Vísir - 22.11.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 22.11.1915, Blaðsíða 4
 T VISIR Smásögur um tónsnillinga, —o—- V. Ómögulegir menn. Wagner og Schumann áltu ekki vel saman, Þeir lýsa hvor öðrum á þessa leið; Wagner segir um Schumann: »Hann er gæddur miklum tón- snillings-gáfum — en ómöguleg- ur maður. Eg heimsótti hann þegar eg fór frá París. Talaði við hann um dvöl mína þar, um hljóm- listar-ástandið i Frakklandi og Þýskalandi, og um bókmentir og stjórnmál. En hann sat stein- þegjandi því nær heila klukku- stund, eins og hann væri heyrn- arlaus. Það er þreytandi að tala þannig við sjálfan sig. Ómögulegur maður«I En Schumann farast þannig orð; »Eg hefi sjaldan hitt Wag- ner. Hann er víst maður greind- ur og víða er hann heima. En það veður svo mikið á honum að hann er óþolandi til lenjdar*:. Hljóð úr horni. pfcdfcafcafeafe jfcsfc Aafcateafcafc^sfcsfcateateatesfcafc^eafcafcg fr Reglusamur og S H áreiðanlegur drengur » óskast nú strax til snúninga ^ í Brauns Verzlun. YETRAREAPPR fyrir teipiir, Stórt úrvaL Sturla jónsson. Heiðraði ritstjóril Þér hafið sýnt það, að þér vilduð styðja gott málefni, þar sem þér . hafið góðfúslega tekið nokkrar rit- gerðir frá mönnum úr hinu ný- stofnaða »Hásetafélagi« til birtingar og ættuð þér í framtíðinni að njóta þess góðvilja yðar en ekki gjalda. Vil eg svo biðja yður að lána mér rúm fyrir þessar línur í yðar heiðr- aða blaði. Það hefir lengi verið vöntun á mörgu því, sem til þjóðarheilla hefir mátt teljast á voru kalda landi íslandi, en ekki hefir síst verið mein að félagsleysinu og samtakaleysinu meðal alþýðunnar. En nú sýnist þó eitthvað vera að rofa til á hinu viðburðarika himinhveli framtíðar- innar. Hér í Reykjavík hafa nú flestar stéttir alþýðunnar myndað félagsskap innan sinna vébanda, sem hefir þó að mínu áliti komið nokkru góðu til leiðar. Með þaö fyrir augum, hvcrsu nauðsynlegt það er að hver stétt manna hafi sinn samvinnufélagsskap, var í haust stofnað Hásetafélag hér í Reykjavík, í þeim tilgangi að vernda réttindindi þeirrar fjölmennu stéttar og til þess að fylgja fram sanngjörnum kröfum til væntanlegs samkomulags við útðerðarmenn. Ekkert mun vera oss fjær skapi en það að sýna nokkra ósanngirni eða árás gegn útgerðarmönnum þessa bæjar, en væntum að eins góðs samkomulags og er það ekki ein- ungis áríðandi heldur lífsnauðsyn- legt fyrir báða málsparta. Nú stend- ur svo einkennilega á, að afstaða togara útgerðarmanna gagnvart vinnuþyggendum er mjö^ mismun- andi, sumir þeirra eiga þakkir skilið fyrir það, að þeir hafa ótilkvaddir borgað hásetum sínum hærra kaup en gildir hjá öðrum stéttarbræðrum þeirra, án þess þó að þeir virðist standa þeim að nokkrum mun fjár- hagslega betur að vígi. Öðru máli er að gegna um þilskipaútgerðar- menn; á síðasta útgerðar tímabili var það dýrtíðin og peningaþröng- in sem neyddi háseta til þess að ráða sig of snemma og skuldbinda sig til að selja þeim hálfdrættisfisk sinn fyrir víst ákvæðisverð yfir allan útgerðartímann. Af þessu leiðir svo það að hásetar fengu ekki nema rúmlega hálft verð fyrir afla sinn, miðað við markaðsverðið sem ná- lega altaf var stígandi hærra og hærra, yfir allann útgerðartímann, að enduðu úthaldi voru því geysi miklar upphæðir — fleiri tugir þúsunda sem þilskipaútgerðarmenn létu með góðri samvisku renna í sínar egin' fjárhirslur, af þeim pen- ingum sem hásetum bar með