Vísir - 05.12.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 05.12.1915, Blaðsíða 2
VÍSlR Verslunin EDINBORG, Hafnarstræti 14. Jti&komtiav o ö v u x . VefnaðarYörudeMm Gfler vörudeildin Gardínutau hv. og misl. Glervarningur alskonar. Léreft bl. og óbl. Bollapör, mikið úrval. Silki. Diskar. Cheviot. Þvottastell. Borðdúkar Könnur. frá 2,25—18,50. G a s n e t. Ilmvötn, margar teg. Þvottabretti með gleri. SSi VISIR A f g r e í ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. Kirkjugarðsmálið í bæjarstjórninni. —o— í fyrrad. var skýrt frá leiksiokum þess máls, en ekki vopnaviðskift- um, og hér fara á eftir ágrip af aðalræðunum um máiið. B o r g a r s t j ó r i: Öllum var ókunnugt um að nokkur kvöð hvíldi á þeim hluta gamla kirkju- garðsins, sem fylgt hefir lyfjabúð- inni. Eg hafði atíiugað afsalsbréf það, sem landsljórnin hafði gefið út fyrir gaiðinum bænum tilhanda árið 1904, en þar er ekki ge*ið um neinar kvaðir. Fyrir þann tíma var ólíklegt, að ba jarsljórnin hefði get- að lagt kvaðir a gaiðmn, en efiir þann tíma þóttist tg þess fullviss, að það hefði eltk' verið gert. En í sambandi við undirbúning undir skrásetningu !óða og landa í bæn- um, sem r.ýlega hefir verið byrjað | á, hefir það komið í ijós að þessar kvaðir eru til. — Saga málsins frá fyrstu byrjutöer þessi: Árið 1862 eru Kryger Iyfsala mældar út 21/,, alin meðfram götu austan af gamla kirkju- garðinum, skilyrðislaust. Kryger vildi fá meira en var neitað; áskildi hann sér þá rétt til að ganga fyrir öörum ef byggingarlóðir yrðu látn- ar af hendi af kirkjugarðslóðinni. Árið 1879 voru honum útmældar 10 álnir austan af lóðinni eingöngu til trjáræktar. 1883 hafði Schierbeh landlæknir fengið umráð yfir öllum garðinum til afnota sem aldingarð, en ekki kálgarð og áskilið að hann mætti ekki byggja né byggja Iáta í garöinum. Síðustu 2 álnirnar fékk Kryger Iyfsali hjá Iandlækni með sömu skilyrðum. Jeg tilkynti Chri- stensen lyfsala að svo værí nú litið á sem byggingarleyfi það, sem hon- um var veitt nýlega til að gera kjallara á þessari lóð, gæti ekki upp- hafið kvaðir þær sem komið væri upp að kvíldu á lóðinni og krafð- ist þess að kjallarabyggíngunni væri hætt þar til bæjarstjórn hefði haft málið til meðferðar á ný. Vinnu var hætt á þriðjudag. í dag hafa mér borist tvö bréf; annað frá lyf- alanum, þar sem hann heldur því I fram, að hann hafi keypt ióðina J kvaðalausa. Sér hefði því verið ókunnugt um að hann þyrfti að gera nokkuð annað en að sækja um byggingaleyfi á venjulegan hátt. Heidur hann fram rétti sínum til lóðarinnar til hverskyns afnota, vegna þess að engin kvöð er þinglesin. En til samkomulags vill hann ganga inn á að það verði þinglesið sem kvöð á hinum hluta lóðarinnar að hana megi eingöngu nota til trjá- ræktar, ef hann fái leyfi til að fullgera kjallarann. — Hitt bréfið var frá landlækni Guðm. Björnssyni. Telur hann lyfsalanum bráðnauð- synlegt að gera þennan kjallara, sem er sérstaklega ætlaður til geymslu á ýmsum mjög eldfimum efnum og byggður, með það fyriraugum mjög eldtraustur, áður hefir lyfsalin orðið að geyma þessi efni í húskjallaranum. En ofan á þennan nýja kjallara segir landlæknir að sé í ráði síðar meir að byggja vinnustofu (labora- torium) fyrir lyfjabúðina, sem einnig sé brýn þörf fyrir. Bendir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem bygt sé í garðinum, því að bæði geymslu- hús lyfjabúðarinnar og hús Halldórs Daníelssonar muni bygt í honum. Þar sem nú bærinn hefir ekki fengið afsal fyrir garðinum fyr en 1904, þá hlýtur eitthvaö að vera bogið við þann rétt sem bæjarstjórnin hefir tekið sér yfir honum á árun- um 1879 og 1883. Varla yrði litið svo á, að lóðin hefði aðeins verið leigð, því ákveðið hefir verið, að lyfsalinn borgaði lóðargjald sem af óbygðri lóð, en ekki leigu og bendir það til þess, að hann hafi fengið eignarrétt yfir lóðinni. Eg er þeirrar skoðunar að bærinn hafi enn þann rétt til lóöarmnar sem hann hafði 1883 og að lóðin falli aftur til bæjarins, þegar hún er ekki Iengur notuð til trjáræktar. En það er hætt við því, aö það sé ekki þýð- ingarlaust í þessu máli, að