Vísir


Vísir - 28.11.1915, Qupperneq 2

Vísir - 28.11.1915, Qupperneq 2
V 1 51 R VfSIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. Gv oa JDurm, gufuhreinsað, lyktariaust. Tilbúinn Sængurfatnaður. 1 | I Aukafundur bæjarsíjórrtarimtar í gær. &s\3&t af Fataefniim ,er nú komið! Guðm, Sigurðsson Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, var haldinn aukafundur í bæjarstjórninni til að ljúka við fjárhagsáætlunina fyrir næsta ár. Hófst fundurinn kl. 5 síðd. og stóðu umræður til miðnættis — og orðaskifti urðu nokkur eftir það um búninga lögregluþjón- anna. Fjárhagsnefnd hafði viljað setja það skiiyrði fjárv. til þeirra, að þeir yrðu úr íslensku efni, en borgarstjóri upplýsti seint á fundinum,að það mundi ekki fáan- legt fyr en að ófriðnum loknum. Vildu þeir Sighv. Bj. og J, þorl. eígi að síður halda fast við skil- yrðið, en Sv. B. og Ben. Sv. töldu meira um það vert að fá nýja búninga heldur en úr hverju efni þeir væru, og varð meiri hl. bæjarstjórnarinnar á sama máli. Aðal deiluefni fundarins var það, hvort fjölga ætti föstum kennur- um barnaskólans og fækka þá stundakennurum að sama skapi. Mikið fjárspursmál var hér ekki um að ræða, að eins 1400 króna j hækkun á launum á ári, þ. e. I byrjunarlaunum. En fjárhagsn. \ (Sighv. Bj. og J. þorl.) vildu ekki í að hreyft væri að þessu leytivið ! fyrirkomulaginu á skólanum, fyr ; en skólanefnd legði fram tillögur sínar um gagngerðar breytingará öllu fyrirkomulagínu. Benti Sighv. Bj. á að nefnd hefði verið skip- uð árið 1912 til að athuga skóla- fyrirkomulagið; hefði hún lagt fram rækilegt nefndarálit árið 1913 og gert nokkrar breytingartillög- ur, en eftir þeim hefði lítt verið farið. Af þessum og ýmsum fleiri ástæðum gæti hann ekki#* greitt atkvæði með tillögum um fjölgun föstu kennaranna, þó hann gæti fyllilega tekið undir það, að bæjarmenn ættu að láta sér ant um skólann og sér væri ekki síður ant um hann en öðrum bæj- arfulltrúum. Af ýmsum ástæðum væri óhentugt að gera þessar breytingar á miðju skólaári og út- gjöldin til skólans orðin svo mtk- il, að ekki væri á bætandi. Bað- áhöld vildi hann veita fé til að kaupa handa skólanum og kvað fjárhagsnefnd mundu hafa faliist á það, ef sú tillaga hefði legið fyrir henni frá skólanefnd. Magnús Helgason og Sig- Jóns- son fullyrtu að tillögum nefndar- innar frá 1912 væri framfylgt að svo miklu leyti sem unt væri og færðu ýms rök að því. En að sumu leyti væri það ekki unt, nema því að eins að föstum kenn- urum væri fjölgað og skólahúsið stækkað. Sagði sira M. að ekki yrði skólinn bættur með því einu, að mönnum væri ant um hann, ef ekkert væri gert fyrir hanri. Skólinn kostaði mikið, en væri þó ódýrasti skólinn á Norður- löndum. í bæjum í Noregi kost- uðu barnaskólar 71 krónu fyrir hvert barn, en hér gætu menn reiknað það út. þann reikning hafði Sigurður Jónsson á reiðum höndum. Upp- lýsti hann að skólinn hér í Rvík kostaði tæpar 48 krónur á barn, í Hafnarfirði kostaði barnaskól- inn kr. 50.98, á ísaf. kt. 53.86, Akureyri kr. 58.95 og á Seyðisf. kr. 62.12. Ennfremur gerði hann all-nákvæma grein fyrir því.hvað ætla mætti að fjölskyldumenn hér í bænum þyrftu til að lifa á um árið. Tók hann til dæmis 5 manna heimili (2 börn), mundi það varla komast af með minna en 1822 krónur til þess allra nauðsynlegasta. Sundurliðaði hann þessa áætlun þannig: Fæði kr. 773. Föt — 310. Ljós og hita — 124. Vinnu — 93. Til þvotta — 19. Lækningar — 53. Húsgögn (viðhald) — 40. Bækur og ritföng — 50. Opinber gjöld — 60. Húsaleiga — 300. og bygði þetta á reynslu að mestu leyti. Af þessu mætti sjá, að ekki væri það ástæðulaust, að bæta eitthvað kjör þeirra kennara sem ekki hefðu nema 1000—1200 kr. laun, eða þar undir, því að yfir sumarið gætu þeir ekki unnið sér meira inn en 3—4 hundruð í mesta lagi. það sem á vantaði yrðu þeir því að vinna sér inn í frístundum sínum að vetrinum til og slíta sér þannig út utan skól- ans. Jón þorláksson benti á, að með því að samþykkja dýr- tíðaruppbót