full- um rétti ef þeir hefðu ekki neyðst til aö selja atvinnu sína einum eða tveimur mánuðum áður en útgerð- in byrjaði. I Þetta er þyngra en nokkum tár- um taki, hvað útgerðarmenn nota sér ósjálfstæði fjöldans og beita þá háseta sfna miklum rangindum sem hjá þeim hafa unnið ár eftir ár með trúmensku og undirgefni. Óskandi væri að hásetar yrðu for- sjálli framvegis, og létu sig ekki henda slíka óreiðu næsta útgerðar- tímabil. Skaðinn ætti í þessu til- liti að gjöra þá hyggna. Það er ekki nema réttmætt að skútuútgerð- armenn ábatist sem mest á þeim hlula aflans sém þeim ber með réttu, en þá er líka réttmætt að hásetar fái fisk sinn borgaðan eftir hæðsta gangverði sem gildir á þeim tínia sem fiskurinn er aflaður. Þið hásetar em enn eruð ekni gengnir í Hásetafálagið komið og skrifið uudir lög þess hið fyrsta og hefj- um þar sameiginleg sigurför og störfum með dugnaði og keppum með áhuga að því takmarki að lifta stétt vorri hærra og hærra til dreng- skapar og dáða. Látum ekki þá góðu herra, sem standa oss ofar í mann- félaginu hafa á s t æ ð u til þess aö líta n i ð u r á stétt vora með v a n- v i r ð i n g u og álíta aö hún sé sem meðvitundarlaus og sálarlaus v i n n u v é 1, sem þeir eftir eigin geðþótta geti hagnýtt sér sem hver önnur steindauð framleiðslutæki nútímans. Störfum að því að ávinna stétt vorri traust og virðingu allra betri manna. Frjálsbornu íslend- ingar ! burt með undirgefnistilhneyg- inguna, burt meö þrælseðlið. Beit- um oss fyrir voru göfuga málefni: jöfnuði og réítindum. Trúum á sigur hins góða. Reykjavík 18/u 1915. Jósef S. Húnfjörð. Kosningar í Banda- ríkjunum. Kvenfólkið og Wilson biða ósigur. Kosningar fóru fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í Norður- Ameríku í byrjun þessa mánaðar. Jafnfram var greitt atkvæði um kosningarétt kvenna. Atkvæða- greiöslan var mjög andvíg kven- réttindunum, t. d. höfðu andstæð- ingar þeirra í New York 220000 atkv. meiri hluta, í MassachuSetts 110000 og í Pennsylvaniu 150000, höfðu fylgismenn þeirra þó unnið kappsamlega fyrir atkvæðagreiðsluna En kosningarnar sjálfar gengu mjög á móti Wilson forseta, er sagt að hans fylgismenn hafi al- staðar orðið undir, en sérstaka eftirtekt vekur það, að þingmanns- efni eitt í New York, sem Wilson hafði mælt mjög eindregið með, og áður hafði haft 6000 atkvæða meiri hluta, féll við þessar kosn- ingar. Eru það Þjóðverjar sem valda þessum kosningaósigri Wil- sons. O M A plöntusmjör GLÆNYTT gengur næst íslensku smjöri, fæst í Nýhöfn HÚSNÆÐI B a r n I a u s hjón óska eftir stofu með geymslu og aðgangi að eld- húsi. Afgr. v. á. KAUPSKAPUR Morgunkjólar, smekkleg- astir, vænstir og ódýiastir, sömul. langsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti). Morgunkjólar frá 5,50 7,00 fást hvergi ódýrari né betri en í Doktorshúsinu við Vesturgötu. Gamlar og nýjar bækur eru teknar til sölu í Bókabúðinni á Laugaveg 22. G u I r ó f u r, ágætar, 7-8 tunn- ur, til sölu. Upplýsingar á Grettis götu 38. T i I s ö I u nýlegur hefilbekkur og alskonar smíðaverkfæri með góðu verði, nokkur sett borðfætur. Upplýsingar í Bárubúð, útbyggingu. N o k k r i r lotteríseðlar (Det danske Kolonial Klasse Lotteri) til sölu, þangað til «Gullfoss» fer til útlanda. Afgr. v. á. VINNA L a g t æ k u r maður óskar eftir stöðugri atvinnu. Ekki kaupdýr. Afgr. vísar á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.