bæjar stjórnin hefir nú gefið byggingar- Ieyfi, þar sem svo stendur á, að það er einmitt bæjarstjórnin fyrir bæjarins hönd, sem þykist vera eig- andi, eigandinn hefir leyft að byggja; það er hætt við að meö þessu sé rétti lyfsalans borgið og því réttast að ganga að tilboði hans. Jón Þorláksson kvað mál þetta vera meira tilfinningamál en röksemda. Það væri leitt að það hcfði ekki verið rannsakað áður en leyfið var veitt, en afsakanlegt, bygg- ingarnefnd mundi hafa verið það ókunnugt, að þetta hefði verið kirkjugarður. Vildi ekki fyrir sitt leyti veita samþykki til þessaðbæj- arstjórn fari nú að leyfa það, sem hún hefir aldrei áður viijað leyfa: aðbyggja hús íkirkjugarði. Geymslu- húsið muni vera bygt á lóð, sem tilheyrði garðinum, vegglóðinni og ónotuðu svæði viö vegginn,en ekki í garðinum sjálfum, enda hefði ekk- ert heyrst um að nein bein hefðu fundist þegar það var bygt. Þess vegna hefði ekki verið sett nein skilyrði fyrir elstu útmælingunni. En skýrt tekið fram við seinni út- mælingar, að lóðin sé látin af hendi aö eins til trjáræktar. — Allar sannanir vanti fyrir því, að lóðin sé keypt kvaðalaus. Hús hér vana- Iega seld með tilheyrandi lóð, en stærð ótiltekin. En þessi Ióð hefir aldrei verið álitin »tilheyrandi« og af- sal fyrir henni aldrei verið þing- lesið. Og það stendur ekki til að nein kvöð hafi verið þinglesin á lóð sem að eins hefir verið léð eða leigð til trjáræktar. Ef eg leigi öðrum manni jörð, þá þarf eg ekki að láta þinglýsa umráðarétti mínum yfir henni. Það er því Ijóst, að lyfsalinn hefir engan rétt til að byggja í garðinum. Það eina sem getur oröið álita- mál, ef byggingin veröur stöðvuð, það er, hver á að bera kostnaöinn við það sem búið er að gera. Hvort þaö er lyfsalinn, vegná þess T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v, d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifst. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 _ og 4-725 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, síðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-b. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahæfið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis Iækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. að hann hefir byrjaö að byggja á lóð sem óheimilt var að byggja á, eða þeir sem eiga að sjá um bygg- ingarmál bæjarins og ef til vill má segja, að eigi sök á því að byrjaö var að byggja, eða í þriðja Iagi bæjarstjórnin. — Mér er sama hvað ofan á verður, þegar til dómstól- anna kemur, eg get ekki fengið af mér aö samþykkja það, að grafreit- ur fyrverandi bæjarbúa sé í »ógáti« afhentur fil að byggja á honum, Menn vilja helst vera látnir í friði þegar þeir eru dauðir, og þó að segja megi að þeim megi á sarna standa nú, þá er það sjálfsögð ræxt- arsemi að vilja verða við þeirri ósk sem þeir hafa alið meðan þeir lifðu. Mér er sagt að Schierbech hafi fyrst verið leyft að byggja í gatðinum, en urgur hefði orð- ið svo mikill út af því meðal bæj- arbúa, að leyfið hafi verið tekið aftur og hann bygt utan garðs. — Og þó að röskun verði ekki meiri á grafrónni en orðin er, þó að byggingunni verði haldið áfram, þá get eg ekki varist þeirri hugsun, að byggingin verði eins konarminnis- varði yfir klaufaskap bæjarsljórnar- innar. Sveinn Björnsson: Mál þetta er orðið meira en eg hafði búist viö. Eg skil það, að það sé tilfinningamál. Við vitum það ölf, að margir óska að fá að liggja kyrr- ir í gröfinni. En þegar löggjöfin skiftir sér af því hvað gera eigi við kirkjugaröa, þá fer hún ekki Iengra í því að vernda grafhelgina, en að vernda tilfinningar þeirra sem eftir 1 ifa. Á þingi 1901 var ákveðið að bann- að skyldi að grafa kjallara í kirkju- göröum í 50 ár eftir að þeir eru lagðir niður og ætti sá tími að nægja til þess að komist verði hjá því að særa tilfinningar þeirra sem eftir Iifa. Erlendis mun grafhelg- in ekki vera svona löng. Aöalástæöa Jóns Þorlákssonar, sú rækt við framliðna íbúa þessa bæj- ar að vilja ekki raska beinum "JtajÆ \>\§ séB í^letvsfctt Jota&ovtui \ 5p'*svevsltttv\tvtv\ í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.