Vísir - 10.12.1915, Side 3
VÍSiR
£>vefcV\% S&n\tas tjújjengg s\hon og úampeoin
S'\m\ \96
STÍGT? í! L.
Togara-, mótorbáta-, land- og verk-
mannastígvé! fyrirliggjandi.
Einnig smíðuð stfgvél úr Boxcalv
og Chévraux eftir pöntunum.
Friðrik P, Welding.
Vesturgötu 34.
Þrír mótorbátar
í ágætu standi, eru til sölu strax.
Upplýsingar gefur
fyctetv&wf ^ctetvðtsson,
Laugavegi 56.
3^\tvtu út a? vet\a.
Sturla fónsson.
3 3fuUi\»eitslutv £oJts & ^étwts
fæst nú ávalt hin alkunna
Sætsaft frá Sanítas.
Bóka- og pappírsverslun og
bókbandsvinnustofu
hefi eg sett á stofn í Kirkjustrætl 10 (húsi Kristj. Þorgríms-
sonar). Sími 556.
Hefi til sölu: Allar fslenskar bækur, Sænskar bækur,
Pappír og ritföng, Pergament, Islendingasögur
og fleiri bœkur í bandí.
Munið eftir bókahorninu við Austurvöll I
ÁRSÆLL ÁRN'ASON;.
Fundur í Kaupmannafélaginu
laugardaginn 11. des. kl. 71/, síðd. í Bárubúð uppi.
S T J Ó R N IN.
stott útval tv^ottvvS,
Sfurla fönsson.
Mótorbátar
il sölu nú þegar með öllu til-
búnu til fiskiveiða. Beitusíld með-
Cigarettur
mest úrval í
fylgjandi ef óskað er.
Afgreiðslan vísar á.
S^tvúÆ au^suvgat
Uttvatvle^a.
Úrskurður hjartans
Eftir
Charles Garvice.
Frh.
»Og vér endurtökum það, sem
fulltrúi krúnunnar tók fram, að oss
þykir fyrir að ákæran hefir komið
fram á hendur yður.«
Ralph hneigði sig. »Eg þakka
yöur, lávarðurc, mælti hann lágt
en greinilega. Svo varð honum lit-
ið til Veroniku.
Orð hans höfðu dáið í ópum
múgsins, er ekkert skeytti um að-
finslur Iögreglunnar, en fært sigað
Ralph með útréttum höndum. Einn
eða tveir af þeim næstu gripn í
handleggi hans. Og áður en að
var hægt að gera, höfðu þeir lyft
honum upp á axlir sér og báru
hann út úr húsinu.
Þar var tekið við honum með
óstöðvandi gleðiópum af þeim, er
ekki höfðu náð inngöngu. Vagninn
frá Lynne stóð nálægt dyrum dóm-
aranna og mennirnir — það voru
konur á meöal þeirra — sem báru
Ralph, Iétu hann í vagninn. Múg-
urinn flyktist svo umhverfis hann,
Iyftu höfuðfötunum og æptu sigri-
hrósandi. Enginn vafi er á því, að
sumir þeirra gleymdu ekki, að hann
var ekki lengur Ralph Farrington
skógarvörðurinn, „einn af oss“ eins
og þeir komust að orði, en vissu,
að lausn hans var merki um sig-
urför hans í mannfélagsskipuninni.
Önnur ástæða fyrir hinum miklu
gleði’álum þeirra hefir óefað verið
sú, að Ralph hafði verið uppáhald
allra — nema veiðiþjófanna —
og að hann var orðinn áður en
ákæran kom fram á hendurhonum
alkunn hetja fyrir að hafa bjargað
Ödu.
»Eg þakka ykkur, eg þakka ykk-
ur«, mælti hann. »Eg er eins glaö-
ur og þið yfir því, að vera hreins-
aður af ákærunni.«
»Hreinsaöur, eg held nú vel það*,
mælti einhver í hópnum. »En þaö
hefði farið laglega, et hinir tveir
hefðu ekki fengið maklegmálagjöld.*
Menn veittu því eftirtekt, að orð-
in höfðu ekki verið hugsuð, því að
þau mintu á þann raunveruleika,
að frændi Ralphs, bróðursonur
gamla mannsins, er var að koma að
í þessum svifum, lá á Iíkbörunum
heima á Lynne Court.
Það datt því alt í dúnalogn eins
skyndilega eins og þegar mylnu-
hjól staönar. Hönd hafði verið rétt
út að ofan til þess aö hrífa Ralph
úr þeirri dauöans hættu, er hann
var staddur í, en hún hafði látið
hræðilega refsingu dynja yfir þann
seka.
Menn gáfu jariinum og Veroniku
rúm og stóðu svo hljóðír. Ralph
stökk út úr vagninum og þrýsti
föður sínum í faðmi sér og þeir
horfðust í augu, sem snöggvast.
Svo tók Ralph hönd Veroniku og
Iyfti henni að vörum sér.
Við þetta hófst aftur hrifningin
meðal múgsins og samúöar- og
fagnaðaróp bárust frá manni til
manns. Ralph hjálpaði jariinum og
Veroniku upp í vagninn — jarl-
inn stóð teinréttur, fyrirmanniegur
og giaður á svip og hélt uppi
hendinni. Það voru margir er báru
ekki neitt góðan hug tii Lynbo-
rough iávarðar. Hann hafði verið
harður, ef ekki óréttlátur iandsdrott-
inn. Hann hafði aldrei sýnt land-
setum sínum minstu góðvild, né
gestinum er að garði bar. Hann
hatði lifað ömurlegu einverulífi. En
er múgurinn starði á hann á þess-
ari stundu var hver einasti þeirra
sannfærður um, að hann var orð*
inn — breyttur. Harðneskjusvipur-
inn var orðinn þýður og augun
ljómuðu af samúð. Yglibrúnin var
horfin og hinar þunnu varir, er
kuldalega hæðnisglottið hafði leikið
um, bærðust nú af geðshræringu.
Þær bærðust eins og hann ætlaði
að tala, en orðin heyrðust ekki.
Að lokum heyrðu þeir, sem næstir
honum stóðu hann mæia þessum
orðum:
»Vinir mínir — þakkið guði
með mér — sonur minn var týnd-
ur en er nú fundinn. Sonur minn
— minn ástkæri sonur.«
Um leið og liann snéri sér við,
til þess að hylja tárin, greip hann
um hönd Ralps og hélt henni fast
og lengi.