stendur
óbreyít þótt ekkert fiskist, til upp-
bótar á kaupi sínu hafa þeirlifrina,
sem er allmikiil viðbælir ef vel fisk-
ast, Afla þenna er þeim leyfilegt
að selja hæsta verði hvar sem þeir
koma að landi. Ef hasetar hand-
færaskipanna hefðu fengið að njóta
sömu réttinda skyldi eg aldrei hafa
ónáðað gamla hásetann með grein
minni.
Sama er að segja um þá menn,
er ráða sig fyrir 80 til 100 kr.yfir
vetrarvertíðina til fiskróöra, það er
fyrirfram um samið kaup sem þeim
er greitt hvernig sem gengur, og
oft mun það vera tekið fram, að
nemi upphæð hlutarins 400 til 500
kr. sé hlutareiganda goldið minst
150. En hefir nokkur kvartað und-
an því, að útgerðarmenn hafi grætt
um of á þeim mönnum sem þeir
hafa ráðið með mánaðar kaupi ?
Eg held ekki, og hin tvö síðast
nefndu tilfelli geta einmitt mælst
á sama mælikvarða. Eg vildi spyrja
höfund að því, hvort hann nokkru
sinni, í sinni hásetatíð, hafi haft
samninga við guð eða góða menn
um það hve mikils afla hann skyldi
verða að njótandi þetta og þetta
árið, vér hinir höfum mátt beygja
oss undir ýms ófyrirsjáanleg atvik,
sem orsakað hafa ýmist afla eða
aflaleysi, en vera má að hér sé
undanfekning.
Það má taka til greina, segir höf.,
að hásetar á þilskipum hafa alt tros
frítt, en við hefði hann átt að bæta,
»að undanskyldu því sem þeir verða
að leggja sér til fæðis og fá aldrei
greitt frá útgerðarinnar hálfu«. —
Allir vita þó að frítt fæði er lög-
boðið á skipum þessum.
Sammála getum við höfundur
orðið um það, að sérhverjum sé
fyrir bestu að stunda þáatvinnu, er
Sjúkrasamlag Eeykjavíkur
heldur fund í Bárunni (uppi), miðvikudaginn 24. þ. m.,
kl. 71/, síðdegis.
Vegna þess að fundurinn, sem haldinn var 11. þ. m. var of
fámennur til þess að lagabreytingin sem fyrir fundinum lá, næði
gildi, verður hún lögð fyrir þennan fund til fullnaðar-úrslita.
Reykjavík, 15. nóv. 1915.
3óti ^álssou,
form.
Giimum!
Glímuflokkur U. M. F. R. hefir æfingar í fimleikahúsi
Mentaskólans miðvikudagskveld kl. 9l/2.
í vetur er þetta eini staðurinn sem menn geta lært glímur og æft
glímur og a lir sem það vilja eru velkomnir.
Glíman er holl og fögur íþrótt.
Við skorum á alla íþróttamenn sem vilja efla og viðhalda ísl.
glímunni að sækja æfingar þessar.
S t j ó r n i n.
Skoskt netjagaxn
aí úestu tegund sel eg at’ bryggjunni í desem-
ber næstkomandi eftir pöntunnm með óviðjafn-
anlegu tækifærisverði.
Þeir sem eiga eftir að fá netjagarn snúi sér
með pantanir sínar til mín fyrir 25. þ. m.
Kr, Jónssom,
Frakkastíg 7. Sími 286.
Ulster-, Kápu-, Frakka-
og
Fataefni
nýkomin. — Einnig
Iðunnardúkar.
Gfuðm. Bjarnason.
Takið eftir.
Hér með lœt eg gamla og nýja viðskiftavini vita að eg er
farinn að stunda skósmíði.
^ía$uussot\i
Grettisgötu 44.
Vanur utanbúðarmaður
óskar eftir atvinnu eftir áramót.
Ritstj. gefur uppl.
T I L M I N N IS:
Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11
Borgarst.skrifit. í brunastöö opín v. d
11-3
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1.
Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3
Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og4-7
Náttúrugripasafnið opið IVj-21/, síðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1
Samábyrgðin 12-2 og 4-6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d.
Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
Ókeypis lækning háskólans í
Kirkjustræti 12:
Alm. lækningar á þriðjud. og föstud.
kl. 12—1.
Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud.
kl. 2-3.
Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3.
Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið-
vikud. kl. 2—3.
mestan arð geíi, en gætum við ekki
einnig orðið sammála um það —
ef hann gengur ekki undir fölsku
nafni — að fylgjast að í háselafé-
agið, hætta að verja þetta hræði-
lega misrétti útgerðarmanna, og
stuðla að því af alefli, aö við og
allir aðrir fái fyrir afla sinn eins
og vera ber.
Viðvíkjandi athugasemd ritstjóra
er það að segja, aö það gleður
mig að heyra að hann hefirskoðað
greinar þessar sem meðmæli með
Hásetafélaginu en ekki sem níð um
útgerðarmenn.
Greinarnar hafa verið skrifaðar í
þeim tilgangi, aö hvetja menn til
þess nú að bindast þeim félags-
skap, sem verji háseta gegn því að
verða beittir annari eins kúgun, eins
og átt hefir sér stað sfðasta útgerð-
artímabil.
Björn J. Blöndal.
KafDátaliernaðuriiin,
—o—
Tíöindamaður ameríska blaðsins
New York World í Berlín hefir
sent blaði sínu skýrslu um kafbáta-
hernað Englendinga í Eystrasalti.
Segir hann þar aö þýska stjórnin
fái ekkert við kafbátana ráðið; hún
geti ekki varnað því að þeir kom-
ist inn í Eystrasalt. Því að þó að
net séu lögð og tundurdufl í mynn-
ið á sundunum, þá geti kafbátarnir
smogið neðansjávar í landhelgi Dan-
merkur eða Svíþjóðar. Bretar séu
betur settir að því leyti, aö þeir geti
strengt net og hafi gert það, þvert
yfir Ermasund.
Fréttaritarinn segir að beitiskip-
inu Prins Albert hafi verið sökt um
hábjartan dag. Tvö lundurskeyti
höföu komið á skipið og virfist
það takast á loft af-sprengingunni
og sökk síöan eins og steinn. Að
eins fáum mönnum varð bjargað.