handa kennurum skól- ans, bæði föstum kennurum og stundakennurum, hefði bæjar- stjórnin fullnægt réttmætum kröf- um um umbætur á launakjörum þessara starfsmanna sinna. Heiði bæjarstj. vafalaust farið þar feti lengra en landstjórn mundi hafa gert. Áleit að skólanum væri á bótavant í fleiru en því sem nefndin frá 1912 hefði gerttill. um. Með nefndaráliti þeirrar nefndar væri prentað bréf frá fræðslumálastjóra, þar sem drepið væri á eitt atriði, sem sér virtist vera aðalatriðið sem umbóta þyrfti, nfl. of mikið bóklegt nám væri lagt á börnin. Kæmi jafnvel fyrir að taka yrði börn úr skóianum af þessum á- stæðum, þau þyldu þetta ekki og yrðu veik. það væri upplýst að skólanefnd hefði með höndum tillögur um breytingar á skóla- fyrirkomulaginu. í sambandi við þær breytingatill. hefði öllum stundakennurum verið sagt upp starfinu í vor, þó þeim nú hafi verið veitt það aftur. Formaður skólanefndar hefði upplýst, að riefndinni hefði ekki unnist tími til þess að ganga frá tillögum sín- um til þessa. — Vildi bíða eftir þessum tillögum, eina ráðið til að knýja fram breytingar á fyrir- komulagi skólans, sem bæjarstj. teldi nauðsynlegar væri að neita um frekari fjárveitingar. Kvaðst mundu hafa haft samviskubit af því að vera á móti þessum tíll- ögum um fjölgun fastra kennara, ef hann hefði álitið þær vera til bóta, en hann teldi þess litla von að svo væri. Af tillögum þeim sem skólan. heiði með höndum væri þessi eina, sem fram hefði komið e. t. v. sú ónauðsynlegasta. T. d. hefði hún ekki komið fram með tillöguna um böðin til fjár- hagsnefndar, annars mundi nefnd- in hafa tekið hana upp. — Helst væri svo að skilja á umræðum um þetta mál, sem eiginlega þurfi engra umbótá á skólafyrirkomul. það væri þá helst það, að finna ráð til þess að börn væru iæs, er þau kæmu í skólann. — En ekki hefði skólanefnd heldur T I L MINMIS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifií. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-3 og 4-73 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. sanik. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið l1/,-21/, síðd. Pósthúsiö opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12! Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna- nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2 3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. komið með neina tillögu í þá átt. Um aðalgallann á skólanum, að börnum væri ætlað óhæfilega mikið bóklegt nám frá einum degi til annars, væri ekkert rætt. — Vildi leggja mesta áherslu á lík- amlega framför barna á skóla- skyldualdri og siðgæðis þroska — minni á bóklegt nám. Borgarstj. áleitfjölgun fastra kennara nauðsynlega, en sér væri það ekki kappsmál að hún kæm- ist þegar í framkvæmd. Flestar ræður hefðu fallið í þá átt, að telja þessa fjölgun nauðsynlega; skólanefnd mætti því vel við una. Tillögur sínar um endurbætur mundi hún geta komið fram með fyrir byrjun næsta skólaárs, og þá mætti fjölga fasta-kennurum, samkv. tillögum Sig. Jónssonar, þvi af því mundi ekki leiða nein aukin útgjöld á þvi ári. Kvaðst álíta rétt að fækka kenslustundum, en því hefði ekki orðið komið við að neinum mun enn; vonaði að hægt yrði að gera einhverjar skynsamar tillögur í þá átt. Skólanefnd hefði ekki þorað að koma með tiil. um böð í skólann um leið og till. um fjölgun fastra kennara, talið þá breytingu nauð- synlegri. Ennfr. töluðu um þetta mál þau Sig. Jónsson (aftur) og Bríet. — Kvað Sigurður líklegra, að veik- indi skólabarna stöfuðu af þrengsl- um í skólanum en af of miklu bóklegu námi. Fyr meir hefði ekki borið á því, að börn þyldu ekki skólavistina og hetði þó bóklega námið verið meira þá í öllum skólanum. En nú þyrfti að tví og þríhlaða í kenslustof- urnar á dag og það vissu allir ab væri óholt. En svo lauk þessu máli að tillögurnar um fjölgun fastra kenn- ara voru feldar með 9 : 3 og 9 : 4 atkv., en baðáhöldin sam- þykt í einu hljóði.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.